Ævisaga á leiðinni um Herra Hnetusmjör: „Ég er besti rappari á Íslandi“ Stefán Árni Pálsson skrifar 22. september 2020 10:30 Hann var á góðri leið með að lenda á vondum stað en sneri við blaðinu áður en það varð of seint og segir að trúin og nýja barnið haldi honum á mottunni. Í Íslandi í dag í gærkvöldi fengu áhorfendur að kynnast Hr. Hnetusmjöri sem heitir reyndar Árni Páll Árnason og er að eigin sögn besti rappari landsins. „Ég var alltaf bekkjartrúðurinn og kannski smá vesen á mér en ekkert til að hafa áhyggjur af,“ segir Herra Hnetusmjör sem langaði að verða fréttamaður þegar hann var yngri. „Þegar ég gef út fyrsta lagið mitt er ég sautján ára gamall og er bara í menntaskóla að djamma. Markhópurinn sem greip lagið voru bara sautján ára krakkar í menntaskóla að djamma,“ segir rapparinn og á hann þar við lagið Elías. Átrúnaðargoð hans eru Snoop Dogg, Akon, Eminem, 50 Cent og Rick Ross. Hann hefur gríðarlega trú á sjálfum sér. Eitrað umhverfi „Mér finnst ég vera besti rappari á Íslandi en ég held að hinum röppurunum á Íslandi finnist þeir vera bestir á Íslandi. Þetta er frekar eitrað umhverfi, rappheimurinn og þú verður bara að vera bestur.“ Hann var aðeins fimmtán ára þegar hann byrjaði að fikta við vímuefni. „Ég var heima hjá félaga mínum að prófa kannabis. Svo var það í menntaskóla þegar ég byrjaði að fikta með áfengi og síðan var þetta bara verra og verra og ég var mjög fljótur að klára mig.“ Hann segir sögu af því að þegar hann var nýorðinn átján ára braust hann inn í húsnæði í Hveragerði. Árni og fjölskyldan. „Ég var þarna á djamminu og labbaði inn í vitlaust hús eða í raun braut upp hurðina. Ég var ekki í rosalega góðu ástandi og það hafði einhverja eftir mála og það fór einhver status í gang á Facebook þar sem það var einhver var að deila frásögn að það hefði einhver maður brotist inn til sín,“ segir Árni en hann hafði samt sem áður samband við konuna sem hann braust inn til og baðst afsökunar og vildi fá að borga skaðann sem hann hafði valdið. Um ári síðar fór hann í meðferð og hefur verið edrú síðan. Fjögur ár edrú „Edrúdagurinn minn er 21. nóvember 2016,“ segir rapparinn sem kynntist í framhaldinu kærustunni sinni og í dag eiga þau saman sjö mánaða son. „Ég er búinn að búa til rétt undir hundrað lög og búinn að gefa út mikið af tónlist. Ég er að halda tónleika 3. október í Háskólabíó, sitjandi gigg með hljómsveit og ég er mjög spenntur fyrir því. En það sem enginn veit er að ég er að vinna í ævisögu og hún kemur út núna fyrir jól. Bjartur og veröld gefur hana út og Sóli Hólm er að skrifa hana. Þar fær lesandinn að heyra allt og ég dreg mig ekki jafn mikið til hlés í bókinni.“ Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni. Ísland í dag Tónlist Mest lesið Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton Lífið Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Lífið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið „Pabbi minn gaf okkur saman“ Lífið Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Lífið Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? Lífið Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Menning „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Lífið Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Lífið Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Lífið Fleiri fréttir Tugmillljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Sjá meira
Hann var á góðri leið með að lenda á vondum stað en sneri við blaðinu áður en það varð of seint og segir að trúin og nýja barnið haldi honum á mottunni. Í Íslandi í dag í gærkvöldi fengu áhorfendur að kynnast Hr. Hnetusmjöri sem heitir reyndar Árni Páll Árnason og er að eigin sögn besti rappari landsins. „Ég var alltaf bekkjartrúðurinn og kannski smá vesen á mér en ekkert til að hafa áhyggjur af,“ segir Herra Hnetusmjör sem langaði að verða fréttamaður þegar hann var yngri. „Þegar ég gef út fyrsta lagið mitt er ég sautján ára gamall og er bara í menntaskóla að djamma. Markhópurinn sem greip lagið voru bara sautján ára krakkar í menntaskóla að djamma,“ segir rapparinn og á hann þar við lagið Elías. Átrúnaðargoð hans eru Snoop Dogg, Akon, Eminem, 50 Cent og Rick Ross. Hann hefur gríðarlega trú á sjálfum sér. Eitrað umhverfi „Mér finnst ég vera besti rappari á Íslandi en ég held að hinum röppurunum á Íslandi finnist þeir vera bestir á Íslandi. Þetta er frekar eitrað umhverfi, rappheimurinn og þú verður bara að vera bestur.“ Hann var aðeins fimmtán ára þegar hann byrjaði að fikta við vímuefni. „Ég var heima hjá félaga mínum að prófa kannabis. Svo var það í menntaskóla þegar ég byrjaði að fikta með áfengi og síðan var þetta bara verra og verra og ég var mjög fljótur að klára mig.“ Hann segir sögu af því að þegar hann var nýorðinn átján ára braust hann inn í húsnæði í Hveragerði. Árni og fjölskyldan. „Ég var þarna á djamminu og labbaði inn í vitlaust hús eða í raun braut upp hurðina. Ég var ekki í rosalega góðu ástandi og það hafði einhverja eftir mála og það fór einhver status í gang á Facebook þar sem það var einhver var að deila frásögn að það hefði einhver maður brotist inn til sín,“ segir Árni en hann hafði samt sem áður samband við konuna sem hann braust inn til og baðst afsökunar og vildi fá að borga skaðann sem hann hafði valdið. Um ári síðar fór hann í meðferð og hefur verið edrú síðan. Fjögur ár edrú „Edrúdagurinn minn er 21. nóvember 2016,“ segir rapparinn sem kynntist í framhaldinu kærustunni sinni og í dag eiga þau saman sjö mánaða son. „Ég er búinn að búa til rétt undir hundrað lög og búinn að gefa út mikið af tónlist. Ég er að halda tónleika 3. október í Háskólabíó, sitjandi gigg með hljómsveit og ég er mjög spenntur fyrir því. En það sem enginn veit er að ég er að vinna í ævisögu og hún kemur út núna fyrir jól. Bjartur og veröld gefur hana út og Sóli Hólm er að skrifa hana. Þar fær lesandinn að heyra allt og ég dreg mig ekki jafn mikið til hlés í bókinni.“ Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni.
Ísland í dag Tónlist Mest lesið Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton Lífið Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Lífið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið „Pabbi minn gaf okkur saman“ Lífið Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Lífið Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? Lífið Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Menning „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Lífið Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Lífið Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Lífið Fleiri fréttir Tugmillljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Sjá meira