Nýi CrossFit stjórinn gaf tóninnn fyrir heimsleikana með því að gera fyrstu æfinguna sjálfur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. september 2020 11:45 Eric Roza á ekki bara CrossFit því hann elskar líka að stunda CrossFit. Skjámynd/Youtube Eric Roza tók við stjórninni í CrossFit samtökunum eftir stormasamt sumar og í dag hefjast fyrstu heimsleikarnir í stjórnartíð hans. Roza ákvað að gefa tóninn með sérstökum hætti en hann hefur þegar breytt algjörlega andrúmsloftinu í CrossFit heiminum eftir mikið óveður í stjórnartíð Greg Glassman. Það er heldur betur óvanalegt að sjá yfirmann sinnar íþróttar svitna á gólfinu. Það er enginn að fara að sjá forseta Alþjóða knattspyrnusambandsins, Alþjóða frjálsíþróttasambandsins, Alþjóða sundsambandsins eða Alþjóða körfuboltasambandsins reyna sig mikið í sínum íþróttagreinum á opinberum vettvangi. Margir þeirra áttu vissulega sinn ferill í íþróttinni en skórnir eru fyrir löngu komnir upp á hillu. Ef að fyrrnefndir forsetar reyna sig við sína íþrótt þá gera þeir það örugglega á bak við luktar dyr og alls ekki þegar það er verið að taka þá upp. Eric Roza Demonstrates Friendly Fran, The First Event From 2020 CrossFit Games https://t.co/on6DFicfE5 #bodybuilding #fitness— Fitness Volt (@fitness_volt) September 17, 2020 Eric Roza er ekki hins vegar enginn venjulegur yfirmaður eða eigandi. Nýi CrossFit stjórinn er sjálfur mikill áhugamaður um sína íþrótt og stundar hana af kappi. Jú eigandi og yfirmaður CrossFit samtakanna er líka í þrusu formi og svo góðu formi að hann gaf færi á sér og tók sjálfan sig upp við að gera fyrstu æfinguna sem keppt verið í á heimsleikunum í ár. Fyrsta grein heimsleikanna í ár verður æfing sem ber vinalega nafnið Friendly Fran en hún er samt ekki svo vinaleg heldur reynir hún vel á. Þetta er lyftingagrein þar sem karlarnir lyfta 52 kílóum og konurnar lyfti 39 kílói 21 sinni (thrusters) og fylgja því síðan eftir með því að hífa sig upp á slá 21 sinni (chest-to-bar pull-ups). Það eru síðan þrjár umferðir af þessu. Eric Roza setti inn myndband af sér á CrossFit síðuna þar sem sjá má hann gera þessa æfingu. Roza kláraði hana á 8 mínútum og 43 sekúndum. Það verður fróðlegt að sjá það í dag hvort allir 60 keppendurnir á heimsleikunum takist að slá honum við. Hér fyrir neðan má sjá myndband sem var sett saman af Eric Roza að klára Friendly Fran æfinguna. watch on YouTube CrossFit Mest lesið Paquetá kallar eftir stuðningi frá enska knattspyrnusambandinu Fótbolti Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Handbolti Stefán Teitur og félagar eiga raunhæfa möguleika á að komast áfram Fótbolti Hvað verður um Antonio Brown? Sport Ýmir Örn: Markmiðið að komast í Ólympíuumspilið Handbolti Sjáðu allar bestu vörslur umferðarinnar Fótbolti „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Körfubolti Jones ber mikla virðingu fyrir Calzaghe Sport Kolbeinn enn ósigraður eftir að hafa rotað Martinez Sport Segja Andra Lucas til sölu Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu allar bestu vörslur umferðarinnar Paquetá kallar eftir stuðningi frá enska knattspyrnusambandinu Leiktímarnir í milliriðlinum klárir „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Leik Ajax og Groningen aflýst vegna óhóflegrar flugeldanotkunar Ágúst Eðvald heim í Þór Skýrsla Ágústs: Góðir möguleikar í milliriðlinum Ítalir hleyptu D-riðlinum upp í loft Viking norskur meistari í fyrsta sinn síðan 1991 Verstappen stal sigrinum og allt galopið fyrir lokakeppnina „Eiga eftir að hjálpa okkur helling og skila okkur miklu“ „Það kom aldrei neitt annað til greina“ „Alltaf gaman að fara upp og negla“ Mæta Færeyjum í milliriðli Sjáðu fíflaganginn hjá Paquetá: Fékk tvö gul með 54 sekúndna millibili Enn einn sigur Villa og Mávarnir á flugi Sanngjarnt jafntefli niðurstaðan Uppgjörið: Ísland - Bretland 84-90 | Þungt tap í Höllinni Fyrsta deildarmark Isaks kom í langþráðum sigri Uppgjörið: Ísland - Úrúgvæ 33-19 | Stórsigur og Íslendingar í milliriðil „Mikilvægi Zirkzee fólst ekki bara í markinu“ Endurkomusigur United á Selhurst Park Sami hópur og síðast Spilar þrátt fyrir að vera í krabbameinsmeðferð: „Sé fyrir endann á þessu“ „Aðeins öðruvísi handbolti“ Sjáðu skallamark Andra Lucasar gegn Wrexham Stelpunum okkar fjölgar fyrir leik dagsins Kolbeinn enn ósigraður eftir að hafa rotað Martinez Segir að Dorgu sé að farast úr stressi í hvert sinn sem hann fær boltann Halli Egils og Alexander í úrslit: „Skal árita sokkinn minn á eftir“ Sjá meira
