Segir sárt að fylgjast með umræðunni um gæði leghálskrabbameinsskimunar Nadine Guðrún Yaghi skrifar 9. september 2020 19:00 Framkvæmdastjóri Krabbameinsskrár segir sárt að fylgjast með umræðunni um gæði leghálskrabbameinsskimunar hjá Krabbameinsfélaginu. Hér á landi sé ein lægsta dánartíði af völdum leghálskrabbameins í heiminum, sem sé besti gæðavísirinn. Það versta sem geti gerst er að konur hætti að mæta í skimun. Undanfarið hefur mikil umræða um leitarstöð Krabbameinsfélagsins átt sér stað, í kjölfar mannlegra mistaka við úrlestur úr niðurstöðum frumustroks í leghálskrabbameinsleit. „Svo hefur umræðan farið út í það að véfengja gæði skimunarinnar á Íslandi sem er mjög rangt. Hún er í hæsta flokki og við sjáum það bara á þessum lágu dánartölum, en það er sterkasti gæðavísirinn, það er dánartíðnin. Mér hefur þótt sárt að fylgjast með þessari umræðu sem er svo ómakleg og auðvitað hefur fólkinu hérna liðið afskaplega illa yfir þessu,“ segir Laufey Tryggvadóttir, framkvæmdastjóri Krabbameinsskrár Krabbameinsfélags Íslands. Sérfræðingar hjá Krabbameinsskrá birtu grein á Vísi í dag þar kemur fram að Ísland sé í hópi þeirra landa sem hafa lægstu dánartíðni í heiminum af völdum leghálskrabbameins, eða minna en 2 dauðsföll árlega á hverjar 100.000 konur, og deilum við þeim árangri með hinum Norðurlöndunum og Norður Ameríku. Í Evrópu er dánartíðnin tæplega 4 af 100.000, í Eyjaálfu 4,8, Asíu og Rómönsku Ameríku 6-7 og í Afríku er hún um 20 af 100.000. „Og afhverju erum við einmitt að birta þetta núna? það er náttúrulega í framhaldi af þessari erfiðu umræðu sem varð vegna þessa hörmulega atviks og mistaka sem geta því miður alltaf orðið í heilbrigðisþjónustu sem er auðvitað mjög sorglegt,“ segir Laufey. Málið megi þó ekki hafa þau áhrif að konur hætti að mæta í skimun, því þá tapast árangurinn. „Það væri bara það versta sem gæti gerst og það má ekki gerast. Og hvar sem leitin verður, og þegar hún fer til heilsugæslunnar, þá verðum við að treysta því að það verði áfram staðið svona vel að málum einS og hefur verið. Ef maður mætir ekki í leitina eru forstigsbreytingar ekki gripnar áður en það verður um seinan,“ segir Laufey. Heilbrigðismál Mistök við greiningu hjá Krabbameinsfélaginu Tengdar fréttir Ísland í fararbroddi á heimsvísu varðandi góðan árangur skimunar fyrir krabbameini í leghálsi Undanfarna daga hefur snörp umræða átt sér stað varðandi starfsemi Leitarstöðvar Krabbameinsfélagsins, í kjölfar mannlegra mistaka við úrlestur úr niðurstöðum frumustroks í leghálskrabbameinsleit. 9. september 2020 07:00 Rúmlega tuttugu til viðbótar með frumubreytingar Leitarstöð Krabbameinsfélagsins hefur nú yfirfarið 2.200 sýni af þeim sex þúsund sem endurskoða þurfti eftir að í ljós kom að mistök höfðu verið gerð við greiningu hluta þeirra. 8. september 2020 16:16 Fá erlendan sérfræðing til að taka út skoðun leghálssýna Embætti landlæknis vinnur að því að fá aðila erlendis frá til að taka út skoðun leghálssýna hjá Krabbameinsfélaginu. Markmiðið er að ganga úr skugga um að endurskoðun og skoðun sýna sé fullnægjandi að gæðum. 8. september 2020 14:57 Mest lesið Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Móðan gæti orðið langvinn Innlent Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Innlent Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Erlent Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Innlent „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig Innlent Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Innlent Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Innlent Fleiri fréttir Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Sjá meira
Framkvæmdastjóri Krabbameinsskrár segir sárt að fylgjast með umræðunni um gæði leghálskrabbameinsskimunar hjá Krabbameinsfélaginu. Hér á landi sé ein lægsta dánartíði af völdum leghálskrabbameins í heiminum, sem sé besti gæðavísirinn. Það versta sem geti gerst er að konur hætti að mæta í skimun. Undanfarið hefur mikil umræða um leitarstöð Krabbameinsfélagsins átt sér stað, í kjölfar mannlegra mistaka við úrlestur úr niðurstöðum frumustroks í leghálskrabbameinsleit. „Svo hefur umræðan farið út í það að véfengja gæði skimunarinnar á Íslandi sem er mjög rangt. Hún er í hæsta flokki og við sjáum það bara á þessum lágu dánartölum, en það er sterkasti gæðavísirinn, það er dánartíðnin. Mér hefur þótt sárt að fylgjast með þessari umræðu sem er svo ómakleg og auðvitað hefur fólkinu hérna liðið afskaplega illa yfir þessu,“ segir Laufey Tryggvadóttir, framkvæmdastjóri Krabbameinsskrár Krabbameinsfélags Íslands. Sérfræðingar hjá Krabbameinsskrá birtu grein á Vísi í dag þar kemur fram að Ísland sé í hópi þeirra landa sem hafa lægstu dánartíðni í heiminum af völdum leghálskrabbameins, eða minna en 2 dauðsföll árlega á hverjar 100.000 konur, og deilum við þeim árangri með hinum Norðurlöndunum og Norður Ameríku. Í Evrópu er dánartíðnin tæplega 4 af 100.000, í Eyjaálfu 4,8, Asíu og Rómönsku Ameríku 6-7 og í Afríku er hún um 20 af 100.000. „Og afhverju erum við einmitt að birta þetta núna? það er náttúrulega í framhaldi af þessari erfiðu umræðu sem varð vegna þessa hörmulega atviks og mistaka sem geta því miður alltaf orðið í heilbrigðisþjónustu sem er auðvitað mjög sorglegt,“ segir Laufey. Málið megi þó ekki hafa þau áhrif að konur hætti að mæta í skimun, því þá tapast árangurinn. „Það væri bara það versta sem gæti gerst og það má ekki gerast. Og hvar sem leitin verður, og þegar hún fer til heilsugæslunnar, þá verðum við að treysta því að það verði áfram staðið svona vel að málum einS og hefur verið. Ef maður mætir ekki í leitina eru forstigsbreytingar ekki gripnar áður en það verður um seinan,“ segir Laufey.
Heilbrigðismál Mistök við greiningu hjá Krabbameinsfélaginu Tengdar fréttir Ísland í fararbroddi á heimsvísu varðandi góðan árangur skimunar fyrir krabbameini í leghálsi Undanfarna daga hefur snörp umræða átt sér stað varðandi starfsemi Leitarstöðvar Krabbameinsfélagsins, í kjölfar mannlegra mistaka við úrlestur úr niðurstöðum frumustroks í leghálskrabbameinsleit. 9. september 2020 07:00 Rúmlega tuttugu til viðbótar með frumubreytingar Leitarstöð Krabbameinsfélagsins hefur nú yfirfarið 2.200 sýni af þeim sex þúsund sem endurskoða þurfti eftir að í ljós kom að mistök höfðu verið gerð við greiningu hluta þeirra. 8. september 2020 16:16 Fá erlendan sérfræðing til að taka út skoðun leghálssýna Embætti landlæknis vinnur að því að fá aðila erlendis frá til að taka út skoðun leghálssýna hjá Krabbameinsfélaginu. Markmiðið er að ganga úr skugga um að endurskoðun og skoðun sýna sé fullnægjandi að gæðum. 8. september 2020 14:57 Mest lesið Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Móðan gæti orðið langvinn Innlent Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Innlent Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Erlent Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Innlent „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig Innlent Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Innlent Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Innlent Fleiri fréttir Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Sjá meira
Ísland í fararbroddi á heimsvísu varðandi góðan árangur skimunar fyrir krabbameini í leghálsi Undanfarna daga hefur snörp umræða átt sér stað varðandi starfsemi Leitarstöðvar Krabbameinsfélagsins, í kjölfar mannlegra mistaka við úrlestur úr niðurstöðum frumustroks í leghálskrabbameinsleit. 9. september 2020 07:00
Rúmlega tuttugu til viðbótar með frumubreytingar Leitarstöð Krabbameinsfélagsins hefur nú yfirfarið 2.200 sýni af þeim sex þúsund sem endurskoða þurfti eftir að í ljós kom að mistök höfðu verið gerð við greiningu hluta þeirra. 8. september 2020 16:16
Fá erlendan sérfræðing til að taka út skoðun leghálssýna Embætti landlæknis vinnur að því að fá aðila erlendis frá til að taka út skoðun leghálssýna hjá Krabbameinsfélaginu. Markmiðið er að ganga úr skugga um að endurskoðun og skoðun sýna sé fullnægjandi að gæðum. 8. september 2020 14:57