Segir sárast að Krabbameinsfélagið bendi bara á sig Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 7. september 2020 17:42 Krabbameinsfélagið áréttar í yfirlýsingu að félagið beri alla ábyrgð á málinu og afleiðingum þess. Vísir/Sigurjón Fyrrverandi starfsmaður Krabbameinsfélagsins, segist vera í andlegu áfalli vegna mistaka sem hún gerði í starfi við frumugreiningar hjá félaginu. Henni finnist þó sárast að sjá hvernig félagið kenni henni um allt saman. Þetta kemur fram í samtali hennar á vef Mannlífs. Fréttastofa Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis greindi frá því á dögunum að kona um fimmtugt hefði fengið rangar niðurstöður við reglubundna leghálsskoðun árið 2018 hjá Krabbameinsfélaginu. Í ár veiktist hún svo alvarlega en hún er með ólæknandi krabbamein. Félagið vinnur nú að því að endurskoða sex þúsund leghálssýni og er komið strax í ljós að að minnsta kosti þrjátíu konur fengu ranga niðurstöðu árið 2018. Félagið hefur sagt að um mannleg mistök væri að ræða hjá veikum starfsmanni sem sinnti leghálsgreiningunni. Í framhaldinu hefði komið í ljós að 2,5 prósent þeirra sýna sem starfsmaðurinn skoðaði hafi verið metin á þann hátt að ástæða sé til að boða viðkomandi konur í frekari skoðun. Krabbameinsfélagið hefur fengið sinn skerf af gagnrýni fyrir að varpa ábyrgðinni á starfsmanninn. Fyrrverandi heilbrigðisráðherra sagðist í liðinni viku vera öskureið yfir siðleysi og aumingjadómi Krabbameinsfélagsins, eins og hún komst að orði. Ofsalegt högg Starfsmaðurinn ræðir málið í viðtali við Mannlíf í dag. „Ég er búin að vera í andlegu sjokki. Ég er rétt að reyna jafna mig á þessu og reyna að ná áttum. Þetta var ofsalegt högg fyrir mig og er búið að vera ofsalega sárt,“ segir starfsmaðurinn. Hún hafi farið niður í dimman dal. Hún viðurkenni mannleg mistök sín en henni sárnar hvernig hennar fyrrverandi vinnuveitandi svari fyrir þau. Krabbameinsfélagið hefur sagst harma málið og þær alvarlegu afleiðingar sem það hefur þegar haft.Vísir/Vilhelm „Að félagið bendi bara á mig finnst mér sárast og erfitt að kyngja. Ég er enn með kökkinn í hálsinum.“ Í yfirlýsingu Krabbameinsfélagsins í síðustu viku kom fram að starfsmaðurinn hefði ekki verið við störf síðan í febrúar sökum veikinda. Á vef félagsins í sumar var fjallað um það þegar starfsmaðurinn var kvaddur með pompi og prakt fyrir vel unnin störf. Var úr fjölda hæfra umsækjenda Starfsmaðurinn „var valin úr hópi fjölda hæfra umsækjenda á sínum tíma og það kom strax í ljós að við höfðum valið vel. Hún reyndist fyrirmyndarstarfsmaður sem hefur unnið störf sín af mikilli kostgæfni og við kveðjum hana með miklu þakklæti - þó svo að við munum nú vonandi hittast á öðrum vettvangi,“ sagði Ingibjörg Guðmundsdóttir, yfirlæknir á frumurannsóknarstofu, af þessu tilefni. Halla Þorvaldsdóttir, framkvæmdastjóri Krabbameinsfélagsins, þakkaði starfsmannium kærlega fyrir vel unnin störf „í þágu afar mikilvægs málstaðar óskum við þeim velferðar og bjartrar framtíðar í nýjum verkefnum.“ Fram kom að starfsmaðurinn hefði rannsakað um fimmtíu þúsund sýni á fimmtán árum hjá Krabbameinsfélaginu. Fréttin hefur verið fjarlægð af vef Krabbameinsfélagsins. Sigríður Sólan Guðlaugsdóttir, kynningarstjóri félagsins, segir að það hafi verið gert til að gæta nafnleyndar starfsmannsins. Starfsmaðurinn baðst undan frekari viðtölum þegar fréttastofa náði af henni tali í dag. Fréttin var uppfærð klukkan 22:25 með viðbrögðum kynningarstjóra Krabbameinsfélagsins. Þá hafa nafn og mynd af starfsmanninum verið fjarlægð. Mistök við greiningu hjá Krabbameinsfélaginu Heilbrigðismál Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Fleiri fréttir Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Sjá meira
