Kristófer Acox rýfur þögnina um félagaskiptin Anton Ingi Leifsson skrifar 12. september 2020 14:34 Kristófer í viðtalinu. vísir/skjáskot Kristófer Acox segir að breytingarnar, að skipta KR út fyrir Val, hafi verið nauðsynlegar því hann hafi vitað að hann yrði ekki ánægður í Vesturbænum yrði hann þar áfram. Kristófer skrifaði í gær undir samning við Val eftir að hann yfirgaf herbúðir uppeldisfélagsins KR. Kristófer yfirgaf herbúðir KR vegna ágreinings sem ekki náðist að leysa. Samkvæmt heimildum Vísis snýst þessi ágreiningur um laun sem Kristófer telur sig eiga inni hjá KR. Hann ræddi um félagaskiptin við Guðjón Guðmundsson, Gaupa, í dag og um ástæðu þess að hann ákvað að ganga í raðir Vals. „Það er margt sem spilar inn í. Það er gott fólk hérna og ég hef áður spilað með Jóni [Arnóri Stefánssyni] og Pavel [Ermolinskij]. Það var ekki mikill tími til að hugsa mig um þannig séð svo ég þurfti að fylgja þessari tilfinningu sem ég fann,“ sagði Kristófer. Jón Arnór og Pavel voru liðsfélagar hans í KR. Vill vera hluti af uppbyggingu Vals „Ég veit að það hefur verið mikil uppbygging síðustu ár og margt spennandi í gangi hérna. Ég vildi fá að vera partur af því.“ Valur hefur ekki komist í úrslitakeppni í körfuboltanum í þrjátíu ár og Kristófer segir að það sé fínt að það verði pressa á þeim. „Það verður væntanlega meiri pressa en það hefur verið áður. Fólk er þá meira spennt að það sé að koma alvara í þetta. Það hefur verið uppbygging en núna vilja þeir sprengja upp. Það verður gaman að sjá og þetta er stór áskorun.“ „Það eru margir í hópnum sem eru með reynslu og eru vanir og þá held ég að það sé gott að koma inn í þetta og ná að halda áfram að byggja þetta upp.“ Finnur Freyr Stefánsson þjálfaði Kristófer hjá KR og hann mun nú aftur þjálfa hann, en nú hjá Val. „Það spilaði mikið inn í. Það voru líka aðrir þjálfarar sem maður hefði viljað spila fyrir og prófa nýtt en þegar öllu var á botninn á hvolft þá var það Finnur sem togaði mann yfir línuna.“ Flest lið deildarinnar höfðu samband Kristófer segir að flest lið deildarinnar hafi haft samband við hann til að ræða möguleg félagaskipti. „Ég held að það hafi öll liðin nema tvö eða þrjú sem höfðu samband og það kom mér á óvart því ég geri mér grein fyrir ástandinu í samfélaginu og hvað þetta er að gerast seint. Ég var ánægður með áhugann,“ segir Kristófer. „Valur er nálægt mér og það var erfitt að taka þessa ákvörðun svona snöggt. Ég vissi að ég hefði ekki mikinn tíma svo ég ákvað að fara þangað sem er ekki mjög langt frá mínu heimili.“ Hann segir þá að ferlið hafi átt sér nokkurn aðdraganda. „Ég rifti samningi fyrir þremur vikum síðan og þá byrjuðu viðræðurnar eftir að ég var búinn að slíta mig frá KR. Þetta er búið að vera langt og mikið ferli sem er enn í gangi. Varðandi að koma hingað yfir þá var það ekkert of langt en þetta er ekkert gert á einum degi,“ en KR-ingar eru ekki sagðir ánægðir með vistaskipti hans. „Ég geri mér fulla grein fyrir því og það er erfitt að fara frá uppeldisfélaginu. Ég hef ekkert slæmt að segja um KR en það var kominn tími á breytingu og ég vissi það innst inni að ég yrði ekki ánægður ef ég yrði þarna áfram.