Gagnrýnir Kína harðlega fyrir heræfingar Samúel Karl Ólason skrifar 20. september 2020 14:00 Tsai Ing-wen, forseti Taívan. AP/Forsetaembætti Taívan Tsai Ing-wen, forseti Taívan, segir það að kínverskum herþotum hafi verið flogið að eyríkinu tvisvar sinnum á síðustu dögum, sé til marks um þá ógn sem ríkjum í austurhluta Asíu stafi af Kína. Hún segir það í það minnsta hafa sannfært íbúa Taívan um raunverulegt eðli ríkisstjórnar Kína. Bæði á föstudaginn og laugardaginn var herþotum flogið yfir Taívansund og inn í lofthelgi eyríkisins. Á sama tíma standa heræfingar herafla Kína yfir við sundið. Háttsettur embættismaður frá Bandaríkjunum heimsótti Taívan fyrir helgi og hafa yfirvöld í Peking brugðist reið við þeirri heimsókn og öðrum ummerkjum um aukin opinber samskipti Bandaríkjanna og Taívan. Talsmaður utanríkisráðuneytis Kína sagði á föstudaginn að „þeir sem leika sér að eldi munu brenna sig.“ Þar að auki birti flugher Kína myndband í gær sem sýndi sprengjuflugvél, sem getur borið kjarnorkuvopn, flogið að herstöð. Virtist sem að verið væri að æfa árás á herstöð Bandaríkjanna í Gvam. Tsai ræddi við blaðamenn í morgun og fordæmdi hún heræfingar Kína. Hún sagði þær skaða ímynd Kína út á við og væru til þess fengnar að yfirvöld í Taívan grípi til aukinna varna gegn Kína. „Þar að auki hafa önnur ríki á svæðinu öðlast betri skilning á þeirri ógn sem stafar af Kína,“ sagði hún. „Kínversku kommúnistarnir þurfa að halda aftur af sér, ekki ögra.“ Yfirvöld í Kína líta á Taívan sem eigið landsvæði og hafa jafnvel hótað að ná þar tökum með valdi. Taívan hefur verið með heimastjórn frá 1950 og er í reynd sjálfstætt þrátt fyrir að hafa aldrei lýst formlega yfir sjálfstæði frá Kína. Sjálfstæðissinnum hefur þó verið að vaxa ásmegin í Taívan á undanförnum árum. Ríkismiðlar í Kína birtu í morgun ummæli Wang Yang, sem er fjórði æðsti embættismaður Kommúnistaflokks Kína samkvæmt Reuters. Hann ítrekaði að Taívan yrði aldrei sjálfstætt og að eyríkið ætti ekki að reiða sig á útlendinga. Wang sagði einni að Kommúnistaflokkurinn myndi aldrei sætta sig við ógnir gagnvart fullveldi og öryggi Kína. Taívan Kína Bandaríkin Tengdar fréttir Segja Kína ekki geta ráðist á Taívan strax Varnarmálaráðuneyti Taívan segir að þó að geta herafla Kína hafi aukist til muna, hafi Kínverjar enn ekki burði til að gera allsherjar innrás í Taívan. 31. ágúst 2020 14:20 Skutu eldflaugum í Suður-Kínahaf Her Kína skaut í gær eldflaugum í Suður-Kínahaf, degi eftir að Bandaríkin flugu njósnaflugvél yfir svæðið, þar sem flotaæfingar Kínverja fara nú fram. Meðal eldflauganna sem skotið var á loft voru eldflaugar sem eru hannaðar til að granda flugmóðurskipum í allt að fjögur þúsund kílómetra fjarlægð. 27. ágúst 2020 16:15 Spennan stigmagnast í Taívansundi Undanfarnar þrjár vikur hafa yfirvöld í Kína tilkynnt fjórar nýjar heræfingar við strendur landsins. Æfingarnar, og aðrar, eru sagðar vera til komnar vegna „öryggisástandsins hinum megin við Taívansund“. 26. ágúst 2020 14:05 Kína erfiðari andstæðingur en Sovétríkin Vegna efnagsburða Kína er ríkið að mörgu leyti öflugari andstæðingur Bandaríkjanna en Sovétríkin voru á sínum tíma. 12. ágúst 2020 18:42 Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fleiri fréttir Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls Sjá meira
