Evrópulönd taka við 400 börnum frá Moria Kjartan Kjartansson skrifar 11. september 2020 16:37 Fjöldi flóttamanna er nú á vergangi á eyjunni Lesbos eftir að Moria-flóttamannabúðirnar brunnu í vikunni. AP/Petros Giannakouris Um fjögur hundruð börnum sem bjuggu í Moria-flóttamannabúðunum á grísku eyjunni Lesbos verður fundið hæli annars staðar í Evrópu eftir að búðirnar brunnu því sem næst til grunna í tveimur eldsvoðum í vikunni. Enn er unnið að því að finna fjölda fólks húsaskjól eftir brunann. Þýsk stjórnvöld greindu frá því í dag að tíu Evrópuríki hefðu fallist á að taka við ungmennum sem komu í Moria-búðirnar án þess að vera í fylgd með fullorðnum. Flest þeirra fara til Þýskalands og Frakklands, 150 og 100 börn til hvors lands. Holland tekur við fimmtíu og Finnland við ellefu. Viðræður standa yfir við fleiri ríki um að taka við ungmennum úr búðunum. Búist er við því að Sviss, Belgía, Króatía, Slóvenía, Lúxemborg og Portúgal taki við þeim. Um 13.000 manns höfðust við í Moria-búðunum við þröngan kost. Íbúar þar kveiktu sjálfir fyrsta eldinn aðfararnótt miðvikudags til þess að mótmæla sóttvarnaraðgerðum vegna kórónuveirufaraldursins. Nóttina eftir blossaði eldurinn aftur upp úr glæðum. Breska ríkisútvarpið BBC segir að heilu fjölskyldurnar hafi sofið úti á ökrum og í vegarköntum eftir að þær flúðu eldsvoðann. Til stendur að byggja fullkomnari aðstöðu á sama reit þrátt fyrir að eyjaskeggjar hafi í vikunni lokað vegum til að koma í veg fyrir að góðgerðasamtök gætu komið hjálpargögnum til nauðstaddra. Þeir segja mótfallnir því að nýjum tjaldbúðum verði komið upp þar. Grikkland Flóttamenn Tengdar fréttir Flóttamannabúðirnir á Lesbos brunnar til kaldra kola Þúsundir flóttamanna til viðbótar eru án skjóls eftir að það litla sem stóð eftir af Moria-flóttamannabúðunum á Grikklandi eftir eldsvoða á aðfaranótt miðvikudags varð öðrum eldi að bráð í nótt. Margir þeirra þurftu að sofa á ökrum, í vegarköntum og í litlum kirkjugarði. 10. september 2020 10:47 Eldsvoði í stærstu flóttamannabúðum Lesbos Eldur kom upp í stærstu flóttamannabúðum grísku eyjunnar Lesbos í nótt. 9. september 2020 07:04 Mest lesið Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Innlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Innlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Innlent Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Erlent Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Innlent Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Innlent Skrifa ný drög að friðaráætlun Erlent Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Innlent Fleiri fréttir „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Sjá meira
Um fjögur hundruð börnum sem bjuggu í Moria-flóttamannabúðunum á grísku eyjunni Lesbos verður fundið hæli annars staðar í Evrópu eftir að búðirnar brunnu því sem næst til grunna í tveimur eldsvoðum í vikunni. Enn er unnið að því að finna fjölda fólks húsaskjól eftir brunann. Þýsk stjórnvöld greindu frá því í dag að tíu Evrópuríki hefðu fallist á að taka við ungmennum sem komu í Moria-búðirnar án þess að vera í fylgd með fullorðnum. Flest þeirra fara til Þýskalands og Frakklands, 150 og 100 börn til hvors lands. Holland tekur við fimmtíu og Finnland við ellefu. Viðræður standa yfir við fleiri ríki um að taka við ungmennum úr búðunum. Búist er við því að Sviss, Belgía, Króatía, Slóvenía, Lúxemborg og Portúgal taki við þeim. Um 13.000 manns höfðust við í Moria-búðunum við þröngan kost. Íbúar þar kveiktu sjálfir fyrsta eldinn aðfararnótt miðvikudags til þess að mótmæla sóttvarnaraðgerðum vegna kórónuveirufaraldursins. Nóttina eftir blossaði eldurinn aftur upp úr glæðum. Breska ríkisútvarpið BBC segir að heilu fjölskyldurnar hafi sofið úti á ökrum og í vegarköntum eftir að þær flúðu eldsvoðann. Til stendur að byggja fullkomnari aðstöðu á sama reit þrátt fyrir að eyjaskeggjar hafi í vikunni lokað vegum til að koma í veg fyrir að góðgerðasamtök gætu komið hjálpargögnum til nauðstaddra. Þeir segja mótfallnir því að nýjum tjaldbúðum verði komið upp þar.
Grikkland Flóttamenn Tengdar fréttir Flóttamannabúðirnir á Lesbos brunnar til kaldra kola Þúsundir flóttamanna til viðbótar eru án skjóls eftir að það litla sem stóð eftir af Moria-flóttamannabúðunum á Grikklandi eftir eldsvoða á aðfaranótt miðvikudags varð öðrum eldi að bráð í nótt. Margir þeirra þurftu að sofa á ökrum, í vegarköntum og í litlum kirkjugarði. 10. september 2020 10:47 Eldsvoði í stærstu flóttamannabúðum Lesbos Eldur kom upp í stærstu flóttamannabúðum grísku eyjunnar Lesbos í nótt. 9. september 2020 07:04 Mest lesið Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Innlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Innlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Innlent Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Erlent Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Innlent Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Innlent Skrifa ný drög að friðaráætlun Erlent Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Innlent Fleiri fréttir „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Sjá meira
Flóttamannabúðirnir á Lesbos brunnar til kaldra kola Þúsundir flóttamanna til viðbótar eru án skjóls eftir að það litla sem stóð eftir af Moria-flóttamannabúðunum á Grikklandi eftir eldsvoða á aðfaranótt miðvikudags varð öðrum eldi að bráð í nótt. Margir þeirra þurftu að sofa á ökrum, í vegarköntum og í litlum kirkjugarði. 10. september 2020 10:47
Eldsvoði í stærstu flóttamannabúðum Lesbos Eldur kom upp í stærstu flóttamannabúðum grísku eyjunnar Lesbos í nótt. 9. september 2020 07:04