Strax ljóst að Gísla yrði ekki bjargað Kristín Ólafsdóttir skrifar 22. september 2020 23:30 Frá vettvangi í Mehamn laugardaginn 27. apríl. TV2/Christoffer Robin Jensen Yfirlögregluþjónn sem var fyrstur á vettvang nóttina sem Gísli Þór Þórarinssyni var ráðinn bani í norska bænum Mehamn í apríl segir að strax hafi verið útséð að Gísla yrði ekki bjargað. Mikið blóð hafi verið í íbúðinni. Gunnar Jóhann Gunnarsson, hálfbróðir Gísla sem ákærður er fyrir að hafa skotið hann til bana, var ekki handtekinn fyrr en fimm og hálfum klukkutíma eftir að fyrst var tilkynnt um málið. Réttarhöld í máli Gunnars Jóhanns héldu áfram í Héraðsdómi Austur-Finnmerkur í Vadsø í morgun. Fram hefur komið að Gunnar Jóhann var reiður bróður sínum Gísla sem hafði tekið upp samband við barnsmóður Gunnars Jóhanns. Gunnar Jóhann segir skot hafa hlaupið úr haglabyssu fyrir slysni sem hafi banað Gísla. Norski staðarmiðillinn iFinnmark fylgist grannt með gangi mála í dómsal. Einar Ingilæ yfirlögregluþjónn kom fyrstur á vettvang morðsins ásamt þremur samstarfsmönnum sínum. Ingilæ lýsti því sem fyrir augu bar fyrir dómi í dag. Dyrnar að íbúð Gísla hafi verið opnar og lögreglumennirnir hafi séð móta fyrir manni, Gísla, liggjandi á ganginum inni í íbúðinni. Ingilæ lýsti því að gangurinn hafi verið útataður í blóði. Ekkert lífsmark hafi verið með manninum en sjúkraflutningamenn hafi þó reynt endurlífgun. Ingilæ sagði að eftir á að hyggja hefði hann átt að segja sjúkraflutningamönnunum að hætta. Augljóst hefði verið að Gísli væri látinn; magn blóðsins á gólfinu hefði gefið það skýrt til kynna. Lögreglumönnunum hefði jafnframt fljótt orðið ljóst að líklega væri um manndráp að ræða. Þeir hafi fljótt orðið sér úti um upplýsingar um Gunnar, sem hafði verið úrskurðaður í nálgunarbann gagnvart bróður sínum tíu dögum fyrr. Gunnar var ekki í íbúð sinni þegar lögreglu bar þar að garði síðar. Lögregla fékk loks ábendingu um að Gunnar, ásamt íslenskum vini sínum, væri staddur í húsi í Gamvik, smábæ í grennd við Mehamn. Lögregla hafi farið að húsinu og mennirnir komið til móts við lögreglumenn án vandkvæða. „Hinn grunaði segir að honum þyki fyrir þessu og að hann hafi skotið bróður sinn. Hann segir svo að vopnið sem hann notaði hafi verið skilið eftir í íbúðinni í Mehamn,“ sagði Ingilæ fyrir dómi. Gunnar var að endingu handtekinn. Aðgerðum lögreglu lauk þannig um fimm og hálfri klukkustund eftir að fyrsta tilkynning barst. Manndráp í Mehamn Noregur Tengdar fréttir Tók biblíu, haglabyssu og Captain Morgan með sér heim til Gísla Gunnar Jóhann Gunnarsson segist einungis hafa ætlað sér að hræða hálfbróður sinn nóttina sem hann hélt heim til hans, vopnaður haglabyssu og skaut hann að lokum til bana. 22. september 2020 09:23 „Annar okkar mun ekki lifa af“ Lögreglan í Finnmörk var hvorki talin hafa gert alvarleg mistök né hafa brotið gegn skyldu sinni til þess að afstýra refsiverðu broti í aðdraganda þess að Gunnar Jóhann Gunnarsson skaut hálfbróður sinn til bana í smábænum Mehamn í Noregi í apríl í fyrra. 21. september 2020 08:39 Réttarhöld hefjast yfir Gunnari Jóhanni Réttarhöld hefjast í Noregi í dag yfir 37 ára gömlum íslenskum manni, Gunnari Jóhanni Gunnarssyni, sem ákærður er fyrir að hafa af ásetningi skotið hálfbróður sinn, Gísla Þór Þórarinsson, til bana í norska smábænum Mehamn í apríl í fyrra. 21. september 2020 07:30 Mest lesið „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar að Óla Erni „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Sjá meira
Yfirlögregluþjónn sem var fyrstur á vettvang nóttina sem Gísli Þór Þórarinssyni var ráðinn bani í norska bænum Mehamn í apríl segir að strax hafi verið útséð að Gísla yrði ekki bjargað. Mikið blóð hafi verið í íbúðinni. Gunnar Jóhann Gunnarsson, hálfbróðir Gísla sem ákærður er fyrir að hafa skotið hann til bana, var ekki handtekinn fyrr en fimm og hálfum klukkutíma eftir að fyrst var tilkynnt um málið. Réttarhöld í máli Gunnars Jóhanns héldu áfram í Héraðsdómi Austur-Finnmerkur í Vadsø í morgun. Fram hefur komið að Gunnar Jóhann var reiður bróður sínum Gísla sem hafði tekið upp samband við barnsmóður Gunnars Jóhanns. Gunnar Jóhann segir skot hafa hlaupið úr haglabyssu fyrir slysni sem hafi banað Gísla. Norski staðarmiðillinn iFinnmark fylgist grannt með gangi mála í dómsal. Einar Ingilæ yfirlögregluþjónn kom fyrstur á vettvang morðsins ásamt þremur samstarfsmönnum sínum. Ingilæ lýsti því sem fyrir augu bar fyrir dómi í dag. Dyrnar að íbúð Gísla hafi verið opnar og lögreglumennirnir hafi séð móta fyrir manni, Gísla, liggjandi á ganginum inni í íbúðinni. Ingilæ lýsti því að gangurinn hafi verið útataður í blóði. Ekkert lífsmark hafi verið með manninum en sjúkraflutningamenn hafi þó reynt endurlífgun. Ingilæ sagði að eftir á að hyggja hefði hann átt að segja sjúkraflutningamönnunum að hætta. Augljóst hefði verið að Gísli væri látinn; magn blóðsins á gólfinu hefði gefið það skýrt til kynna. Lögreglumönnunum hefði jafnframt fljótt orðið ljóst að líklega væri um manndráp að ræða. Þeir hafi fljótt orðið sér úti um upplýsingar um Gunnar, sem hafði verið úrskurðaður í nálgunarbann gagnvart bróður sínum tíu dögum fyrr. Gunnar var ekki í íbúð sinni þegar lögreglu bar þar að garði síðar. Lögregla fékk loks ábendingu um að Gunnar, ásamt íslenskum vini sínum, væri staddur í húsi í Gamvik, smábæ í grennd við Mehamn. Lögregla hafi farið að húsinu og mennirnir komið til móts við lögreglumenn án vandkvæða. „Hinn grunaði segir að honum þyki fyrir þessu og að hann hafi skotið bróður sinn. Hann segir svo að vopnið sem hann notaði hafi verið skilið eftir í íbúðinni í Mehamn,“ sagði Ingilæ fyrir dómi. Gunnar var að endingu handtekinn. Aðgerðum lögreglu lauk þannig um fimm og hálfri klukkustund eftir að fyrsta tilkynning barst.
Manndráp í Mehamn Noregur Tengdar fréttir Tók biblíu, haglabyssu og Captain Morgan með sér heim til Gísla Gunnar Jóhann Gunnarsson segist einungis hafa ætlað sér að hræða hálfbróður sinn nóttina sem hann hélt heim til hans, vopnaður haglabyssu og skaut hann að lokum til bana. 22. september 2020 09:23 „Annar okkar mun ekki lifa af“ Lögreglan í Finnmörk var hvorki talin hafa gert alvarleg mistök né hafa brotið gegn skyldu sinni til þess að afstýra refsiverðu broti í aðdraganda þess að Gunnar Jóhann Gunnarsson skaut hálfbróður sinn til bana í smábænum Mehamn í Noregi í apríl í fyrra. 21. september 2020 08:39 Réttarhöld hefjast yfir Gunnari Jóhanni Réttarhöld hefjast í Noregi í dag yfir 37 ára gömlum íslenskum manni, Gunnari Jóhanni Gunnarssyni, sem ákærður er fyrir að hafa af ásetningi skotið hálfbróður sinn, Gísla Þór Þórarinsson, til bana í norska smábænum Mehamn í apríl í fyrra. 21. september 2020 07:30 Mest lesið „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar að Óla Erni „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Sjá meira
Tók biblíu, haglabyssu og Captain Morgan með sér heim til Gísla Gunnar Jóhann Gunnarsson segist einungis hafa ætlað sér að hræða hálfbróður sinn nóttina sem hann hélt heim til hans, vopnaður haglabyssu og skaut hann að lokum til bana. 22. september 2020 09:23
„Annar okkar mun ekki lifa af“ Lögreglan í Finnmörk var hvorki talin hafa gert alvarleg mistök né hafa brotið gegn skyldu sinni til þess að afstýra refsiverðu broti í aðdraganda þess að Gunnar Jóhann Gunnarsson skaut hálfbróður sinn til bana í smábænum Mehamn í Noregi í apríl í fyrra. 21. september 2020 08:39
Réttarhöld hefjast yfir Gunnari Jóhanni Réttarhöld hefjast í Noregi í dag yfir 37 ára gömlum íslenskum manni, Gunnari Jóhanni Gunnarssyni, sem ákærður er fyrir að hafa af ásetningi skotið hálfbróður sinn, Gísla Þór Þórarinsson, til bana í norska smábænum Mehamn í apríl í fyrra. 21. september 2020 07:30
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent