Send heim frá Íslandi döpur í bragði | Segir FH ekki hafa viljað greiða bætur Sindri Sverrisson skrifar 24. september 2020 08:01 Zandra Jarvin hefur spilað með yngri landsliðum Svíþjóðar. FH-ingar kváðust afar spenntir yfir komu hinnar tvítugu Zöndru Jarvin í sumar en hafa nú rift samningi við handboltakonuna og sent hana heim til Svíþjóðar. Í tilkynningu frá handknattleiksdeild FH síðasta föstudag sagði að deildin hefði „komist að samkomulagi við sænska leikmanninn Zöndru Jarvin að rifta samningi aðila á milli.“ Jarvin segir þessa ákvörðun hafa verið algjörlega einhliða ákvörðun FH, og að félagið virðist ekki hafa viljað greiða uppeldisbætur til hennar fyrra félags sem að hennar sögn námu 8.000 evrum, eða 1,3 milljón króna. Þessu greindi Jarvin frá í viðtali í hlaðvarpsþættinum Handboltinn okkar, og kvaðst afar leið yfir þeirri niðurstöðu að fá ekkert að spila með FH. Hún hafi samið til tveggja ára við félagið. FH tilkynnti um komu Zöndru Jarvin í júlí. „Þetta var ekki sameiginleg ákvörðun [að rifta samningnum]. Ég fékk ekkert val. Þeir sögðu mér bara að svona væri þetta og að ég yrði bara að sætta mig við þetta,“ sagði Jarvin í þættinum, og staðhæfði að uppeldisbæturnar hefðu ráðið því hvernig fór. FH-ingar virðist hreinlega ekki hafa unnið heimavinnuna og ekki gert sér grein fyrir því hvaða upphæð þeir þyrftu að greiða. „Verulega ófagmannlegt hjá FH“ „Þetta er aðalástæðan. En í samningnum mínum stóð að ef að kórónuveiran væri í gangi á Íslandi þá gæti félagið sent mig heim á forsendum tengdum henni. Ég held að það verði ástæðan sem þeir muni gefa upp fyrir því að rifta samningum. En þeir sögðu mömmu minni og mér að aðalástæðan væri þessar uppeldisbætur. Ég hefði haldið að þeir væru búnir að skoða þetta áður en ég kom og skrifaði undir samninginn. Þeir sögðu mér að þeir hefðu ekki vitað að upphæðin yrði svona há,“ sagði Jarvin sem hefur verið á Íslandi frá því 14. ágúst og hlakkaði til að spila með nýliðunum í Olís-deildinni, undir stjórn Jakobs Lárussonar. „Mér finnst þetta verulega ófagmannlegt hjá FH. Mér finnst líka leitt að þurfa að fara því ég var búin að kynnast stelpunum og Kobba þjálfara og líkaði vel við þau. Ég vil vera hérna áfram en það er ekkert við þessu að gera.“ Ásgeir Jónsson, formaður handknattleiksdeildar FH, vildi ekki tjá sig um fullyrðingar Jarvin eða málið að nokkru leyti þegar Vísir náði tali af honum í gær. Olís-deild kvenna FH Tengdar fréttir Lá fyrir í rúma viku eftir komuna til landsins en á að vera klár fyrir grannaslaginn Sænski leikstjórnandinn, Zandra Jarvin, sem FH fékk fyrir tímabilið lagðist í flensu skömmu eftir komuna til Íslands. 16. september 2020 14:29 FH riftir samning sænska leikstjórnandans Handknattleiksdeild FH hefur rift samningi sínum við Zöndru Jarvin og mun hún því ekki spila með liðinu í Olís-deild kvenna í vetur. 18. september 2020 21:30 Sænskur leikstjórnandi til FH FH hefur gert samning við sænsku handknattleikskonuna Zandra Jarvin um að spila með liðinu næstu tvö árin. 22. júlí 2020 13:15 Mest lesið Söguleg frammistaða á Extra-leikunum: „Ég get ekki svekkt mig á þessu“ Körfubolti Kristín á sjötugsaldri og enn að bæta sig: „Amma Iron man“ Sport Einmanalegt hjá Salah í ræktinni Enski boltinn Einvígi Mbappé og Haaland í hættu Fótbolti Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn „Ég er svona hálfklökkur, kannski meira en hálfklökkur“ Sport Kom færandi hendi eftir að hafa skotið ljósmyndarann niður Handbolti Alisson um Salah: „Afleiðing þess sem hann gerði“ Enski boltinn Annar írskur sundmaður á Steraleikana Sport Brassar að gera sömu mistökin og áður með að fá ekki leik við Ísland Fótbolti Fleiri fréttir Þýska stálið flaug áfram í undanúrslit Toppkonur Íslands á HM í handbolta 2025 Kom færandi hendi eftir að hafa skotið ljósmyndarann niður Stjörnur Kolstad þurfa að taka á sig launalækkun Átta liða úrslitin á HM klár Ótrúlegir yfirburðir Noregs og Danir enduðu líka á toppnum Ýmir lenti í íslensku hakkavélinni og enn bíður Blær Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar „Þessi hópur getur orðið mjög góður en hann þarf tíma til að læra“ „Æðisleg tilfinning að sjá boltann í markinu“ „Sérstaklega sætt að vinna Færeyjar“ Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri 13 mörk Andra dugðu skammt gegn frábærum Hauki Svartfjallaland fylgir frábærum Þjóðverjum áfram Eiður í stuði í stórsigri Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Kærkomin pizza eftir endalaust hakk og spagettí á hótelinu „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Norsku stelpurnar halda áfram að rúlla þessu HM upp Valsmenn með flotta endurkomu í Kaplakrika Gott kvöld fyrir Viðarson-bræðurna úr Eyjum Arnór með stórleik í sænska handboltanum Eyjamenn með tvo sigra í röð í fyrsta sinn síðan í október Elín Klara kemur til greina sem besti ungi leikmaðurinn á HM Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Gott íslenskt kvöld og Magdeburg taplaust á toppnum Unnu fyrstir þýsku meistarana og Orri með taugarnar í lagi Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Sjá meira
FH-ingar kváðust afar spenntir yfir komu hinnar tvítugu Zöndru Jarvin í sumar en hafa nú rift samningi við handboltakonuna og sent hana heim til Svíþjóðar. Í tilkynningu frá handknattleiksdeild FH síðasta föstudag sagði að deildin hefði „komist að samkomulagi við sænska leikmanninn Zöndru Jarvin að rifta samningi aðila á milli.“ Jarvin segir þessa ákvörðun hafa verið algjörlega einhliða ákvörðun FH, og að félagið virðist ekki hafa viljað greiða uppeldisbætur til hennar fyrra félags sem að hennar sögn námu 8.000 evrum, eða 1,3 milljón króna. Þessu greindi Jarvin frá í viðtali í hlaðvarpsþættinum Handboltinn okkar, og kvaðst afar leið yfir þeirri niðurstöðu að fá ekkert að spila með FH. Hún hafi samið til tveggja ára við félagið. FH tilkynnti um komu Zöndru Jarvin í júlí. „Þetta var ekki sameiginleg ákvörðun [að rifta samningnum]. Ég fékk ekkert val. Þeir sögðu mér bara að svona væri þetta og að ég yrði bara að sætta mig við þetta,“ sagði Jarvin í þættinum, og staðhæfði að uppeldisbæturnar hefðu ráðið því hvernig fór. FH-ingar virðist hreinlega ekki hafa unnið heimavinnuna og ekki gert sér grein fyrir því hvaða upphæð þeir þyrftu að greiða. „Verulega ófagmannlegt hjá FH“ „Þetta er aðalástæðan. En í samningnum mínum stóð að ef að kórónuveiran væri í gangi á Íslandi þá gæti félagið sent mig heim á forsendum tengdum henni. Ég held að það verði ástæðan sem þeir muni gefa upp fyrir því að rifta samningum. En þeir sögðu mömmu minni og mér að aðalástæðan væri þessar uppeldisbætur. Ég hefði haldið að þeir væru búnir að skoða þetta áður en ég kom og skrifaði undir samninginn. Þeir sögðu mér að þeir hefðu ekki vitað að upphæðin yrði svona há,“ sagði Jarvin sem hefur verið á Íslandi frá því 14. ágúst og hlakkaði til að spila með nýliðunum í Olís-deildinni, undir stjórn Jakobs Lárussonar. „Mér finnst þetta verulega ófagmannlegt hjá FH. Mér finnst líka leitt að þurfa að fara því ég var búin að kynnast stelpunum og Kobba þjálfara og líkaði vel við þau. Ég vil vera hérna áfram en það er ekkert við þessu að gera.“ Ásgeir Jónsson, formaður handknattleiksdeildar FH, vildi ekki tjá sig um fullyrðingar Jarvin eða málið að nokkru leyti þegar Vísir náði tali af honum í gær.
Olís-deild kvenna FH Tengdar fréttir Lá fyrir í rúma viku eftir komuna til landsins en á að vera klár fyrir grannaslaginn Sænski leikstjórnandinn, Zandra Jarvin, sem FH fékk fyrir tímabilið lagðist í flensu skömmu eftir komuna til Íslands. 16. september 2020 14:29 FH riftir samning sænska leikstjórnandans Handknattleiksdeild FH hefur rift samningi sínum við Zöndru Jarvin og mun hún því ekki spila með liðinu í Olís-deild kvenna í vetur. 18. september 2020 21:30 Sænskur leikstjórnandi til FH FH hefur gert samning við sænsku handknattleikskonuna Zandra Jarvin um að spila með liðinu næstu tvö árin. 22. júlí 2020 13:15 Mest lesið Söguleg frammistaða á Extra-leikunum: „Ég get ekki svekkt mig á þessu“ Körfubolti Kristín á sjötugsaldri og enn að bæta sig: „Amma Iron man“ Sport Einmanalegt hjá Salah í ræktinni Enski boltinn Einvígi Mbappé og Haaland í hættu Fótbolti Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn „Ég er svona hálfklökkur, kannski meira en hálfklökkur“ Sport Kom færandi hendi eftir að hafa skotið ljósmyndarann niður Handbolti Alisson um Salah: „Afleiðing þess sem hann gerði“ Enski boltinn Annar írskur sundmaður á Steraleikana Sport Brassar að gera sömu mistökin og áður með að fá ekki leik við Ísland Fótbolti Fleiri fréttir Þýska stálið flaug áfram í undanúrslit Toppkonur Íslands á HM í handbolta 2025 Kom færandi hendi eftir að hafa skotið ljósmyndarann niður Stjörnur Kolstad þurfa að taka á sig launalækkun Átta liða úrslitin á HM klár Ótrúlegir yfirburðir Noregs og Danir enduðu líka á toppnum Ýmir lenti í íslensku hakkavélinni og enn bíður Blær Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar „Þessi hópur getur orðið mjög góður en hann þarf tíma til að læra“ „Æðisleg tilfinning að sjá boltann í markinu“ „Sérstaklega sætt að vinna Færeyjar“ Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri 13 mörk Andra dugðu skammt gegn frábærum Hauki Svartfjallaland fylgir frábærum Þjóðverjum áfram Eiður í stuði í stórsigri Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Kærkomin pizza eftir endalaust hakk og spagettí á hótelinu „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Norsku stelpurnar halda áfram að rúlla þessu HM upp Valsmenn með flotta endurkomu í Kaplakrika Gott kvöld fyrir Viðarson-bræðurna úr Eyjum Arnór með stórleik í sænska handboltanum Eyjamenn með tvo sigra í röð í fyrsta sinn síðan í október Elín Klara kemur til greina sem besti ungi leikmaðurinn á HM Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Gott íslenskt kvöld og Magdeburg taplaust á toppnum Unnu fyrstir þýsku meistarana og Orri með taugarnar í lagi Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Sjá meira
Lá fyrir í rúma viku eftir komuna til landsins en á að vera klár fyrir grannaslaginn Sænski leikstjórnandinn, Zandra Jarvin, sem FH fékk fyrir tímabilið lagðist í flensu skömmu eftir komuna til Íslands. 16. september 2020 14:29
FH riftir samning sænska leikstjórnandans Handknattleiksdeild FH hefur rift samningi sínum við Zöndru Jarvin og mun hún því ekki spila með liðinu í Olís-deild kvenna í vetur. 18. september 2020 21:30
Sænskur leikstjórnandi til FH FH hefur gert samning við sænsku handknattleikskonuna Zandra Jarvin um að spila með liðinu næstu tvö árin. 22. júlí 2020 13:15