Tsai Ing-wen, forseti Taívan, segir það að kínverskum herþotum hafi verið flogið að eyríkinu tvisvar sinnum á síðustu dögum, sé til marks um þá ógn sem ríkjum í austurhluta Asíu stafi af Kína. Hún segir það í það minnsta hafa sannfært íbúa Taívan um raunverulegt eðli ríkisstjórnar Kína. Bæði á föstudaginn og laugardaginn var herþotum flogið yfir Taívansund og inn í lofthelgi eyríkisins. Á sama tíma standa heræfingar herafla Kína yfir við sundið. Háttsettur embættismaður frá Bandaríkjunum heimsótti Taívan fyrir helgi og hafa yfirvöld í Peking brugðist reið við þeirri heimsókn og öðrum ummerkjum um aukin opinber samskipti Bandaríkjanna og Taívan. Talsmaður utanríkisráðuneytis Kína sagði á föstudaginn að „þeir sem leika sér að eldi munu brenna sig.“ Þar að auki birti flugher Kína myndband í gær sem sýndi sprengjuflugvél, sem getur borið kjarnorkuvopn, flogið að herstöð. Virtist sem að verið væri að æfa árás á herstöð Bandaríkjanna í Gvam. Tsai ræddi við blaðamenn í morgun og fordæmdi hún heræfingar Kína. Hún sagði þær skaða ímynd Kína út á við og væru til þess fengnar að yfirvöld í Taívan grípi til aukinna varna gegn Kína. „Þar að auki hafa önnur ríki á svæðinu öðlast betri skilning á þeirri ógn sem stafar af Kína,“ sagði hún. „Kínversku kommúnistarnir þurfa að halda aftur af sér, ekki ögra.“ Yfirvöld í Kína líta á Taívan sem eigið landsvæði og hafa jafnvel hótað að ná þar tökum með valdi. Taívan hefur verið með heimastjórn frá 1950 og er í reynd sjálfstætt þrátt fyrir að hafa aldrei lýst formlega yfir sjálfstæði frá Kína. Sjálfstæðissinnum hefur þó verið að vaxa ásmegin í Taívan á undanförnum árum. Ríkismiðlar í Kína birtu í morgun ummæli Wang Yang, sem er fjórði æðsti embættismaður Kommúnistaflokks Kína samkvæmt Reuters. Hann ítrekaði að Taívan yrði aldrei sjálfstætt og að eyríkið ætti ekki að reiða sig á útlendinga. Wang sagði einni að Kommúnistaflokkurinn myndi aldrei sætta sig við ógnir gagnvart fullveldi og öryggi Kína.
Taívan Kína Bandaríkin Tengdar fréttir Segja Kína ekki geta ráðist á Taívan strax Varnarmálaráðuneyti Taívan segir að þó að geta herafla Kína hafi aukist til muna, hafi Kínverjar enn ekki burði til að gera allsherjar innrás í Taívan. 31. ágúst 2020 14:20 Skutu eldflaugum í Suður-Kínahaf Her Kína skaut í gær eldflaugum í Suður-Kínahaf, degi eftir að Bandaríkin flugu njósnaflugvél yfir svæðið, þar sem flotaæfingar Kínverja fara nú fram. Meðal eldflauganna sem skotið var á loft voru eldflaugar sem eru hannaðar til að granda flugmóðurskipum í allt að fjögur þúsund kílómetra fjarlægð. 27. ágúst 2020 16:15 Spennan stigmagnast í Taívansundi Undanfarnar þrjár vikur hafa yfirvöld í Kína tilkynnt fjórar nýjar heræfingar við strendur landsins. Æfingarnar, og aðrar, eru sagðar vera til komnar vegna „öryggisástandsins hinum megin við Taívansund“. 26. ágúst 2020 14:05 Kína erfiðari andstæðingur en Sovétríkin Vegna efnagsburða Kína er ríkið að mörgu leyti öflugari andstæðingur Bandaríkjanna en Sovétríkin voru á sínum tíma. 12. ágúst 2020 18:42 Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fleiri fréttir Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls Sjá meira
Segja Kína ekki geta ráðist á Taívan strax Varnarmálaráðuneyti Taívan segir að þó að geta herafla Kína hafi aukist til muna, hafi Kínverjar enn ekki burði til að gera allsherjar innrás í Taívan. 31. ágúst 2020 14:20
Skutu eldflaugum í Suður-Kínahaf Her Kína skaut í gær eldflaugum í Suður-Kínahaf, degi eftir að Bandaríkin flugu njósnaflugvél yfir svæðið, þar sem flotaæfingar Kínverja fara nú fram. Meðal eldflauganna sem skotið var á loft voru eldflaugar sem eru hannaðar til að granda flugmóðurskipum í allt að fjögur þúsund kílómetra fjarlægð. 27. ágúst 2020 16:15
Spennan stigmagnast í Taívansundi Undanfarnar þrjár vikur hafa yfirvöld í Kína tilkynnt fjórar nýjar heræfingar við strendur landsins. Æfingarnar, og aðrar, eru sagðar vera til komnar vegna „öryggisástandsins hinum megin við Taívansund“. 26. ágúst 2020 14:05
Kína erfiðari andstæðingur en Sovétríkin Vegna efnagsburða Kína er ríkið að mörgu leyti öflugari andstæðingur Bandaríkjanna en Sovétríkin voru á sínum tíma. 12. ágúst 2020 18:42