Sveindís Jane og Barbára Sól nýliðar í kvennalandsliðinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. september 2020 13:17 Sveindís Jane Jónsdóttir og Barbára Sól Gísladóttir eru báðar nýliðar í landsliðshópnum en þær eru fæddar árið 2001. Vísir/Samsett Sveindís Jane Jónsdóttir og Barbára Sól Gísladóttir koma inn í A-landslið kvenna í fótbolta í fyrsta sinn en þær eru báðar í landsliðshópi Jón Þórs Haukssonar sem var gerður opinber í dag. Jón Þór Hauksson treystir áfram á reynsluboltana sína en gefur um leið mörgum ungum leikmönnum tækifæri fyrir þessa mikilvægu landsleiki. Leikirnir sem eru fram undan eru á móti Lettlandi og Svíþjóð í undankeppni EM 2022 en þeir fara báðir fram á Laugardalsvellinum. Leikurinn við Lettland er 17. september en leikurinn við Svíþjóð er 22. september. Nýkrýndi Evrópumeistarinn Sara Björk Gunnarsdóttir er auðvitað í hópnum en hún mun þarna spila sína fyrstu A-landsleiki sem leikmaður franska liðsins Lyon. Auk Söru eru fimm aðrir leikmenn að spila erlendis en þær eru Glódís Perla Viggósdóttir (Rosengard í Svíþjóð), Ingibjörg Sigurðardóttir (Valerenga í Noregi), Sandra María Jessen (Bayer Leverkusen í Þýskalandi), Berglind Björg Þorvaldsdóttir (Le Havre í Frakklandi) og Svava Rós Guðmundsdóttir (Kristianstad í Svíþjóð). Sveindís Jane Jónsdóttir og Barbára Sól Gísladóttir eru báðar fæddar árið 2001 og eru því á nítjánda aldursári. Þær hafa spilað stórt hlutverki með liðum sínum í Pepsi Max deildinni. Sveindís Jane Jónsdóttir skoraði tvö mörk og lagði upp eitt í sigri Blika í gær og er komin með tíu mörk í Pepsi Max deildinni í sumar. Landsliðshópur Íslands sem mætir Lettlandi og Svíþjóð 17. og 22. september í undankeppni EM 2022.Here is our squad for the @WEUROEngland22 qualifiers against Latvia and Sweden.#LeiðinTilEnglands #dottir pic.twitter.com/Qh114T7gEn— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) September 10, 2020 Barbára Sól Gísladóttir spilar aftar á vellinum en skoraði engu að síður sigurmark Selfoss í leiknum á móti Blikum á dögunum en engu öðru liði hefur tekist að vinna Blikana í sumar. Alls eru sjö leikmenn í hópnum fæddar eftir 2000 en hinar eru Cecilía Rán Rúnarsdóttir (fædd árið 2003), Hlín Eiríksdóttir (2000), Guðný Árnadóttir (2000), Alexandra Jóhannsdóttir (2000) og Karólína Lea Vilhjálmsdóttir (2001). Fjórir af þessum leikmönnum voru í íslenska nítján ára landsliðinu sem vann eftirminnilegan 2-0 sigur á Þýskalandi í mars eða þær Cecilía Rán, Barbára Sól, Karólína Lea og Sveindís Jane. Valur á flesta leikmenn í hópnum eða sjö sem er einum leikmanni fleiri en Breiðablik. Sjöundi Blikinn er síðan Berglind Björg Þorvaldsdóttir sem er nýgengin til liðs við franska félagið Le Havre. Cloé Lacasse, sem spilar með Benfica í Portúgal og fékk íslenskan ríkisborgararétt árið 2019, hefur enn ekki verið valin í íslenska landsliðið. Natasha Anasi sem var í hópnum í vetur er heldur ekki valin en hún ákvað að spila áfram með Keflavík í Lengjudeildinni. Landsliðshópur Íslands fyrir leiki við Lettland og Svíþjóð í undankeppni EM: Markmenn Sandra Sigurðardóttir | Valur | 29 leikir Cecilía Rán Rúnarsdóttir | Fylkir | 1 leikur Sonný Lára Þráinsdóttir | Breiðablik | 7 leikir Varnarmenn: Anna Björk Kristjánsdóttir | Selfoss | 43 leikir Barbára Sól Gísladóttir | Selfoss Nýliði Elísa Viðarsdóttir | Valur | 38 leikir Glódís Perla Viggósdóttir | Rosengard | 84 leikir, 6 mörk Guðný Árnadóttir | Valur | 7 leikir Hallbera Guðný Gísladóttir | Valur | 112 leikir, 3 mörk Ingibjörg Sigurðardóttir | Valerenga | 30 leikirMiðjumenn Alexandra Jóhannsdóttir | Breiðablik | 5 leikir, 1 mark Dagný Brynjarsdóttir | Selfoss | 88 leikir, 26 mörk Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir | Valur | 71 leikur, 10 mörk Karólína Lea Vilhjálmsdóttir | Breiðablik | 1 leikur Rakel Hönnudóttir | Breiðablik | 102 leikir, 9 mörk Sandra María Jessen | Leverkusen | 31 leikur, 6 mörk Sara Björk Gunnarsdóttir | Lyon | 131 leikur, 20 mörkSóknarmenn: Agla María Albertsdóttir | Breiðablik | 30 leikir, 2 mörk Berglind Björg Þorvaldsdóttir | Le Havre | 44 leikir, 4 mörk Elín Metta Jensen | Valur | 49 leikir, 14 mörk Hlín Eiríksdóttir | Valur | 14 leikir, 3 mörk Svava Rós Guðmundsdóttir | Kristianstads DFF | 22 leikir, 1 mark Sveindís Jane Jónsdóttir | Breiðablik Nýliði EM 2021 í Englandi Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Sport Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Enski boltinn „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Sport Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? Fótbolti Bakgarður 101: Heilagir hringir hjá biskup Íslands Sport Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Fótbolti „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Íslenski boltinn Sex rallýgoðsagnir teknar inn í nýjustu frægðarhöllina á Íslandi Sport Fleiri fréttir Ísak góður þegar Düsseldorf hélt voninni á lífi Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Helena í ham í Bestu mörkunum: „Mér finnst þetta vera algjört bull“ Haaland hreinskilinn: Ég hef ekki verið nægilega góður Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Fjögur lið á toppnum með fjögur stig Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla Nýliðarnir sóttu þrjú stig á heimavöll hamingjunnar Uppgjör: FH-Stjarnan 2-1 | FH-konur áfram á flugi Fleiri sæti í boði fyrir stelpurnar okkar á HM 2031 Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold Svona er nýja landsliðstreyja stelpnanna fyrir EM í sumar Mac Allister besti leikmaðurinn í fyrsta sinn Salah valinn bestur af blaðamönnum Hlakkar til að mæta „fótboltapabba“ sínum í úrslitaleiknum Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Fótboltaparið eignaðist son og skírði hann Jagger Sex ensk lið í Meistaradeild og tíu gætu náð Evrópusæti Sjáðu mörkin þegar United og Spurs gulltryggðu sig í úrslitaleikinn Frederik Schram fundinn Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Allt frágengið og Alonso fær þriggja ára samning hjá Real Madrid Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ „Liðið ætti að vera betra en það er en við erum að reyna“ Albert og félagar úr leik eftir stórleik Antony Sheffield United með gott forskot í umspili Championship Sjá meira
Sveindís Jane Jónsdóttir og Barbára Sól Gísladóttir koma inn í A-landslið kvenna í fótbolta í fyrsta sinn en þær eru báðar í landsliðshópi Jón Þórs Haukssonar sem var gerður opinber í dag. Jón Þór Hauksson treystir áfram á reynsluboltana sína en gefur um leið mörgum ungum leikmönnum tækifæri fyrir þessa mikilvægu landsleiki. Leikirnir sem eru fram undan eru á móti Lettlandi og Svíþjóð í undankeppni EM 2022 en þeir fara báðir fram á Laugardalsvellinum. Leikurinn við Lettland er 17. september en leikurinn við Svíþjóð er 22. september. Nýkrýndi Evrópumeistarinn Sara Björk Gunnarsdóttir er auðvitað í hópnum en hún mun þarna spila sína fyrstu A-landsleiki sem leikmaður franska liðsins Lyon. Auk Söru eru fimm aðrir leikmenn að spila erlendis en þær eru Glódís Perla Viggósdóttir (Rosengard í Svíþjóð), Ingibjörg Sigurðardóttir (Valerenga í Noregi), Sandra María Jessen (Bayer Leverkusen í Þýskalandi), Berglind Björg Þorvaldsdóttir (Le Havre í Frakklandi) og Svava Rós Guðmundsdóttir (Kristianstad í Svíþjóð). Sveindís Jane Jónsdóttir og Barbára Sól Gísladóttir eru báðar fæddar árið 2001 og eru því á nítjánda aldursári. Þær hafa spilað stórt hlutverki með liðum sínum í Pepsi Max deildinni. Sveindís Jane Jónsdóttir skoraði tvö mörk og lagði upp eitt í sigri Blika í gær og er komin með tíu mörk í Pepsi Max deildinni í sumar. Landsliðshópur Íslands sem mætir Lettlandi og Svíþjóð 17. og 22. september í undankeppni EM 2022.Here is our squad for the @WEUROEngland22 qualifiers against Latvia and Sweden.#LeiðinTilEnglands #dottir pic.twitter.com/Qh114T7gEn— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) September 10, 2020 Barbára Sól Gísladóttir spilar aftar á vellinum en skoraði engu að síður sigurmark Selfoss í leiknum á móti Blikum á dögunum en engu öðru liði hefur tekist að vinna Blikana í sumar. Alls eru sjö leikmenn í hópnum fæddar eftir 2000 en hinar eru Cecilía Rán Rúnarsdóttir (fædd árið 2003), Hlín Eiríksdóttir (2000), Guðný Árnadóttir (2000), Alexandra Jóhannsdóttir (2000) og Karólína Lea Vilhjálmsdóttir (2001). Fjórir af þessum leikmönnum voru í íslenska nítján ára landsliðinu sem vann eftirminnilegan 2-0 sigur á Þýskalandi í mars eða þær Cecilía Rán, Barbára Sól, Karólína Lea og Sveindís Jane. Valur á flesta leikmenn í hópnum eða sjö sem er einum leikmanni fleiri en Breiðablik. Sjöundi Blikinn er síðan Berglind Björg Þorvaldsdóttir sem er nýgengin til liðs við franska félagið Le Havre. Cloé Lacasse, sem spilar með Benfica í Portúgal og fékk íslenskan ríkisborgararétt árið 2019, hefur enn ekki verið valin í íslenska landsliðið. Natasha Anasi sem var í hópnum í vetur er heldur ekki valin en hún ákvað að spila áfram með Keflavík í Lengjudeildinni. Landsliðshópur Íslands fyrir leiki við Lettland og Svíþjóð í undankeppni EM: Markmenn Sandra Sigurðardóttir | Valur | 29 leikir Cecilía Rán Rúnarsdóttir | Fylkir | 1 leikur Sonný Lára Þráinsdóttir | Breiðablik | 7 leikir Varnarmenn: Anna Björk Kristjánsdóttir | Selfoss | 43 leikir Barbára Sól Gísladóttir | Selfoss Nýliði Elísa Viðarsdóttir | Valur | 38 leikir Glódís Perla Viggósdóttir | Rosengard | 84 leikir, 6 mörk Guðný Árnadóttir | Valur | 7 leikir Hallbera Guðný Gísladóttir | Valur | 112 leikir, 3 mörk Ingibjörg Sigurðardóttir | Valerenga | 30 leikirMiðjumenn Alexandra Jóhannsdóttir | Breiðablik | 5 leikir, 1 mark Dagný Brynjarsdóttir | Selfoss | 88 leikir, 26 mörk Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir | Valur | 71 leikur, 10 mörk Karólína Lea Vilhjálmsdóttir | Breiðablik | 1 leikur Rakel Hönnudóttir | Breiðablik | 102 leikir, 9 mörk Sandra María Jessen | Leverkusen | 31 leikur, 6 mörk Sara Björk Gunnarsdóttir | Lyon | 131 leikur, 20 mörkSóknarmenn: Agla María Albertsdóttir | Breiðablik | 30 leikir, 2 mörk Berglind Björg Þorvaldsdóttir | Le Havre | 44 leikir, 4 mörk Elín Metta Jensen | Valur | 49 leikir, 14 mörk Hlín Eiríksdóttir | Valur | 14 leikir, 3 mörk Svava Rós Guðmundsdóttir | Kristianstads DFF | 22 leikir, 1 mark Sveindís Jane Jónsdóttir | Breiðablik Nýliði
