Íslenski landsliðsmaðurinn Hólmar Örn Eyjólfsson er genginn til liðs við Rosenborg í annað sinn á ferlinum. Þetta staðfestir félagið á heimasíðu sinni í morgun.
Hólmar hefur undanfarin þrjú ár leikið með Levski Sofia í Búlgaríu en hann lék með Rosenborg á árunum 2014-2017.
Hólmar, sem er þrítugur, vann norska meistaratitilinn tvisvar á sínum tíma með Rosenborg. Liðið er núna í fjórða sæti í norsku úrvalsdeildinni þegar 17 umferðir eru búnar af þeirri keppni.