Eðlilegt að fólki sé brugðið þegar það telur sér ögrað Vésteinn Örn Pétursson skrifar 8. september 2020 19:22 Agnes segist ekki eiga von á að málið verði tekið upp á Kirkjuþingi. Vísir/Vilhelm/Þjóðkirkjan Agnes M. Sigurðardóttir biskup segir það skiljanlegt að mynd af Jesú, þar sem hann var sýndur með brjóst, kunni að hafa farið fyrir brjóstið á einhverjum. Um er að ræða teiknaða mynd af Jesú sem var notuð í kynningarefni fyrir sunnudagaskólann og hefur vakið mikil viðbrögð, jákvæð sem neikvæð. Í viðtali við útvarpsþáttinn Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag segir Agnes það eðlilegt að fólki bregði þegar það telji sér ögrað. „Þetta er vissulega þannig mynd að hún vekur mann til umhugsunar og það er kannski það góða í þessu, að þetta hefur vakið upp umræðu sem vonandi skilar einhverju góð. Ég hef fengið, heyrt og séð skoðanir frá ýmsum hliðum. Sumir eru ánægðir með þetta og aðrir ekki, það er nú með alla hluti,“ segir Agnes. Hún segir Þjóðkirkjuna á þeirri vegferð að hún vilji að allar manneskjur „fái að heyra að þær eru elskuð börn Guðs, eins og þær eru.“ Þá segir hún það skilaboð Þjóðkirkjunnar að öllum sé velkomið að taka þátt í kristnu og trúarlegu samfélagi eins og kirkjunni. „Þjóðkirkjan er víð og breið eins og maður getur stundum sagt og við teljum 230-240 þúsund á Íslandi og við erum ekki öll með nákvæmlega sömu hugmyndir um alla skapaða hluti. Það sem tengir okkur saman er trúin og ástin á þeim guði sem Jesús birti okkur og boðaði.“ Telur ekki of mikið gert úr málinu Eins og áður sagði hefur mörgum þótt Jesúmyndin óviðeigandi. Meðal þeirra er Skúli Sigurður Ólafsson prestur. Í grein sem hann fékk birta á Vísi í gær segist hann ekki skilja hvers vegna ákveðið var að birta myndina. Agnes bendir á að ekki liggi fyrir hvernig hinn sögulegi Jesú leit raunverulega út. „Við getum alveg ímyndað okkur og gert ráð fyrir því að Jesús hafi verið eins og fólk í Mið-Austurlöndum lítur út. Það er mjög auðvelt að ímynda sér það. Í Biblíunni eru nú margar myndir af Guði dregnar upp og í mínum huga er Jesús Kristur guð,“ segir Agnes. Kirkjuþing kemur saman á fimmtudag. Agnes gerir ekki sérstaklega ráð fyrir að málið verði tekið fyrir á þeim vettvangi. „Ég bara veit það ekki, þetta er nú ekki á málaskránni. Það er sjaldan rætt á þinginu sjálfu um önnur mál en þau sem eru á málaskrá. Auðvitað getur verið að á milli funda og í kaffitíma og matartímum þá ræði menn þetta. Ég bara veit það ekki,“ segir Agnes. Aðspurð segist hún þá ekki telja of mikið gert úr málinu. „Nei, nei, mér finnst ekkert of mikið gert úr þessu. Ég er leið að heyra það að þetta hefur valdið fólki sársauka en ég gleðst samt yfir því að þetta skuli vera til umræðu, guðsmyndin okkar,“ segir Agnes og bætir við að hún telji aðalatriðið að boða erindi Jesú Krists. Þjóðkirkjan Hinsegin Reykjavík síðdegis Tengdar fréttir Kirkjan segir Krist ekki bara fyrir hvíta gagnkynhneigða karlmenn Sviðsstjóri fræðslusviðs þjóðkirkjunnar stígur fram og útskýrir hugmyndafræðina að baki hinum afar umdeilda Trans-Jesú. 7. september 2020 15:22 Urgur meðal presta vegna hins umdeilda Trans-Jesú þjóðkirkjunnar Séra Skúli Ólafsson prestur í Neskirkju kallar eftir breyttu verklagi í kynningarmálum þjóðkirkjunnar. 7. september 2020 10:26 Skiptar skoðanir um auglýsingu fyrir Sunnudagaskólann: „Allt í lagi að Jesú sé skeggjaður og með brjóst“ Miklar umræður hafa spunnist í athugasemdakerfinu á Facebook-síðu Þjóðkirkjunnar vegna málsins og segir samskiptastjóri Þjóðkirkjunnar að viðbrögðin hafi verið eftir væntingum. Einhverjir fagni og á meðan aðrir séu reiðir. 5. september 2020 09:10 Mest lesið Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Barnajólaópera sýnd í skólum á Norðurlandi Innlent Fundi lauk á fimmta tímanum án samnings Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Pornographers’ Convention CANCELLED! News in english Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent June 17th is Independence Day News in english Porn Conventioneers Hit Back! News in english Pornographers To Convene In Reykjavík News in english Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira
Agnes M. Sigurðardóttir biskup segir það skiljanlegt að mynd af Jesú, þar sem hann var sýndur með brjóst, kunni að hafa farið fyrir brjóstið á einhverjum. Um er að ræða teiknaða mynd af Jesú sem var notuð í kynningarefni fyrir sunnudagaskólann og hefur vakið mikil viðbrögð, jákvæð sem neikvæð. Í viðtali við útvarpsþáttinn Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag segir Agnes það eðlilegt að fólki bregði þegar það telji sér ögrað. „Þetta er vissulega þannig mynd að hún vekur mann til umhugsunar og það er kannski það góða í þessu, að þetta hefur vakið upp umræðu sem vonandi skilar einhverju góð. Ég hef fengið, heyrt og séð skoðanir frá ýmsum hliðum. Sumir eru ánægðir með þetta og aðrir ekki, það er nú með alla hluti,“ segir Agnes. Hún segir Þjóðkirkjuna á þeirri vegferð að hún vilji að allar manneskjur „fái að heyra að þær eru elskuð börn Guðs, eins og þær eru.“ Þá segir hún það skilaboð Þjóðkirkjunnar að öllum sé velkomið að taka þátt í kristnu og trúarlegu samfélagi eins og kirkjunni. „Þjóðkirkjan er víð og breið eins og maður getur stundum sagt og við teljum 230-240 þúsund á Íslandi og við erum ekki öll með nákvæmlega sömu hugmyndir um alla skapaða hluti. Það sem tengir okkur saman er trúin og ástin á þeim guði sem Jesús birti okkur og boðaði.“ Telur ekki of mikið gert úr málinu Eins og áður sagði hefur mörgum þótt Jesúmyndin óviðeigandi. Meðal þeirra er Skúli Sigurður Ólafsson prestur. Í grein sem hann fékk birta á Vísi í gær segist hann ekki skilja hvers vegna ákveðið var að birta myndina. Agnes bendir á að ekki liggi fyrir hvernig hinn sögulegi Jesú leit raunverulega út. „Við getum alveg ímyndað okkur og gert ráð fyrir því að Jesús hafi verið eins og fólk í Mið-Austurlöndum lítur út. Það er mjög auðvelt að ímynda sér það. Í Biblíunni eru nú margar myndir af Guði dregnar upp og í mínum huga er Jesús Kristur guð,“ segir Agnes. Kirkjuþing kemur saman á fimmtudag. Agnes gerir ekki sérstaklega ráð fyrir að málið verði tekið fyrir á þeim vettvangi. „Ég bara veit það ekki, þetta er nú ekki á málaskránni. Það er sjaldan rætt á þinginu sjálfu um önnur mál en þau sem eru á málaskrá. Auðvitað getur verið að á milli funda og í kaffitíma og matartímum þá ræði menn þetta. Ég bara veit það ekki,“ segir Agnes. Aðspurð segist hún þá ekki telja of mikið gert úr málinu. „Nei, nei, mér finnst ekkert of mikið gert úr þessu. Ég er leið að heyra það að þetta hefur valdið fólki sársauka en ég gleðst samt yfir því að þetta skuli vera til umræðu, guðsmyndin okkar,“ segir Agnes og bætir við að hún telji aðalatriðið að boða erindi Jesú Krists.
Þjóðkirkjan Hinsegin Reykjavík síðdegis Tengdar fréttir Kirkjan segir Krist ekki bara fyrir hvíta gagnkynhneigða karlmenn Sviðsstjóri fræðslusviðs þjóðkirkjunnar stígur fram og útskýrir hugmyndafræðina að baki hinum afar umdeilda Trans-Jesú. 7. september 2020 15:22 Urgur meðal presta vegna hins umdeilda Trans-Jesú þjóðkirkjunnar Séra Skúli Ólafsson prestur í Neskirkju kallar eftir breyttu verklagi í kynningarmálum þjóðkirkjunnar. 7. september 2020 10:26 Skiptar skoðanir um auglýsingu fyrir Sunnudagaskólann: „Allt í lagi að Jesú sé skeggjaður og með brjóst“ Miklar umræður hafa spunnist í athugasemdakerfinu á Facebook-síðu Þjóðkirkjunnar vegna málsins og segir samskiptastjóri Þjóðkirkjunnar að viðbrögðin hafi verið eftir væntingum. Einhverjir fagni og á meðan aðrir séu reiðir. 5. september 2020 09:10 Mest lesið Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Barnajólaópera sýnd í skólum á Norðurlandi Innlent Fundi lauk á fimmta tímanum án samnings Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Pornographers’ Convention CANCELLED! News in english Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent June 17th is Independence Day News in english Porn Conventioneers Hit Back! News in english Pornographers To Convene In Reykjavík News in english Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira
Kirkjan segir Krist ekki bara fyrir hvíta gagnkynhneigða karlmenn Sviðsstjóri fræðslusviðs þjóðkirkjunnar stígur fram og útskýrir hugmyndafræðina að baki hinum afar umdeilda Trans-Jesú. 7. september 2020 15:22
Urgur meðal presta vegna hins umdeilda Trans-Jesú þjóðkirkjunnar Séra Skúli Ólafsson prestur í Neskirkju kallar eftir breyttu verklagi í kynningarmálum þjóðkirkjunnar. 7. september 2020 10:26
Skiptar skoðanir um auglýsingu fyrir Sunnudagaskólann: „Allt í lagi að Jesú sé skeggjaður og með brjóst“ Miklar umræður hafa spunnist í athugasemdakerfinu á Facebook-síðu Þjóðkirkjunnar vegna málsins og segir samskiptastjóri Þjóðkirkjunnar að viðbrögðin hafi verið eftir væntingum. Einhverjir fagni og á meðan aðrir séu reiðir. 5. september 2020 09:10