Katrín Tanja sýndi okkur tígrisdýraaugun sín og að hún sé tilbúin í alvöru keppni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. september 2020 08:00 Katrín Tanja Davíðsdóttir hefur enga áhorfendur til að hvetja sig áfram eins og á heimsleikum fyrri ára. Mynd/Instagram Það ætti enginn að afskrifa keppniskonuna Katrínu Tönju Davíðsdóttir sem hefur verið meðal fimm efstu á heimsleikunum undanfarin fimm ár. Katrín Tanja Davíðsdóttir er klár í sína áttundu heimsleika í CrossFit sem hefjast á morgun. Katrín Tanja er eini íslenski keppandinn sem er staddur út í Bandaríkjunum. Katrín Tanja Davíðsdóttir er tvöfaldur heimsmeistari sem hefur verið á topp fimm á fimm síðustu heimsleikum. Samt hafa ekki alltof margir trú á því að hún komist í fimm manna ofurúrslitin á leikunum í ár. Katrín Tanja vann heimsmeistaratitilinn 2015 og 2016, varð í þriðja sæti árið 2018 og loks í fjórða sætinu í fyrra. Versti árangur hennar undanfarin fimm ár var fimmta sætið árið 2017. Það myndi duga henni inn í úrslitin um heimsmeistaratitilinn í ár. Katrín Tanja skýtur aðeins á þessar hrakfaraspár í nýrri færslu sinni á Instagram reikningi sínum sem sjá má hér fyrir neðan. Það má segja að Katrín Tanja sýni tígrisdýraaugun sín í þessu myndbandi eða „Eye Of The Tiger“ eins og bandaríska hljómsveitin Survivor söng svo eftirminnilega um í myndinni Rocky III árið 1982. View this post on Instagram Stack the odds against me & this is what comes out. // 2 days & I am ready to COMPETE! - #RYouRogue @roguefitness @rogueinvitational A post shared by Katri n Tanja Davi ðsdo ttir (@katrintanja) on Sep 16, 2020 at 8:34am PDT „Segið að ég eigi ekki mikla möguleika og þá kemur þetta fram. Tveir dagar í þetta og ég er tilbúin í það að keppa,“ skrifaði Katrín Tanja í gær og birti með myndband af sér frá því á Rogue Invitational í fyrra þar sem hún er á miklum spretti. Í myndbandinu leynir sér ekkert að þar er á ferðinni mikil keppniskona og þar má líka sjá tígrísdýra augnaráðið sem CrossFit sérfræðingurinn Armen Hammer talaði um á dögunum. Armen Hammer spáir nefnilega Katrínu Tönju áfram í úrslitin og er einn af fáum spekingum sem gerir það. „Hún hefur ekki átt frábært ár en ég held að Katrín hafi auga tígrisdýrsins þegar hún hugsar: Enginn trúir á mig,“ sagði Armen Hammer sem hefur mikla trú á andlegum styrk og keppnishörku íslensku CrossFit stjörnunnar. „Ég held að hún hafi möguleika á því að blómstra í þessu umhverfi þar sem kannski margir aðrir keppendur muni lenda í vandræðum,“ sagði Armen Hammer ennfremur og nú er bara að vona að spá hans rætist. CrossFit Mest lesið Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Íslenski boltinn Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Íslenski boltinn Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Enski boltinn „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Sport Fleiri fréttir Fjögur lið sýnt LeBron áhuga NFL goðsögn féll frá um helgina Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Chelsea pakkaði PSG saman Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Sinner fagnaði sigri á Wimbledon Leik lokið: England - Wales 6-1 | England flaug áfram Leik lokið: Frakkland - Holland 5-2 | Frakkar áfram með fullt hús Björn Daníel: Vonandi fæ ég tvo Múmínbolla Marcus Rashford neitar tilboði frá Sádí-Arabíu Fertugur Cazorla er hvergi nærri hættur Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Endurkoman í þriðja leikhluta ekki nóg fyrir Ísland á U20 EuroBasket Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Lið Arons Einars fær liðsstyrk úr ensku úrvalsdeildinni Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Messi slær enn eitt metið Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða HM félagsliða „farsælasta keppni í heimi“ samkvæmt Infantino Dagskráin í dag: KA fer í Hafnarfjörðinn og golfið heldur áfram Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Konate gæti farið frítt frá Liverpool Elías Már skrifar undir hjá kínversku liði Hákon skoraði tvö í vináttuleik Sjá meira
Það ætti enginn að afskrifa keppniskonuna Katrínu Tönju Davíðsdóttir sem hefur verið meðal fimm efstu á heimsleikunum undanfarin fimm ár. Katrín Tanja Davíðsdóttir er klár í sína áttundu heimsleika í CrossFit sem hefjast á morgun. Katrín Tanja er eini íslenski keppandinn sem er staddur út í Bandaríkjunum. Katrín Tanja Davíðsdóttir er tvöfaldur heimsmeistari sem hefur verið á topp fimm á fimm síðustu heimsleikum. Samt hafa ekki alltof margir trú á því að hún komist í fimm manna ofurúrslitin á leikunum í ár. Katrín Tanja vann heimsmeistaratitilinn 2015 og 2016, varð í þriðja sæti árið 2018 og loks í fjórða sætinu í fyrra. Versti árangur hennar undanfarin fimm ár var fimmta sætið árið 2017. Það myndi duga henni inn í úrslitin um heimsmeistaratitilinn í ár. Katrín Tanja skýtur aðeins á þessar hrakfaraspár í nýrri færslu sinni á Instagram reikningi sínum sem sjá má hér fyrir neðan. Það má segja að Katrín Tanja sýni tígrisdýraaugun sín í þessu myndbandi eða „Eye Of The Tiger“ eins og bandaríska hljómsveitin Survivor söng svo eftirminnilega um í myndinni Rocky III árið 1982. View this post on Instagram Stack the odds against me & this is what comes out. // 2 days & I am ready to COMPETE! - #RYouRogue @roguefitness @rogueinvitational A post shared by Katri n Tanja Davi ðsdo ttir (@katrintanja) on Sep 16, 2020 at 8:34am PDT „Segið að ég eigi ekki mikla möguleika og þá kemur þetta fram. Tveir dagar í þetta og ég er tilbúin í það að keppa,“ skrifaði Katrín Tanja í gær og birti með myndband af sér frá því á Rogue Invitational í fyrra þar sem hún er á miklum spretti. Í myndbandinu leynir sér ekkert að þar er á ferðinni mikil keppniskona og þar má líka sjá tígrísdýra augnaráðið sem CrossFit sérfræðingurinn Armen Hammer talaði um á dögunum. Armen Hammer spáir nefnilega Katrínu Tönju áfram í úrslitin og er einn af fáum spekingum sem gerir það. „Hún hefur ekki átt frábært ár en ég held að Katrín hafi auga tígrisdýrsins þegar hún hugsar: Enginn trúir á mig,“ sagði Armen Hammer sem hefur mikla trú á andlegum styrk og keppnishörku íslensku CrossFit stjörnunnar. „Ég held að hún hafi möguleika á því að blómstra í þessu umhverfi þar sem kannski margir aðrir keppendur muni lenda í vandræðum,“ sagði Armen Hammer ennfremur og nú er bara að vona að spá hans rætist.
CrossFit Mest lesið Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Íslenski boltinn Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Íslenski boltinn Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Enski boltinn „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Sport Fleiri fréttir Fjögur lið sýnt LeBron áhuga NFL goðsögn féll frá um helgina Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Chelsea pakkaði PSG saman Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Sinner fagnaði sigri á Wimbledon Leik lokið: England - Wales 6-1 | England flaug áfram Leik lokið: Frakkland - Holland 5-2 | Frakkar áfram með fullt hús Björn Daníel: Vonandi fæ ég tvo Múmínbolla Marcus Rashford neitar tilboði frá Sádí-Arabíu Fertugur Cazorla er hvergi nærri hættur Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Endurkoman í þriðja leikhluta ekki nóg fyrir Ísland á U20 EuroBasket Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Lið Arons Einars fær liðsstyrk úr ensku úrvalsdeildinni Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Messi slær enn eitt metið Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða HM félagsliða „farsælasta keppni í heimi“ samkvæmt Infantino Dagskráin í dag: KA fer í Hafnarfjörðinn og golfið heldur áfram Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Konate gæti farið frítt frá Liverpool Elías Már skrifar undir hjá kínversku liði Hákon skoraði tvö í vináttuleik Sjá meira