XY mætti Exile í sveiflukenndri viðureign Bjarni Bjarnason skrifar 17. september 2020 20:33 Fyrsti leikur kvöldsins í Vodafonedeildinni fór af stað með krafti þegar að XY tók á móti Exile á heimavelli. XY nýtti heimavallarforgjöfina skynsamlega þegar þeir völdu kortið Vertigo. Með vandað kortaval í farteskinu mættu XY vel undirbúnir til leiks og tóku stjórnina á leiknum frá upphafi. Héldu þeir Exile á hælunum allan fyrri hálfleik. Leikmenn Exile fundu sig ekki í vörninni (counter-terrorist) á móti sjóðandi heitu liði XY með TripleG (Gísli Geir Gíslason) í fararbroddi. XY var 10-5 yfir í hálfleik. Lið Exile var þó ekki dautt úr öllum æðum og mættu ferskir til leiks í seinni hálfleik. Fljótt kom í ljós að frjálslegur spilastíll sóknarinnar (terrorist) hentaði þeim mun betur. Tengdu þeir saman fyrstu sex loturnar í seinni hálfleik og sneru gangi leiksins við. Leikmenn Exile, þeir Zerq (Alastair Kristinn Rendall) og Reco (Gilbert Arnar Sigurðsson), voru heitir og drógu Exile áfram. Það var ekki fyrr en brnr (Birnir Clausson) tók sig til og felldi fjóra af fimm leikmönnum Exile að XY náði sinni fyrstu lotu í seinni hálfleik og komst aftur í gang. Þessi lota var vendipunktur í leiknum því tengdi XY saman sex lotur í röð og vann leikinn, 16-11. Vodafone-deildin Mest lesið 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Sport „Eins og Ísland en bara enn betra“ Fótbolti Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Golf Dæmdur úr leik á grátlegan hátt á HM í bakgarði Sport Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Fótbolti Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Enski boltinn Viktor sá þriðji yngsti í sögu Meistaradeildarinnar Fótbolti Sjáðu sögulegt mark Viktors Bjarka og öll hin í Meistaradeild Evrópu Fótbolti Sigurbjörn gæti snúið aftur til starfa: „Það kemur bara í ljós á næstu dögum“ Sport Íslandmeistari í bráðabirgðabann hjá Lyfjaeftirlitinu Sport Fleiri fréttir Veittist að sautján ára mótherja sínum og hreytti í hann fúkyrðum Sjá meira
Fyrsti leikur kvöldsins í Vodafonedeildinni fór af stað með krafti þegar að XY tók á móti Exile á heimavelli. XY nýtti heimavallarforgjöfina skynsamlega þegar þeir völdu kortið Vertigo. Með vandað kortaval í farteskinu mættu XY vel undirbúnir til leiks og tóku stjórnina á leiknum frá upphafi. Héldu þeir Exile á hælunum allan fyrri hálfleik. Leikmenn Exile fundu sig ekki í vörninni (counter-terrorist) á móti sjóðandi heitu liði XY með TripleG (Gísli Geir Gíslason) í fararbroddi. XY var 10-5 yfir í hálfleik. Lið Exile var þó ekki dautt úr öllum æðum og mættu ferskir til leiks í seinni hálfleik. Fljótt kom í ljós að frjálslegur spilastíll sóknarinnar (terrorist) hentaði þeim mun betur. Tengdu þeir saman fyrstu sex loturnar í seinni hálfleik og sneru gangi leiksins við. Leikmenn Exile, þeir Zerq (Alastair Kristinn Rendall) og Reco (Gilbert Arnar Sigurðsson), voru heitir og drógu Exile áfram. Það var ekki fyrr en brnr (Birnir Clausson) tók sig til og felldi fjóra af fimm leikmönnum Exile að XY náði sinni fyrstu lotu í seinni hálfleik og komst aftur í gang. Þessi lota var vendipunktur í leiknum því tengdi XY saman sex lotur í röð og vann leikinn, 16-11.
Vodafone-deildin Mest lesið 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Sport „Eins og Ísland en bara enn betra“ Fótbolti Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Golf Dæmdur úr leik á grátlegan hátt á HM í bakgarði Sport Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Fótbolti Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Enski boltinn Viktor sá þriðji yngsti í sögu Meistaradeildarinnar Fótbolti Sjáðu sögulegt mark Viktors Bjarka og öll hin í Meistaradeild Evrópu Fótbolti Sigurbjörn gæti snúið aftur til starfa: „Það kemur bara í ljós á næstu dögum“ Sport Íslandmeistari í bráðabirgðabann hjá Lyfjaeftirlitinu Sport Fleiri fréttir Veittist að sautján ára mótherja sínum og hreytti í hann fúkyrðum Sjá meira