Aldrei meiri peningur í færeyska fótboltanum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. september 2020 10:30 Færeysku landsliðsmennirnir Jóannes Bjartalíð, Gilli Rólantsson, Sölvi Vatnhamar og Viljormur Davidsen fyrir leik í undankeppni EM. Getty/Linnea Rhebor Árangur færeysku fótboltaliðanna í Evrópukeppninni í ár hefur vaktið athygli hjá formanni hagsmunasamtaka íslensku félaganna. Á meðan íslensku liðin eru í tómu tjóni eru tvö færeysk lið komin áfram í þriðju umferð. Íslensku liðin hafa tapað öllum fjórum leikjum sínum í Evrópukeppninni í ár og eitt af Evrópusætum Íslands í Evrópudeildinni er nú í hættu þar sem Ísland er komið niður fyrir Gíbraltar og Wales á styrkleikalistanum. KR er síðast vona íslenska fótboltans í Evrópukeppninni í ár en önnur íslensk lið hafa dottið út við fyrstu umferð. KR er reyndar búið að detta út úr forkeppni Meistaradeildarinnar en fær annað tækifæri í forkeppni Evrópudeildarinnar þegar liðið mætir Flora Tallin í kvöld. Víkingurinn Haraldur Haraldsson er formaður hjá Íslenskum Toppfótbolta og hann vekur athygli á árangri B36 og KÍ Klakksvíkur í Evrópukeppninni eins og sjá má hér fyrir neðan. B36 komnir í 3. umferð Europa League. Hafa tryggt sér EUR 1 milljón. KÍ Klaksvík komið í sömu umferð eftir að hafa dottið út í 2. umferð Champions League. Enn meiri innkoma þar. Aldrei meiri peningur í færeyska boltanum! #fotboltinet— Haraldur Haraldsson (@HarHaralds) September 16, 2020 Íslenskur Toppfótbolti, eða ÍTF, eru hagsmunasamtök þeirra félaga sem reka lið í efstu deildum karla í knattspyrnu. B36 vann dramatískan sigur á veska félaginu The New Saints í vítaspyrnukeppni í Færeyjum í gær. Haraldur bendir líka á það að B36 vann lið frá Gíbraltar, Litháen og Wales á leið sinni inn í þriðjuumferðina og þetta hafi því verið lukkudráttur alla leið. Það breytir ekki því að lið sem byrjaði í forkeppni forkeppninnar er nú komið í þriðju umferð og það færir B36 um eina milljón evra eða meira en 161 milljón í íslenskum krónum. Klaksvíkar Ítróttarfelag eða KÍ verður líka í pottinum fyrir þriðju umferðina þar sem liðið fékk gefins sigur í fyrstu umferð á móti slóvakíska félaginu Slovan Bratislava vegna kórónuveirusmita hjá leikmönnum Slovan. KÍ tapaði síðan á móti svissneska félaginu Young Boys í annarri umferð forkeppni Meistaradeildarinnar en datt inn í þriðju umferð forkeppni Evrópudeildarinnar í staðinn. Þar mætir KÍ annaðhvort Connah's Quay Nomads frá Wales eða Dinamo Tbilisi frá Georgíu en þau mætast í dag. Evrópudeild UEFA Færeyjar Mest lesið Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Íslenski boltinn Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu Íslenski boltinn „Hann er topp þrír í deildinni“ Körfubolti „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Enski boltinn Sjáðu laugardagshasarinn í Bestu deild karla Fótbolti „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Sunnudagur til sælu Sport Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Íslenski boltinn Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum Íslenski boltinn Messi lagði upp þrjú í sigri Inter Miami Fótbolti Fleiri fréttir Missir Mbappé af Íslandsförinni? Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu Messi lagði upp þrjú í sigri Inter Miami Sjáðu laugardagshasarinn í Bestu deild karla „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Sjáðu stoðsendingaþrennu Bonny og enn einn sigur Bayern Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Real Madrid - Villarreal | Guli kafbáturinn á Bernabéu Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé vendipunkturinn Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Þriðja tap Liverpool í röð Harry Kewell að taka við liði í Víetnam Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Uppgjörið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Cecilía Rán hélt hreinu í sigri Inter Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Upplifðu sigurstund Blika í návígi Amorim: Ekki að hugsa um að hætta Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ Sjá meira