“ „Það er bara eitthvað sem er verið að díla við og það er alltaf hollt að breyta til. Prófa gera eitthvað nýtt,“ sagði Kristófer. Klippa: Sportpakkinn - Kristófer Acox Dominos-deild karla KR Valur Tengdar fréttir Kristófer genginn í raðir Vals Kristófer Acox hefur skrifað undir samning við Val. 11. september 2020 13:54 KR kveðst hafa boðið Kristófer „mjög sanngjarna lausn“ til að leysa launadeilu KR-ingar segjast hafa boðið Kristófer Acox „mjög sanngjarna lausn“ til að leysa ágreining varðandi launamál og áframhaldandi samning en Kristófer hafi hafnað því. Þá hafi annað félag sent Kristófer samningsdrög. 7. september 2020 20:28 Kristófer farinn frá KR vegna ágreinings sem ekki náðist að leysa Kristófer Acox hefur yfirgefið herbúðir Íslandsmeistara KR vegna ágreinings sem ekki tókst að leysa. 7. september 2020 16:38 Valsmenn segja þvælu að þeir tali við samningsbundna leikmenn Körfuknattleiksdeild Vals gagnrýnir frétt Körfunnar harkalega í yfirlýsingu sem hún sendi frá sér í dag. 4. september 2020 14:03 Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Körfubolti Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Sport Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Enski boltinn Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Fleiri fréttir Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst „Ég elska NFL en jóladagur er okkar“ 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Sjá meira
Kristófer Acox segir að breytingarnar, að skipta KR út fyrir Val, hafi verið nauðsynlegar því hann hafi vitað að hann yrði ekki ánægður í Vesturbænum yrði hann þar áfram. Kristófer skrifaði í gær undir samning við Val eftir að hann yfirgaf herbúðir uppeldisfélagsins KR. Kristófer yfirgaf herbúðir KR vegna ágreinings sem ekki náðist að leysa. Samkvæmt heimildum Vísis snýst þessi ágreiningur um laun sem Kristófer telur sig eiga inni hjá KR. Hann ræddi um félagaskiptin við Guðjón Guðmundsson, Gaupa, í dag og um ástæðu þess að hann ákvað að ganga í raðir Vals. „Það er margt sem spilar inn í. Það er gott fólk hérna og ég hef áður spilað með Jóni [Arnóri Stefánssyni] og Pavel [Ermolinskij]. Það var ekki mikill tími til að hugsa mig um þannig séð svo ég þurfti að fylgja þessari tilfinningu sem ég fann,“ sagði Kristófer. Jón Arnór og Pavel voru liðsfélagar hans í KR. Vill vera hluti af uppbyggingu Vals „Ég veit að það hefur verið mikil uppbygging síðustu ár og margt spennandi í gangi hérna. Ég vildi fá að vera partur af því.“ Valur hefur ekki komist í úrslitakeppni í körfuboltanum í þrjátíu ár og Kristófer segir að það sé fínt að það verði pressa á þeim. „Það verður væntanlega meiri pressa en það hefur verið áður. Fólk er þá meira spennt að það sé að koma alvara í þetta. Það hefur verið uppbygging en núna vilja þeir sprengja upp. Það verður gaman að sjá og þetta er stór áskorun.“ „Það eru margir í hópnum sem eru með reynslu og eru vanir og þá held ég að það sé gott að koma inn í þetta og ná að halda áfram að byggja þetta upp.“ Finnur Freyr Stefánsson þjálfaði Kristófer hjá KR og hann mun nú aftur þjálfa hann, en nú hjá Val. „Það spilaði mikið inn í. Það voru líka aðrir þjálfarar sem maður hefði viljað spila fyrir og prófa nýtt en þegar öllu var á botninn á hvolft þá var það Finnur sem togaði mann yfir línuna.“ Flest lið deildarinnar höfðu samband Kristófer segir að flest lið deildarinnar hafi haft samband við hann til að ræða möguleg félagaskipti. „Ég held að það hafi öll liðin nema tvö eða þrjú sem höfðu samband og það kom mér á óvart því ég geri mér grein fyrir ástandinu í samfélaginu og hvað þetta er að gerast seint. Ég var ánægður með áhugann,“ segir Kristófer. „Valur er nálægt mér og það var erfitt að taka þessa ákvörðun svona snöggt. Ég vissi að ég hefði ekki mikinn tíma svo ég ákvað að fara þangað sem er ekki mjög langt frá mínu heimili.“ Hann segir þá að ferlið hafi átt sér nokkurn aðdraganda. „Ég rifti samningi fyrir þremur vikum síðan og þá byrjuðu viðræðurnar eftir að ég var búinn að slíta mig frá KR. Þetta er búið að vera langt og mikið ferli sem er enn í gangi. Varðandi að koma hingað yfir þá var það ekkert of langt en þetta er ekkert gert á einum degi,“ en KR-ingar eru ekki sagðir ánægðir með vistaskipti hans. „Ég geri mér fulla grein fyrir því og það er erfitt að fara frá uppeldisfélaginu. Ég hef ekkert slæmt að segja um KR en það var kominn tími á breytingu og ég vissi það innst inni að ég yrði ekki ánægður ef ég yrði þarna áfram.“ „Það er bara eitthvað sem er verið að díla við og það er alltaf hollt að breyta til. Prófa gera eitthvað nýtt,“ sagði Kristófer. Klippa: Sportpakkinn - Kristófer Acox
Dominos-deild karla KR Valur Tengdar fréttir Kristófer genginn í raðir Vals Kristófer Acox hefur skrifað undir samning við Val. 11. september 2020 13:54 KR kveðst hafa boðið Kristófer „mjög sanngjarna lausn“ til að leysa launadeilu KR-ingar segjast hafa boðið Kristófer Acox „mjög sanngjarna lausn“ til að leysa ágreining varðandi launamál og áframhaldandi samning en Kristófer hafi hafnað því. Þá hafi annað félag sent Kristófer samningsdrög. 7. september 2020 20:28 Kristófer farinn frá KR vegna ágreinings sem ekki náðist að leysa Kristófer Acox hefur yfirgefið herbúðir Íslandsmeistara KR vegna ágreinings sem ekki tókst að leysa. 7. september 2020 16:38 Valsmenn segja þvælu að þeir tali við samningsbundna leikmenn Körfuknattleiksdeild Vals gagnrýnir frétt Körfunnar harkalega í yfirlýsingu sem hún sendi frá sér í dag. 4. september 2020 14:03 Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Körfubolti Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Sport Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Enski boltinn Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Fleiri fréttir Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst „Ég elska NFL en jóladagur er okkar“ 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Sjá meira
Kristófer genginn í raðir Vals Kristófer Acox hefur skrifað undir samning við Val. 11. september 2020 13:54
KR kveðst hafa boðið Kristófer „mjög sanngjarna lausn“ til að leysa launadeilu KR-ingar segjast hafa boðið Kristófer Acox „mjög sanngjarna lausn“ til að leysa ágreining varðandi launamál og áframhaldandi samning en Kristófer hafi hafnað því. Þá hafi annað félag sent Kristófer samningsdrög. 7. september 2020 20:28
Kristófer farinn frá KR vegna ágreinings sem ekki náðist að leysa Kristófer Acox hefur yfirgefið herbúðir Íslandsmeistara KR vegna ágreinings sem ekki tókst að leysa. 7. september 2020 16:38
Valsmenn segja þvælu að þeir tali við samningsbundna leikmenn Körfuknattleiksdeild Vals gagnrýnir frétt Körfunnar harkalega í yfirlýsingu sem hún sendi frá sér í dag. 4. september 2020 14:03
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum