Spá Haukum næstefsta sæti: „Held að þær verði svakalegar“ Sindri Sverrisson skrifar 23. september 2020 13:01 Elísabeth Ýr Ægisdóttir og Bríet Sif Hinriksdóttir komu til Hauka frá Grindavík í sumar. mynd/@haukarbasket „Ég held að þær verði svakalegar,“ segir Bryndís Guðmundsdóttir um lið Hauka sem Dominos Körfuboltakvöld spáir 2. sæti í Dominos-deild kvenna í vetur. Keppnistímabilið í deildinni hefst í kvöld og í gærkvöld var hitað upp í Dominos Körfuboltakvöldi á Stöð 2 Sport. Fyrsti leikur Hauka er stórleikur við Skallagrím sem vann Val í Meistarakeppni KKÍ á sunnudaginn. Haukar voru í 5. sæti þegar síðustu leiktíð lauk, fyrr en ella vegna kórónuveirufaraldursins. Félagið hefur síðan meðal annars fengið til sín Irenu Sól Jónsdóttur úr Keflavík og Bríeti Sif Hinriksdóttur úr Grindavík sem bætast við stóran og góðan kjarna íslenskra leikmanna. „Bríet kom á óvart í fyrra með Grindavík, þó svo að liðið hafi fallið. Hún er frábær skytta, hefur unnið í varnarleik sínum og vaxið rosalega síðustu 2-3 ár. Hún á bara að halda áfram að vaxa og skila því inn til Haukanna,“ sagði Pálína Gunnlaugsdóttir. Með tvo af fjórum stigahæstu Íslendingunum Bríet varð í 3. sæti yfir stigahæstu Íslendingana í deildinni á síðustu leiktíð, á eftir Helenu Sverrisdóttur og Hildi Björgu Kjartansdóttur. Haukar áttu fyrir Lovísu Björt Henningsdóttur sem var í 4. sæti á þeim lista. „Ég held að það verði gaman að fylgjast með Bríeti í Haukum þar sem hún fær Þóru [Kristínu Jónsdóttur], landsliðsleikstjórnanda okkar, til að vinna með. Bríet er nefnilega algjörlega þannig leikmaður sem getur staðið fyrir utan þriggja stiga línuna og bara skotið,“ sagði Bryndís Guðmundsdóttir. „Haukarnir eru náttúrulega með stærsta kjarnann af uppöldum leikmönnum – Haukastelpum. Það mun vega mjög þungt. Irena er líka að koma þarna inn og hún er þvílíkur varnarnagli. Sigrún Björg var náttúrulega mikill varnarmaður og gat skotið, þannig að maður sér Irenu svolítið koma inn í hennar stað í vörninni,“ benti Bryndís á. Þá geti Irena dekkað bestu bakverði andstæðingana, og þannig létt undir með Þóru: „Okkur fannst í fyrra að Þóra væri ekki að skila því sem hún gæti, því hún virtist þreytt. Hún þurfti að dekka besta manninn en líka að stjórna sókninni og skora flestu stigin fyrir Haukana. Ég held að það sé gott fyrir hana að þarna séu komnar fleiri til að leggja hönd á plóg,“ sagði Bryndís. Klippa: Körfuboltakvöld - Umræða um Hauka Dominos-deild kvenna Haukar Mest lesið Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Sárt tap gegn Dönum á HM Handbolti Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Enski boltinn Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enski boltinn Í beinni: Bröndby - Víkingur | Tekst loksins að slá út Dani? Fótbolti Labbaði í fjórtán tíma á keppnisstað og vann síðan 63 km ofurhlaup Sport Stuð á Víkingum í Kaupmannahöfn Fótbolti Mikael Neville ósáttur við liðið sitt Fótbolti Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Fókus á bolta ekki bullur: „Á ekki að sjást í kringum fótboltaleiki“ Fótbolti Fleiri fréttir Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð Sjá meira
„Ég held að þær verði svakalegar,“ segir Bryndís Guðmundsdóttir um lið Hauka sem Dominos Körfuboltakvöld spáir 2. sæti í Dominos-deild kvenna í vetur. Keppnistímabilið í deildinni hefst í kvöld og í gærkvöld var hitað upp í Dominos Körfuboltakvöldi á Stöð 2 Sport. Fyrsti leikur Hauka er stórleikur við Skallagrím sem vann Val í Meistarakeppni KKÍ á sunnudaginn. Haukar voru í 5. sæti þegar síðustu leiktíð lauk, fyrr en ella vegna kórónuveirufaraldursins. Félagið hefur síðan meðal annars fengið til sín Irenu Sól Jónsdóttur úr Keflavík og Bríeti Sif Hinriksdóttur úr Grindavík sem bætast við stóran og góðan kjarna íslenskra leikmanna. „Bríet kom á óvart í fyrra með Grindavík, þó svo að liðið hafi fallið. Hún er frábær skytta, hefur unnið í varnarleik sínum og vaxið rosalega síðustu 2-3 ár. Hún á bara að halda áfram að vaxa og skila því inn til Haukanna,“ sagði Pálína Gunnlaugsdóttir. Með tvo af fjórum stigahæstu Íslendingunum Bríet varð í 3. sæti yfir stigahæstu Íslendingana í deildinni á síðustu leiktíð, á eftir Helenu Sverrisdóttur og Hildi Björgu Kjartansdóttur. Haukar áttu fyrir Lovísu Björt Henningsdóttur sem var í 4. sæti á þeim lista. „Ég held að það verði gaman að fylgjast með Bríeti í Haukum þar sem hún fær Þóru [Kristínu Jónsdóttur], landsliðsleikstjórnanda okkar, til að vinna með. Bríet er nefnilega algjörlega þannig leikmaður sem getur staðið fyrir utan þriggja stiga línuna og bara skotið,“ sagði Bryndís Guðmundsdóttir. „Haukarnir eru náttúrulega með stærsta kjarnann af uppöldum leikmönnum – Haukastelpum. Það mun vega mjög þungt. Irena er líka að koma þarna inn og hún er þvílíkur varnarnagli. Sigrún Björg var náttúrulega mikill varnarmaður og gat skotið, þannig að maður sér Irenu svolítið koma inn í hennar stað í vörninni,“ benti Bryndís á. Þá geti Irena dekkað bestu bakverði andstæðingana, og þannig létt undir með Þóru: „Okkur fannst í fyrra að Þóra væri ekki að skila því sem hún gæti, því hún virtist þreytt. Hún þurfti að dekka besta manninn en líka að stjórna sókninni og skora flestu stigin fyrir Haukana. Ég held að það sé gott fyrir hana að þarna séu komnar fleiri til að leggja hönd á plóg,“ sagði Bryndís. Klippa: Körfuboltakvöld - Umræða um Hauka
Dominos-deild kvenna Haukar Mest lesið Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Sárt tap gegn Dönum á HM Handbolti Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Enski boltinn Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enski boltinn Í beinni: Bröndby - Víkingur | Tekst loksins að slá út Dani? Fótbolti Labbaði í fjórtán tíma á keppnisstað og vann síðan 63 km ofurhlaup Sport Stuð á Víkingum í Kaupmannahöfn Fótbolti Mikael Neville ósáttur við liðið sitt Fótbolti Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Fókus á bolta ekki bullur: „Á ekki að sjást í kringum fótboltaleiki“ Fótbolti Fleiri fréttir Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð Sjá meira