383 milljarða neysla ferðamanna hér á landi á síðasta ári Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 15. september 2020 11:07 Ísland hefur á undanförnum árum verið gríðarlega vinsæll ferðamannastaður. Vísir/Vilhelm Heildarneysla erlendra ferðamanna hér á landi nam 383,4 milljörðum króna á síðasta ári. Svisslendingar voru gjarnastir á það að rífa upp veskið hér á landi á meðan Kínverjar voru eyðslugrannastir sé miðað við hverja gistinótt. Þetta kemur fram í nýrri hagsjá hagfræðideildar Landsbankans þar sem teknar eru saman tölur yfir eyðslu erlendra ferðamanna hér á landi á síðasta ári. Þar kemur meðal annars fram að af þessum 383 milljörðum voru útgjöld ferðamannanna til íslenskrar ferðaþjónustu 322,1 milljarður, eða um 84 prósent af heildarútgjöldum þeirra hér á landi. Önnur neysla þeirra var ýmis verslun ótengd ferðaþjónustu, 56,2 milljarðar og önnur þjónusta sem nam um fimm milljörðum króna. Í þessum tölum er stuðst við heildarneyslu ferðamanna en ekki einungis kortaveltu sem mælir aðeins hluta af heildarneyslu erlendra ferðamanna hér á landi, að því er segir á vef Landsbankans. „Sé litið á neysluútgjöld eftir þjóðerni sést að Svisslendingar eyddu langmestu á hvern ferðamann. Neysla þeirra í fyrra var 339,6 þúsund krónur á hvern ferðamann,“ segir í Hagsjánni. Þar á eftir komu Bandaríkjamenn með 210 þúsund krónur á hvern ferðamenn og þar á eftir Bretar með 191,7 þúsund. Pólverjar reka lestina með 26,6 þúsund en sú tala er skýrð með því að hluti þeirra Pólverja sem hingað koma hafa hér fasta búsetu. Neysla Kínverja á hvern ferðamenn er svo næstlægst á eftir Pólverjum en hún nemur 98,2 þúsundum. Þar á eftir koma Japanir með 123 þúsund. „Lítil neysla Kínverja skýrist ekki af því að þeir dvelji hér í mjög skamman tíma heldur fyrst og fremst af því að útgjöld þeirra hér á landi á hverja gistinótt nema einungis 21,5 þúsund krónum sem er langlægsta gildið meðal stærstu viðskiptavina íslenskrar ferðaþjónustu. Til samanburðar er meðaltalið 43 þúsund krónur og nær neysla Kínverja því ekki að vera helmingurinn af meðalneyslunni,“ segir í Hagsjánni sem lesa má í heild sinni hér. Ferðamennska á Íslandi Efnahagsmál Mest lesið Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Viðskipti innlent Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Viðskipti erlent Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Ætluðu að nýta greidd sæti en fengu ekki Neytendur Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Hulda til Basalt arkitekta Viðskipti innlent Úr útvarpinu í orkumálin Viðskipti innlent Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Fleiri fréttir Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Sjá meira
Heildarneysla erlendra ferðamanna hér á landi nam 383,4 milljörðum króna á síðasta ári. Svisslendingar voru gjarnastir á það að rífa upp veskið hér á landi á meðan Kínverjar voru eyðslugrannastir sé miðað við hverja gistinótt. Þetta kemur fram í nýrri hagsjá hagfræðideildar Landsbankans þar sem teknar eru saman tölur yfir eyðslu erlendra ferðamanna hér á landi á síðasta ári. Þar kemur meðal annars fram að af þessum 383 milljörðum voru útgjöld ferðamannanna til íslenskrar ferðaþjónustu 322,1 milljarður, eða um 84 prósent af heildarútgjöldum þeirra hér á landi. Önnur neysla þeirra var ýmis verslun ótengd ferðaþjónustu, 56,2 milljarðar og önnur þjónusta sem nam um fimm milljörðum króna. Í þessum tölum er stuðst við heildarneyslu ferðamanna en ekki einungis kortaveltu sem mælir aðeins hluta af heildarneyslu erlendra ferðamanna hér á landi, að því er segir á vef Landsbankans. „Sé litið á neysluútgjöld eftir þjóðerni sést að Svisslendingar eyddu langmestu á hvern ferðamann. Neysla þeirra í fyrra var 339,6 þúsund krónur á hvern ferðamann,“ segir í Hagsjánni. Þar á eftir komu Bandaríkjamenn með 210 þúsund krónur á hvern ferðamenn og þar á eftir Bretar með 191,7 þúsund. Pólverjar reka lestina með 26,6 þúsund en sú tala er skýrð með því að hluti þeirra Pólverja sem hingað koma hafa hér fasta búsetu. Neysla Kínverja á hvern ferðamenn er svo næstlægst á eftir Pólverjum en hún nemur 98,2 þúsundum. Þar á eftir koma Japanir með 123 þúsund. „Lítil neysla Kínverja skýrist ekki af því að þeir dvelji hér í mjög skamman tíma heldur fyrst og fremst af því að útgjöld þeirra hér á landi á hverja gistinótt nema einungis 21,5 þúsund krónum sem er langlægsta gildið meðal stærstu viðskiptavina íslenskrar ferðaþjónustu. Til samanburðar er meðaltalið 43 þúsund krónur og nær neysla Kínverja því ekki að vera helmingurinn af meðalneyslunni,“ segir í Hagsjánni sem lesa má í heild sinni hér.
Ferðamennska á Íslandi Efnahagsmál Mest lesið Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Viðskipti innlent Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Viðskipti erlent Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Ætluðu að nýta greidd sæti en fengu ekki Neytendur Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Hulda til Basalt arkitekta Viðskipti innlent Úr útvarpinu í orkumálin Viðskipti innlent Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Fleiri fréttir Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Sjá meira