Óskar: Ólíkt okkur þá halda þeir skipulaginu sínu í 90 mínútur Árni Jóhannsson skrifar 21. september 2020 21:59 Óskar Hrafn á hliðarlínunni í vesturbænum fyrr í sumar. vísir/bára Þjálfari Breiðabliks tók sér góðar 15 sekúndur í að hugsa sig um áður en hann svaraði spurningu blaðamanns um hvað hefði farið úrskeiðis í kvöld. Hans menn töpuðu í þriðja skipti í sumar og virðast ekki hafa neitt í ríkjandi Íslandsmeistara. „KR-ingar eru með gott lið. Eru agaðir og ólíkt okkur þá halda þeir skipulaginu sínu í 90 mínútur en við hinsvegar höfum þá tilhneigingu, þegar hlutirnir ganga ekki alveg eins og okkur langar til þess að þeir gangi, þá höfum við tilhneigingu til þess að fara einhverja aðra hluti. Fara út úr skipulaginu, vera óagaðir.“ „Það er stóri munurinn á þessum tveimur liðum. Annað liðið hefur trú á skipulaginu sínu og hinir eru, sem sagt við, erum helvíti fljótir að fara út úr því sem er lagt fyrir. Við áttum fyrri hálfleikinn eins og hann lagði sig en þú færð ofboðslega lítið fyrir að eiga einn hálfleik þar sem þú skorar ekki. Það er lítið annað hægt að gera en að óska KR til hamingju með sigurinn, þeir sýndu karakter eftir erfiðara prógrammi heldur en við. Eru þreyttir eftir Eistlandsferð og vinnustaðasóttkví þannig að þetta var bara vel gert hjá þeim.“ Óskar var þá spurður að því að vinnan fyrir næsta tímabil væri að kenna mönnum að halda skipulagi því nú væru þeir búnir að stimpla sig algjörlega út úr titilbaráttunni. „Já já, stimpla okkur út. Ef við við getum ekki haldið skipulagi í 90 mínútur þá erum við væntanlega búnir að stimpla okkur út úr öllu og hvaða baráttu sem þú vilt kalla það. Það eru svo sem átta leikir eftir og við höfum ekki langan tíma til að syrgja þessar 90 mínútur. Við þurfum að rífa okkur upp og vera klárir þegar Stjarnan kemur í heimsókn á fimmtudaginn. Það er samt alveg ljóst að við þurfum að vera agaðari, þolinmóðari og þá sérstaklega á móti þessum liðum sem eru í kringum okkur og ef við erum það ekki þá endar þetta bara eins og þetta endaði í kvöld og seinast þegar KR-ingar voru í heimsókn og á sunnudaginn seinasta. Við munum tapa leikjum ef við höldum ekki skipulagi og höldum ekki aga.“ Að lokum var Óskar spurður út í það hvort hann gæti tekið eitthvað jákvætt út úr leiknum. „Já já, það er alveg hægt að taka fyrri hálfleikinn út á vellinum. Við vorum vel spilandi og vorum að opna þá auðveldlega og fengum færi sem við nýttum ekki. Bragurinn var góður á okkur í fyrri hálfleik. Vandamálið er bara að fótboltaleikur er 90 mínútur og það gefur manni ekkert að vera fínn í 45. Með því að missa þolinmæðina og missa agann og missa skipulagið þá færðum við KR yfirhöndina. Eitthvað sem þeir þáðu með þökkum og þegar á öllu er á botninn hvolft þá var þetta bara sanngjarn sigur og lítið meira um það að segja“. Pepsi Max-deild karla Breiðablik Tengdar fréttir Leik lokið: Breiðablik - KR 0-2 | Hreðjartak KR á Blikum KR hefur unnið Breiðablik örugglega í þrígang í sumar. 21. september 2020 21:08 Mest lesið EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan Fótbolti United boðið að skrapa botninn á tunnunni Fótbolti Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Formúla 1 Hélt fótboltabúðir fyrir hinsegin ungmenni Sport Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Körfubolti Sengun í fantaformi í sumarfríinu Körfubolti Algjörir yfirburðir PSG gegn Real Madrid Fótbolti Djokovic í undanúrslit í fjórtánda sinn Sport Landsliðsþjálfaranum létt og spenna í hópnum Sport Fleiri fréttir Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Varð fullorðinn úti „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Sjá meira
