Rekinn eftir að hann kýldi mann ítrekað við handtöku Kristín Ólafsdóttir skrifar 14. september 2020 08:16 Skjáskot úr myndbandi af handtökunni. Skjáskot Lögreglumaður í Georgíuríki í Bandaríkjunum var rekinn eftir að hann stöðvaði svartan mann við umferðareftirlit og kýldi hann ítrekað á föstudag. Atvikið náðist á myndband. Lögreglumaðurinn var rekinn fyrir „óhóflega valdbeitingu“, að því er fram kemur í tilkynningu frá lögreglu í Clayton-sýslu þar sem atvikið varð. Þá hefur lögreglurannsókn á málinu verið hrundið af stað. Maðurinn sem varð fyrir árás lögreglumannsins heitir Roderick Walker og er 26 ára. Hann og kærasta hans, ásamt tveimur börnum þeirra, voru á ferð í bíl sínum á föstudag þegar lögreglumaðurinn stöðvaði þau. Lögmaður fjölskyldunnar segir að fjölskyldunni hafi verið tjáð að hún hafi verið stöðvuð vegna brotins afturljós. Lögreglumennirnir eru þá sagðir hafa krafist þess að Walker kæmi út úr bifreiðinni. Honum hafi fundist það einkennilegt þar sem hann var farþegi í bílnum en ekki ökumaður. Vegfarandi náði atburðarásinni sem þá tók við á myndband. Í myndbandinu sést hvernig tveir lögreglumenn halda Walker við jörðu og annar kýlir hann og lemur ítrekað. Kærasta Walkers öskrar og segir lögreglumönnunum að hann hafi sagst ekki geta andað. Þá heyrist barn í bílnum hrópa á pabba sinn. Frétt um málið, þar sem myndbönd af handtökunni eru sýnd, má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Walker var að endingu handtekinn vegna gruns um að hindra störf lögreglumanna og líkamsárás. Walker er enn í haldi lögreglu en lögmaður hans hefur krafist þess að hann verði látinn laus. Dómari hafnaði beiðni þess efnis sökum handtökutilskipana sem gefnar höfðu verið út á hendur Walker áður en lögregla stöðvaði hann á föstudag. Málið hefur verið sett í samhengi við lögregluofbeldi í garð svartra Bandaríkjamanna, sem mótmælt hefur verið harðlega á fjöldafundum í borgum víðsvegar um landið undanfarna mánuði. Andlát George Floyds, sem lést í höndum lögreglu í maí, kom mótmælaöldunni af stað. Þá hefur mál Jacobs Blake, annars svarts Bandaríkjamanns, komið annarri bylgju mótmæla af stað síðustu vikur. Bandaríkin Kynþáttafordómar Tengdar fréttir Blake segist stöðugt verkjaður Jacob Blake, maður sem skotinn var sjö sinnum í bakið af lögreglumönnum í borginni Kenosha í Wisconsin í Bandaríkjunum í síðasta mánuði, segist vera stöðugt verkjaður í myndbandi sem birt var á samfélagsmiðlum í dag. 6. september 2020 20:21 Krefst þess að lögreglumennirnir verði sóttir til saka Joe Biden hefur krafist þess að lögreglumennirnir sem skutu tvo svarta Bandaríkjamenn, þau Jacob Blake og Breonnu Taylor, verði sóttir til saka. 3. september 2020 07:29 Trump hunsaði orsakir ófriðarins í heimsókn til Kenosha Donald Trump Bandaríkjaforseti minntist ekkert á atvikið þegar lögreglumaður skaut svartan mann sem var kveikjan að ófriði sem hefur ríkt í Kenosha í Wisconsin undanfarna daga þegar hann heimsótti borgina í dag. 1. september 2020 23:00 Mest lesið „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Erlent „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Innlent Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Erlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Erlent „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Innlent Réðst á konur og sló í miðborginni Innlent Í fyrsta sinn fleiri börn með offitu en í undirþyngd Erlent Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Erlent Fleiri fréttir Til í viðræður en mun aldrei láta kjarnorkuvopnin af hendi „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Í fyrsta sinn fleiri börn með offitu en í undirþyngd Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Fyrirgefur morðingjanum Bein útsending: Minningarathöfn Charlie Kirk Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Trump og Vance ávarpa minningarathöfn Charlie Kirk Búast við því að Bretar viðurkenni sjálfstæði Palestínu í dag Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Trump og Selenskí funda á ný Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Reiðir Könum sem skreyta sig með fána Kanada Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Sjá meira
Lögreglumaður í Georgíuríki í Bandaríkjunum var rekinn eftir að hann stöðvaði svartan mann við umferðareftirlit og kýldi hann ítrekað á föstudag. Atvikið náðist á myndband. Lögreglumaðurinn var rekinn fyrir „óhóflega valdbeitingu“, að því er fram kemur í tilkynningu frá lögreglu í Clayton-sýslu þar sem atvikið varð. Þá hefur lögreglurannsókn á málinu verið hrundið af stað. Maðurinn sem varð fyrir árás lögreglumannsins heitir Roderick Walker og er 26 ára. Hann og kærasta hans, ásamt tveimur börnum þeirra, voru á ferð í bíl sínum á föstudag þegar lögreglumaðurinn stöðvaði þau. Lögmaður fjölskyldunnar segir að fjölskyldunni hafi verið tjáð að hún hafi verið stöðvuð vegna brotins afturljós. Lögreglumennirnir eru þá sagðir hafa krafist þess að Walker kæmi út úr bifreiðinni. Honum hafi fundist það einkennilegt þar sem hann var farþegi í bílnum en ekki ökumaður. Vegfarandi náði atburðarásinni sem þá tók við á myndband. Í myndbandinu sést hvernig tveir lögreglumenn halda Walker við jörðu og annar kýlir hann og lemur ítrekað. Kærasta Walkers öskrar og segir lögreglumönnunum að hann hafi sagst ekki geta andað. Þá heyrist barn í bílnum hrópa á pabba sinn. Frétt um málið, þar sem myndbönd af handtökunni eru sýnd, má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Walker var að endingu handtekinn vegna gruns um að hindra störf lögreglumanna og líkamsárás. Walker er enn í haldi lögreglu en lögmaður hans hefur krafist þess að hann verði látinn laus. Dómari hafnaði beiðni þess efnis sökum handtökutilskipana sem gefnar höfðu verið út á hendur Walker áður en lögregla stöðvaði hann á föstudag. Málið hefur verið sett í samhengi við lögregluofbeldi í garð svartra Bandaríkjamanna, sem mótmælt hefur verið harðlega á fjöldafundum í borgum víðsvegar um landið undanfarna mánuði. Andlát George Floyds, sem lést í höndum lögreglu í maí, kom mótmælaöldunni af stað. Þá hefur mál Jacobs Blake, annars svarts Bandaríkjamanns, komið annarri bylgju mótmæla af stað síðustu vikur.
Bandaríkin Kynþáttafordómar Tengdar fréttir Blake segist stöðugt verkjaður Jacob Blake, maður sem skotinn var sjö sinnum í bakið af lögreglumönnum í borginni Kenosha í Wisconsin í Bandaríkjunum í síðasta mánuði, segist vera stöðugt verkjaður í myndbandi sem birt var á samfélagsmiðlum í dag. 6. september 2020 20:21 Krefst þess að lögreglumennirnir verði sóttir til saka Joe Biden hefur krafist þess að lögreglumennirnir sem skutu tvo svarta Bandaríkjamenn, þau Jacob Blake og Breonnu Taylor, verði sóttir til saka. 3. september 2020 07:29 Trump hunsaði orsakir ófriðarins í heimsókn til Kenosha Donald Trump Bandaríkjaforseti minntist ekkert á atvikið þegar lögreglumaður skaut svartan mann sem var kveikjan að ófriði sem hefur ríkt í Kenosha í Wisconsin undanfarna daga þegar hann heimsótti borgina í dag. 1. september 2020 23:00 Mest lesið „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Erlent „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Innlent Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Erlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Erlent „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Innlent Réðst á konur og sló í miðborginni Innlent Í fyrsta sinn fleiri börn með offitu en í undirþyngd Erlent Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Erlent Fleiri fréttir Til í viðræður en mun aldrei láta kjarnorkuvopnin af hendi „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Í fyrsta sinn fleiri börn með offitu en í undirþyngd Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Fyrirgefur morðingjanum Bein útsending: Minningarathöfn Charlie Kirk Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Trump og Vance ávarpa minningarathöfn Charlie Kirk Búast við því að Bretar viðurkenni sjálfstæði Palestínu í dag Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Trump og Selenskí funda á ný Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Reiðir Könum sem skreyta sig með fána Kanada Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Sjá meira
Blake segist stöðugt verkjaður Jacob Blake, maður sem skotinn var sjö sinnum í bakið af lögreglumönnum í borginni Kenosha í Wisconsin í Bandaríkjunum í síðasta mánuði, segist vera stöðugt verkjaður í myndbandi sem birt var á samfélagsmiðlum í dag. 6. september 2020 20:21
Krefst þess að lögreglumennirnir verði sóttir til saka Joe Biden hefur krafist þess að lögreglumennirnir sem skutu tvo svarta Bandaríkjamenn, þau Jacob Blake og Breonnu Taylor, verði sóttir til saka. 3. september 2020 07:29
Trump hunsaði orsakir ófriðarins í heimsókn til Kenosha Donald Trump Bandaríkjaforseti minntist ekkert á atvikið þegar lögreglumaður skaut svartan mann sem var kveikjan að ófriði sem hefur ríkt í Kenosha í Wisconsin undanfarna daga þegar hann heimsótti borgina í dag. 1. september 2020 23:00