Tvö þúsund vildu verða kynlífstækjaprófarar Ása Ninna Pétursdóttir skrifar 8. september 2020 20:39 Sigga Dögg kynfræðingur, Saga LIuviaog Eva Brá í nýju húsnæði Losta.is í Borgartúni. Aðsend mynd „Við birtum auglýsingu inn á Alfreð þar sem við óskuðum eftir fólki til að prófa fyrir okkur kynlífstæki og á innan við sólahring frá því hún var birt voru komnar ríflega 500 umsóknir,“ segir Saga LIuvia Sigurðardóttir annar eigandi kynlífstækjaverslunarinnar Losta.is „Það kom okkur svo sannarlega á óvart hversu ótrúlega margir höfðu áhuga á starfinu en við auglýstum eftir einstaklingi til að prófa fyrir okkur kynlífstæki.“ Vegna fjölda umsókna ákváðu Saga og Eva Brá að breyta fyrirkomulaginu sem þær lögðu upp með í fyrstu og úr varð að fá til liðs við sig lítinn hóp af fólki til að prófa tækin í stað eins einstaklings. „Það er ótrúlega gaman að sjá hversu margir eru opnir fyrir umræðunni og til í að deila með okkur reynslu sinni af tækjunum og því er gott að hafa fleiri en einn einstakling til að prófa tækin því að þau eru mjög fjölbreytt og ólík.“ Saga segir að nýja húsnæði Losta megi kalla kynsetur frekar en kynlífstækjabúð þar sem aðstaðan býður upp á kynningar, námskeið og fleiri viðburði tengda kynlífi. Aðsend mynd Losti.is opnaði á dögunum nýja búð í Borgartúni en hingað til hafa vörurnar eingöngu verið til sölu á netinu. Verslunin er í eigu Evu Bráar Önnudóttur og Sögu Lluviu Sigurðardóttur. Kynsetur og stærsta kynlífsbókasafns landsins „Þetta er reyndar ekki bara kynlífstækjaverslun heldur deilum við rýminu með Siggu Dögg kynfræðingi og munum við veita fólki greiðan aðgang að því að fylgjast með því í hverju og hvernig kynfræðingar starfa. Sigga Dögg er einnig stoltur eigandi stærsta kynlífsbókasafns Íslands sem aðgengilegt verður í rýminu fyrir áhugasama. Fólki er því velkomið að koma í kaffi og glugga í fræðandi bækur.“ Saga segir að það megi í raun kalla aðstöðuna í Borgartúni kynsetur þar sem aðstaðan bjóði upp á svo miklu meira en bara sölu á kynlífstækjum. „Allt sem tengist málaflokknum kynlífi mun fá að blómsta á þessum stað. Ásamt því að bjóða upp á úrval kynlífstækja þá verðum við einnig með námskeið, vísindaferðir og ýmsar kynningar fyrir til dæmis steggjanir, gæsanir og saumaklúbba. Að lokum segir Saga að annað fagfólk muni einnig hafa aðgang að aðstöðunni og rýmið sé sérstaklega hannað fyrir viðburði tengda kynlífi og fræðslu. Sigga Dögg kynfræðingur mun vera með aðstetur í nýja húsnæðinu og verður eitt stærsta kynlifsbókasafn landsins aðgengilegt fyrir gesti og gangandi. Aðsend mynd Rúmfræði Kynlíf Verslun Tengdar fréttir „Mikilvægt að fræða og ræða en ekki varpa skömm á málefnin“ „Eitt af því sem við höfum tekið eftir undanfarin ár er það hvað krakkar í dag eru orðin opnari og óhræddari við að segja frá erfiðum hlutum eins og kynferðislegu ofbeldi.“ Þetta segir Hugrún Lilja læknanemi og formaður Ástráðs. 12. ágúst 2020 10:00 „Tækni og typpastærð skipta ekki máli“ „Það er svo mikilvægt að þora að tjá sig og gefa leiðbeiningar í kynlífi, þá hætta aðrir hlutir að skipta máli, svona bull eins og typpastærð eða einhver sérstök tækni“. Þetta segir Sigga Dögg kynfræðingur í viðtali við Makamál. 31. júlí 2020 20:56 „Hvaða kynlíf ertu að stunda og hvaða kynlíf viltu stunda?“ „Mér finnst mikilvægt að brjóta upp viðhorf og hugmyndir um að kynlíf snúist um frammistöðu og að þeir sem stundi kynlíf þurfi að einbeita sér að því að standa sig. Slíkt getur ýtt undir kvíðahugsanir.“ Þetta segir Aldís Ólafsdóttir sálfræðingur og kynlífsráðgjafi, í viðtali við Makamál. 4. september 2020 13:05 Mest lesið Sigurtilfinning eftir báðar fæðingar Makamál Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ Makamál Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Einhleypan: Æfir sig í að láta ekkert stoppa sig Makamál Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Makamál Viltu gifast Beta? Makamál „Falleg, fluggáfuð og fáránlega fyndin“ Makamál „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert á ævinni Makamál Fleiri fréttir Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Sigurtilfinning eftir báðar fæðingar Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ Sjá meira
„Við birtum auglýsingu inn á Alfreð þar sem við óskuðum eftir fólki til að prófa fyrir okkur kynlífstæki og á innan við sólahring frá því hún var birt voru komnar ríflega 500 umsóknir,“ segir Saga LIuvia Sigurðardóttir annar eigandi kynlífstækjaverslunarinnar Losta.is „Það kom okkur svo sannarlega á óvart hversu ótrúlega margir höfðu áhuga á starfinu en við auglýstum eftir einstaklingi til að prófa fyrir okkur kynlífstæki.“ Vegna fjölda umsókna ákváðu Saga og Eva Brá að breyta fyrirkomulaginu sem þær lögðu upp með í fyrstu og úr varð að fá til liðs við sig lítinn hóp af fólki til að prófa tækin í stað eins einstaklings. „Það er ótrúlega gaman að sjá hversu margir eru opnir fyrir umræðunni og til í að deila með okkur reynslu sinni af tækjunum og því er gott að hafa fleiri en einn einstakling til að prófa tækin því að þau eru mjög fjölbreytt og ólík.“ Saga segir að nýja húsnæði Losta megi kalla kynsetur frekar en kynlífstækjabúð þar sem aðstaðan býður upp á kynningar, námskeið og fleiri viðburði tengda kynlífi. Aðsend mynd Losti.is opnaði á dögunum nýja búð í Borgartúni en hingað til hafa vörurnar eingöngu verið til sölu á netinu. Verslunin er í eigu Evu Bráar Önnudóttur og Sögu Lluviu Sigurðardóttur. Kynsetur og stærsta kynlífsbókasafns landsins „Þetta er reyndar ekki bara kynlífstækjaverslun heldur deilum við rýminu með Siggu Dögg kynfræðingi og munum við veita fólki greiðan aðgang að því að fylgjast með því í hverju og hvernig kynfræðingar starfa. Sigga Dögg er einnig stoltur eigandi stærsta kynlífsbókasafns Íslands sem aðgengilegt verður í rýminu fyrir áhugasama. Fólki er því velkomið að koma í kaffi og glugga í fræðandi bækur.“ Saga segir að það megi í raun kalla aðstöðuna í Borgartúni kynsetur þar sem aðstaðan bjóði upp á svo miklu meira en bara sölu á kynlífstækjum. „Allt sem tengist málaflokknum kynlífi mun fá að blómsta á þessum stað. Ásamt því að bjóða upp á úrval kynlífstækja þá verðum við einnig með námskeið, vísindaferðir og ýmsar kynningar fyrir til dæmis steggjanir, gæsanir og saumaklúbba. Að lokum segir Saga að annað fagfólk muni einnig hafa aðgang að aðstöðunni og rýmið sé sérstaklega hannað fyrir viðburði tengda kynlífi og fræðslu. Sigga Dögg kynfræðingur mun vera með aðstetur í nýja húsnæðinu og verður eitt stærsta kynlifsbókasafn landsins aðgengilegt fyrir gesti og gangandi. Aðsend mynd
Rúmfræði Kynlíf Verslun Tengdar fréttir „Mikilvægt að fræða og ræða en ekki varpa skömm á málefnin“ „Eitt af því sem við höfum tekið eftir undanfarin ár er það hvað krakkar í dag eru orðin opnari og óhræddari við að segja frá erfiðum hlutum eins og kynferðislegu ofbeldi.“ Þetta segir Hugrún Lilja læknanemi og formaður Ástráðs. 12. ágúst 2020 10:00 „Tækni og typpastærð skipta ekki máli“ „Það er svo mikilvægt að þora að tjá sig og gefa leiðbeiningar í kynlífi, þá hætta aðrir hlutir að skipta máli, svona bull eins og typpastærð eða einhver sérstök tækni“. Þetta segir Sigga Dögg kynfræðingur í viðtali við Makamál. 31. júlí 2020 20:56 „Hvaða kynlíf ertu að stunda og hvaða kynlíf viltu stunda?“ „Mér finnst mikilvægt að brjóta upp viðhorf og hugmyndir um að kynlíf snúist um frammistöðu og að þeir sem stundi kynlíf þurfi að einbeita sér að því að standa sig. Slíkt getur ýtt undir kvíðahugsanir.“ Þetta segir Aldís Ólafsdóttir sálfræðingur og kynlífsráðgjafi, í viðtali við Makamál. 4. september 2020 13:05 Mest lesið Sigurtilfinning eftir báðar fæðingar Makamál Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ Makamál Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Einhleypan: Æfir sig í að láta ekkert stoppa sig Makamál Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Makamál Viltu gifast Beta? Makamál „Falleg, fluggáfuð og fáránlega fyndin“ Makamál „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert á ævinni Makamál Fleiri fréttir Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Sigurtilfinning eftir báðar fæðingar Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ Sjá meira
„Mikilvægt að fræða og ræða en ekki varpa skömm á málefnin“ „Eitt af því sem við höfum tekið eftir undanfarin ár er það hvað krakkar í dag eru orðin opnari og óhræddari við að segja frá erfiðum hlutum eins og kynferðislegu ofbeldi.“ Þetta segir Hugrún Lilja læknanemi og formaður Ástráðs. 12. ágúst 2020 10:00
„Tækni og typpastærð skipta ekki máli“ „Það er svo mikilvægt að þora að tjá sig og gefa leiðbeiningar í kynlífi, þá hætta aðrir hlutir að skipta máli, svona bull eins og typpastærð eða einhver sérstök tækni“. Þetta segir Sigga Dögg kynfræðingur í viðtali við Makamál. 31. júlí 2020 20:56
„Hvaða kynlíf ertu að stunda og hvaða kynlíf viltu stunda?“ „Mér finnst mikilvægt að brjóta upp viðhorf og hugmyndir um að kynlíf snúist um frammistöðu og að þeir sem stundi kynlíf þurfi að einbeita sér að því að standa sig. Slíkt getur ýtt undir kvíðahugsanir.“ Þetta segir Aldís Ólafsdóttir sálfræðingur og kynlífsráðgjafi, í viðtali við Makamál. 4. september 2020 13:05