Þjálfari Breiðabliks tók sér góðar 15 sekúndur í að hugsa sig um áður en hann svaraði spurningu blaðamanns um hvað hefði farið úrskeiðis í kvöld. Hans menn töpuðu í þriðja skipti í sumar og virðast ekki hafa neitt í ríkjandi Íslandsmeistara. „KR-ingar eru með gott lið. Eru agaðir og ólíkt okkur þá halda þeir skipulaginu sínu í 90 mínútur en við hinsvegar höfum þá tilhneigingu, þegar hlutirnir ganga ekki alveg eins og okkur langar til þess að þeir gangi, þá höfum við tilhneigingu til þess að fara einhverja aðra hluti. Fara út úr skipulaginu, vera óagaðir.“ „Það er stóri munurinn á þessum tveimur liðum. Annað liðið hefur trú á skipulaginu sínu og hinir eru, sem sagt við, erum helvíti fljótir að fara út úr því sem er lagt fyrir. Við áttum fyrri hálfleikinn eins og hann lagði sig en þú færð ofboðslega lítið fyrir að eiga einn hálfleik þar sem þú skorar ekki. Það er lítið annað hægt að gera en að óska KR til hamingju með sigurinn, þeir sýndu karakter eftir erfiðara prógrammi heldur en við. Eru þreyttir eftir Eistlandsferð og vinnustaðasóttkví þannig að þetta var bara vel gert hjá þeim.“ Óskar var þá spurður að því að vinnan fyrir næsta tímabil væri að kenna mönnum að halda skipulagi því nú væru þeir búnir að stimpla sig algjörlega út úr titilbaráttunni. „Já já, stimpla okkur út. Ef við við getum ekki haldið skipulagi í 90 mínútur þá erum við væntanlega búnir að stimpla okkur út úr öllu og hvaða baráttu sem þú vilt kalla það. Það eru svo sem átta leikir eftir og við höfum ekki langan tíma til að syrgja þessar 90 mínútur. Við þurfum að rífa okkur upp og vera klárir þegar Stjarnan kemur í heimsókn á fimmtudaginn. Það er samt alveg ljóst að við þurfum að vera agaðari, þolinmóðari og þá sérstaklega á móti þessum liðum sem eru í kringum okkur og ef við erum það ekki þá endar þetta bara eins og þetta endaði í kvöld og seinast þegar KR-ingar voru í heimsókn og á sunnudaginn seinasta. Við munum tapa leikjum ef við höldum ekki skipulagi og höldum ekki aga.“ Að lokum var Óskar spurður út í það hvort hann gæti tekið eitthvað jákvætt út úr leiknum. „Já já, það er alveg hægt að taka fyrri hálfleikinn út á vellinum. Við vorum vel spilandi og vorum að opna þá auðveldlega og fengum færi sem við nýttum ekki. Bragurinn var góður á okkur í fyrri hálfleik. Vandamálið er bara að fótboltaleikur er 90 mínútur og það gefur manni ekkert að vera fínn í 45. Með því að missa þolinmæðina og missa agann og missa skipulagið þá færðum við KR yfirhöndina. Eitthvað sem þeir þáðu með þökkum og þegar á öllu er á botninn hvolft þá var þetta bara sanngjarn sigur og lítið meira um það að segja“.
Pepsi Max-deild karla Breiðablik Tengdar fréttir Leik lokið: Breiðablik - KR 0-2 | Hreðjartak KR á Blikum KR hefur unnið Breiðablik örugglega í þrígang í sumar. 21. september 2020 21:08 Mest lesið EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan Fótbolti United boðið að skrapa botninn á tunnunni Fótbolti Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Formúla 1 Hélt fótboltabúðir fyrir hinsegin ungmenni Sport Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Körfubolti Sengun í fantaformi í sumarfríinu Körfubolti Algjörir yfirburðir PSG gegn Real Madrid Fótbolti Djokovic í undanúrslit í fjórtánda sinn Sport Landsliðsþjálfaranum létt og spenna í hópnum Sport Fleiri fréttir Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Varð fullorðinn úti „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Sjá meira
Leik lokið: Breiðablik - KR 0-2 | Hreðjartak KR á Blikum KR hefur unnið Breiðablik örugglega í þrígang í sumar. 21. september 2020 21:08