Fyrrverandi starfsmaður Krabbameinsfélagsins, segist vera í andlegu áfalli vegna mistaka sem hún gerði í starfi við frumugreiningar hjá félaginu. Henni finnist þó sárast að sjá hvernig félagið kenni henni um allt saman. Þetta kemur fram í samtali hennar á vef Mannlífs. Fréttastofa Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis greindi frá því á dögunum að kona um fimmtugt hefði fengið rangar niðurstöður við reglubundna leghálsskoðun árið 2018 hjá Krabbameinsfélaginu. Í ár veiktist hún svo alvarlega en hún er með ólæknandi krabbamein. Félagið vinnur nú að því að endurskoða sex þúsund leghálssýni og er komið strax í ljós að að minnsta kosti þrjátíu konur fengu ranga niðurstöðu árið 2018. Félagið hefur sagt að um mannleg mistök væri að ræða hjá veikum starfsmanni sem sinnti leghálsgreiningunni. Í framhaldinu hefði komið í ljós að 2,5 prósent þeirra sýna sem starfsmaðurinn skoðaði hafi verið metin á þann hátt að ástæða sé til að boða viðkomandi konur í frekari skoðun. Krabbameinsfélagið hefur fengið sinn skerf af gagnrýni fyrir að varpa ábyrgðinni á starfsmanninn. Fyrrverandi heilbrigðisráðherra sagðist í liðinni viku vera öskureið yfir siðleysi og aumingjadómi Krabbameinsfélagsins, eins og hún komst að orði. Ofsalegt högg Starfsmaðurinn ræðir málið í viðtali við Mannlíf í dag. „Ég er búin að vera í andlegu sjokki. Ég er rétt að reyna jafna mig á þessu og reyna að ná áttum. Þetta var ofsalegt högg fyrir mig og er búið að vera ofsalega sárt,“ segir starfsmaðurinn. Hún hafi farið niður í dimman dal. Hún viðurkenni mannleg mistök sín en henni sárnar hvernig hennar fyrrverandi vinnuveitandi svari fyrir þau. Krabbameinsfélagið hefur sagst harma málið og þær alvarlegu afleiðingar sem það hefur þegar haft.Vísir/Vilhelm „Að félagið bendi bara á mig finnst mér sárast og erfitt að kyngja. Ég er enn með kökkinn í hálsinum.“ Í yfirlýsingu Krabbameinsfélagsins í síðustu viku kom fram að starfsmaðurinn hefði ekki verið við störf síðan í febrúar sökum veikinda. Á vef félagsins í sumar var fjallað um það þegar starfsmaðurinn var kvaddur með pompi og prakt fyrir vel unnin störf. Var úr fjölda hæfra umsækjenda Starfsmaðurinn „var valin úr hópi fjölda hæfra umsækjenda á sínum tíma og það kom strax í ljós að við höfðum valið vel. Hún reyndist fyrirmyndarstarfsmaður sem hefur unnið störf sín af mikilli kostgæfni og við kveðjum hana með miklu þakklæti - þó svo að við munum nú vonandi hittast á öðrum vettvangi,“ sagði Ingibjörg Guðmundsdóttir, yfirlæknir á frumurannsóknarstofu, af þessu tilefni. Halla Þorvaldsdóttir, framkvæmdastjóri Krabbameinsfélagsins, þakkaði starfsmannium kærlega fyrir vel unnin störf „í þágu afar mikilvægs málstaðar óskum við þeim velferðar og bjartrar framtíðar í nýjum verkefnum.“ Fram kom að starfsmaðurinn hefði rannsakað um fimmtíu þúsund sýni á fimmtán árum hjá Krabbameinsfélaginu. Fréttin hefur verið fjarlægð af vef Krabbameinsfélagsins. Sigríður Sólan Guðlaugsdóttir, kynningarstjóri félagsins, segir að það hafi verið gert til að gæta nafnleyndar starfsmannsins. Starfsmaðurinn baðst undan frekari viðtölum þegar fréttastofa náði af henni tali í dag. Fréttin var uppfærð klukkan 22:25 með viðbrögðum kynningarstjóra Krabbameinsfélagsins. Þá hafa nafn og mynd af starfsmanninum verið fjarlægð.
Mistök við greiningu hjá Krabbameinsfélaginu Heilbrigðismál Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Fleiri fréttir Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Sjá meira
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent