Enginn banki sér hag í að opna útibú í Hveragerði Atli Ísleifsson skrifar 11. september 2020 14:41 Bæjarstjórn Hveragerðisbæjar hefur lýst yfir vonbrigðum með viðbrögð bankanna. Enginn viðskiptabankanna sér sér hag í að opna útibú í Hveragerði, en ekki er rekið neitt bankaútibú í bænum eftir að Arion banki lokaði sínu síðasta vor. Frá þessu segir í fundargerð bæjarstjórnar Hveragerðisbæjar, en RÚV sagði fyrst frá málinu. Bæjarstjórn leitaði eftir upplýsingum um hvaða þjónustu Arion, Íslandsbanki og Landsbanki væru tilbúin til að veita íbúum í Hveragerði. Sömuleiðis var óskað tilboða í helstu viðskipti Hveragerðisbæjar. „Það eru bæjarstjórn mikil vonbrigði að enginn af þessum bönkum skuli sjá hag sinn í því að opna útibú hér í Hveragerði, í bæjarfélagi sem telur um 2.750 íbúa auk mikils fjölda innlendra jafnt sem erlendra ferðamanna sem hér dvelja til lengri eða skemmri tíma,“ segir í fundargerðinni. Sérkennilegt að hafa útibú hlið við hlið á Selfossi Bæjarstjórn telur það sérkennilegt að sjá að allir bankarnir telji „nauðsynlegt að hafa útibú, svo til hlið við hlið, á Selfossi“. Á sama tíma sé íbúum Hveragerðisbæjar sagt að engin nauðsyn sé á útibúi þar enda hægt að sinna öllum viðskiptum við banka rafrænt. Áfram í viðskiptum við Arion banka Bæjarstjórn segir þá staðreynd ætti gera það mögulegt að útibúum bankanna væri dreift jafnar í þéttbýliskjarna svæðisins en nú sé gert. Arion banki lokaði útibúi sínu í þessu húsi í maí.Vísir/Atli „Hinn stafræni heimur virkar ekki bara á einn veg hann getur hæglega virkað til dreifingar þjónustu vítt og breitt um landsbyggðina standi raunverulegur hugur til þess. Í ljósi þeirra tilboða sem hér eru lögð fram mun bæjarstjórn semja um áframhaldandi bankaviðskipti við Arion banka sem býður hagstæðustu viðskiptakjörin fyrir Hveragerðisbæ og jafnframt örlitla þjónustu við íbúa bæjarins i formi innlagnarhraðbanka sem aðgengilegur verður allan sólarhringinn, viðveru og þjónustu vikulega við umræddan hraðbanka auk kennslu og aðstoð við íbúa á Dvalarheimilinu Ási í notkun á stafrænni þjónustu,“ segir í fundargerðinni. Hveragerði Íslenskir bankar Tengdar fréttir „Gott og hreinskiptið samtal“ sneri ekki ákvörðun Arion Bæjarstjóri Hveragerðisbæjar segist hafa átt „mjög gott og hreinskiptið“ samtal við Benedikt Gíslason, bankastjóra Arion banka. Það dugði þó ekki til þess að halda lífi í útibúi bankans í bænum. 29. maí 2020 07:00 Mest lesið Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Neytendur Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira
Enginn viðskiptabankanna sér sér hag í að opna útibú í Hveragerði, en ekki er rekið neitt bankaútibú í bænum eftir að Arion banki lokaði sínu síðasta vor. Frá þessu segir í fundargerð bæjarstjórnar Hveragerðisbæjar, en RÚV sagði fyrst frá málinu. Bæjarstjórn leitaði eftir upplýsingum um hvaða þjónustu Arion, Íslandsbanki og Landsbanki væru tilbúin til að veita íbúum í Hveragerði. Sömuleiðis var óskað tilboða í helstu viðskipti Hveragerðisbæjar. „Það eru bæjarstjórn mikil vonbrigði að enginn af þessum bönkum skuli sjá hag sinn í því að opna útibú hér í Hveragerði, í bæjarfélagi sem telur um 2.750 íbúa auk mikils fjölda innlendra jafnt sem erlendra ferðamanna sem hér dvelja til lengri eða skemmri tíma,“ segir í fundargerðinni. Sérkennilegt að hafa útibú hlið við hlið á Selfossi Bæjarstjórn telur það sérkennilegt að sjá að allir bankarnir telji „nauðsynlegt að hafa útibú, svo til hlið við hlið, á Selfossi“. Á sama tíma sé íbúum Hveragerðisbæjar sagt að engin nauðsyn sé á útibúi þar enda hægt að sinna öllum viðskiptum við banka rafrænt. Áfram í viðskiptum við Arion banka Bæjarstjórn segir þá staðreynd ætti gera það mögulegt að útibúum bankanna væri dreift jafnar í þéttbýliskjarna svæðisins en nú sé gert. Arion banki lokaði útibúi sínu í þessu húsi í maí.Vísir/Atli „Hinn stafræni heimur virkar ekki bara á einn veg hann getur hæglega virkað til dreifingar þjónustu vítt og breitt um landsbyggðina standi raunverulegur hugur til þess. Í ljósi þeirra tilboða sem hér eru lögð fram mun bæjarstjórn semja um áframhaldandi bankaviðskipti við Arion banka sem býður hagstæðustu viðskiptakjörin fyrir Hveragerðisbæ og jafnframt örlitla þjónustu við íbúa bæjarins i formi innlagnarhraðbanka sem aðgengilegur verður allan sólarhringinn, viðveru og þjónustu vikulega við umræddan hraðbanka auk kennslu og aðstoð við íbúa á Dvalarheimilinu Ási í notkun á stafrænni þjónustu,“ segir í fundargerðinni.
Hveragerði Íslenskir bankar Tengdar fréttir „Gott og hreinskiptið samtal“ sneri ekki ákvörðun Arion Bæjarstjóri Hveragerðisbæjar segist hafa átt „mjög gott og hreinskiptið“ samtal við Benedikt Gíslason, bankastjóra Arion banka. Það dugði þó ekki til þess að halda lífi í útibúi bankans í bænum. 29. maí 2020 07:00 Mest lesið Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Neytendur Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira
„Gott og hreinskiptið samtal“ sneri ekki ákvörðun Arion Bæjarstjóri Hveragerðisbæjar segist hafa átt „mjög gott og hreinskiptið“ samtal við Benedikt Gíslason, bankastjóra Arion banka. Það dugði þó ekki til þess að halda lífi í útibúi bankans í bænum. 29. maí 2020 07:00