Elías hefur átt magnað ár | Sjö mörk í fyrstu þremur leikjunum Sindri Sverrisson skrifar 11. september 2020 19:16 Elías Már Ómarsson hefur raðað inn mörkum á árinu. vísir/getty Elías Már Ómarsson hefur byrjað tímabilið í hollensku B-deildinni í fótbolta stórkostlega en hann skoraði bæði mörk Excelsior í kvöld þegar liðið vann 2-1 útisigur gegn Dordrecht. Elías skoraði þrennu í 6-4 tapi gegn Almere City á sunnudag og tvö mörk gegn varaliði PSV í fyrstu umferð. Hann hefur því skorað sjö mörk í fyrstu þremur umferðum leiktíðarinnar og er að sjálfsögðu markahæstur í deildinni. Elías, sem er 25 ára, fylgir þar með eftir frábærum seinni hluta á síðustu leiktíð en hann skoraði níu mörk í jafnmörgum deildarleikjum eftir áramót. Hann hefur því gert 16 mörk í 12 deildarleikjum á almanaksárinu 2020 til þessa. Alls skoraði Elías 12 mörk á síðustu leiktíð, í 28 deildarleikjum, eftir að hafa skorað sjö mörk í 23 leikjum á fyrstu leiktíð sinni með Excelsior. Kolbeinn Þórðarson lék allan leikinn á miðjunni hjá Lommel í belgísku B-deildinni, í 3-2 sigri gegn Lierse í 2. umferð. Kolbeinn fékk að líta rauða spjaldið undir lok leiks en þrátt fyrir það tryggði hans gamli liðsfélagi hjá Breiðabliki, Jonathan Hendrickx, Lommel sigurinn í blálokin. Landsliðsmaðurinn Mikael Anderson var hins vegar ekki í leikmannahópi Midtjylland í fyrstu umferð dönsku úrvalsdeildarinnar, sem ýtir undir orðróm þess efnis að hann gæti verið á förum frá félaginu. Meistaralið Midtjylland tapaði 2-0 á útivelli gegn Sönderjyske. Ísak Óli Ólafsson var á varamannabekk SönderjyskE. Hollenski boltinn Danski boltinn Mest lesið Ungverjaland - Írland | Fer Heimir í HM-umspilið? Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Úkraína - Ísland | Úrslitaleikur í Varsjá Fótbolti „Það verða breytingar“ Fótbolti „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag Fótbolti Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Íslenski boltinn Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Fleiri fréttir Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Ungverjaland - Írland | Fer Heimir í HM-umspilið? Haaland þakklátur mömmu sinni Úkraína - Ísland | Úrslitaleikur í Varsjá Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag 200 gegn 18 þúsund „Það verða breytingar“ Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Arsenal að missa menn í meiðsli Vigdís Lilja á skotskónum Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Arna og Sædís spiluðu í sigri Våleranga „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Belgar í brasi og þurfa að bíða eftir HM-sæti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Bökuðu botnliðið í miðjum slag við Blika Tólfan boðar til partýs í Varsjá Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Lofar að fara sparlega með Isak Sjá meira
Elías Már Ómarsson hefur byrjað tímabilið í hollensku B-deildinni í fótbolta stórkostlega en hann skoraði bæði mörk Excelsior í kvöld þegar liðið vann 2-1 útisigur gegn Dordrecht. Elías skoraði þrennu í 6-4 tapi gegn Almere City á sunnudag og tvö mörk gegn varaliði PSV í fyrstu umferð. Hann hefur því skorað sjö mörk í fyrstu þremur umferðum leiktíðarinnar og er að sjálfsögðu markahæstur í deildinni. Elías, sem er 25 ára, fylgir þar með eftir frábærum seinni hluta á síðustu leiktíð en hann skoraði níu mörk í jafnmörgum deildarleikjum eftir áramót. Hann hefur því gert 16 mörk í 12 deildarleikjum á almanaksárinu 2020 til þessa. Alls skoraði Elías 12 mörk á síðustu leiktíð, í 28 deildarleikjum, eftir að hafa skorað sjö mörk í 23 leikjum á fyrstu leiktíð sinni með Excelsior. Kolbeinn Þórðarson lék allan leikinn á miðjunni hjá Lommel í belgísku B-deildinni, í 3-2 sigri gegn Lierse í 2. umferð. Kolbeinn fékk að líta rauða spjaldið undir lok leiks en þrátt fyrir það tryggði hans gamli liðsfélagi hjá Breiðabliki, Jonathan Hendrickx, Lommel sigurinn í blálokin. Landsliðsmaðurinn Mikael Anderson var hins vegar ekki í leikmannahópi Midtjylland í fyrstu umferð dönsku úrvalsdeildarinnar, sem ýtir undir orðróm þess efnis að hann gæti verið á förum frá félaginu. Meistaralið Midtjylland tapaði 2-0 á útivelli gegn Sönderjyske. Ísak Óli Ólafsson var á varamannabekk SönderjyskE.
Hollenski boltinn Danski boltinn Mest lesið Ungverjaland - Írland | Fer Heimir í HM-umspilið? Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Úkraína - Ísland | Úrslitaleikur í Varsjá Fótbolti „Það verða breytingar“ Fótbolti „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag Fótbolti Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Íslenski boltinn Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Fleiri fréttir Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Ungverjaland - Írland | Fer Heimir í HM-umspilið? Haaland þakklátur mömmu sinni Úkraína - Ísland | Úrslitaleikur í Varsjá Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag 200 gegn 18 þúsund „Það verða breytingar“ Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Arsenal að missa menn í meiðsli Vigdís Lilja á skotskónum Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Arna og Sædís spiluðu í sigri Våleranga „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Belgar í brasi og þurfa að bíða eftir HM-sæti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Bökuðu botnliðið í miðjum slag við Blika Tólfan boðar til partýs í Varsjá Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Lofar að fara sparlega með Isak Sjá meira