Navalní útskrifaður af sjúkrahúsi Atli Ísleifsson skrifar 23. september 2020 07:36 Alexei Navalní með eiginkonu sinni Júlíu, á svölum sjúkrastofu hans á Charité-sjúkrahússins í Berlín. Instagram Búið er að útskrifa rússneska stjórnarandstæðinginn Alexei Navalní af sjúkrahúsi í Berlín. AP greinir frá þessu, en hann hefur dvalið á Charité-sjúkrahúsinu í þýsku höfuðborginni frá 22. águst. Sagt er frá því á Twittersíðu sjúkrahússins að Navalní hafi verið útskrifaður í gær. Batinn hafi verið slíkur að tilefni var til að útskrifa hann. Navalní hafði verið á sjúkrahúsinu í alls 32 daga, og þar af voru 24 á gjörgæslu. Læknar telja víst að Navalní geti náð fullum bata, þó að enn sé ekki hægt að segja til um langtímaáhrif svo „mikillar eitrunar“. Veiktist hastarlega Navalní var flogið til Berlínar eftir að hann veiktist hastarlega í flugi frá Síberíu til Moskvu þann 20. ágúst. Aðstandendur hans héldu því strax fram að honum hefði verið byrlað eitur og leiddu rannsóknir þýskra, franskra og sænskra yfirvalda í ljós að um taugaeitrið novichok hafi verið að ræða. 1/2 Alexei #Navalny was yesterday discharged from inpatient care. The patient s condition had improved sufficiently for him to be discharged from acute inpatient care. Navalny had been receiving treatment at Charité for a total of 32 days, of which 24 days were spent in ...— Charité - Universitätsmedizin Berlin (@ChariteBerlin) September 23, 2020 2/2 ... intensive care. Based on the patient s progress & current condition, the treating physicians believe that complete recovery is possible. However, it remains too early to gauge the potential long-term effects of his severe poisoning. Press release: https://t.co/m0d97P3IOi— Charité - Universitätsmedizin Berlin (@ChariteBerlin) September 23, 2020 Starfslið Navalní segir að eitrinu hafi verið komið fyrir í vatnsflösku Navalní sem hann drakk úr á hótelherbergi sínu, skömmu áður en hann fór í flugið. Navalní hefur sagst ætla sér að snúa aftur til Rússlands eftir að hann nær fullum bata og halda þar pólitískri baráttu sinni áfram. Rússnesk stjórnvöld hafa verið sökuð um að bera ábyrgð á tilræðinu, en þau hafa hins vegar þvertekið fyrir að nokkuð saknæmt hafi átt sér stað. Rússland Þýskaland Eitrað fyrir Alexei Navalní Tengdar fréttir Navalní krefst þess að fá fötin sín til baka Taugaeitur fannst bæði í og á líkama Alexei Navalní, rússneska stjórnarandstöðuleiðtogans, og krefst hann þess að rússnesk yfirvöld skili honum fötum sem hann var í þegar hann féll skyndilega í dá í síðasta mánuði. 21. september 2020 15:53 Hafi innbyrt eitrið úr vatnsflösku á hótelherbergi Rússneski stjórnarandstæðingurinn Alexei Navalní er sagður hafa innbyrt taugaeitrið novichok úr vatnsflösku sem hann drakk úr á hótelherbergi sínu í síberísku borginni Tomsk en ekki á flugvellinum í borginni líkt og áður var talið. 17. september 2020 08:33 Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Skortir lækna í Breiðholti Innlent Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu Erlent Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Innlent Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Erlent Vilja ekki feita innflytjendur Erlent Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Innlent Fleiri fréttir Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Sjá meira
