Eðlilegt að fólki sé brugðið þegar það telur sér ögrað Vésteinn Örn Pétursson skrifar 8. september 2020 19:22 Agnes segist ekki eiga von á að málið verði tekið upp á Kirkjuþingi. Vísir/Vilhelm/Þjóðkirkjan Agnes M. Sigurðardóttir biskup segir það skiljanlegt að mynd af Jesú, þar sem hann var sýndur með brjóst, kunni að hafa farið fyrir brjóstið á einhverjum. Um er að ræða teiknaða mynd af Jesú sem var notuð í kynningarefni fyrir sunnudagaskólann og hefur vakið mikil viðbrögð, jákvæð sem neikvæð. Í viðtali við útvarpsþáttinn Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag segir Agnes það eðlilegt að fólki bregði þegar það telji sér ögrað. „Þetta er vissulega þannig mynd að hún vekur mann til umhugsunar og það er kannski það góða í þessu, að þetta hefur vakið upp umræðu sem vonandi skilar einhverju góð. Ég hef fengið, heyrt og séð skoðanir frá ýmsum hliðum. Sumir eru ánægðir með þetta og aðrir ekki, það er nú með alla hluti,“ segir Agnes. Hún segir Þjóðkirkjuna á þeirri vegferð að hún vilji að allar manneskjur „fái að heyra að þær eru elskuð börn Guðs, eins og þær eru.“ Þá segir hún það skilaboð Þjóðkirkjunnar að öllum sé velkomið að taka þátt í kristnu og trúarlegu samfélagi eins og kirkjunni. „Þjóðkirkjan er víð og breið eins og maður getur stundum sagt og við teljum 230-240 þúsund á Íslandi og við erum ekki öll með nákvæmlega sömu hugmyndir um alla skapaða hluti. Það sem tengir okkur saman er trúin og ástin á þeim guði sem Jesús birti okkur og boðaði.“ Telur ekki of mikið gert úr málinu Eins og áður sagði hefur mörgum þótt Jesúmyndin óviðeigandi. Meðal þeirra er Skúli Sigurður Ólafsson prestur. Í grein sem hann fékk birta á Vísi í gær segist hann ekki skilja hvers vegna ákveðið var að birta myndina. Agnes bendir á að ekki liggi fyrir hvernig hinn sögulegi Jesú leit raunverulega út. „Við getum alveg ímyndað okkur og gert ráð fyrir því að Jesús hafi verið eins og fólk í Mið-Austurlöndum lítur út. Það er mjög auðvelt að ímynda sér það. Í Biblíunni eru nú margar myndir af Guði dregnar upp og í mínum huga er Jesús Kristur guð,“ segir Agnes. Kirkjuþing kemur saman á fimmtudag. Agnes gerir ekki sérstaklega ráð fyrir að málið verði tekið fyrir á þeim vettvangi. „Ég bara veit það ekki, þetta er nú ekki á málaskránni. Það er sjaldan rætt á þinginu sjálfu um önnur mál en þau sem eru á málaskrá. Auðvitað getur verið að á milli funda og í kaffitíma og matartímum þá ræði menn þetta. Ég bara veit það ekki,“ segir Agnes. Aðspurð segist hún þá ekki telja of mikið gert úr málinu. „Nei, nei, mér finnst ekkert of mikið gert úr þessu. Ég er leið að heyra það að þetta hefur valdið fólki sársauka en ég gleðst samt yfir því að þetta skuli vera til umræðu, guðsmyndin okkar,“ segir Agnes og bætir við að hún telji aðalatriðið að boða erindi Jesú Krists. Þjóðkirkjan Hinsegin Reykjavík síðdegis Tengdar fréttir Kirkjan segir Krist ekki bara fyrir hvíta gagnkynhneigða karlmenn Sviðsstjóri fræðslusviðs þjóðkirkjunnar stígur fram og útskýrir hugmyndafræðina að baki hinum afar umdeilda Trans-Jesú. 7. september 2020 15:22 Urgur meðal presta vegna hins umdeilda Trans-Jesú þjóðkirkjunnar Séra Skúli Ólafsson prestur í Neskirkju kallar eftir breyttu verklagi í kynningarmálum þjóðkirkjunnar. 7. september 2020 10:26 Skiptar skoðanir um auglýsingu fyrir Sunnudagaskólann: „Allt í lagi að Jesú sé skeggjaður og með brjóst“ Miklar umræður hafa spunnist í athugasemdakerfinu á Facebook-síðu Þjóðkirkjunnar vegna málsins og segir samskiptastjóri Þjóðkirkjunnar að viðbrögðin hafi verið eftir væntingum. Einhverjir fagni og á meðan aðrir séu reiðir. 5. september 2020 09:10 Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Fleiri fréttir Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Sjá meira
Agnes M. Sigurðardóttir biskup segir það skiljanlegt að mynd af Jesú, þar sem hann var sýndur með brjóst, kunni að hafa farið fyrir brjóstið á einhverjum. Um er að ræða teiknaða mynd af Jesú sem var notuð í kynningarefni fyrir sunnudagaskólann og hefur vakið mikil viðbrögð, jákvæð sem neikvæð. Í viðtali við útvarpsþáttinn Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag segir Agnes það eðlilegt að fólki bregði þegar það telji sér ögrað. „Þetta er vissulega þannig mynd að hún vekur mann til umhugsunar og það er kannski það góða í þessu, að þetta hefur vakið upp umræðu sem vonandi skilar einhverju góð. Ég hef fengið, heyrt og séð skoðanir frá ýmsum hliðum. Sumir eru ánægðir með þetta og aðrir ekki, það er nú með alla hluti,“ segir Agnes. Hún segir Þjóðkirkjuna á þeirri vegferð að hún vilji að allar manneskjur „fái að heyra að þær eru elskuð börn Guðs, eins og þær eru.“ Þá segir hún það skilaboð Þjóðkirkjunnar að öllum sé velkomið að taka þátt í kristnu og trúarlegu samfélagi eins og kirkjunni. „Þjóðkirkjan er víð og breið eins og maður getur stundum sagt og við teljum 230-240 þúsund á Íslandi og við erum ekki öll með nákvæmlega sömu hugmyndir um alla skapaða hluti. Það sem tengir okkur saman er trúin og ástin á þeim guði sem Jesús birti okkur og boðaði.“ Telur ekki of mikið gert úr málinu Eins og áður sagði hefur mörgum þótt Jesúmyndin óviðeigandi. Meðal þeirra er Skúli Sigurður Ólafsson prestur. Í grein sem hann fékk birta á Vísi í gær segist hann ekki skilja hvers vegna ákveðið var að birta myndina. Agnes bendir á að ekki liggi fyrir hvernig hinn sögulegi Jesú leit raunverulega út. „Við getum alveg ímyndað okkur og gert ráð fyrir því að Jesús hafi verið eins og fólk í Mið-Austurlöndum lítur út. Það er mjög auðvelt að ímynda sér það. Í Biblíunni eru nú margar myndir af Guði dregnar upp og í mínum huga er Jesús Kristur guð,“ segir Agnes. Kirkjuþing kemur saman á fimmtudag. Agnes gerir ekki sérstaklega ráð fyrir að málið verði tekið fyrir á þeim vettvangi. „Ég bara veit það ekki, þetta er nú ekki á málaskránni. Það er sjaldan rætt á þinginu sjálfu um önnur mál en þau sem eru á málaskrá. Auðvitað getur verið að á milli funda og í kaffitíma og matartímum þá ræði menn þetta. Ég bara veit það ekki,“ segir Agnes. Aðspurð segist hún þá ekki telja of mikið gert úr málinu. „Nei, nei, mér finnst ekkert of mikið gert úr þessu. Ég er leið að heyra það að þetta hefur valdið fólki sársauka en ég gleðst samt yfir því að þetta skuli vera til umræðu, guðsmyndin okkar,“ segir Agnes og bætir við að hún telji aðalatriðið að boða erindi Jesú Krists.
Þjóðkirkjan Hinsegin Reykjavík síðdegis Tengdar fréttir Kirkjan segir Krist ekki bara fyrir hvíta gagnkynhneigða karlmenn Sviðsstjóri fræðslusviðs þjóðkirkjunnar stígur fram og útskýrir hugmyndafræðina að baki hinum afar umdeilda Trans-Jesú. 7. september 2020 15:22 Urgur meðal presta vegna hins umdeilda Trans-Jesú þjóðkirkjunnar Séra Skúli Ólafsson prestur í Neskirkju kallar eftir breyttu verklagi í kynningarmálum þjóðkirkjunnar. 7. september 2020 10:26 Skiptar skoðanir um auglýsingu fyrir Sunnudagaskólann: „Allt í lagi að Jesú sé skeggjaður og með brjóst“ Miklar umræður hafa spunnist í athugasemdakerfinu á Facebook-síðu Þjóðkirkjunnar vegna málsins og segir samskiptastjóri Þjóðkirkjunnar að viðbrögðin hafi verið eftir væntingum. Einhverjir fagni og á meðan aðrir séu reiðir. 5. september 2020 09:10 Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Fleiri fréttir Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Sjá meira
Kirkjan segir Krist ekki bara fyrir hvíta gagnkynhneigða karlmenn Sviðsstjóri fræðslusviðs þjóðkirkjunnar stígur fram og útskýrir hugmyndafræðina að baki hinum afar umdeilda Trans-Jesú. 7. september 2020 15:22
Urgur meðal presta vegna hins umdeilda Trans-Jesú þjóðkirkjunnar Séra Skúli Ólafsson prestur í Neskirkju kallar eftir breyttu verklagi í kynningarmálum þjóðkirkjunnar. 7. september 2020 10:26
Skiptar skoðanir um auglýsingu fyrir Sunnudagaskólann: „Allt í lagi að Jesú sé skeggjaður og með brjóst“ Miklar umræður hafa spunnist í athugasemdakerfinu á Facebook-síðu Þjóðkirkjunnar vegna málsins og segir samskiptastjóri Þjóðkirkjunnar að viðbrögðin hafi verið eftir væntingum. Einhverjir fagni og á meðan aðrir séu reiðir. 5. september 2020 09:10