Tími uppstokkunar fyrirtækja að renna upp Heimir Már Pétursson skrifar 23. september 2020 11:39 Fjármálastöðugleikanefnd kynnti skýrslu sína um stöðu og horfur í efnahagsmálum í morgun. Stöð 2/Sigurjón Efnahagshorfur hafa versnað frá því í júlí vegna þess hvað kórónufaraldurinn hefur dregist á langinn sem mun hafa neikvæð áhrif á heimili að fyrirtæki samkvæmt riti Seðlabankans um fjármálastöðugleika sem kom út í dag. Veruleg hætta sé á að fjöldi fyrirtækja fari í gjaldþrot og atvinnuleysi aukist. Fjármálastöðugleikanefnd Seðlabankans kynnti samnefnt rit sitt um stöðu og horfur í efnahagsmálum á fundi í morgun. Flest bendi til að baráttan við Covid-19 farsóttina verði langdregnari en vonir hafi verið bundnar við með tilheyrandi áhrifum á heimili og fyrirtæki og útlánagæði í fjármálakerfinu. Aðgerðir stjórnvalda og Seðlabanka hafi miðað að því að milda höggið af faraldrinum á efnahagslífið. Engu að síður sé viðbúið að atvinnuleysi aukist enn frekar á næstu mánuðum. Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri segir algert tekjufall blasa við ferðaþjónustunni með umtalsverðum smitáhrifum á tengdar greinar eins og útleigu atvinnuhúsnæðis. „Við erum kannski í miðri á. Það sem er erfitt núna er að við vitum ekki nákvæmlega hvenær faraldurinn endar. Það bendir margt til að hann verði aðeins lengur en við höfðum búist við. Það gerir málið aðeins erfiðara,“ segir seðlabankastjóri. Aðgerðir Seðlabankans með lækkun vaxta og auknu fjármagni í umferð ásamt aðgerðum stjórnvalda hafi náð að styðja við fjármálastöðugleikann. Aukin skuldsetning eins og sér muni hins vegar ekki leysa vanda þeirra fyrirtækja sem verst væru stödd. Veruleg hætta væri á að fjöldi fyrirtækja leiti greiðsluskjóls eða fari í gjaldþrot á næstu mánuðum. Slakað hafi verið á aðhaldi í farsóttinni en fyrirtæki og heimili verði að vera undir það búin að það verði hert á ný þegar efnahagslífið taki við sér. Ásgeir segir Seðlabankann hafa aukið svigrúm viðskiptabankanna til aðstoðar við atvinulífið og heimilin með ýmsum aðgerðum. „Það var samið um það við bankana um að það yrði greiðslufrysting sem er núna að fara að renna út. Þannig að nú myndi maður halda að runninn sé upp tími endurskipulagningar. Hvað hún tekur langan tíma veit ég ekki nákvæmlega.“ Það verði farið í það að stokka upp í atvinnulífinu núna, ekki farið í að framlengja frystinguna? „Ég held að það velti á hverjum banka hvernig hann mun bregðast við því,“ segir Ásgeir Jónsson. Seðlabankinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Efnahagsmál Tengdar fréttir Opna gjaldeyrismarkað fyrir allt að 40 milljarða Seðlabanki Íslands hefur tekið ákvörðun um að hefja reglulega sölu gjaldeyris á innlendum gjaldeyrismarkaði frá og með mánudeginum 14. september næstkomandi. Markmiðið er að auka dýpt gjaldeyrismarkaðarins og auka verðmyndun. 9. september 2020 17:29 Telur brúarlánin hafa verið dauðadæmd frá upphafi Aðalhagfræðingur Kvikubanka segir brúarlánin hafa verið dauðadæmd frá upphafi. Fyrirtæki muni ekki vilja bjarga sér frá tekjutapi með aukinni skuldsetningu. Styrki þurfi til að laga stöðuna. 30. ágúst 2020 13:18 Mest lesið Verðfall á Wall Street Viðskipti erlent Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Viðskipti erlent Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Viðskipti innlent Hatar sjálfsafgreiðslukassa: „Ég er orðinn gamall karl að gefast upp á nútímanum“ Neytendur Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Viðskipti innlent Kristjana til ÍSÍ Viðskipti innlent Lækkanir í Asíu halda áfram Viðskipti erlent Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Viðskipti innlent „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Viðskipti innlent Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands Viðskipti innlent Fleiri fréttir Guðmundur í Brimi nýr formaður Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Kristjana til ÍSÍ Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Sjá meira
Efnahagshorfur hafa versnað frá því í júlí vegna þess hvað kórónufaraldurinn hefur dregist á langinn sem mun hafa neikvæð áhrif á heimili að fyrirtæki samkvæmt riti Seðlabankans um fjármálastöðugleika sem kom út í dag. Veruleg hætta sé á að fjöldi fyrirtækja fari í gjaldþrot og atvinnuleysi aukist. Fjármálastöðugleikanefnd Seðlabankans kynnti samnefnt rit sitt um stöðu og horfur í efnahagsmálum á fundi í morgun. Flest bendi til að baráttan við Covid-19 farsóttina verði langdregnari en vonir hafi verið bundnar við með tilheyrandi áhrifum á heimili og fyrirtæki og útlánagæði í fjármálakerfinu. Aðgerðir stjórnvalda og Seðlabanka hafi miðað að því að milda höggið af faraldrinum á efnahagslífið. Engu að síður sé viðbúið að atvinnuleysi aukist enn frekar á næstu mánuðum. Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri segir algert tekjufall blasa við ferðaþjónustunni með umtalsverðum smitáhrifum á tengdar greinar eins og útleigu atvinnuhúsnæðis. „Við erum kannski í miðri á. Það sem er erfitt núna er að við vitum ekki nákvæmlega hvenær faraldurinn endar. Það bendir margt til að hann verði aðeins lengur en við höfðum búist við. Það gerir málið aðeins erfiðara,“ segir seðlabankastjóri. Aðgerðir Seðlabankans með lækkun vaxta og auknu fjármagni í umferð ásamt aðgerðum stjórnvalda hafi náð að styðja við fjármálastöðugleikann. Aukin skuldsetning eins og sér muni hins vegar ekki leysa vanda þeirra fyrirtækja sem verst væru stödd. Veruleg hætta væri á að fjöldi fyrirtækja leiti greiðsluskjóls eða fari í gjaldþrot á næstu mánuðum. Slakað hafi verið á aðhaldi í farsóttinni en fyrirtæki og heimili verði að vera undir það búin að það verði hert á ný þegar efnahagslífið taki við sér. Ásgeir segir Seðlabankann hafa aukið svigrúm viðskiptabankanna til aðstoðar við atvinulífið og heimilin með ýmsum aðgerðum. „Það var samið um það við bankana um að það yrði greiðslufrysting sem er núna að fara að renna út. Þannig að nú myndi maður halda að runninn sé upp tími endurskipulagningar. Hvað hún tekur langan tíma veit ég ekki nákvæmlega.“ Það verði farið í það að stokka upp í atvinnulífinu núna, ekki farið í að framlengja frystinguna? „Ég held að það velti á hverjum banka hvernig hann mun bregðast við því,“ segir Ásgeir Jónsson.
Seðlabankinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Efnahagsmál Tengdar fréttir Opna gjaldeyrismarkað fyrir allt að 40 milljarða Seðlabanki Íslands hefur tekið ákvörðun um að hefja reglulega sölu gjaldeyris á innlendum gjaldeyrismarkaði frá og með mánudeginum 14. september næstkomandi. Markmiðið er að auka dýpt gjaldeyrismarkaðarins og auka verðmyndun. 9. september 2020 17:29 Telur brúarlánin hafa verið dauðadæmd frá upphafi Aðalhagfræðingur Kvikubanka segir brúarlánin hafa verið dauðadæmd frá upphafi. Fyrirtæki muni ekki vilja bjarga sér frá tekjutapi með aukinni skuldsetningu. Styrki þurfi til að laga stöðuna. 30. ágúst 2020 13:18 Mest lesið Verðfall á Wall Street Viðskipti erlent Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Viðskipti erlent Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Viðskipti innlent Hatar sjálfsafgreiðslukassa: „Ég er orðinn gamall karl að gefast upp á nútímanum“ Neytendur Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Viðskipti innlent Kristjana til ÍSÍ Viðskipti innlent Lækkanir í Asíu halda áfram Viðskipti erlent Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Viðskipti innlent „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Viðskipti innlent Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands Viðskipti innlent Fleiri fréttir Guðmundur í Brimi nýr formaður Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Kristjana til ÍSÍ Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Sjá meira
Opna gjaldeyrismarkað fyrir allt að 40 milljarða Seðlabanki Íslands hefur tekið ákvörðun um að hefja reglulega sölu gjaldeyris á innlendum gjaldeyrismarkaði frá og með mánudeginum 14. september næstkomandi. Markmiðið er að auka dýpt gjaldeyrismarkaðarins og auka verðmyndun. 9. september 2020 17:29
Telur brúarlánin hafa verið dauðadæmd frá upphafi Aðalhagfræðingur Kvikubanka segir brúarlánin hafa verið dauðadæmd frá upphafi. Fyrirtæki muni ekki vilja bjarga sér frá tekjutapi með aukinni skuldsetningu. Styrki þurfi til að laga stöðuna. 30. ágúst 2020 13:18