Búið er að útskrifa rússneska stjórnarandstæðinginn Alexei Navalní af sjúkrahúsi í Berlín. AP greinir frá þessu, en hann hefur dvalið á Charité-sjúkrahúsinu í þýsku höfuðborginni frá 22. águst. Sagt er frá því á Twittersíðu sjúkrahússins að Navalní hafi verið útskrifaður í gær. Batinn hafi verið slíkur að tilefni var til að útskrifa hann. Navalní hafði verið á sjúkrahúsinu í alls 32 daga, og þar af voru 24 á gjörgæslu. Læknar telja víst að Navalní geti náð fullum bata, þó að enn sé ekki hægt að segja til um langtímaáhrif svo „mikillar eitrunar“. Veiktist hastarlega Navalní var flogið til Berlínar eftir að hann veiktist hastarlega í flugi frá Síberíu til Moskvu þann 20. ágúst. Aðstandendur hans héldu því strax fram að honum hefði verið byrlað eitur og leiddu rannsóknir þýskra, franskra og sænskra yfirvalda í ljós að um taugaeitrið novichok hafi verið að ræða. 1/2 Alexei #Navalny was yesterday discharged from inpatient care. The patient s condition had improved sufficiently for him to be discharged from acute inpatient care. Navalny had been receiving treatment at Charité for a total of 32 days, of which 24 days were spent in ...— Charité - Universitätsmedizin Berlin (@ChariteBerlin) September 23, 2020 2/2 ... intensive care. Based on the patient s progress & current condition, the treating physicians believe that complete recovery is possible. However, it remains too early to gauge the potential long-term effects of his severe poisoning. Press release: https://t.co/m0d97P3IOi— Charité - Universitätsmedizin Berlin (@ChariteBerlin) September 23, 2020 Starfslið Navalní segir að eitrinu hafi verið komið fyrir í vatnsflösku Navalní sem hann drakk úr á hótelherbergi sínu, skömmu áður en hann fór í flugið. Navalní hefur sagst ætla sér að snúa aftur til Rússlands eftir að hann nær fullum bata og halda þar pólitískri baráttu sinni áfram. Rússnesk stjórnvöld hafa verið sökuð um að bera ábyrgð á tilræðinu, en þau hafa hins vegar þvertekið fyrir að nokkuð saknæmt hafi átt sér stað.
Rússland Þýskaland Eitrað fyrir Alexei Navalní Tengdar fréttir Navalní krefst þess að fá fötin sín til baka Taugaeitur fannst bæði í og á líkama Alexei Navalní, rússneska stjórnarandstöðuleiðtogans, og krefst hann þess að rússnesk yfirvöld skili honum fötum sem hann var í þegar hann féll skyndilega í dá í síðasta mánuði. 21. september 2020 15:53 Hafi innbyrt eitrið úr vatnsflösku á hótelherbergi Rússneski stjórnarandstæðingurinn Alexei Navalní er sagður hafa innbyrt taugaeitrið novichok úr vatnsflösku sem hann drakk úr á hótelherbergi sínu í síberísku borginni Tomsk en ekki á flugvellinum í borginni líkt og áður var talið. 17. september 2020 08:33 Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Skortir lækna í Breiðholti Innlent Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu Erlent Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Innlent Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Erlent Vilja ekki feita innflytjendur Erlent Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Innlent Fleiri fréttir Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Sjá meira
Navalní krefst þess að fá fötin sín til baka Taugaeitur fannst bæði í og á líkama Alexei Navalní, rússneska stjórnarandstöðuleiðtogans, og krefst hann þess að rússnesk yfirvöld skili honum fötum sem hann var í þegar hann féll skyndilega í dá í síðasta mánuði. 21. september 2020 15:53
Hafi innbyrt eitrið úr vatnsflösku á hótelherbergi Rússneski stjórnarandstæðingurinn Alexei Navalní er sagður hafa innbyrt taugaeitrið novichok úr vatnsflösku sem hann drakk úr á hótelherbergi sínu í síberísku borginni Tomsk en ekki á flugvellinum í borginni líkt og áður var talið. 17. september 2020 08:33