Stjórnvöld sinna ekki skyldum sínum gagnvart umhverfinu Auður Önnu Magnúsdóttir skrifar 17. september 2020 10:30 Fyrirtækið Rio Tinto rak nýverið forstjóra sinn og tvo aðra hátt setta stjórnendur fyrir að sprengja upp hella í Ástralíu þar sem frumbyggjar höfðu búið í 46 þúsund ár. Ómetanlegar menningarminjar voru eyðilagðar. Fyrirtækið hafði fengið öll tilskilin leyfi til að sprengja hellana frá yfirvöldum. Er það ekki hlutverk yfirvalda vernda almannahagsmuni og verðmætar menningarminjar fyrir ásælni stórfyrirtækja? Hvernig er þessu farið á Íslandi? Hverjir eru það sem taka ákvarðanir um framkvæmdir sem geta valdið náttúru- og menningarminjum skaða? Hvernig verndum við íslenska náttúru fyrir óafturkræfum spjöllum? Landvernd vinnur að því að fræða almenning og valdhafa um gildi náttúrunnar, draga fram fegurð hennar og eigið virði og biðlað til allra um að ganga vel um. Samtökin deila meðal annars fallegum myndum af lítt spilltri náttúru og hvetja til þess að öll leggi sitt af mörkum við verndun hennar, ekki síst kynslóðum framtíðarinnar til heilla. Þessar mjúku aðferðir til að vernda náttúruna duga því miður skammt. Til þess að tryggja vernd íslenskrar náttúru gegn óbætanlegum skaða vegna skammtímahagsmuna fárra, þarf lög sem útiloka hagsmunaárekstra og þar sem faglegt mat, gagnsæi og skýrt umboð til ákvarðanatöku ráða för. Íslensk lög hafa ekki náð að vernda íslenska náttúru eins og ríkt tilefni hefur verið til. Dæmin eru mjög mörg: Kárahnjúkavirkjun, Þeistareykjavirkjun, vegur um Gálgahraun, vegur um Teigskóg, vegur yfir Hornafjarðarfljót, rannsóknir vegna Hvalárvirkjunar, malarnám í Ingólfsfjalli (2006), rannsóknir vegna jarðvarmavirkjunar í Sogunum, Brúarvirkjun í Biskupstungum, starfsleyfi PCC á Bakka, starfsleyfi United Silicon svo fáein séu talin. Hluti af skýringunni er viðhorf of margra Íslendinga til náttúru landsins: hún skuli nytjuð eins og hægt er án tillits til afleiðinga. Þetta viðhorf endurspeglast í íslenskum lögum um mat á umhverfisáhrifum. Þjóðréttarlegar skuldbindingar Íslensk lög um mat á umhverfisáhrifum eru gloppótt, gefa of mörg tækifæri til þess að hagsmunaárekstrar eigi sér stað, ákvarðanaferlið er óþarflega flókið og ógagnsætt og markmið þeirra er ekki vernd umhverfisins heldur lágmörkun skaða sem framkvæmdir valda. Ísland hefur þjóðréttarlega skuldbindingar gagnvart Evrópska efnahagssvæðinu (EES) og tilteknar tilskipanir á að leiða í íslensk lög. Íslensk stjórnvöld hafa þverskallast við að taka upp tilskipanir EES á umhverfissviðinu og hafa þrátt fyrir dóm ekki innleitt EES-reglur um mat á umhverfisáhrifum með fullnægjandi hætti. Áhrif hagsmunaaðila á lög um mat á umhverfisáhrifum eru of mikil á Íslandi og hafa staðið í vegi fyrir því að hér séum við með rétt innleiddar EES-reglur. Í kjölfarið á því að Kárahnjúkavirkjun fékk falleinkunn við mat á umhverfisáhrifum var lögum breytt þannig að ákvörðun um veitingu framkvæmdaleyfis var alfarið í höndum viðkomandi sveitarfélaga. Reynslan sýnir að sum þeirra skeyta lítið um niðurstöðu mats á umhverfisáhrifum. Sveitarfélög á Íslandi eru mjög lítil. Einstakar stórframkvæmdir geta því haft mikil áhrif á fjárhag þeirra í gegnum fasteignagjöld og umsvif á framkvæmdatíma. Þau geta því lent í mjög erfiðum hagsmunaárekstrum þegar taka á ákvörðun um leyfi til framkvæmda og kostnaður umhverfisins og náttúrunnar er metin á móti mögulegum tekjum sveitafélagsins. Íslensk stjórnvöld hafa skuldbundið sig til að tryggja að svona hagsmunaárekstrar eigi sér ekki stað. En stjórnvöld hafa enn ekki sinnt þeirri skyldu sinni. Menningarminjar og náttúra í hættu Allur heimurinn hefur tapað einstökum menningarminjum úr sögu okkar sem varpa ljósi á hvernig manneskjur lifðu fyrir tugþúsundum ára. Ástralar áttu að gæta