Sport

Dagskráin í dag: Handboltaveisla og toppliðin í Pepsi Max deild kvenna

Sindri Sverrisson skrifar
Leiktíðin er að hefjast í Olís-deildunum í handbolta. Rýnt verður í liðin í deildunum í Seinni bylgjunni í kvöld.
Leiktíðin er að hefjast í Olís-deildunum í handbolta. Rýnt verður í liðin í deildunum í Seinni bylgjunni í kvöld. vísir/hag

Hitað verður veglega upp fyrir komandi leiktíð í Olís-deildum karla og kvenna í handbolta á Stöð 2 Sport í kvöld. Þar spila líka toppliðin í Pepsi Max-deild kvenna.

Baráttan um Íslandsmeistaratitil kvenna í fótbolta er hörð og hún gæti harðnað enn í dag þegar toppliðin verða á ferðinni.

Stöð 2 Sport sýnir í beinni útsendingu leik Selfoss og Vals, sem hefst kl. 17, og Breiðabliks og Stjörnunnar sem mætast kl. 19.15.

Selfoss sló Val fyrir skömmu úr Mjólkurbikarnum en tapaði svo fyrir Stjörnunni í síðustu umferð í Pepsi Max-deildinni. Valskonur eru á toppi deildarinnar með stigi meira en Blikakonur sem eiga leik til góða.

Síðar í kvöld eða kl. 21.10 verður fjallað ítarlega um liðin sem leika í Olís-deildum kvenna og karla þegar Seinni bylgjan rúllar af stað með pompi og prakt. Þátturinn um Olís-deild kvenna hefst kl. 21.10 og þátturinn um Olís-deild karla kl. 22.25.

Upplýsingar um beinar útsendingar.

Upplýsingar um dagskrána.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×