Eric Roza tók við stjórninni í CrossFit samtökunum eftir stormasamt sumar og í dag hefjast fyrstu heimsleikarnir í stjórnartíð hans. Roza ákvað að gefa tóninn með sérstökum hætti en hann hefur þegar breytt algjörlega andrúmsloftinu í CrossFit heiminum eftir mikið óveður í stjórnartíð Greg Glassman. Það er heldur betur óvanalegt að sjá yfirmann sinnar íþróttar svitna á gólfinu. Það er enginn að fara að sjá forseta Alþjóða knattspyrnusambandsins, Alþjóða frjálsíþróttasambandsins, Alþjóða sundsambandsins eða Alþjóða körfuboltasambandsins reyna sig mikið í sínum íþróttagreinum á opinberum vettvangi. Margir þeirra áttu vissulega sinn ferill í íþróttinni en skórnir eru fyrir löngu komnir upp á hillu. Ef að fyrrnefndir forsetar reyna sig við sína íþrótt þá gera þeir það örugglega á bak við luktar dyr og alls ekki þegar það er verið að taka þá upp. Eric Roza Demonstrates Friendly Fran, The First Event From 2020 CrossFit Games https://t.co/on6DFicfE5 #bodybuilding #fitness— Fitness Volt (@fitness_volt) September 17, 2020 Eric Roza er ekki hins vegar enginn venjulegur yfirmaður eða eigandi. Nýi CrossFit stjórinn er sjálfur mikill áhugamaður um sína íþrótt og stundar hana af kappi. Jú eigandi og yfirmaður CrossFit samtakanna er líka í þrusu formi og svo góðu formi að hann gaf færi á sér og tók sjálfan sig upp við að gera fyrstu æfinguna sem keppt verið í á heimsleikunum í ár. Fyrsta grein heimsleikanna í ár verður æfing sem ber vinalega nafnið Friendly Fran en hún er samt ekki svo vinaleg heldur reynir hún vel á. Þetta er lyftingagrein þar sem karlarnir lyfta 52 kílóum og konurnar lyfti 39 kílói 21 sinni (thrusters) og fylgja því síðan eftir með því að hífa sig upp á slá 21 sinni (chest-to-bar pull-ups). Það eru síðan þrjár umferðir af þessu. Eric Roza setti inn myndband af sér á CrossFit síðuna þar sem sjá má hann gera þessa æfingu. Roza kláraði hana á 8 mínútum og 43 sekúndum. Það verður fróðlegt að sjá það í dag hvort allir 60 keppendurnir á heimsleikunum takist að slá honum við. Hér fyrir neðan má sjá myndband sem var sett saman af Eric Roza að klára Friendly Fran æfinguna. watch on YouTube
CrossFit Mest lesið Paquetá kallar eftir stuðningi frá enska knattspyrnusambandinu Fótbolti Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Handbolti Stefán Teitur og félagar eiga raunhæfa möguleika á að komast áfram Fótbolti Hvað verður um Antonio Brown? Sport Ýmir Örn: Markmiðið að komast í Ólympíuumspilið Handbolti Sjáðu allar bestu vörslur umferðarinnar Fótbolti „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Körfubolti Jones ber mikla virðingu fyrir Calzaghe Sport Kolbeinn enn ósigraður eftir að hafa rotað Martinez Sport Segja Andra Lucas til sölu Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu allar bestu vörslur umferðarinnar Paquetá kallar eftir stuðningi frá enska knattspyrnusambandinu Leiktímarnir í milliriðlinum klárir „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Leik Ajax og Groningen aflýst vegna óhóflegrar flugeldanotkunar Ágúst Eðvald heim í Þór Skýrsla Ágústs: Góðir möguleikar í milliriðlinum Ítalir hleyptu D-riðlinum upp í loft Viking norskur meistari í fyrsta sinn síðan 1991 Verstappen stal sigrinum og allt galopið fyrir lokakeppnina „Eiga eftir að hjálpa okkur helling og skila okkur miklu“ „Það kom aldrei neitt annað til greina“ „Alltaf gaman að fara upp og negla“ Mæta Færeyjum í milliriðli Sjáðu fíflaganginn hjá Paquetá: Fékk tvö gul með 54 sekúndna millibili Enn einn sigur Villa og Mávarnir á flugi Sanngjarnt jafntefli niðurstaðan Uppgjörið: Ísland - Bretland 84-90 | Þungt tap í Höllinni Fyrsta deildarmark Isaks kom í langþráðum sigri Uppgjörið: Ísland - Úrúgvæ 33-19 | Stórsigur og Íslendingar í milliriðil „Mikilvægi Zirkzee fólst ekki bara í markinu“ Endurkomusigur United á Selhurst Park Sami hópur og síðast Spilar þrátt fyrir að vera í krabbameinsmeðferð: „Sé fyrir endann á þessu“ „Aðeins öðruvísi handbolti“ Sjáðu skallamark Andra Lucasar gegn Wrexham Stelpunum okkar fjölgar fyrir leik dagsins Kolbeinn enn ósigraður eftir að hafa rotað Martinez Segir að Dorgu sé að farast úr stressi í hvert sinn sem hann fær boltann Halli Egils og Alexander í úrslit: „Skal árita sokkinn minn á eftir“ Sjá meira