Lögmaður Nelsons Mandela látinn Vésteinn Örn Pétursson skrifar 9. september 2020 22:47 Bizos og Mandela árið 2008. Denis Farrell/AP George Bizos, sem var meðal annars lögfræðingur Nelsons Mandela og annarra baráttumanna fyrir kynþáttajafnrétti í Suður-Afríku á sjöunda áratugnum, er látinn. Hann var 92 ára gamall. Fjölskylda Bizos segir þá að hann hafi farið í friði á heimili sínu. Frá þessu er greint á vef breska ríkisútvarpsins en þar er haft eftir Cyril Ramaphosa, forseta Suður-Afríku, að Bizos hafi lagt mikið af mörkum í uppbyggingu lýðræðis í landinu. Bizos var fæddur í Grikklandi árið 1927. Þegar hann var 13 ára flúði hann með fjölskyldu sinni til Suður-Afríku vegna seinni hemsstyrjaldarinnar. Hann settist að í Jóhannesarborg þar sem hann lærði síðar lögfræði. Bizos er hvað þekktastur fyrir að hafa unnið með Nelson Mandela, sem var forseti Suður-Afríku á árunum 1994 til 1999. Mandela var fyrsti svarti leiðtogi Suður-Afríku og sá fyrsti til að vera kjörinn lýðræðislega. Árið 1956 var Mandela ákærður fyrir landráð en þá hafði hann staðið í baráttu fyrir auknum réttindum svartra í Suður-Afríku og afnámi aðskilnaðarstefnunnar sem var þar við lýði. Bizos varði hann í þeim réttarhöldum, sem lauk með sýknu. Mandela var aftur ákærður árið 1964, þá fyrir að hafa ætlað að steypa af stóli þáverandi stjórnvöldum landsins. Bizos varði hann einnig í þeim réttarhöldum en svo fór að Mandela var dæmdur í lífstíðarfangelsi. Hann var þó látinn laus árið 1990. Eins og áður sagði varð hann forseti árið 1995. „Vinskapur hans [Bizos] og Mandela náði yfir meira en sjö áratugi og var sögulegur,“ segir í yfirlýsingu frá minningarsjóði Nelson Mandela vegna dauða Bizos. Eftir afnám aðskilnaðarstefnunnar í Suður-Afríku tók Bizos stóran þátt í gerð nýrrar stjórnarskrár landsins og tók að sé mál fyrir fjölskyldur fólks sem var drepið á tímum aðskilnaðarstefnunnar. Í einu af síðustu málunum sem Bizos tók að sér vann hann bætur fyrir fjölskyldur 34 námuverkamanna sem voru drepnir af suðurafrísku lögreglunni árið 2012. Suður-Afríka Andlát Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Innlent Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Erlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Innlent Fleiri fréttir Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Sjá meira
George Bizos, sem var meðal annars lögfræðingur Nelsons Mandela og annarra baráttumanna fyrir kynþáttajafnrétti í Suður-Afríku á sjöunda áratugnum, er látinn. Hann var 92 ára gamall. Fjölskylda Bizos segir þá að hann hafi farið í friði á heimili sínu. Frá þessu er greint á vef breska ríkisútvarpsins en þar er haft eftir Cyril Ramaphosa, forseta Suður-Afríku, að Bizos hafi lagt mikið af mörkum í uppbyggingu lýðræðis í landinu. Bizos var fæddur í Grikklandi árið 1927. Þegar hann var 13 ára flúði hann með fjölskyldu sinni til Suður-Afríku vegna seinni hemsstyrjaldarinnar. Hann settist að í Jóhannesarborg þar sem hann lærði síðar lögfræði. Bizos er hvað þekktastur fyrir að hafa unnið með Nelson Mandela, sem var forseti Suður-Afríku á árunum 1994 til 1999. Mandela var fyrsti svarti leiðtogi Suður-Afríku og sá fyrsti til að vera kjörinn lýðræðislega. Árið 1956 var Mandela ákærður fyrir landráð en þá hafði hann staðið í baráttu fyrir auknum réttindum svartra í Suður-Afríku og afnámi aðskilnaðarstefnunnar sem var þar við lýði. Bizos varði hann í þeim réttarhöldum, sem lauk með sýknu. Mandela var aftur ákærður árið 1964, þá fyrir að hafa ætlað að steypa af stóli þáverandi stjórnvöldum landsins. Bizos varði hann einnig í þeim réttarhöldum en svo fór að Mandela var dæmdur í lífstíðarfangelsi. Hann var þó látinn laus árið 1990. Eins og áður sagði varð hann forseti árið 1995. „Vinskapur hans [Bizos] og Mandela náði yfir meira en sjö áratugi og var sögulegur,“ segir í yfirlýsingu frá minningarsjóði Nelson Mandela vegna dauða Bizos. Eftir afnám aðskilnaðarstefnunnar í Suður-Afríku tók Bizos stóran þátt í gerð nýrrar stjórnarskrár landsins og tók að sé mál fyrir fjölskyldur fólks sem var drepið á tímum aðskilnaðarstefnunnar. Í einu af síðustu málunum sem Bizos tók að sér vann hann bætur fyrir fjölskyldur 34 námuverkamanna sem voru drepnir af suðurafrísku lögreglunni árið 2012.
Suður-Afríka Andlát Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Innlent Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Erlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Innlent Fleiri fréttir Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Sjá meira