Árangur færeysku fótboltaliðanna í Evrópukeppninni í ár hefur vaktið athygli hjá formanni hagsmunasamtaka íslensku félaganna. Á meðan íslensku liðin eru í tómu tjóni eru tvö færeysk lið komin áfram í þriðju umferð. Íslensku liðin hafa tapað öllum fjórum leikjum sínum í Evrópukeppninni í ár og eitt af Evrópusætum Íslands í Evrópudeildinni er nú í hættu þar sem Ísland er komið niður fyrir Gíbraltar og Wales á styrkleikalistanum. KR er síðast vona íslenska fótboltans í Evrópukeppninni í ár en önnur íslensk lið hafa dottið út við fyrstu umferð. KR er reyndar búið að detta út úr forkeppni Meistaradeildarinnar en fær annað tækifæri í forkeppni Evrópudeildarinnar þegar liðið mætir Flora Tallin í kvöld. Víkingurinn Haraldur Haraldsson er formaður hjá Íslenskum Toppfótbolta og hann vekur athygli á árangri B36 og KÍ Klakksvíkur í Evrópukeppninni eins og sjá má hér fyrir neðan. B36 komnir í 3. umferð Europa League. Hafa tryggt sér EUR 1 milljón. KÍ Klaksvík komið í sömu umferð eftir að hafa dottið út í 2. umferð Champions League. Enn meiri innkoma þar. Aldrei meiri peningur í færeyska boltanum! #fotboltinet— Haraldur Haraldsson (@HarHaralds) September 16, 2020 Íslenskur Toppfótbolti, eða ÍTF, eru hagsmunasamtök þeirra félaga sem reka lið í efstu deildum karla í knattspyrnu. B36 vann dramatískan sigur á veska félaginu The New Saints í vítaspyrnukeppni í Færeyjum í gær. Haraldur bendir líka á það að B36 vann lið frá Gíbraltar, Litháen og Wales á leið sinni inn í þriðjuumferðina og þetta hafi því verið lukkudráttur alla leið. Það breytir ekki því að lið sem byrjaði í forkeppni forkeppninnar er nú komið í þriðju umferð og það færir B36 um eina milljón evra eða meira en 161 milljón í íslenskum krónum. Klaksvíkar Ítróttarfelag eða KÍ verður líka í pottinum fyrir þriðju umferðina þar sem liðið fékk gefins sigur í fyrstu umferð á móti slóvakíska félaginu Slovan Bratislava vegna kórónuveirusmita hjá leikmönnum Slovan. KÍ tapaði síðan á móti svissneska félaginu Young Boys í annarri umferð forkeppni Meistaradeildarinnar en datt inn í þriðju umferð forkeppni Evrópudeildarinnar í staðinn. Þar mætir KÍ annaðhvort Connah's Quay Nomads frá Wales eða Dinamo Tbilisi frá Georgíu en þau mætast í dag.
Evrópudeild UEFA Færeyjar Mest lesið Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Íslenski boltinn Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu Íslenski boltinn „Hann er topp þrír í deildinni“ Körfubolti „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Enski boltinn Sjáðu laugardagshasarinn í Bestu deild karla Fótbolti „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Sunnudagur til sælu Sport Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Íslenski boltinn Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum Íslenski boltinn Messi lagði upp þrjú í sigri Inter Miami Fótbolti Fleiri fréttir Missir Mbappé af Íslandsförinni? Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu Messi lagði upp þrjú í sigri Inter Miami Sjáðu laugardagshasarinn í Bestu deild karla „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Sjáðu stoðsendingaþrennu Bonny og enn einn sigur Bayern Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Real Madrid - Villarreal | Guli kafbáturinn á Bernabéu Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé vendipunkturinn Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Þriðja tap Liverpool í röð Harry Kewell að taka við liði í Víetnam Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Uppgjörið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Cecilía Rán hélt hreinu í sigri Inter Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Upplifðu sigurstund Blika í návígi Amorim: Ekki að hugsa um að hætta Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ Sjá meira