Ragnheiður Sveinsdóttir verður á meiðslalistanum næstu mánuðina. Handbolti.is greinir frá þessu.
Kvennalið Vals varð fyrir áfalli í gær er Ragnheiður Sveinsdóttir sleit krossband en hún gekk í raðir Vals fyrir tímabilið eftir að hafa verið lykilmaður hjá Haukum undanfarin ár.
Ragnheiður skrifaði undir tveggja ára samning við Val en hún er afar öflug á báðum endum vallarins.
Olís-deild kvenna hefst annað kvöld en Valur mætir einmitt Haukum í fyrstu umferðinni.