Dyflinnarreglugerðin verður afnumin Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 16. september 2020 13:29 Ursula Von Der Leyen hélt sína fyrstu stefnuræðu sem forseti framkvæmdastjórnar ESB. EPA-EFE/OLIVIER HOSLET Forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins segir að Dyflinnarreglugerðinni umdeildu verði skipt út fyrir nýtt evrópskt kerfi fyrir flóttamenn og hælisleitendur sem leita til Evrópu. Þetta kom fram í máli forsetans, hinnar þýsku Ursula von der Leyen, sem hélt sína fyrstu stefnuræðu í dag. Þar tilkynnti hún að Dyflinnarreglugerðin verði afnumin. „Ég get tilkynnt hér og nú að við munum afnema Dyflinnarreglugerðina og skipta henni út fyrir nýtt evrópskt regluverk fyrir hælisleitendur, flóttamenn og farendur,“ sagði von der Leyen. Bætti hún við að hún ætlaðist til þess að öll ríki Evrópusambandsins myndu gera betur en áður í þessum málaflokki. Búist er við að hið nýja kerfi verði kynnt síðar í mánuðinum. Meginákvæði Dyflinnarreglugerðarinnar er að það Schengen-ríki sem hælisleitandi kemur fyrst til beri ábyrgð á meðferð hælisumsóknar hans. Á grundvelli hennar hafa íslensk stjórnvöld meðal annars vísað fjölda hælisleitenda til annarra Evrópulanda eins og Grikklands og Ítalíu þangað sem flestir þeirra koma fyrst. Reglugerðin hefur verið harðlega gagnrýnd á undanförnum árum, ekki síst af ríkjum í Suður-Evrópu sem telja sig hafa þurft að bera meginþungann af komu flóttamanna og hælisleitenda til Evrópu. Evrópusambandið Flóttamenn Hælisleitendur Mest lesið Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Innlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Fleiri fréttir Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Sjá meira
Forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins segir að Dyflinnarreglugerðinni umdeildu verði skipt út fyrir nýtt evrópskt kerfi fyrir flóttamenn og hælisleitendur sem leita til Evrópu. Þetta kom fram í máli forsetans, hinnar þýsku Ursula von der Leyen, sem hélt sína fyrstu stefnuræðu í dag. Þar tilkynnti hún að Dyflinnarreglugerðin verði afnumin. „Ég get tilkynnt hér og nú að við munum afnema Dyflinnarreglugerðina og skipta henni út fyrir nýtt evrópskt regluverk fyrir hælisleitendur, flóttamenn og farendur,“ sagði von der Leyen. Bætti hún við að hún ætlaðist til þess að öll ríki Evrópusambandsins myndu gera betur en áður í þessum málaflokki. Búist er við að hið nýja kerfi verði kynnt síðar í mánuðinum. Meginákvæði Dyflinnarreglugerðarinnar er að það Schengen-ríki sem hælisleitandi kemur fyrst til beri ábyrgð á meðferð hælisumsóknar hans. Á grundvelli hennar hafa íslensk stjórnvöld meðal annars vísað fjölda hælisleitenda til annarra Evrópulanda eins og Grikklands og Ítalíu þangað sem flestir þeirra koma fyrst. Reglugerðin hefur verið harðlega gagnrýnd á undanförnum árum, ekki síst af ríkjum í Suður-Evrópu sem telja sig hafa þurft að bera meginþungann af komu flóttamanna og hælisleitenda til Evrópu.
Evrópusambandið Flóttamenn Hælisleitendur Mest lesið Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Innlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Fleiri fréttir Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Sjá meira