Landsliðshópur Íslands fyrir leiki við Lettland og Svíþjóð í undankeppni EM: Markmenn Sandra Sigurðardóttir | Valur | 29 leikir Cecilía Rán Rúnarsdóttir | Fylkir | 1 leikur Sonný Lára Þráinsdóttir | Breiðablik | 7 leikir Varnarmenn: Anna Björk Kristjánsdóttir | Selfoss | 43 leikir Barbára Sól Gísladóttir | Selfoss Nýliði Elísa Viðarsdóttir | Valur | 38 leikir Glódís Perla Viggósdóttir | Rosengard | 84 leikir, 6 mörk Guðný Árnadóttir | Valur | 7 leikir Hallbera Guðný Gísladóttir | Valur | 112 leikir, 3 mörk Ingibjörg Sigurðardóttir | Valerenga | 30 leikirMiðjumenn Alexandra Jóhannsdóttir | Breiðablik | 5 leikir, 1 mark Dagný Brynjarsdóttir | Selfoss | 88 leikir, 26 mörk Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir | Valur | 71 leikur, 10 mörk Karólína Lea Vilhjálmsdóttir | Breiðablik | 1 leikur Rakel Hönnudóttir | Breiðablik | 102 leikir, 9 mörk Sandra María Jessen | Leverkusen | 31 leikur, 6 mörk Sara Björk Gunnarsdóttir | Lyon | 131 leikur, 20 mörkSóknarmenn: Agla María Albertsdóttir | Breiðablik | 30 leikir, 2 mörk Berglind Björg Þorvaldsdóttir | Le Havre | 44 leikir, 4 mörk Elín Metta Jensen | Valur | 49 leikir, 14 mörk Hlín Eiríksdóttir | Valur | 14 leikir, 3 mörk Svava Rós Guðmundsdóttir | Kristianstads DFF | 22 leikir, 1 mark Sveindís Jane Jónsdóttir | Breiðablik Nýliði
EM 2021 í Englandi Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Sport Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Enski boltinn „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Sport Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? Fótbolti Bakgarður 101: Heilagir hringir hjá biskup Íslands Sport Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Fótbolti „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Íslenski boltinn Sex rallýgoðsagnir teknar inn í nýjustu frægðarhöllina á Íslandi Sport Fleiri fréttir Ísak góður þegar Düsseldorf hélt voninni á lífi Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Helena í ham í Bestu mörkunum: „Mér finnst þetta vera algjört bull“ Haaland hreinskilinn: Ég hef ekki verið nægilega góður Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Fjögur lið á toppnum með fjögur stig Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla Nýliðarnir sóttu þrjú stig á heimavöll hamingjunnar Uppgjör: FH-Stjarnan 2-1 | FH-konur áfram á flugi Fleiri sæti í boði fyrir stelpurnar okkar á HM 2031 Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold Svona er nýja landsliðstreyja stelpnanna fyrir EM í sumar Mac Allister besti leikmaðurinn í fyrsta sinn Salah valinn bestur af blaðamönnum Hlakkar til að mæta „fótboltapabba“ sínum í úrslitaleiknum Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Fótboltaparið eignaðist son og skírði hann Jagger Sex ensk lið í Meistaradeild og tíu gætu náð Evrópusæti Sjáðu mörkin þegar United og Spurs gulltryggðu sig í úrslitaleikinn Frederik Schram fundinn Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Allt frágengið og Alonso fær þriggja ára samning hjá Real Madrid Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ „Liðið ætti að vera betra en það er en við erum að reyna“ Albert og félagar úr leik eftir stórleik Antony Sheffield United með gott forskot í umspili Championship Sjá meira