Samfélagsmiðlar loga: „Þau eru hjá mér“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 22. september 2020 10:59 Egypska fjölskyldan. Hjón með fjögur börn sem hafa dvalið hér á landi í rúmlega tvö ár. Vísir/Nadine „Jæja, þá eru egypsku krakkarnir komnir í háttinn og við fullorðna fólkið getum slakað á.“ Þetta skrifar Haukur nokkur Guðmundsson, Facebook-notandi, sem er einn fjölmargra sem tjá sig undir myllumerkinu #þaueruhjámér. Vísar hann til egypsku Khedr-fjölskyldunnar sem fer huldu höfði hér á landi. Má ætla af færslunni að fjölskyldan sé í góðu yfirlæti hjá Hauki. Hægt væri að kalla færslur á borð við Hauks afvegaleiðingu vegna leitar lögreglu en réttara væri líklega að segja að um stuðningsyfirlýsingu sé að ræða vegna egypsku fjölskyldunnar sem stoðdeild ríkislögreglustjóra hefur lýst eftir. Til stóð að vísa Khedr-fjölskyldunni, foreldrum og fjórum börnum þeirra, úr landi á miðvikudag. Fjölskyldan var farin í felur þegar fulltrúar stoðdeildar mættu til að fylgja henni úr landi. Fjölskyldan er því talin dvelja hér enn. Áslaug Arna var spurð út í stöðu mála eftir ríkisstjórnarfund í morgun. Stoðdeild ríkislögreglustjóra sendi í gærkvöldi frá sér tilkynningu þar sem formlega er lýst eftir Khedr-fjölskyldunni. Magnús Davíð Norðdahl, lögmaður fjölskyldunnar, lagði í gær fram stefnu og beiðni um flýtimeðferð í máli fjölskyldunnar fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur. Hann segir stjórnvöld ekki hafa framkvæmt sjálfstætt og heildstætt mat á hagsmunum barnanna. Stoðdeild lögreglu óskaði eftir ábendingum frá almenningi: „Þeir sem geta gefið upplýsingar um ferðir fjölskyldunnar eða vita hvar hún er niðurkomin eru beðnir um að hafa samband í gegnum netfangið stoddeild@logreglan.is,“ segir í tilkynningunni. Fjölmargir hafa orðið við beiðninni og fullyrða að fjölskyldan haldi til hjá sér. Að neðan má sjá brot af færslunum á samfélagsmiðlum. Þessar elskur dvelja í góðu yfirlæti í Grafarvogi. #Þaueruhjamer pic.twitter.com/O4pHEbDukF— 𝕰𝖌𝖎𝖑𝖑 𝕳𝖆𝖗𝖉𝖆𝖗 (@egillhardar) September 22, 2020 Yfirvöld lýsa formlega eftir egypsku fjölskyldunni. Það þarf ekkert að leita. Þau eru hjá mér. #þaueruhjámér https://t.co/CZCM0xddCk— Svala Jonsdottir (@svalaj) September 21, 2020 Við höfum það bara huggulegt hérna í Hafnarfirðinum.#þaueruhjámér pic.twitter.com/s6JWghqzxn— Sæunn I. Marinós (@saeunnim) September 21, 2020 Þau eru að ráfa upp og niður göngugötuna á Laugavegi, vissara kannski að hafa bara stöðuga lögregluvakt þar? #þaueruhjámér— Unnur Margrét (@unnurmargret) September 21, 2020 Dreymdi í nótt að egypska fjölskyldan væri fjölskyldan mín. Stoðdeildin var komin að sækja okkur og ég hef aldrei vaknað jafn hrædd. Ég hata þetta svo mikið. Nú er tíminn til að pönkast. #Þaueruhjamer pic.twitter.com/HPdoo5cQN3— Sóla Þorsteinsdóttir (@solatho) September 22, 2020 #þaueruhjámér að hlusta á Sonic Youth og ræða heima og geima.— BjarniBjarniBjarni (@HerraBRE) September 21, 2020 #þaueruhjámér á suðurlandi bara rúntandi meðfram suðurströndinni— Birna Benedikts (@BirnaBenedikts) September 21, 2020 Vitleysa, #þaueruhjamer að slaka á yfir Gilmore girls með popp og kók. https://t.co/HAe76gXyBP— Íris Ellenberger (@sverdlilja) September 21, 2020 Erum að setja Blossa í tækið og poppa #þaueruhjámér— Nr. 1 fan of Blossi/810551 (@HHjartardottir) September 21, 2020 Love on the Spectrum er fallegasta sjónvarpsefni sem ég hef séð lengi. Egypska fjölskyldan er á sama máli. #þaueruhjámér— Maja (@majarokk) September 21, 2020 Ég lánaði þeim húsbíl frænda míns. Þau eru á tjaldsvæðinu á Akranesi #þaueruhjámér— beggi dan (@beggidan) September 21, 2020 Look no further, höfum það huggulegt hérna á Válastígnum. #þaueruhjámér https://t.co/TtyREVjCJJ— Hildur ♀ (@hillldur) September 21, 2020 Þeim finnst mjög kósí í bílskúrnum okkar! #þaueruhjámér https://t.co/yFCUJ0Udg1— Reyn Alpha (@haframjolk) September 21, 2020 Það þýðir ekkert, #Þaueruhjámér í Seattle. Það er lítið um heimsóknir vegna heimsfaraldurs og nóg pláss. https://t.co/ixuzWlvVSY— Kristjana Ásbjörnsdóttir MPH&PhD (@kristjanahronn) September 21, 2020 Held ég hafi séð þau í Vesturbænum í dag. Voru með andlitsgrímur og pössuðu vel upp á tveggja metra regluna. Allt upp á tíu. #þaueruhjámér— Björg Sigurðardóttir (@bjorgksig) September 22, 2020 Brottvísun egypskrar fjölskyldu Hælisleitendur Samfélagsmiðlar Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Sjá meira
„Jæja, þá eru egypsku krakkarnir komnir í háttinn og við fullorðna fólkið getum slakað á.“ Þetta skrifar Haukur nokkur Guðmundsson, Facebook-notandi, sem er einn fjölmargra sem tjá sig undir myllumerkinu #þaueruhjámér. Vísar hann til egypsku Khedr-fjölskyldunnar sem fer huldu höfði hér á landi. Má ætla af færslunni að fjölskyldan sé í góðu yfirlæti hjá Hauki. Hægt væri að kalla færslur á borð við Hauks afvegaleiðingu vegna leitar lögreglu en réttara væri líklega að segja að um stuðningsyfirlýsingu sé að ræða vegna egypsku fjölskyldunnar sem stoðdeild ríkislögreglustjóra hefur lýst eftir. Til stóð að vísa Khedr-fjölskyldunni, foreldrum og fjórum börnum þeirra, úr landi á miðvikudag. Fjölskyldan var farin í felur þegar fulltrúar stoðdeildar mættu til að fylgja henni úr landi. Fjölskyldan er því talin dvelja hér enn. Áslaug Arna var spurð út í stöðu mála eftir ríkisstjórnarfund í morgun. Stoðdeild ríkislögreglustjóra sendi í gærkvöldi frá sér tilkynningu þar sem formlega er lýst eftir Khedr-fjölskyldunni. Magnús Davíð Norðdahl, lögmaður fjölskyldunnar, lagði í gær fram stefnu og beiðni um flýtimeðferð í máli fjölskyldunnar fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur. Hann segir stjórnvöld ekki hafa framkvæmt sjálfstætt og heildstætt mat á hagsmunum barnanna. Stoðdeild lögreglu óskaði eftir ábendingum frá almenningi: „Þeir sem geta gefið upplýsingar um ferðir fjölskyldunnar eða vita hvar hún er niðurkomin eru beðnir um að hafa samband í gegnum netfangið stoddeild@logreglan.is,“ segir í tilkynningunni. Fjölmargir hafa orðið við beiðninni og fullyrða að fjölskyldan haldi til hjá sér. Að neðan má sjá brot af færslunum á samfélagsmiðlum. Þessar elskur dvelja í góðu yfirlæti í Grafarvogi. #Þaueruhjamer pic.twitter.com/O4pHEbDukF— 𝕰𝖌𝖎𝖑𝖑 𝕳𝖆𝖗𝖉𝖆𝖗 (@egillhardar) September 22, 2020 Yfirvöld lýsa formlega eftir egypsku fjölskyldunni. Það þarf ekkert að leita. Þau eru hjá mér. #þaueruhjámér https://t.co/CZCM0xddCk— Svala Jonsdottir (@svalaj) September 21, 2020 Við höfum það bara huggulegt hérna í Hafnarfirðinum.#þaueruhjámér pic.twitter.com/s6JWghqzxn— Sæunn I. Marinós (@saeunnim) September 21, 2020 Þau eru að ráfa upp og niður göngugötuna á Laugavegi, vissara kannski að hafa bara stöðuga lögregluvakt þar? #þaueruhjámér— Unnur Margrét (@unnurmargret) September 21, 2020 Dreymdi í nótt að egypska fjölskyldan væri fjölskyldan mín. Stoðdeildin var komin að sækja okkur og ég hef aldrei vaknað jafn hrædd. Ég hata þetta svo mikið. Nú er tíminn til að pönkast. #Þaueruhjamer pic.twitter.com/HPdoo5cQN3— Sóla Þorsteinsdóttir (@solatho) September 22, 2020 #þaueruhjámér að hlusta á Sonic Youth og ræða heima og geima.— BjarniBjarniBjarni (@HerraBRE) September 21, 2020 #þaueruhjámér á suðurlandi bara rúntandi meðfram suðurströndinni— Birna Benedikts (@BirnaBenedikts) September 21, 2020 Vitleysa, #þaueruhjamer að slaka á yfir Gilmore girls með popp og kók. https://t.co/HAe76gXyBP— Íris Ellenberger (@sverdlilja) September 21, 2020 Erum að setja Blossa í tækið og poppa #þaueruhjámér— Nr. 1 fan of Blossi/810551 (@HHjartardottir) September 21, 2020 Love on the Spectrum er fallegasta sjónvarpsefni sem ég hef séð lengi. Egypska fjölskyldan er á sama máli. #þaueruhjámér— Maja (@majarokk) September 21, 2020 Ég lánaði þeim húsbíl frænda míns. Þau eru á tjaldsvæðinu á Akranesi #þaueruhjámér— beggi dan (@beggidan) September 21, 2020 Look no further, höfum það huggulegt hérna á Válastígnum. #þaueruhjámér https://t.co/TtyREVjCJJ— Hildur ♀ (@hillldur) September 21, 2020 Þeim finnst mjög kósí í bílskúrnum okkar! #þaueruhjámér https://t.co/yFCUJ0Udg1— Reyn Alpha (@haframjolk) September 21, 2020 Það þýðir ekkert, #Þaueruhjámér í Seattle. Það er lítið um heimsóknir vegna heimsfaraldurs og nóg pláss. https://t.co/ixuzWlvVSY— Kristjana Ásbjörnsdóttir MPH&PhD (@kristjanahronn) September 21, 2020 Held ég hafi séð þau í Vesturbænum í dag. Voru með andlitsgrímur og pössuðu vel upp á tveggja metra regluna. Allt upp á tíu. #þaueruhjámér— Björg Sigurðardóttir (@bjorgksig) September 22, 2020
Brottvísun egypskrar fjölskyldu Hælisleitendur Samfélagsmiðlar Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Sjá meira
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent