Segja að Foden og Greenwood hafi einnig tekið fullt af myndum Stefán Árni Pálsson skrifar 14. september 2020 12:29 Lára og Nadía fara yfir málið í viðtali við Sölva Tryggvason. Lára Clausen og Nadía Sif Líndal eru umtöluðustu manneskjur Íslands, eftir að hafa hitt ensku landsliðsmennina Mason Greenwood og Phil Foden upp á hótelherbergi á Hótel Sögu. Málið rataði á forsíður allra helstu fjölmiðla Bretlands á mánudaginn síðasta. Síðan þá hafa þær báðar komið fram í einkaviðtölum við The Sun og Daily Mail og fengi gríðarlega mikla athygli. Lára og Nadía ræddu við Sölva Tryggvason á dögunum í hlaðvarpsþætti hans. Þar kemur meðal annars fram að það þær eru vissar um að það hafi verið sjálfur Gareth Southgate, landsliðsþjálfari Englendinga, sem hafi rutt sér leið inn í hótelherbergið og öskrað á þær „hvar eru strákarnir?, hvar eru strákarnir.“ „Ég er inni á svona stefnumótaforriti sem er fyrir frægt fólk. Einhvern veginn komst ég í gegnum ferlið að komast inn á þetta forrit. Ég fæ match við Mason Greenwood og hann byrjar að senda mér og segist vera á Íslandi. Ég sé svo að hann var að keppa á móti Íslandi. Við ákváðum síðan að hittast og það tók mig alveg langan tíma að samþykkja það,“ segir Nadía Sif. Hún segir að vinir hennar hafi sagt að þetta væri bara tækifæri sem kæmi einu sinni á lífsleiðinni. „Ég hugsaði bara, ég er ung, af hverju ekki? Hann segir við mig að öryggisgæslan á hótelinu sé mjög ströng og hann geti ekki farið út af hótelinu. Það sem ég gæti gert væri að panta mér herbergi og hann geti svo komið á það herbergi og við slakað á saman,“ segir Nadía sem gerði einmitt það. Þegar hún var mætt á staðin var Phil Foden einnig á svæðinu og þannig dróst Lára Clausen inn í málið. Þarna var hún stödd í Hagkaup í Garðabæ. Það var nokkuð flókið mál að komast inn á hótelið og þurftu þær báðar að bóka sér herbergi sem landsliðsmennirnir ætluðu síðan að endurgreiða þeim fyrir. Sú greiðsla hefur ekki enn borist. Stelpurnar hafa verið gagnrýndar fyrir að birta myndir af þeim á samfélagsmiðlum og rataði til að mynda eitt skjáskot af Phil Foden með nærbuxurnar hálfniður rassinn í alla fjölmiðla í Bretlandi. „Málið er að þeir voru að taka myndir og myndbönd af okkur allt kvöldið og því héldum við að það væri kannski allt í góðu,“ segir Nadía. „Ég sá eitt myndband sem Mason tók af mér og Phil en ég veit ekkert hvert það fór. Bara Phil að knúsa mig og kyssa mig á kinnina. Það á kannski ekki allt heima á netinu en við vorum bara í einhverju galsa og vissum ekki hversu frægir þeir voru. Vinir okkar voru að fríka út og vildu auðvitað fá Snap af þeim. Svo ég setti þetta í story fyrir nánustu vini mína, fyrst allir vildi sjá þá,“ segir Lára. Þær segja báðar að leikmennirnir hafi aldrei sagt eitt einasta orð um það að leggja símana til hliðar og vera ekki að taka þá upp. Klippa: Segja að Foden og Greenwood hafi einnig tekið fullt af myndum Phil Foden á kærustu og 2 ára gamalt barn. Þetta hafði Lára ekki hugmynd um. „Hann nefndi ekki einu sinni að hann ætti barn eða kærustu,“ segir Lára. Leikmennirnir voru með þeim í um fjórar klukkustundir. Síðan fara þeir í sín herbergi og Lára og Nadía gista saman í herbergi. Þær náðu ekki að sofa lengi og eins og áður segir var bankað mjög harkalega á hótelhurðina. „Ég fer til dyra og þar stendur Southgate sem ég vissi ekkert hver væri fyrr en ég google-aði hann. Þeir voru alveg í æfingabúningnum, einhverjum svona bláum. Síðan er einhver annar kall og kona sem vinnur hjá Securitas. Þau rjúka inn og spyrja okkur hvar strákarnir séu,“ segir Nadía. Í viðtalinu ræða þeir einnig um þau viðtöl sem þær fóru í við The Sun og Daily Mail og að þær hafi ekki fengið eina krónu í greiðslu frá þeim miðlum en hér að neðan má sjá viðtalið í heild sinni. Podcast með Sölva Tryggva Enskir landsliðsmenn heimsóttir á Hótel Sögu Mest lesið „Enduðum á að kyssast í skrifstofustólnum hans“ Lífið Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Lífið Eiginkona bassaleikara Weezer skotin af lögreglu Lífið Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bíó og sjónvarp Margrét selur hönnunarperlu í Skerjafirði Lífið Segir óheilbrigt að pör djammi mikið hvort í sínu lagi Lífið Stórglæsilegir vinningar í Páskabingói Blökastsins Lífið Íslandsmet? Eiga sex barnabörn í leikskólanum á Vopnafirði Lífið Bíó Paradís valið eitt af 21 svölustu kvikmyndahúsum heims Lífið Lúxus heilsulind á heimsmælikvarða fyrir Íslendinga Lífið samstarf Fleiri fréttir Einstök geymslutiltekt á Birkimel: „Hlutirnir hjálpa mér að muna“ Eiginkona bassaleikara Weezer skotin af lögreglu Stórglæsilegir vinningar í Páskabingói Blökastsins „Enduðum á að kyssast í skrifstofustólnum hans“ Bíó Paradís valið eitt af 21 svölustu kvikmyndahúsum heims Margrét selur hönnunarperlu í Skerjafirði Íslandsmet? Eiga sex barnabörn í leikskólanum á Vopnafirði Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Draumur breska þríeykisins rætist á Húsavík Pitsurnar til styrktar minningarsjóðnum rjúka út Eyddu undir hundrað þúsund krónum í matarinnkaup í desember Heillandi sumarhús úr smiðju Leifs Welding: Jensen rúm fylgir með kaupunum Katrín Halldóra fyllir í stóra skó Segir óheilbrigt að pör djammi mikið hvort í sínu lagi Innlit í rúmlega 270 milljóna króna þakíbúð á Orkureitnum Svona var fjögurra rétta matseðillinn Líkaminn þarf ekki að vera fullfrískur til að upplifa unað Guðni Th. orðinn afi Fólk geti gengið frá kaupsamningum sjálft Lifir eins og kóngur á 150-200 þúsund krónum á mánuði Þakkar aðal sykurpabbanum fyrir allt Gellurnar fjölmenntu á gugguvaktina Greindist með skyrbjúg eftir notkun megrunarlyfs Slæm hárgreiðsla Steinda varð enn verri Herra Hnetusmjör og Sara selja lúxusíbúð innan við ári eftir kaupin „Prinsessur eru líka sterkar og fyndnar“ Madonna og Elton John grafa stríðsöxina 80 syngjandi karlar syngja hér heima og í Gimli í Kanada „Fólkið hefur gleymst og þetta er ekki manneskjulegt“ Kveðju kastað á Megas í tilefni dagsins Sjá meira
Lára Clausen og Nadía Sif Líndal eru umtöluðustu manneskjur Íslands, eftir að hafa hitt ensku landsliðsmennina Mason Greenwood og Phil Foden upp á hótelherbergi á Hótel Sögu. Málið rataði á forsíður allra helstu fjölmiðla Bretlands á mánudaginn síðasta. Síðan þá hafa þær báðar komið fram í einkaviðtölum við The Sun og Daily Mail og fengi gríðarlega mikla athygli. Lára og Nadía ræddu við Sölva Tryggvason á dögunum í hlaðvarpsþætti hans. Þar kemur meðal annars fram að það þær eru vissar um að það hafi verið sjálfur Gareth Southgate, landsliðsþjálfari Englendinga, sem hafi rutt sér leið inn í hótelherbergið og öskrað á þær „hvar eru strákarnir?, hvar eru strákarnir.“ „Ég er inni á svona stefnumótaforriti sem er fyrir frægt fólk. Einhvern veginn komst ég í gegnum ferlið að komast inn á þetta forrit. Ég fæ match við Mason Greenwood og hann byrjar að senda mér og segist vera á Íslandi. Ég sé svo að hann var að keppa á móti Íslandi. Við ákváðum síðan að hittast og það tók mig alveg langan tíma að samþykkja það,“ segir Nadía Sif. Hún segir að vinir hennar hafi sagt að þetta væri bara tækifæri sem kæmi einu sinni á lífsleiðinni. „Ég hugsaði bara, ég er ung, af hverju ekki? Hann segir við mig að öryggisgæslan á hótelinu sé mjög ströng og hann geti ekki farið út af hótelinu. Það sem ég gæti gert væri að panta mér herbergi og hann geti svo komið á það herbergi og við slakað á saman,“ segir Nadía sem gerði einmitt það. Þegar hún var mætt á staðin var Phil Foden einnig á svæðinu og þannig dróst Lára Clausen inn í málið. Þarna var hún stödd í Hagkaup í Garðabæ. Það var nokkuð flókið mál að komast inn á hótelið og þurftu þær báðar að bóka sér herbergi sem landsliðsmennirnir ætluðu síðan að endurgreiða þeim fyrir. Sú greiðsla hefur ekki enn borist. Stelpurnar hafa verið gagnrýndar fyrir að birta myndir af þeim á samfélagsmiðlum og rataði til að mynda eitt skjáskot af Phil Foden með nærbuxurnar hálfniður rassinn í alla fjölmiðla í Bretlandi. „Málið er að þeir voru að taka myndir og myndbönd af okkur allt kvöldið og því héldum við að það væri kannski allt í góðu,“ segir Nadía. „Ég sá eitt myndband sem Mason tók af mér og Phil en ég veit ekkert hvert það fór. Bara Phil að knúsa mig og kyssa mig á kinnina. Það á kannski ekki allt heima á netinu en við vorum bara í einhverju galsa og vissum ekki hversu frægir þeir voru. Vinir okkar voru að fríka út og vildu auðvitað fá Snap af þeim. Svo ég setti þetta í story fyrir nánustu vini mína, fyrst allir vildi sjá þá,“ segir Lára. Þær segja báðar að leikmennirnir hafi aldrei sagt eitt einasta orð um það að leggja símana til hliðar og vera ekki að taka þá upp. Klippa: Segja að Foden og Greenwood hafi einnig tekið fullt af myndum Phil Foden á kærustu og 2 ára gamalt barn. Þetta hafði Lára ekki hugmynd um. „Hann nefndi ekki einu sinni að hann ætti barn eða kærustu,“ segir Lára. Leikmennirnir voru með þeim í um fjórar klukkustundir. Síðan fara þeir í sín herbergi og Lára og Nadía gista saman í herbergi. Þær náðu ekki að sofa lengi og eins og áður segir var bankað mjög harkalega á hótelhurðina. „Ég fer til dyra og þar stendur Southgate sem ég vissi ekkert hver væri fyrr en ég google-aði hann. Þeir voru alveg í æfingabúningnum, einhverjum svona bláum. Síðan er einhver annar kall og kona sem vinnur hjá Securitas. Þau rjúka inn og spyrja okkur hvar strákarnir séu,“ segir Nadía. Í viðtalinu ræða þeir einnig um þau viðtöl sem þær fóru í við The Sun og Daily Mail og að þær hafi ekki fengið eina krónu í greiðslu frá þeim miðlum en hér að neðan má sjá viðtalið í heild sinni.
Podcast með Sölva Tryggva Enskir landsliðsmenn heimsóttir á Hótel Sögu Mest lesið „Enduðum á að kyssast í skrifstofustólnum hans“ Lífið Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Lífið Eiginkona bassaleikara Weezer skotin af lögreglu Lífið Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bíó og sjónvarp Margrét selur hönnunarperlu í Skerjafirði Lífið Segir óheilbrigt að pör djammi mikið hvort í sínu lagi Lífið Stórglæsilegir vinningar í Páskabingói Blökastsins Lífið Íslandsmet? Eiga sex barnabörn í leikskólanum á Vopnafirði Lífið Bíó Paradís valið eitt af 21 svölustu kvikmyndahúsum heims Lífið Lúxus heilsulind á heimsmælikvarða fyrir Íslendinga Lífið samstarf Fleiri fréttir Einstök geymslutiltekt á Birkimel: „Hlutirnir hjálpa mér að muna“ Eiginkona bassaleikara Weezer skotin af lögreglu Stórglæsilegir vinningar í Páskabingói Blökastsins „Enduðum á að kyssast í skrifstofustólnum hans“ Bíó Paradís valið eitt af 21 svölustu kvikmyndahúsum heims Margrét selur hönnunarperlu í Skerjafirði Íslandsmet? Eiga sex barnabörn í leikskólanum á Vopnafirði Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Draumur breska þríeykisins rætist á Húsavík Pitsurnar til styrktar minningarsjóðnum rjúka út Eyddu undir hundrað þúsund krónum í matarinnkaup í desember Heillandi sumarhús úr smiðju Leifs Welding: Jensen rúm fylgir með kaupunum Katrín Halldóra fyllir í stóra skó Segir óheilbrigt að pör djammi mikið hvort í sínu lagi Innlit í rúmlega 270 milljóna króna þakíbúð á Orkureitnum Svona var fjögurra rétta matseðillinn Líkaminn þarf ekki að vera fullfrískur til að upplifa unað Guðni Th. orðinn afi Fólk geti gengið frá kaupsamningum sjálft Lifir eins og kóngur á 150-200 þúsund krónum á mánuði Þakkar aðal sykurpabbanum fyrir allt Gellurnar fjölmenntu á gugguvaktina Greindist með skyrbjúg eftir notkun megrunarlyfs Slæm hárgreiðsla Steinda varð enn verri Herra Hnetusmjör og Sara selja lúxusíbúð innan við ári eftir kaupin „Prinsessur eru líka sterkar og fyndnar“ Madonna og Elton John grafa stríðsöxina 80 syngjandi karlar syngja hér heima og í Gimli í Kanada „Fólkið hefur gleymst og þetta er ekki manneskjulegt“ Kveðju kastað á Megas í tilefni dagsins Sjá meira