Dreymir um að komast út á völl og spila handbolta að nýju Runólfur Trausti Þórhallsson og Svava Kristín Grétarsdóttir skrifa 16. september 2020 20:00 Hafdís fagnar í leik með Fram á síðustu leiktíð. Vísir/Bára Landsliðsmarkvörðurinn og leikmaður fram í Olís-deild kvenna í handbolta, Hafdís Renötudóttir, hefur oft fengið skot í höfuðið. Í sumar fékk hún höfuðhögg sem átti eftir að draga dilk á eftir sér. Skömmu eftir að hún hóf æfingar að nýju fékk hún annað högg og hefur ekki enn náð sér. Svava Kristín Grétarsdóttir ræddi við hina 23 ára gömlu Hafdísi í Sportpakka Stöðvar 2 í kvöld. Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að neðan. „Fyrsta höggið fæ ég á landsliðsæfingu í sumar og er frá í þrjár vikur. Svo fæ ég annað högg og í seinna skiptið var ég sjúklega hrædd, stressuð og fékk pirringskast yfir því að hafa fengið annað högg því nú var ég hrædd við boltann. Hrædd við að fá heilahristing. Það er hættulegt að fá högg á höfuðið. Sama hvort þetta sé bolti, líkamspartur eða hvað sem er,“ sagði Hafdís. Hafdís í leik með íslenska landsliðinu.Vísir/Vilhelm „Mig langar að setja pressu á þjálfara að leyfa ekki leikmönnum að ákveða sjálfir hvort þeir verði áfram inn á eða ekki heldur taka þá út af og bíða eftir niðurstöðum hvort þeir hafi fengið heilahristing eða ekki.“ Bataferlið hefur verið langt og strangt. Hafdís er enn að fá einkenni en er þó á lokaskrefum bataferlisins eins og hún orðar það. „Ég ætla að sníða markmannshreyfingar mínar þannig að ég geti varið andlitið á mér og höfuðið,“ sagði Hafdís um hvernig þetta mun hafa áhrif á hana í framtíðinni. Að lokum ræðir Hafdís það að þurfa leggja skóna á hilluna alltof snemma líkt og margur markvörðurinn hefur þurft að gera undanfarin ár vegna höfuðmeiðsla. Hafdís hefur á ferli sínum leikið með Fram og Stjörnunni hér heima ásamt því að leika með SønderjyskE í Danmörku og HK Sola í Noregi. Alls hefur hún leikið 26 landsleiki fyrir íslenska A-landsliðið. Klippa: Vill ekki þurfa að leggja skóna á hilluna vegna höfuðhögga Handbolti Íslenski handboltinn Olís-deild kvenna Fram Sportpakkinn Mest lesið Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Enski boltinn Gefa allan hagnað af Ísraelsleiknum til góðgerðamála Fótbolti Liverpool búið að selja leikmenn fyrir meira en 33 milljarða í sumar Enski boltinn Isak rýfur þögnina og segir Newcastle hafa svikið loforð Enski boltinn Fóru að slást í klefanum og voru báðir settir á sölulista Fótbolti Pep Guardiola hjálpar Ten Hag Enski boltinn Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ Íslenski boltinn Stoltir af að klófesta hæfileikabúnt frá Íslandi Fótbolti Keyptu nýjan leikmann fyrir sektina hans Gyökeres Sport Völdu Mo Salah bestan en Chris Wood frekar en Haaland í lið ársins Enski boltinn Fleiri fréttir Með krabbamein í brjósti en hættir ekki að spila „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Misstu Egypta fram úr sér í seinni hálfleik ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Unnu Ungverja og spila við heimamenn um fimmta sætið á HM Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Sárt tap gegn Dönum á HM Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Slóvenskt undrabarn skoraði 23 mörk gegn Noregi Tap setur Ísland í erfiða stöðu Stelpurnar unnu Noreg á EM og tryggðu sér sautjánda sætið Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Leika um 17. sætið á EM eftir sigur á Austurríki Ágúst Elí leysir af Landin hjá besta liði landsins Leðurblökur að trufla handboltafélag Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Sjá meira
Landsliðsmarkvörðurinn og leikmaður fram í Olís-deild kvenna í handbolta, Hafdís Renötudóttir, hefur oft fengið skot í höfuðið. Í sumar fékk hún höfuðhögg sem átti eftir að draga dilk á eftir sér. Skömmu eftir að hún hóf æfingar að nýju fékk hún annað högg og hefur ekki enn náð sér. Svava Kristín Grétarsdóttir ræddi við hina 23 ára gömlu Hafdísi í Sportpakka Stöðvar 2 í kvöld. Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að neðan. „Fyrsta höggið fæ ég á landsliðsæfingu í sumar og er frá í þrjár vikur. Svo fæ ég annað högg og í seinna skiptið var ég sjúklega hrædd, stressuð og fékk pirringskast yfir því að hafa fengið annað högg því nú var ég hrædd við boltann. Hrædd við að fá heilahristing. Það er hættulegt að fá högg á höfuðið. Sama hvort þetta sé bolti, líkamspartur eða hvað sem er,“ sagði Hafdís. Hafdís í leik með íslenska landsliðinu.Vísir/Vilhelm „Mig langar að setja pressu á þjálfara að leyfa ekki leikmönnum að ákveða sjálfir hvort þeir verði áfram inn á eða ekki heldur taka þá út af og bíða eftir niðurstöðum hvort þeir hafi fengið heilahristing eða ekki.“ Bataferlið hefur verið langt og strangt. Hafdís er enn að fá einkenni en er þó á lokaskrefum bataferlisins eins og hún orðar það. „Ég ætla að sníða markmannshreyfingar mínar þannig að ég geti varið andlitið á mér og höfuðið,“ sagði Hafdís um hvernig þetta mun hafa áhrif á hana í framtíðinni. Að lokum ræðir Hafdís það að þurfa leggja skóna á hilluna alltof snemma líkt og margur markvörðurinn hefur þurft að gera undanfarin ár vegna höfuðmeiðsla. Hafdís hefur á ferli sínum leikið með Fram og Stjörnunni hér heima ásamt því að leika með SønderjyskE í Danmörku og HK Sola í Noregi. Alls hefur hún leikið 26 landsleiki fyrir íslenska A-landsliðið. Klippa: Vill ekki þurfa að leggja skóna á hilluna vegna höfuðhögga
Handbolti Íslenski handboltinn Olís-deild kvenna Fram Sportpakkinn Mest lesið Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Enski boltinn Gefa allan hagnað af Ísraelsleiknum til góðgerðamála Fótbolti Liverpool búið að selja leikmenn fyrir meira en 33 milljarða í sumar Enski boltinn Isak rýfur þögnina og segir Newcastle hafa svikið loforð Enski boltinn Fóru að slást í klefanum og voru báðir settir á sölulista Fótbolti Pep Guardiola hjálpar Ten Hag Enski boltinn Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ Íslenski boltinn Stoltir af að klófesta hæfileikabúnt frá Íslandi Fótbolti Keyptu nýjan leikmann fyrir sektina hans Gyökeres Sport Völdu Mo Salah bestan en Chris Wood frekar en Haaland í lið ársins Enski boltinn Fleiri fréttir Með krabbamein í brjósti en hættir ekki að spila „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Misstu Egypta fram úr sér í seinni hálfleik ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Unnu Ungverja og spila við heimamenn um fimmta sætið á HM Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Sárt tap gegn Dönum á HM Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Slóvenskt undrabarn skoraði 23 mörk gegn Noregi Tap setur Ísland í erfiða stöðu Stelpurnar unnu Noreg á EM og tryggðu sér sautjánda sætið Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Leika um 17. sætið á EM eftir sigur á Austurríki Ágúst Elí leysir af Landin hjá besta liði landsins Leðurblökur að trufla handboltafélag Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Sjá meira