þessara menningarminja fyrir mannkynið en létu undan þrýstingi stórfyrirtækis og skammtímahagsmunum þess. Íslendingar eiga að gæta íslenskrar náttúru sem er einstök í heiminum. Til þess að sinna því vel verður að hafa styrka stjórnsýslu sem hvílir á skýrri og afgerandi löggjöf. Íslensk stjórnvöld virðast ófær um að innleiða hér lágmarkskröfur EES til verndar náttúrunni gegn skammtímahagsmunum vegna þrýstings frá hagsmunaaðilum. Landvernd telur sig því knúin til að kvartað við Eftirlitstofnunar EFTA og má lesa nánar um þá kvörtun hér. Höfundur er framkvæmdastjóri Landverndar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Auður Önnu Magnúsdóttir Umhverfismál Mest lesið Gerviverkalýðsfélagið Efling Aðalgeir Ásvaldsson Skoðun Réttindagæsla fatlaðs fólks á valdi þekkingarleysis Jón Þorsteinn Sigurðsson Skoðun Þú mátt nauðga ef einhver karl á internetinu leyfir þér það Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Þar lágu Danir í því: Stórveldi eiga hagsmuni, ekki vini? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Áhugamönnum um hagræðingu fjölgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Lýðræðið í hættu – stjórnmálaflokkar án lýðræðislegrar uppbyggingar Svanur Guðmundsson Skoðun Gagnlegar símarettur Davíð Már Sigurðsson Skoðun Pólitíkin þá og nú Ingibjörg Kristín Ingólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Lýðræðið í hættu – stjórnmálaflokkar án lýðræðislegrar uppbyggingar Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Þú mátt nauðga ef einhver karl á internetinu leyfir þér það Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Pólitíkin þá og nú Ingibjörg Kristín Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Þar lágu Danir í því: Stórveldi eiga hagsmuni, ekki vini? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Gagnlegar símarettur Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Réttindagæsla fatlaðs fólks á valdi þekkingarleysis Jón Þorsteinn Sigurðsson skrifar Skoðun Gerviverkalýðsfélagið Efling Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áhugamönnum um hagræðingu fjölgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite skrifar Skoðun Sorg barna - fyrstu viðbrögð barna við missi Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Með styrka hönd á stýri í eigin lífi Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Komdu út að „Vetrar-leika“ í Austurheiðum Reykjavíkur Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Upprætum óttann við óttann Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hér er kona, um konu… Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Ertu á krossgötum? Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Máttur kaffibollans Ásta Kristín Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Friður á jörðu Þröstur Friðfinnsson skrifar Sjá meira
Fyrirtækið Rio Tinto rak nýverið forstjóra sinn og tvo aðra hátt setta stjórnendur fyrir að sprengja upp hella í Ástralíu þar sem frumbyggjar höfðu búið í 46 þúsund ár. Ómetanlegar menningarminjar voru eyðilagðar. Fyrirtækið hafði fengið öll tilskilin leyfi til að sprengja hellana frá yfirvöldum. Er það ekki hlutverk yfirvalda vernda almannahagsmuni og verðmætar menningarminjar fyrir ásælni stórfyrirtækja? Hvernig er þessu farið á Íslandi? Hverjir eru það sem taka ákvarðanir um framkvæmdir sem geta valdið náttúru- og menningarminjum skaða? Hvernig verndum við íslenska náttúru fyrir óafturkræfum spjöllum? Landvernd vinnur að því að fræða almenning og valdhafa um gildi náttúrunnar, draga fram fegurð hennar og eigið virði og biðlað til allra um að ganga vel um. Samtökin deila meðal annars fallegum myndum af lítt spilltri náttúru og hvetja til þess að öll leggi sitt af mörkum við verndun hennar, ekki síst kynslóðum framtíðarinnar