Fjórir eru smitaðir af COVID-19 á Vestfjörðum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Heilbrigðisstofnun Vestfjarða.
Þrír eru smitaðir eftir innanlandssmit, þar af greindust tveir í sóttkví. Eitt smit sem tilkynnt var um í síðustu viku reyndist gamalt og ekki smitandi. Sá einstaklingur er laus úr einangrun og allir sem fóru í sóttkví í tengslum við það einnig lausir.
Þá kom einn smitaður frá útlöndum fyrir tveimur vikum og greindist í landamæraskimun. Samtals eru 14 í sóttkví.