Verslun

Sker upp herör gegn kínverskum netrisum
Umhverfisráðherra boðar aðgerðir gegn kínversku verslunarrisunum Temu og Shein. Það sé ólíðandi að vörur sem innihalda skaðleg efni séu fluttar inn til landsins í bílförmum. Til skoðunar er að gera greiðslumiðlunarfyriræki eða flutningsfyrirtæki ábyrg og takmarka þannig innflutning

Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað
Takast þarf á við þjófnað í verslunum á fjölbreyttan hátt, bæði með tækni og starfsmönnum að mati sérfræðings hjá Öryggismiðstöðinni. Hann segir þó vakandi starfsmenn og snyrtilegt umhverfi bestu forvörnina.

Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni
Ný fríhafnarverslun opnaði á Keflavíkurflugvelli í gær eftir að um 150 starfsmenn höfðu unnið að breytingum á verslunarrýmum, merkingum og framsetningu vara.

VÆB opnar verslun í Kringlunni
Tónlistardúettinn VÆB, sem keppir fyrir hönd Íslands í Eurovision í ár, hefur opnað verslun í Kringlunni í tengslum við þátttöku sína í keppninni. Þar verður hægt að kaupa ýmis konar varning tengdan sveitinni, þar á meðal VÆB-galla, húfur og derhúfur.

Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“
Bryndís Haraldsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir gríðarlegt áhyggjuefni hve miklum fjármunum ríkisfyrirtækið ÁTVR hafi varið í málaferli til að verja ákvarðanir sem hafi verið dæmdar ólögmætar. ÁTVR hefur varið hátt í 15 milljónum í kostnað vegna tveggja slíkra mála síðan 2023. Þá segir þingmaðurinn löngu tímabært að ræða ábyrgð ríkisstofnanna og stöðu ríkisfyrirtækja og spyrja hvort ohf. formið sé í raun heppilegt yfir höfuð.

Heimilar samruna og forstjórinn stígur til hliðar
Samkeppniseftirlitið hefur samþykkt samruna Samkaupa og Atlögu, áður Heimkaup, en félögin höfðu fengið sérstaka heimild til að byrja að framkvæma sameininguna á meðan hún var til rannsóknar hjá eftirlitinu. Gunnar Egill Sigurðsson, forstjóri Samkaupa undanfarin þrjú ár, segist af því tilefni hafa ákveðið að meta eigin stöðu og því tilkynnt stjórnarformanni að hann ætli að stíga til hliðar.

Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni
Nýr rekstraraðili tekur við rekstri fríhafnarverslana í Keflavík á miðvikudaginn og verða verslanirnar því lokaðar tímabundið vegna breytinga frá því annað kvöld og fram á miðvikudagsmorgun. Þá opna fríhafnarverslanir í Keflavík undir nýju nafni, Ísland - Duty Free.

Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli
Framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda segir fjármálaráðherra haldinn reginmisskilningi og segir íslenska ríkið hafa framselt Heinemann einokunarstöðu á Keflavíkurflugvelli.

„Þetta eru bara krakkar sem eru í þessu fyrir peningana“
Hakkarahópurinn Scattered spider hefur síðustu daga herjað á stór smásölufyrirtæki í Bretlandi. Það eru Harrods, Marks & Spencer og Co-op. Anton Már Egilsson, forstjóri Syndis, segir árásirnar alvarlegri en þær eru látnar líta út í fjölmiðlum. Syndis vaktar íslenska netverslun sérstaklega vegna árásanna.

„Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“
Fjármála- og efnahagsráðherra segist ekki hafa áhyggjur af íslenskum framleiðendum sem selja vörur til Fríhafnarinnar. Þeir hafa lýst miklum áhyggjum vegna nýs rekstraraðila, sem hefur krafið framleiðendur um að lækka vöruverð. Ráðherra segir að í markaðshagkerfi þurfi menn bara að synda.

Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun
Lögregla á höfuðborgarsvæðinu hafði í ýmsu að snúast í gærkvöldi og í nótt og var meðal annars kölluð út vegna líkamsárása, innbrots og slagsmála ungmenna við verslunarmiðstöð.

„Þetta er ömurleg staða“
Íslenskir framleiðendur eru milli steins og sleggju vegna krafa nýs rekstraraðila Fríhafnarinnar á Keflavíkurflugvelli að sögn framkvæmdastjóra Félags atvinnurekenda. Rekstraraðilinn setji fyrirtækjum afarkosti um að lækka verð sitt gríðarlega.

Á milli steins og sleggju Heinemann
Nú styttist í að þýzka fyrirtækið Heinemann taki formlega við rekstri Fríhafnarinnar á Keflavíkurflugvelli, eftir að hafa unnið útboð á vegum opinbera hlutafélagsins Isavia. Undirritaður hefur áður fjallað hér á Vísi um það hvernig Heinemann virðist nú þegar, við undirbúning innkaupa á vörum fyrir Fríhöfnina, ganga gegn útboðsskilmálunum.

Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu
Hagar hafa ákveðið að hætta söluferli á 40 prósenta eignarhlut Olís í Olíudreifingu ehf. Tilboð sem bárust voru öll undir væntingum.

Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR
Fjármála- og efnahagsráðherra segir ÁTVR ekki hafa tekið tvær tegundir bjórs og áfengan koffíndrykk í sölu, þrátt fyrir að Hæstiréttur og Landsréttur hafi ógilt ákvarðanir um að taka vörurnar ekki í sölu. Kostnaður ríkisins vegna málaferlanna er þegar kominn vel yfir fjórtán milljónir króna.

Sumarið er komið á Boozt
Sumarið er komið samkvæmt dagatalinu og tími til kominn að fríska upp á fataskápinn í takt við hlýnandi veður. Litapallettan í tísku, förðun og heimilisvörum verður aðeins ljósari og litríkari í sumar.

Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“
Það er allt fullt af blóði. Eins og blóðið fossi úr hesti frekar en manneskju. Anna hleypur frá svefnherberginu og inn á klósett. Grátandi af hræðslu og í geðshræringu ; Er dóttirin dáin eða get ég reynt að þrýsta á og framkalla fæðingu strax; Næ ég að bjarga henni? hugsar hún.

Hvar er opið um páskana?
Páskahelgin er runninn upp sem þýðir breyttir opnunartímar ýmissa verslana um allt land. Hægt er að taka Strætó, sem gengur ýmist eftir laugardags- eða sunnudagsáætlun, í verslanir eða sundlaugar sem eru margar hverjar opnar yfir helgina.

Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu
Mál tveggja netverslana með áfengi eru komin aftur á borð lögreglu til rannsóknar. Þau fóru frá lögreglu til ákærusviðs í september í fyrra og höfðu þá verið í rannsókn nokkur ár.

Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi
Unnar Már Ástþórsson, aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir marktæka aukningu á tilkynningum um vasaþjófnað. Erlent þjófagengi náðist á myndband láta greipar sópa í skartgripabúð á Skólavörðustíg í gær.

Tveir „galdramenn“ í haldi
Þaulskipulagt erlent þjófagengi lét greipar sópa í skartgripabúð á Skólavörustíg í gær. Eigendur lýsa þjófunum eins og galdramönnum. Lögregla hefur handtekið tvo úr genginu og náð einhverju af þýfinu. Þá náðist myndband af bíræfnum vasaþjófum í Haukadal í gær.

Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin
Gerð var tilraun til að nota stolin greiðslukort í verslun í miðbæ Reykjavíkur síðdegis í gær. Þeim hafði fyrr um daginn verið stolið af ferðamanni sem beið eftir því að Strokkur sýndi listir sínar í Haukadal. Myndband náðist af stuldinum.

Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka
Matvælastofnun telur sig ekki hafa neinar forsendur til að gera athugasemdir við fyrirliggjandi mat á umhverfisáhrifum hvað varðar fyrirhugaða kjötvinnslu Haga í umtalaðri 11.500 fermetra grænni byggingu við Álfabakka 2a í Breiðholti.

Penninn leggst í miklar breytingar
Kaffihúsi Pennans/Eymundsson á Skólavörðustíg hefur verið lokað, stokkað verður upp í fyrirkomulaginu í Austurstræti og 350 fermetra verslun opnuð á Selfossi með innanstokksmunum úr verslun á Laugavegi, sem verður lokað. Forstjóri Pennans segir fyrirtækið í sóknarhug.

Páskaegg allt að fjórðungi dýrari en í fyrra
Verð á Freyju páskaeggjum hækkar um 17 prósent milli ára í Bónus og Krónunni, mun meira en páskaegg Góu, sem hækka 13 prósent, og Nóa Síríus, sem hækka um 9 prósent. Þau eru einnig dýrari en páskaegg Góu og Nóa í kílóverðssamanburði verðlagseftirlits ASÍ.

Hatar sjálfsafgreiðslukassa: „Ég er orðinn gamall karl að gefast upp á nútímanum“
Egill Helgason bókarýnir, sjónvarpsmaður og fjölmiðlarýnir hefur fengið sig full saddan. Hann stingur af því tilefni niður penna og upplýsir fylgjendur sína í þúsundatali um afstöðu sína til sjálfsafgreiðslukassa: „Ég hata - sjálfsafgreiðslu í búðum.“

Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum
Flugfreyjur hafa í gegnum tíðina verið þekktar fyrir að eiga vörur sem veita lausnir við ýmsum daglegum vandamálum. Hvort sem um ræðir hágæða þvottaefni, vinsælar snyrtivörur eða eftirsótta heimilisilmi, hafa þær haft auga fyrir því besta á markaðnum.

Gerðu tungumálarassíu hjá reiðhjólaverslunum
Neytendastofa hefur slegið á putta sjö verslana sem selja reiðhjól fyrir að hafa ekki birt upplýsingar um vörur á íslenskri tungu í netverslunum sínum. Reiðhjólaverslunin Örninn á yfir höfði sér 25 þúsund króna dagsektir verði ekki gerðar úrbætur á heimasíðunni á næstu dögum.

Svara Melabúðinni: „Verðtökufólki hefur sannarlega verið vísað á dyr“
Verðlagseftirlit ASÍ segir verðlagseftirlitsmönnum sannarlega hafa verið vísað á dyr í Melabúðinni, þrátt fyrir fullyrðinga verslunarstjóra verslunarinnar um annað. Eftirlitið leggi ekki mat á gæði en það sé réttur fólks að vita hversu dýru verði gæðin eru keypt.

Samfélagsleg ábyrgð Heinemann og Isavia
Þýzka fyrirtækið Heinemann mun taka við rekstri Fríhafnarinnar á Keflavíkurflugvelli í vor, eftir að hafa orðið hlutskarpast í útboði sem opinbera hlutafélagið Isavia stóð fyrir.