Körfuknattleiksdeild Njarðvíkur hefur klófest víðförlan og reynslumikinn Króata sem mun spila með liðinu í Dominos-deildinni í vetur.
Leikmaðurinn heitir Zvonko Buljan og er 33 ára gamall, 206 sentímetra miðherji. Hann hefur leikið í tíu löndum, aðallega í Evrópu en einnig í Argentínu, og lék meðal annars í EuroCup Challenge á árum sínum Þýskalandi, Kýpur, Ungverjalandi og Slóveníu. Hann varð tvöfaldur meistari í Slóveníu árið 2014.
Þess má til gamans geta að Buljan var skólabróðir Helenu Sverrisdóttur í TCU háskólanum í Bandaríkjunum á sínum tíma, en hann útskrifaðist árið 2010.