til heilla. Þessar mjúku aðferðir til að vernda náttúruna duga því miður skammt. Til þess að tryggja vernd íslenskrar náttúru gegn óbætanlegum skaða vegna skammtímahagsmuna fárra, þarf lög sem útiloka hagsmunaárekstra og þar sem faglegt mat, gagnsæi og skýrt umboð til ákvarðanatöku ráða för. Íslensk lög hafa ekki náð að vernda íslenska náttúru eins og ríkt tilefni hefur verið til. Dæmin eru mjög mörg: Kárahnjúkavirkjun, Þeistareykjavirkjun, vegur um Gálgahraun, vegur um Teigskóg, vegur yfir Hornafjarðarfljót, rannsóknir vegna Hvalárvirkjunar, malarnám í Ingólfsfjalli (2006), rannsóknir vegna jarðvarmavirkjunar í Sogunum, Brúarvirkjun í Biskupstungum, starfsleyfi PCC á Bakka, starfsleyfi United Silicon svo fáein séu talin. Hluti af skýringunni er viðhorf of margra Íslendinga til náttúru landsins: hún skuli nytjuð eins og hægt er án tillits til afleiðinga. Þetta viðhorf endurspeglast í íslenskum lögum um mat á umhverfisáhrifum. Þjóðréttarlegar skuldbindingar Íslensk lög um mat á umhverfisáhrifum eru gloppótt, gefa of mörg tækifæri til þess að hagsmunaárekstrar eigi sér stað, ákvarðanaferlið er óþarflega flókið og ógagnsætt og markmið þeirra er ekki vernd umhverfisins heldur lágmörkun skaða sem framkvæmdir valda. Ísland hefur þjóðréttarlega skuldbindingar gagnvart Evrópska efnahagssvæðinu (EES) og tilteknar tilskipanir á að leiða í íslensk lög. Íslensk stjórnvöld hafa þverskallast við að taka upp tilskipanir EES á umhverfissviðinu og hafa þrátt fyrir dóm ekki innleitt EES-reglur um mat á umhverfisáhrifum með fullnægjandi hætti. Áhrif hagsmunaaðila á lög um mat á umhverfisáhrifum eru of mikil á Íslandi og hafa staðið í vegi fyrir því að hér séum við með rétt innleiddar EES-reglur. Í kjölfarið á því að Kárahnjúkavirkjun fékk falleinkunn við mat á umhverfisáhrifum var lögum breytt þannig að ákvörðun um veitingu framkvæmdaleyfis var alfarið í höndum viðkomandi sveitarfélaga. Reynslan sýnir að sum þeirra skeyta lítið um niðurstöðu mats á umhverfisáhrifum. Sveitarfélög á Íslandi eru mjög lítil. Einstakar stórframkvæmdir geta því haft mikil áhrif á fjárhag þeirra í gegnum fasteignagjöld og umsvif á framkvæmdatíma. Þau geta því lent í mjög erfiðum hagsmunaárekstrum þegar taka á ákvörðun um leyfi til framkvæmda og kostnaður umhverfisins og náttúrunnar er metin á móti mögulegum tekjum sveitafélagsins. Íslensk stjórnvöld hafa skuldbundið sig til að tryggja að svona hagsmunaárekstrar eigi sér ekki stað. En stjórnvöld hafa enn ekki sinnt þeirri skyldu sinni. Menningarminjar og náttúra í hættu Allur heimurinn hefur tapað einstökum menningarminjum úr sögu okkar sem varpa ljósi á hvernig manneskjur lifðu fyrir tugþúsundum ára. Ástralar áttu að gæta þessara menningarminja fyrir mannkynið en létu undan þrýstingi stórfyrirtækis og skammtímahagsmunum þess. Íslendingar eiga að gæta íslenskrar náttúru sem er einstök í heiminum. Til þess að sinna því vel verður að hafa styrka stjórnsýslu sem hvílir á skýrri og afgerandi löggjöf. Íslensk stjórnvöld virðast ófær um að innleiða hér lágmarkskröfur EES til verndar náttúrunni gegn skammtímahagsmunum vegna þrýstings frá hagsmunaaðilum. Landvernd telur sig því knúin til að kvartað við Eftirlitstofnunar EFTA og má lesa nánar um þá kvörtun hér. Höfundur er framkvæmdastjóri Landverndar.
Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun
Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun
Skoðun Lýðræðið í hættu – stjórnmálaflokkar án lýðræðislegrar uppbyggingar Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite skrifar
Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar
Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar
Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun
Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun