Kennarar létu ekki deigan síga í kófinu og hentu sér í djúpu laugina Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 10. september 2020 17:17 Sólveig Jakobsdóttir er prófessor í fjarkennslufræði með áherslu á upplýsingatækni, kennslutækni og markmiðlun við Háskóla Íslands. Háskóli Íslands Tæpur fjórðungur grunnskólakennara segir að aðgengi að tölvum og interneti á heimili sumra barna hafi verið ábótavant þegar faraldurinn stóð sem hæst fyrr á árinu. Þetta kemur fram í viðamikilli könnun á upplifun og reynslu kennara á tímum kófsins. Fréttastofa ræddi við Sólveigu Jakobsdóttur, prófessor í fjarkennslufræði, um þann hluta könnunarinnar sem sneri að notkun stafrænnar tækni og fjarkennslu. Rúmlega þrjú hundruð kennarar í leik-og grunnskólum svöruðu spurningum um þær áskoranir sem þeir stóðu frammi fyrir á vorönn þegar kennarar, í einu vetfangi, þurftu að tileinka sér stafræna tækni og fjarkennslu en sumir þeirra höfðu sáralitla reynslu af tölvunotkun. Sólveig segir marga kennara hafa skrifað um þá erfiðleika sem hafi falist í að vera dembt fyrirvaralaust út í krefjandi aðstæður. Menntun nemenda þeirra hafi verið hvatinn sem dreif þá áfram. Sumir hafi þurft að „læra að synda“ á einu augnabliki, að því er virtist, í djúpri laug fjarkennslunnar og nýrra forrita. Mikill meirihluti kennaranna sagði kórónuveirufaraldurinn hafa haft töluverð áhrif á kennsluhætti en Sólveig segir það ekki hafa komið sér á óvart. Sólveig er hluti af sex manna hópi sem er aðili að Rannsóknarstofu um upplýsingatækni og miðlun við menntavísindasvið. Kennarar stóðu frammi fyrir krefjandi aðstæðum á vorönn þegar þeir þurftu í einu vetfangi að tileinka sér stafrænar kennsluaðferðir og fjarkennslu.Vísir/Getty Í svörum framhaldsskólakennara var algengt að stærsta áskorunin við fjarnámið hafi verið að ná sambandi við nemendur og að halda þeim við efnið. „Það hafi verið sérstök áskorun að ná til viðkvæmra hópa auk þess sem það gat reyst erfitt að fá nemendur til að vera virkir í kennslustundum á netinu,“ segir Sólveig um svör kennaranna. Í svörum grunnskólakennara um helstu áskoranir var tæpur fjórðungur sem sagði aðgengi sumra barna að tölvum og interneti heima við vera ábótavant. „Tæpur fimmtungur hefur áhyggjur af viðkvæmum hópum með veikt bakland. Það er greinilegt, af mörgum svörum að dæma, að hlutverk foreldranna verður mikilvægara í að styðja við nám barnanna þegar þau eru heima. Og þá var erfitt að virkja suma foreldra, allmargir töluðu um að virkni sumra nemenda væri takmörkuð.“ Á hinn bóginn hafi það verið sérstaklega jákvætt að fylgjast með þeim foreldrum sem tóku meiri þátt í námi barna sinna en allajafna við venjulegar aðstæður. Þrátt fyrir að það hafi reynst mikil áskorun fyrir suma kennara að tileinka sér fjarkennslu, sérstaklega þá sem ekki höfðu gert það áður, sögðu kennararnir að samkennarar þeirra hefðu leikið lykilhlutverk í öllu ferlinu. Samvinna hafi aukist til muna og orðið til þess að auðvelda breytinguna sem fólst í því að færa kennslu úr staðnámi í fjarnám. Sólveig segir að reynsla kennara af fjarkennslunni hafi síður en svo eingöngu verið neikvæð. „Það er mjög gaman að lesa um jákvæða reynslu kennaranna. Margir framhaldsskólakennarar sögðust hafa lært inn á ný forrit og tækni sem muni nýtast þeim áfram í starfi og að notkun nýrrar tækni hafi í för með sér þróun fjölbreyttari aðferða við kennslu, námsmat og verkefnaskil.“ Kennarar hafi einnig dregið fram ljósa punkta á borð við aukið sjálfstæði og ábyrgð nemenda á námi sínu. Breytingin var þó ekki án erfiðleika að sögn Sólveigar. Sumir kennarar hafi sagt það kraftaverki líkast hversu vel hafi tekist til og að það hefði kostað „tuttugu og fjögurra klukkustunda vinnu á sólarhring“. „En það er greinilegt að kennarar eru ekkert lengur einyrkjar inni í stofu. Kennarar eru hluti af lærdómssamfélagi sem lætur ekki deigan síga við svona aðstæður heldur hendir sér út í djúpu laugina og nýtir sér alls konar björgunarbúnað. Fólk hjálpast að. Samkennarar og teymisvinna voru lykilatriði.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skóla - og menntamál Fjarvinna Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira
Tæpur fjórðungur grunnskólakennara segir að aðgengi að tölvum og interneti á heimili sumra barna hafi verið ábótavant þegar faraldurinn stóð sem hæst fyrr á árinu. Þetta kemur fram í viðamikilli könnun á upplifun og reynslu kennara á tímum kófsins. Fréttastofa ræddi við Sólveigu Jakobsdóttur, prófessor í fjarkennslufræði, um þann hluta könnunarinnar sem sneri að notkun stafrænnar tækni og fjarkennslu. Rúmlega þrjú hundruð kennarar í leik-og grunnskólum svöruðu spurningum um þær áskoranir sem þeir stóðu frammi fyrir á vorönn þegar kennarar, í einu vetfangi, þurftu að tileinka sér stafræna tækni og fjarkennslu en sumir þeirra höfðu sáralitla reynslu af tölvunotkun. Sólveig segir marga kennara hafa skrifað um þá erfiðleika sem hafi falist í að vera dembt fyrirvaralaust út í krefjandi aðstæður. Menntun nemenda þeirra hafi verið hvatinn sem dreif þá áfram. Sumir hafi þurft að „læra að synda“ á einu augnabliki, að því er virtist, í djúpri laug fjarkennslunnar og nýrra forrita. Mikill meirihluti kennaranna sagði kórónuveirufaraldurinn hafa haft töluverð áhrif á kennsluhætti en Sólveig segir það ekki hafa komið sér á óvart. Sólveig er hluti af sex manna hópi sem er aðili að Rannsóknarstofu um upplýsingatækni og miðlun við menntavísindasvið. Kennarar stóðu frammi fyrir krefjandi aðstæðum á vorönn þegar þeir þurftu í einu vetfangi að tileinka sér stafrænar kennsluaðferðir og fjarkennslu.Vísir/Getty Í svörum framhaldsskólakennara var algengt að stærsta áskorunin við fjarnámið hafi verið að ná sambandi við nemendur og að halda þeim við efnið. „Það hafi verið sérstök áskorun að ná til viðkvæmra hópa auk þess sem það gat reyst erfitt að fá nemendur til að vera virkir í kennslustundum á netinu,“ segir Sólveig um svör kennaranna. Í svörum grunnskólakennara um helstu áskoranir var tæpur fjórðungur sem sagði aðgengi sumra barna að tölvum og interneti heima við vera ábótavant. „Tæpur fimmtungur hefur áhyggjur af viðkvæmum hópum með veikt bakland. Það er greinilegt, af mörgum svörum að dæma, að hlutverk foreldranna verður mikilvægara í að styðja við nám barnanna þegar þau eru heima. Og þá var erfitt að virkja suma foreldra, allmargir töluðu um að virkni sumra nemenda væri takmörkuð.“ Á hinn bóginn hafi það verið sérstaklega jákvætt að fylgjast með þeim foreldrum sem tóku meiri þátt í námi barna sinna en allajafna við venjulegar aðstæður. Þrátt fyrir að það hafi reynst mikil áskorun fyrir suma kennara að tileinka sér fjarkennslu, sérstaklega þá sem ekki höfðu gert það áður, sögðu kennararnir að samkennarar þeirra hefðu leikið lykilhlutverk í öllu ferlinu. Samvinna hafi aukist til muna og orðið til þess að auðvelda breytinguna sem fólst í því að færa kennslu úr staðnámi í fjarnám. Sólveig segir að reynsla kennara af fjarkennslunni hafi síður en svo eingöngu verið neikvæð. „Það er mjög gaman að lesa um jákvæða reynslu kennaranna. Margir framhaldsskólakennarar sögðust hafa lært inn á ný forrit og tækni sem muni nýtast þeim áfram í starfi og að notkun nýrrar tækni hafi í för með sér þróun fjölbreyttari aðferða við kennslu, námsmat og verkefnaskil.“ Kennarar hafi einnig dregið fram ljósa punkta á borð við aukið sjálfstæði og ábyrgð nemenda á námi sínu. Breytingin var þó ekki án erfiðleika að sögn Sólveigar. Sumir kennarar hafi sagt það kraftaverki líkast hversu vel hafi tekist til og að það hefði kostað „tuttugu og fjögurra klukkustunda vinnu á sólarhring“. „En það er greinilegt að kennarar eru ekkert lengur einyrkjar inni í stofu. Kennarar eru hluti af lærdómssamfélagi sem lætur ekki deigan síga við svona aðstæður heldur hendir sér út í djúpu laugina og nýtir sér alls konar björgunarbúnað. Fólk hjálpast að. Samkennarar og teymisvinna voru lykilatriði.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skóla - og menntamál Fjarvinna Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira