Sveindís Jane og Barbára Sól nýliðar í kvennalandsliðinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. september 2020 13:17 Sveindís Jane Jónsdóttir og Barbára Sól Gísladóttir eru báðar nýliðar í landsliðshópnum en þær eru fæddar árið 2001. Vísir/Samsett Sveindís Jane Jónsdóttir og Barbára Sól Gísladóttir koma inn í A-landslið kvenna í fótbolta í fyrsta sinn en þær eru báðar í landsliðshópi Jón Þórs Haukssonar sem var gerður opinber í dag. Jón Þór Hauksson treystir áfram á reynsluboltana sína en gefur um leið mörgum ungum leikmönnum tækifæri fyrir þessa mikilvægu landsleiki. Leikirnir sem eru fram undan eru á móti Lettlandi og Svíþjóð í undankeppni EM 2022 en þeir fara báðir fram á Laugardalsvellinum. Leikurinn við Lettland er 17. september en leikurinn við Svíþjóð er 22. september. Nýkrýndi Evrópumeistarinn Sara Björk Gunnarsdóttir er auðvitað í hópnum en hún mun þarna spila sína fyrstu A-landsleiki sem leikmaður franska liðsins Lyon. Auk Söru eru fimm aðrir leikmenn að spila erlendis en þær eru Glódís Perla Viggósdóttir (Rosengard í Svíþjóð), Ingibjörg Sigurðardóttir (Valerenga í Noregi), Sandra María Jessen (Bayer Leverkusen í Þýskalandi), Berglind Björg Þorvaldsdóttir (Le Havre í Frakklandi) og Svava Rós Guðmundsdóttir (Kristianstad í Svíþjóð). Sveindís Jane Jónsdóttir og Barbára Sól Gísladóttir eru báðar fæddar árið 2001 og eru því á nítjánda aldursári. Þær hafa spilað stórt hlutverki með liðum sínum í Pepsi Max deildinni. Sveindís Jane Jónsdóttir skoraði tvö mörk og lagði upp eitt í sigri Blika í gær og er komin með tíu mörk í Pepsi Max deildinni í sumar. Landsliðshópur Íslands sem mætir Lettlandi og Svíþjóð 17. og 22. september í undankeppni EM 2022.Here is our squad for the @WEUROEngland22 qualifiers against Latvia and Sweden.#LeiðinTilEnglands #dottir pic.twitter.com/Qh114T7gEn— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) September 10, 2020 Barbára Sól Gísladóttir spilar aftar á vellinum en skoraði engu að síður sigurmark Selfoss í leiknum á móti Blikum á dögunum en engu öðru liði hefur tekist að vinna Blikana í sumar. Alls eru sjö leikmenn í hópnum fæddar eftir 2000 en hinar eru Cecilía Rán Rúnarsdóttir (fædd árið 2003), Hlín Eiríksdóttir (2000), Guðný Árnadóttir (2000), Alexandra Jóhannsdóttir (2000) og Karólína Lea Vilhjálmsdóttir (2001). Fjórir af þessum leikmönnum voru í íslenska nítján ára landsliðinu sem vann eftirminnilegan 2-0 sigur á Þýskalandi í mars eða þær Cecilía Rán, Barbára Sól, Karólína Lea og Sveindís Jane. Valur á flesta leikmenn í hópnum eða sjö sem er einum leikmanni fleiri en Breiðablik. Sjöundi Blikinn er síðan Berglind Björg Þorvaldsdóttir sem er nýgengin til liðs við franska félagið Le Havre. Cloé Lacasse, sem spilar með Benfica í Portúgal og fékk íslenskan ríkisborgararétt árið 2019, hefur enn ekki verið valin í íslenska landsliðið. Natasha Anasi sem var í hópnum í vetur er heldur ekki valin en hún ákvað að spila áfram með Keflavík í Lengjudeildinni. Landsliðshópur Íslands fyrir leiki við Lettland og Svíþjóð í undankeppni EM: Markmenn Sandra Sigurðardóttir | Valur | 29 leikir Cecilía Rán Rúnarsdóttir | Fylkir | 1 leikur Sonný Lára Þráinsdóttir | Breiðablik | 7 leikir Varnarmenn: Anna Björk Kristjánsdóttir | Selfoss | 43 leikir Barbára Sól Gísladóttir | Selfoss Nýliði Elísa Viðarsdóttir | Valur | 38 leikir Glódís Perla Viggósdóttir | Rosengard | 84 leikir, 6 mörk Guðný Árnadóttir | Valur | 7 leikir Hallbera Guðný Gísladóttir | Valur | 112 leikir, 3 mörk Ingibjörg Sigurðardóttir | Valerenga | 30 leikirMiðjumenn Alexandra Jóhannsdóttir | Breiðablik | 5 leikir, 1 mark Dagný Brynjarsdóttir | Selfoss | 88 leikir, 26 mörk Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir | Valur | 71 leikur, 10 mörk Karólína Lea Vilhjálmsdóttir | Breiðablik | 1 leikur Rakel Hönnudóttir | Breiðablik | 102 leikir, 9 mörk Sandra María Jessen | Leverkusen | 31 leikur, 6 mörk Sara Björk Gunnarsdóttir | Lyon | 131 leikur, 20 mörkSóknarmenn: Agla María Albertsdóttir | Breiðablik | 30 leikir, 2 mörk Berglind Björg Þorvaldsdóttir | Le Havre | 44 leikir, 4 mörk Elín Metta Jensen | Valur | 49 leikir, 14 mörk Hlín Eiríksdóttir | Valur | 14 leikir, 3 mörk Svava Rós Guðmundsdóttir | Kristianstads DFF | 22 leikir, 1 mark Sveindís Jane Jónsdóttir | Breiðablik Nýliði EM 2021 í Englandi Mest lesið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Enski boltinn Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Fótbolti Vildi tapa legg: „Mesti hávaði sem ég hef heyrt“ Sport Salah færði Egyptum draumabyrjun Fótbolti Hættur aðeins þrítugur Golf Steraleikarnir segi ungu fólki að það sé aldrei nógu fullkomið Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Fótbolti Sagði látna systur sína hafa tryggt sigurinn ótrúlega Sport Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Fótbolti Fleiri fréttir Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Salah færði Egyptum draumabyrjun Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Neres hetja Napoli í Sádi-Arabíu Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Glódís Perla veik í jólafríið en enn taplaus Glódís og Hákon best í fótboltanum á árinu Frelsaði fjárfestirinn Dani Alves gefur sjálfum sér samning Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg Mbappé breytti um fagn af góðu tilefni „Allir virðast elska hann“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Freyr himinlifandi með íslensku strákana Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Óttast að Isak hafi fótbrotnað Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Bæjarar aftur á sigurbraut Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Sjá meira
Sveindís Jane Jónsdóttir og Barbára Sól Gísladóttir koma inn í A-landslið kvenna í fótbolta í fyrsta sinn en þær eru báðar í landsliðshópi Jón Þórs Haukssonar sem var gerður opinber í dag. Jón Þór Hauksson treystir áfram á reynsluboltana sína en gefur um leið mörgum ungum leikmönnum tækifæri fyrir þessa mikilvægu landsleiki. Leikirnir sem eru fram undan eru á móti Lettlandi og Svíþjóð í undankeppni EM 2022 en þeir fara báðir fram á Laugardalsvellinum. Leikurinn við Lettland er 17. september en leikurinn við Svíþjóð er 22. september. Nýkrýndi Evrópumeistarinn Sara Björk Gunnarsdóttir er auðvitað í hópnum en hún mun þarna spila sína fyrstu A-landsleiki sem leikmaður franska liðsins Lyon. Auk Söru eru fimm aðrir leikmenn að spila erlendis en þær eru Glódís Perla Viggósdóttir (Rosengard í Svíþjóð), Ingibjörg Sigurðardóttir (Valerenga í Noregi), Sandra María Jessen (Bayer Leverkusen í Þýskalandi), Berglind Björg Þorvaldsdóttir (Le Havre í Frakklandi) og Svava Rós Guðmundsdóttir (Kristianstad í Svíþjóð). Sveindís Jane Jónsdóttir og Barbára Sól Gísladóttir eru báðar fæddar árið 2001 og eru því á nítjánda aldursári. Þær hafa spilað stórt hlutverki með liðum sínum í Pepsi Max deildinni. Sveindís Jane Jónsdóttir skoraði tvö mörk og lagði upp eitt í sigri Blika í gær og er komin með tíu mörk í Pepsi Max deildinni í sumar. Landsliðshópur Íslands sem mætir Lettlandi og Svíþjóð 17. og 22. september í undankeppni EM 2022.Here is our squad for the @WEUROEngland22 qualifiers against Latvia and Sweden.#LeiðinTilEnglands #dottir pic.twitter.com/Qh114T7gEn— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) September 10, 2020 Barbára Sól Gísladóttir spilar aftar á vellinum en skoraði engu að síður sigurmark Selfoss í leiknum á móti Blikum á dögunum en engu öðru liði hefur tekist að vinna Blikana í sumar. Alls eru sjö leikmenn í hópnum fæddar eftir 2000 en hinar eru Cecilía Rán Rúnarsdóttir (fædd árið 2003), Hlín Eiríksdóttir (2000), Guðný Árnadóttir (2000), Alexandra Jóhannsdóttir (2000) og Karólína Lea Vilhjálmsdóttir (2001). Fjórir af þessum leikmönnum voru í íslenska nítján ára landsliðinu sem vann eftirminnilegan 2-0 sigur á Þýskalandi í mars eða þær Cecilía Rán, Barbára Sól, Karólína Lea og Sveindís Jane. Valur á flesta leikmenn í hópnum eða sjö sem er einum leikmanni fleiri en Breiðablik. Sjöundi Blikinn er síðan Berglind Björg Þorvaldsdóttir sem er nýgengin til liðs við franska félagið Le Havre. Cloé Lacasse, sem spilar með Benfica í Portúgal og fékk íslenskan ríkisborgararétt árið 2019, hefur enn ekki verið valin í íslenska landsliðið. Natasha Anasi sem var í hópnum í vetur er heldur ekki valin en hún ákvað að spila áfram með Keflavík í Lengjudeildinni. Landsliðshópur Íslands fyrir leiki við Lettland og Svíþjóð í undankeppni EM: Markmenn Sandra Sigurðardóttir | Valur | 29 leikir Cecilía Rán Rúnarsdóttir | Fylkir | 1 leikur Sonný Lára Þráinsdóttir | Breiðablik | 7 leikir Varnarmenn: Anna Björk Kristjánsdóttir | Selfoss | 43 leikir Barbára Sól Gísladóttir | Selfoss Nýliði Elísa Viðarsdóttir | Valur | 38 leikir Glódís Perla Viggósdóttir | Rosengard | 84 leikir, 6 mörk Guðný Árnadóttir | Valur | 7 leikir Hallbera Guðný Gísladóttir | Valur | 112 leikir, 3 mörk Ingibjörg Sigurðardóttir | Valerenga | 30 leikirMiðjumenn Alexandra Jóhannsdóttir | Breiðablik | 5 leikir, 1 mark Dagný Brynjarsdóttir | Selfoss | 88 leikir, 26 mörk Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir | Valur | 71 leikur, 10 mörk Karólína Lea Vilhjálmsdóttir | Breiðablik | 1 leikur Rakel Hönnudóttir | Breiðablik | 102 leikir, 9 mörk Sandra María Jessen | Leverkusen | 31 leikur, 6 mörk Sara Björk Gunnarsdóttir | Lyon | 131 leikur, 20 mörkSóknarmenn: Agla María Albertsdóttir | Breiðablik | 30 leikir, 2 mörk Berglind Björg Þorvaldsdóttir | Le Havre | 44 leikir, 4 mörk Elín Metta Jensen | Valur | 49 leikir, 14 mörk Hlín Eiríksdóttir | Valur | 14 leikir, 3 mörk Svava Rós Guðmundsdóttir | Kristianstads DFF | 22 leikir, 1 mark Sveindís Jane Jónsdóttir | Breiðablik Nýliði
Landsliðshópur Íslands fyrir leiki við Lettland og Svíþjóð í undankeppni EM: Markmenn Sandra Sigurðardóttir | Valur | 29 leikir Cecilía Rán Rúnarsdóttir | Fylkir | 1 leikur Sonný Lára Þráinsdóttir | Breiðablik | 7 leikir Varnarmenn: Anna Björk Kristjánsdóttir | Selfoss | 43 leikir Barbára Sól Gísladóttir | Selfoss Nýliði Elísa Viðarsdóttir | Valur | 38 leikir Glódís Perla Viggósdóttir | Rosengard | 84 leikir, 6 mörk Guðný Árnadóttir | Valur | 7 leikir Hallbera Guðný Gísladóttir | Valur | 112 leikir, 3 mörk Ingibjörg Sigurðardóttir | Valerenga | 30 leikirMiðjumenn Alexandra Jóhannsdóttir | Breiðablik | 5 leikir, 1 mark Dagný Brynjarsdóttir | Selfoss | 88 leikir, 26 mörk Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir | Valur | 71 leikur, 10 mörk Karólína Lea Vilhjálmsdóttir | Breiðablik | 1 leikur Rakel Hönnudóttir | Breiðablik | 102 leikir, 9 mörk Sandra María Jessen | Leverkusen | 31 leikur, 6 mörk Sara Björk Gunnarsdóttir | Lyon | 131 leikur, 20 mörkSóknarmenn: Agla María Albertsdóttir | Breiðablik | 30 leikir, 2 mörk Berglind Björg Þorvaldsdóttir | Le Havre | 44 leikir, 4 mörk Elín Metta Jensen | Valur | 49 leikir, 14 mörk Hlín Eiríksdóttir | Valur | 14 leikir, 3 mörk Svava Rós Guðmundsdóttir | Kristianstads DFF | 22 leikir, 1 mark Sveindís Jane Jónsdóttir | Breiðablik Nýliði
EM 2021 í Englandi Mest lesið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Enski boltinn Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Fótbolti Vildi tapa legg: „Mesti hávaði sem ég hef heyrt“ Sport Salah færði Egyptum draumabyrjun Fótbolti Hættur aðeins þrítugur Golf Steraleikarnir segi ungu fólki að það sé aldrei nógu fullkomið Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Fótbolti Sagði látna systur sína hafa tryggt sigurinn ótrúlega Sport Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Fótbolti Fleiri fréttir Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Salah færði Egyptum draumabyrjun Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Neres hetja Napoli í Sádi-Arabíu Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Glódís Perla veik í jólafríið en enn taplaus Glódís og Hákon best í fótboltanum á árinu Frelsaði fjárfestirinn Dani Alves gefur sjálfum sér samning Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg Mbappé breytti um fagn af góðu tilefni „Allir virðast elska hann“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Freyr himinlifandi með íslensku strákana Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Óttast að Isak hafi fótbrotnað Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Bæjarar aftur á sigurbraut Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Sjá meira