MG afhjúpar tengiltvinnbílinn HS Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 23. september 2020 07:00 MG HS tengiltvinnbíllinn. Bílaframleiðandinn MG afhjúpaði í Lundúnum í gær fyrstu ljósmyndirnar af annarri bílgerð sinni sem framleiðandinn hyggst kynna í Evrópu. Um er að ræða tengiltvinnbíl sem verður viðbót við hinn 100% rafknúna ZS EV sem kom á markað á síðasta ári í völdum löndum Evrópu. Áætlað er að MG HS komi á Evrópumarkað á fyrsta ársfjórðungi 2021. Rafknúinn akstur án áhyggja af drægninni MG HS er búinn rafknúinni aflrás og öflugri bensínvél sem vinnur snurðulaust með rafmótornum og rafhlöðu hans til að tryggja hnökralaus afköst, afl og drægni. „Reynsla ökumanna er í fyrirrúmi hjá MG,“ segir Matt Lei, forstjóri MG Motor Europe. „MG hjálpar bíleigendum að skipta yfir í „hinn rafmagnða heim“ með vel hannaðri og umhverfismeðvitaðri akstursupplifun sem er í senn hagnýt, örugg og hagkvæm. MG HS tengiltvinnbíllinn uppfyllir í senn þarfir umhverfismeðvitaða ökumannsins og meðvitaða atvinnubílstjórans. Í dag vilja ökumenn geta ekið á varanlegu rafmagni án þess að þurfa að hafa miklar áhyggjur af drægni bílsins. Þeim sem eru ekki enn tilbúnir fyrir 100% rafknúinn bíl bjóðum við tengiltvinnbílinn MG HS sem viðbót við rafknúna sportjepplinginn MG ZS EV.“ MG HS Aðgengilegur öllum MG HS er rúmgóður sportjepplingur (segment C) með tengiltvinnaflrás rafmótors og bensínvélar, sem sérstaklega var hannaður til að veita ökumönnum áhyggjulausan og umhverfisvitaðan akstur sem sé öllum aðgengilegur. MG mun í desember nk. veita frekari upplýsingar um þennan nýja tengiltvinnknúna sportjeppling samhliða áætlunum um tímasetningu markaðskynningar hans í Evrópu, sem verður mismunandi eftir löndum. Vistvænir bílar Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent
Bílaframleiðandinn MG afhjúpaði í Lundúnum í gær fyrstu ljósmyndirnar af annarri bílgerð sinni sem framleiðandinn hyggst kynna í Evrópu. Um er að ræða tengiltvinnbíl sem verður viðbót við hinn 100% rafknúna ZS EV sem kom á markað á síðasta ári í völdum löndum Evrópu. Áætlað er að MG HS komi á Evrópumarkað á fyrsta ársfjórðungi 2021. Rafknúinn akstur án áhyggja af drægninni MG HS er búinn rafknúinni aflrás og öflugri bensínvél sem vinnur snurðulaust með rafmótornum og rafhlöðu hans til að tryggja hnökralaus afköst, afl og drægni. „Reynsla ökumanna er í fyrirrúmi hjá MG,“ segir Matt Lei, forstjóri MG Motor Europe. „MG hjálpar bíleigendum að skipta yfir í „hinn rafmagnða heim“ með vel hannaðri og umhverfismeðvitaðri akstursupplifun sem er í senn hagnýt, örugg og hagkvæm. MG HS tengiltvinnbíllinn uppfyllir í senn þarfir umhverfismeðvitaða ökumannsins og meðvitaða atvinnubílstjórans. Í dag vilja ökumenn geta ekið á varanlegu rafmagni án þess að þurfa að hafa miklar áhyggjur af drægni bílsins. Þeim sem eru ekki enn tilbúnir fyrir 100% rafknúinn bíl bjóðum við tengiltvinnbílinn MG HS sem viðbót við rafknúna sportjepplinginn MG ZS EV.“ MG HS Aðgengilegur öllum MG HS er rúmgóður sportjepplingur (segment C) með tengiltvinnaflrás rafmótors og bensínvélar, sem sérstaklega var hannaður til að veita ökumönnum áhyggjulausan og umhverfisvitaðan akstur sem sé öllum aðgengilegur. MG mun í desember nk. veita frekari upplýsingar um þennan nýja tengiltvinnknúna sportjeppling samhliða áætlunum um tímasetningu markaðskynningar hans í Evrópu, sem verður mismunandi eftir löndum.
Vistvænir bílar Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent