Verslun

Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði
Dóróthea Gunnarsdóttir, eigandi Álnavörubúðarinnar, segir afar sorglegt að mögulega þurfi hún að loka versluninni eftir 38 ára sögu hennar. Sjálf keypti hún reksturinn 2007 og hefur rekið verslunina síðan. Eigandi húsnæðis verslunarinnar, Kjörís, sagði upp leigusamningi við hana í vikunni.

Marteinn Högni nýr framkvæmdastjóri Húrra
Húrra Reykjavík, ein heitasta tísku- og lífsstílsverslun landsins, hefur ráðið til sín nýjan framkvæmdarstjóra. Sá er viðskiptafræðingur og mikill tískuáhugamaður og heitir Marteinn Högni Elíasson.

Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum
Forsvarsmenn vefverslunarinnar Heimkaup hafa ákveðið að nú verði einungis hægt að kaupa áfengi þar. Breytingarnar koma í kjölfar samruna fyrirtækisins við Samkaup.

„Þurfum að huga að forvörnum“
Heilbrigðisráðherra segir áform um lagasetningu er varðar heildstæða löggjöf fyrir tóbaks- og nikótínvörur fyrst og fremst sett fram til að vernda börn og ungmenni.

Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi
Rekstur Haga hf. á fyrsta ársfjórðungi gekk vel og var í samræmi við áætlanir stjórnenda, en tekjur félagsins jukust um sjö prósent og námu 33,2 milljörðum króna. Félagið segir bætta afkomu einkum til komna vegna áhrifa af rekstri færeysku verslunarinnar SMS auk þess sem afkoma stærstu rekstrareininga styrkist milli ára.

Í vörn gegn sjálfum sér?
Innlendar kjötafurðastöðvar og tengd fyrirtæki hrepptu vel rúmlega meirihluta heimilda til að flytja inn tollfrjálst nauta-, svína- og alifuglakjöt frá ríkjum Evrópusambandsins, samkvæmt niðurstöðum tollkvótaútboðs sem atvinnuvegaráðuneytið birti fyrr í vikunni. Tollkvótinn fyrir þessar kjöttegundir, samkvæmt tvíhliða samningi Íslands og ESB, er samtals 1.226 tonn á seinni helmingi ársins. Fengu afurðastöðvar og tengd fyrirtæki úthlutað tæplega 745 tonna kvóta, eða 60,8%. Afurðastöðvarnar hafa bætt duglega við sig á fimm árum, en árið 2021 komu 28,73% tollkvóta fyrir þessar kjöttegundir frá ESB í hlut þeirra.

Samkaup segja upp tuttugu og tveimur
Tuttugu og tveimur var í dag sagt upp á skrifstofu Samkaupa í hagræðingarskyni. Nýlega var gengið frá kaupum Orkunnar á félaginu.

Mikill reykur eftir að kviknaði í annarri efnalaug
Eldur kviknaði í efnalauginni Fönn við Klettháls í Reykjavík í kvöld. Slökkviliðsmenn eru búnir að slökkva eldinn en mikill reykur var á svæðinu.

Verðlagssæti Íslands enn eitt árið komi ekki á óvart
Verð á almennum neysluvörum var það næsthæsta á Íslandi í Evrópu á síðasta ári samkvæmt nýrri úttekt Eurostat, hagstofu Evrópusambandsins. Formaður Neytendasamtakanna segir að honum þyki þetta miður þó tölurnar komi engum á óvart sem fylgst hafi með verðlagi á Íslandi undanfarin ár. Ýmislegt sé til ráða.

Óttast að boð og bönn ráðherra muni setja verslanir í þrot
Verslunareigandi segir að gangi áform heilbrigðisráðherra eftir um breytingar á löggjöf fyrir tóbaks- og níkótínvörur muni fyrirtæki hennar fara í þrot. Hún gagnrýnir stjórnvöld fyrir samráðsleysi og segir alla vilja vanda til verka þegar kemur að sölu nikótíns.

Eigandi Bjargar í áfalli en vonast til að bjarga fötum
Eigandi Efnalaugarinnar Bjargar á Háaleitisbraut sem brann í nótt segist vera í áfalli eftir nóttina. Um fjölskyldufyrirtæki er að ræða og segir hann mestu máli skipta að hlúa að starfsfólki en hann vonast til þess að hægt verði að bjarga einhverjum fötum sem voru þar til hreinsunar.

Gera Austurstræti og Veltusund varanlega að göngugötum
Fulltrúar borgarstjórnarmeirihlutans í umhverfis- og skipulagsráði Reykjavíkurborgar samþykktu tillögu um að gera Austurstræti og Veltusund varanlega að göngugötum í gær. Endugerð gatnanna sem var samþykkt í fyrra frestast þó.

Selur ísbílinn eftir þrjátíu ár í bransanum
Ásgeir Baldursson hefur sett Ísbílaútgerðarina á sölu en hann hefur starfað hjá fyrirtækinu síðan 1994. Fyrirtækið gerir í dag út fjórtán bíla um allt land.

Tilkynningum frá verslunareigendum um alvarleg atvik hafi fjölgað
Benedikt S. Benediktsson, framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu, SVÞ, segir markmið nýs átaks SVÞ, VR og LÍV gegn ofbeldi í garð verslunarfólks að ná utan um vandann og tryggja að allar verslanir séu með gott verklag og leiðbeiningar fyrir starfsfólk. Atvikum hafi farið fjölgandi og sum þeirra geti flokkast sem einelti eða kynferðisleg áreitni.

Nóa-nammið hækkar í stórum skrefum
Verðlag á dagvöru hækkaði 0,58 prósent í maí samkvæmt dagvöruvísitölu ASÍ og nemur árshækkun um 4,5 prósentum. Um er að ræða fjórða mánuðinn í röð þar sem vísitalan hækkar um meira en hálft prósent milli mánaða en sá hækkunartaktur jafngildir um 6 prósent árshækkun á matvörum.

Stofna vinnuhóp til að sporna gegn ofbeldi í garð verslunarmanna
Landssamband íslenskra verslunarmanna, VR og Samtök verslunar og þjónustu hafa áhyggjur af auknu ofbeldi og áreiti gagnvart verslunarfólki í starfi. Félögin hyggjast setja á laggirnar vinnuhóp til að sporna gegn slíku ofbeldi.

Leita að einhverjum til að reka Kolaportið áfram á sama stað
Reykjavíkurborg leitar nú að leigjanda og rekstraraðila fyrir Kolaportið sem verður um kyrrt við Tryggvagötu. Sá á meðal annars að velja söluaðila og veitingastaði til samstarfs og annast allan daglegan rekstur hússins við Tryggvagötu.

Húsgagnahöllin sektuð fyrir ósanngjarnar auglýsingar
Neytendastofa hefur sektað Húsgagnahöllina um 200 þúsund krónur vegna auglýsinga um „Tax free“ afslætti. Sektin byggist á því að ekki hafi komið fram í auglýsingunum hversu hátt prósentuhlutfall afslátturinn gefur.

Áttatíu milljóna gjaldþrot Heimabakarís á Húsavík
Heimabakarí -Eðalbrauð ehf., sem hélt utan um rekstur Heimabakarís á Húsavík, hefur verið tekið til gjaldþrotaskipta. Engar eignir fundust í búinu og skiptum var því lokið án þess að greiðsla fengist upp í lýstar kröfur, sem hljóða upp á 84,904,533 krónur.

118 ára sögu Hans Petersen að ljúka
Ljósmyndaverslun Hans Petersen við Grensásveg 12 í Reykjavík verður skellt í lás næstkomandi föstudag. Um er að ræða einu verslun Hans Petersen og er þar með ljóst að 118 ára sögu fyrirtækisins er lokið.

Tókst ekki að sýna fram á galla og situr uppi með körfuboltaskóna
Kærunefnd vöru- og þjónustukaupa hefur hafnað kröfu manns um endurgreiðslu á körfuboltaskóm sem hann hafi keypt og vildi síðar meina að væru haldnir vanköntum og hefðu aflagast.

Löng röð myndaðist í Lágmúlanum á miðnætti
Löng röð myndaðist fyrir utan verslun Ormsson í Lágmúla í gærkvöldi þegar spenntir tölvuleikjaspilarar mættu til að sækja nýjar Nintendo Switch 2 leikjatölvur sem þeir höfðu pantað í forsölu.

Fyrsta sinni í mörg herrans ár neftóbakslaust í Leifsstöð
Sveinn Víkingur Árnason framkvæmdastjóri hjá ÁTVR segir ljóst að þeir hafi engar forsendur til að veita afslætti, til þess þyrfti hreinlega lagabreytingar. Hann segir þetta líklega í fyrsta skipti í sögunni sem neftóbakslaust sé í Leifsstöð.

Tilfallandi neftóbaksskortur veldur skjálfta
Flugfarþegi sem átti leið um Keflavíkurflugvöll í gær er hugsi eftir að neftóbak var hvergi að finna til sölu í fríhöfninni sem komin er undir nýjan rekstraraðila. Heinemann sé þegar farið að taka til hendinni, og líst honum illa á. Heinemann segir hins vegar að um tilfallandi skort á neftóbaki sé að ræða.

Nýr verslunarkjarni opnaður á Selfossi
Austurgarður er nafn nýs verslunarkjarna á Selfossi, sem hefur verið opnaður austast í bæjarfélaginu. Þar eru verslunareigendur meðal annars að horfa til staðsetningar nýrrar Ölfusárbrúar, sem verður ekki langt frá nýja kjarnanum.

Nikótínþurfi guðsbarn braust inn í Bjarnabúð
Maður í hettupeysu með textanum „Child of God“ braust inn í Bjarnabúð í Reykholti í nótt. Guðsbarnið var svangt og nikótínþurfi samkvæmt eigendum Bjarnabúðar.

Heiður Björk tekur við eftir brotthvarf Gunnars Egils
Heiður Björk Friðbjörnsdóttir, fjármálastjóri Samkaupa, verður starfandi forstjóri fyrirtækisins þar til sameining við Orkuna er yfirstaðin. Hún hefur starfað sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs Samkaupa undanfarin fimm ár.

Sektaðar fyrir að trassa með verðmerkingar á Selfossi
Neytendastofa hefur sektað sex fyrirtæki á Selfossi eftir að þau höfðu ekki gert fullnægjandi úrbætur á verðmerkingum eftir að hafa áður fengið ábendingar um að kippa því í liðinn.

Taka við nýjum forstöðumannastöðum hjá Krónunni
Sigurður Gunnar Markússon og Gunnhildur Jódís Ísaksdóttir hafa tekið við nýjum forstöðumannastöðum hjá Krónunni.

Shein ginni neytendur til skyndikaupa
Neytendayfirvöld í Evrópu og Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hafa hafa tilkynnt kínverska netverslunarrisanum Shein að hann brjóti í bága við fjölmörg neytendaverndarlög sambandsins. Yfirlögfræðingur hjá Neytendastofu segir þetta enn eina áminninguna til neytenda um að vara sig á verslunum sem þessum.