Navalní hyggst snúa aftur til Rússlands Atli Ísleifsson skrifar 15. september 2020 08:41 Alexei Navalní dvelur nú á Charité-sjúkrahúsinu í Berlín. EPA Rússneski stjórnarandstæðingurinn Alexei Navalní, sem nýtur nú aðhlynningar á sjúkrahúsi í Berlín, hyggst snúa aftur til Rússlands og halda pólitískri baráttu sinni áfram um leið og hann hefur jafnað sig. Þetta hefur New York Times eftir ónafngreindum heimildarmanni innan þýska stjórnkerfisins. Navalní á að hafa rætt við saksóknara í Þýskalandi um eitrunina þar sem þetta kom fram. Navalní er nú á batavegi eftir að hafa verið byrlað taugaeitrinu novichok um borð í flugvél á leið frá Síberíu til Moskvu í síðasta mánuði. Honum var flogið til Þýskalands 22. ágúst, þar sem honum var haldið sofandi í öndunarvél í fjölda daga. Navalní birti í morgun fyrstu myndina af sér frá sjúkrastofu sinni á samfélagsmiðlum. View this post on Instagram , . . , . . , . . , . A post shared by (@navalny) on Sep 15, 2020 at 2:38am PDT Skýr í hugsun New York Times hefur eftir heimildarmanni sínum að Navalní, sem hefur verið einn fyrirferðamesti stjórnarandstæðingurinn í landinu síðustu ár, sé nú skýr í hugsun og vel meðvitaður um að hvað gerðist og hvar hann sé niður kominn. Frönsk og sænsk stjórnvöld staðfestu í gær niðurstöður Þjóðverja um að eitrað hafi verið fyrir Navalní með taugaeitrinu novichok. Hafa rússnesk stjórnvöld verið sökuð um aðkomu að tilræðinu, en Vladimír Pútín Rússlandsforseti á að hafa tjáð Frakklandsforseta, Emmanuel Macron, að honum þyki það „óviðeigandi“ að saka rússnesk stjórnvöld um að hafa eitrað fyrir Navalní. Alexei Navalní.EPA Segja Rússar engar sannanir fyrir því að eitrað hafi verið fyrir Navalní og varpað fram hugmyndum um að of stór lyfjaskammtur eða lágur blóðþrýstingur kunni að vera skýringin á ástandi Navalní. Hyggst ekki lifa í útlegð í Þýskalandi Mikil öryggisgæsla hefur verið á Charité-sjúkrahúsinu í Berlín þar sem Navalní dvelur. Í samtali við saksóknarann á Navalní að hafa hafnað beiðni rússneskra stjórnvalda að starfa saman að rannsókn málsins. Þegar Navalní jafni sig ætli hann sér svo að snúa aftur til Rússlands. „Hann ætlar sér ekki að lifa í útlegð í Þýskalandi. Hann vill aftur heim til Rússlands og vill halda baráttu sinni áfram.“ Rússland Þýskaland Eitrað fyrir Alexei Navalní Tengdar fréttir Navalní sagður á batavegi Þýskir læknar segja að Alexei Navalní, rússneski stjórnarandstöðuleiðtoginn, sé á batavegi eftir að honum var byrlað taugaeitur í Rússlandi. Navalní sé laus úr öndunarvél og hann geti nú risið úr rekkju í skamman tíma í einu. 14. september 2020 13:38 Frakkar og Svíar staðfesta eitrun Navalny Yfirvöld í Þýskalandi segja að vísindamenn í Frakklandi og Svíþjóð hafi staðfest að eitrað hafi verið fyrir Alexei Navalny með taugaeitrinu Novichok, sem þróað var í Rússlandi á tímum Sovétríkjanna. 14. september 2020 10:54 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Áttatíu ár frá frelsun Auschwitz: „Ég hverf aftur til Auschwitz á hverjum degi“ Lúkasjenka lýstur sigurvegari umdeildra forsetakosninga Segja yfirvöld hafa komið í veg fyrir björgun þriggja drengja Íbúar Norður-Gasa farnir að snúa aftur heim Hótar Kólumbíu refsitollum taki þeir ekki við brottreknu fólki Segir alla íbúa Grænlands vilja undir Bandaríkin Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Sækist eftir sjöunda kjörtímabilinu Ísraelsmenn saka Hamas um brot á samkomulaginu Birta bráðabirgðaskýrslu vegna slyssins Sleppa fjórum gíslum gegn tvö hundruð föngum Tilnefning Hegseth staðfest með naumum meirihluta Einn látinn og nokkur hundruð þúsund heimili án rafmagns Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Sjá meira
Rússneski stjórnarandstæðingurinn Alexei Navalní, sem nýtur nú aðhlynningar á sjúkrahúsi í Berlín, hyggst snúa aftur til Rússlands og halda pólitískri baráttu sinni áfram um leið og hann hefur jafnað sig. Þetta hefur New York Times eftir ónafngreindum heimildarmanni innan þýska stjórnkerfisins. Navalní á að hafa rætt við saksóknara í Þýskalandi um eitrunina þar sem þetta kom fram. Navalní er nú á batavegi eftir að hafa verið byrlað taugaeitrinu novichok um borð í flugvél á leið frá Síberíu til Moskvu í síðasta mánuði. Honum var flogið til Þýskalands 22. ágúst, þar sem honum var haldið sofandi í öndunarvél í fjölda daga. Navalní birti í morgun fyrstu myndina af sér frá sjúkrastofu sinni á samfélagsmiðlum. View this post on Instagram , . . , . . , . . , . A post shared by (@navalny) on Sep 15, 2020 at 2:38am PDT Skýr í hugsun New York Times hefur eftir heimildarmanni sínum að Navalní, sem hefur verið einn fyrirferðamesti stjórnarandstæðingurinn í landinu síðustu ár, sé nú skýr í hugsun og vel meðvitaður um að hvað gerðist og hvar hann sé niður kominn. Frönsk og sænsk stjórnvöld staðfestu í gær niðurstöður Þjóðverja um að eitrað hafi verið fyrir Navalní með taugaeitrinu novichok. Hafa rússnesk stjórnvöld verið sökuð um aðkomu að tilræðinu, en Vladimír Pútín Rússlandsforseti á að hafa tjáð Frakklandsforseta, Emmanuel Macron, að honum þyki það „óviðeigandi“ að saka rússnesk stjórnvöld um að hafa eitrað fyrir Navalní. Alexei Navalní.EPA Segja Rússar engar sannanir fyrir því að eitrað hafi verið fyrir Navalní og varpað fram hugmyndum um að of stór lyfjaskammtur eða lágur blóðþrýstingur kunni að vera skýringin á ástandi Navalní. Hyggst ekki lifa í útlegð í Þýskalandi Mikil öryggisgæsla hefur verið á Charité-sjúkrahúsinu í Berlín þar sem Navalní dvelur. Í samtali við saksóknarann á Navalní að hafa hafnað beiðni rússneskra stjórnvalda að starfa saman að rannsókn málsins. Þegar Navalní jafni sig ætli hann sér svo að snúa aftur til Rússlands. „Hann ætlar sér ekki að lifa í útlegð í Þýskalandi. Hann vill aftur heim til Rússlands og vill halda baráttu sinni áfram.“
Rússland Þýskaland Eitrað fyrir Alexei Navalní Tengdar fréttir Navalní sagður á batavegi Þýskir læknar segja að Alexei Navalní, rússneski stjórnarandstöðuleiðtoginn, sé á batavegi eftir að honum var byrlað taugaeitur í Rússlandi. Navalní sé laus úr öndunarvél og hann geti nú risið úr rekkju í skamman tíma í einu. 14. september 2020 13:38 Frakkar og Svíar staðfesta eitrun Navalny Yfirvöld í Þýskalandi segja að vísindamenn í Frakklandi og Svíþjóð hafi staðfest að eitrað hafi verið fyrir Alexei Navalny með taugaeitrinu Novichok, sem þróað var í Rússlandi á tímum Sovétríkjanna. 14. september 2020 10:54 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Áttatíu ár frá frelsun Auschwitz: „Ég hverf aftur til Auschwitz á hverjum degi“ Lúkasjenka lýstur sigurvegari umdeildra forsetakosninga Segja yfirvöld hafa komið í veg fyrir björgun þriggja drengja Íbúar Norður-Gasa farnir að snúa aftur heim Hótar Kólumbíu refsitollum taki þeir ekki við brottreknu fólki Segir alla íbúa Grænlands vilja undir Bandaríkin Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Sækist eftir sjöunda kjörtímabilinu Ísraelsmenn saka Hamas um brot á samkomulaginu Birta bráðabirgðaskýrslu vegna slyssins Sleppa fjórum gíslum gegn tvö hundruð föngum Tilnefning Hegseth staðfest með naumum meirihluta Einn látinn og nokkur hundruð þúsund heimili án rafmagns Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Sjá meira
Navalní sagður á batavegi Þýskir læknar segja að Alexei Navalní, rússneski stjórnarandstöðuleiðtoginn, sé á batavegi eftir að honum var byrlað taugaeitur í Rússlandi. Navalní sé laus úr öndunarvél og hann geti nú risið úr rekkju í skamman tíma í einu. 14. september 2020 13:38
Frakkar og Svíar staðfesta eitrun Navalny Yfirvöld í Þýskalandi segja að vísindamenn í Frakklandi og Svíþjóð hafi staðfest að eitrað hafi verið fyrir Alexei Navalny með taugaeitrinu Novichok, sem þróað var í Rússlandi á tímum Sovétríkjanna. 14. september 2020 10:54
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent