Gunnar gekk út þegar blóði drifnar myndir voru sýndar Atli Ísleifsson skrifar 23. september 2020 14:07 Frá vettvangi í Mehamn laugardaginn 27. apríl. TV2/Christoffer Robin Jensen Gunnar Jóhann Gunnarsson fékk heimild frá dómara að yfirgefa dómsalinn í Héraðsdómi Austur-Finnmerkur í Noregi í morgun þegar sýndar voru myndir lögreglu frá blóðugum vettvangi drápsins. Réttarhöld yfir Gunnari héldu áfram í morgun en hann er ákærður fyrir að hafa banað hálfbróður sínum, Gísla Þór Þórarinssyni, í norska bænum Mehamn í apríl á síðasta ári. Staðarmiðillinn iFinnmark segir frá því að mikið magn blóðs hafi sést á þeim myndum sem sýndar voru í dómsal. Eftir að búið var að sýna nokkrar myndir þá hafi Gunnar beðið um heimild til að yfirgefa salinn. Dómari varð við því. Mikið blóð á vettvangi Lögreglumaðurinn Arvid Bjerkåsen, sem bar vitni í morgun, hélt að því loknu áfram að segja frá aðkomunni á heimili Gísla Þórs þar sem hann fannst látinn. Sagði hann blóð hafa verið á bæði hurðum og hurðahúnum. „Það var blóð á hlutfallslega stóru svæði. Það kann að koma heim og saman við liggjandi mann sem hafi reynt að komast út, til dæmis til að kalla á hjálp.“ Bjerkåsen sagði ennfremur að blætt hafi úr slagæð Gísla Þórs sem skýri þetta mikla blóðmagn á gólfi og veggjum. Benti hann ennfremur á að blóðið á veggjunum bendi til að til átaka hafi komið. Það passi við orð ákærða. Fór að hlaða byssuna á ný Bjerkåsen hélt áfram og sagði að ákærði virðist hafa gengið um í íbúðinni, eftir að skotunum hafi verið hleypt af. Eitt skotið hafi hæft Gísla en annað fór í vegginn. Blóð hafi verið á sokkum, skóm, buxum og skyrtu Gunnars. Lögreglumaðurinn sagði að spor sýni að ákærði hafi svo farið inn í eitt svefnherbergjanna. Gunnar hefur sjálfur sagt við skýrslutöku að hann hafi farið þar inn til að hlaða haglabyssuna að nýju, með það í hyggju að svipta sig lífi. Leituðu til fingrafarasérfræðings Í frétt iFinnmark segir að við rannsókn málsins hafi lögregla leitað til fingrafarasérfræðings sem sagði að fingraför Gunnars hafi fundist á haglabyssunni. Gunnar hafði sjálfur sagt að skotinu hafi verið hleypt af fyrir slysni þegar Gísli hafi gripið í byssuna og til átaka kom. Fingrafarasérfræðingurinn, Tore Andre Walstad, sagði að ekki hafi tekist að greina fingraför Gísla á byssunni. Það sé þó ekki hægt að útiloka það að Gísli hafi reynt að ýta byssunni burt án þess að fingraför hafi orðið eftir á henni. Noregur Manndráp í Mehamn Tengdar fréttir Strax ljóst að Gísla yrði ekki bjargað Yfirlögregluþjónn sem var fyrstur á vettvang nóttina sem Gísli Þór Þórarinssyni var ráðinn bani í norska bænum Mehamn í apríl segir að strax hafi verið útséð að Gísla yrði ekki bjargað. 22. september 2020 23:30 „Ég verð skugginn þinn þangað til þú hengir þig“ Gunnar Jóhann Gunnarsson segir að sér hafi ekki dottið í hug að nota neitt annað en haglabyss til að hræða hálfbróður sinn Gísla Þór Þórarinsson. Edel Olsen, réttargæslumaður íslenskra aðstandenda Gísla, spurðist fyrir um þetta í dómsal í dag. 22. september 2020 15:47 Tók biblíu, haglabyssu og Captain Morgan með sér heim til Gísla Gunnar Jóhann Gunnarsson segist einungis hafa ætlað sér að hræða hálfbróður sinn nóttina sem hann hélt heim til hans, vopnaður haglabyssu og skaut hann að lokum til bana. 22. september 2020 09:23 Mest lesið Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Erlent Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Innlent Vonskuveður framundan Innlent Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Innlent Hellisheiði opin á ný Innlent Dómur Sigmars fyrir að nauðga stúlku á göngustíg stendur Innlent Sprautan sprakk og konan heppin að halda auganu Innlent Fleiri fréttir Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Líf norsku stjórnarinnar hangir á bláþræði vegna fjórða orkupakkans Segir Selenskí ólögmætan og ófæran um að skrifa undir eitt né neitt Alþjóðastofnanir draga saman seglin vegna Trump Býður milljónum starfsmanna að hætta gegn átta mánaða biðlaunum Sjá meira
Gunnar Jóhann Gunnarsson fékk heimild frá dómara að yfirgefa dómsalinn í Héraðsdómi Austur-Finnmerkur í Noregi í morgun þegar sýndar voru myndir lögreglu frá blóðugum vettvangi drápsins. Réttarhöld yfir Gunnari héldu áfram í morgun en hann er ákærður fyrir að hafa banað hálfbróður sínum, Gísla Þór Þórarinssyni, í norska bænum Mehamn í apríl á síðasta ári. Staðarmiðillinn iFinnmark segir frá því að mikið magn blóðs hafi sést á þeim myndum sem sýndar voru í dómsal. Eftir að búið var að sýna nokkrar myndir þá hafi Gunnar beðið um heimild til að yfirgefa salinn. Dómari varð við því. Mikið blóð á vettvangi Lögreglumaðurinn Arvid Bjerkåsen, sem bar vitni í morgun, hélt að því loknu áfram að segja frá aðkomunni á heimili Gísla Þórs þar sem hann fannst látinn. Sagði hann blóð hafa verið á bæði hurðum og hurðahúnum. „Það var blóð á hlutfallslega stóru svæði. Það kann að koma heim og saman við liggjandi mann sem hafi reynt að komast út, til dæmis til að kalla á hjálp.“ Bjerkåsen sagði ennfremur að blætt hafi úr slagæð Gísla Þórs sem skýri þetta mikla blóðmagn á gólfi og veggjum. Benti hann ennfremur á að blóðið á veggjunum bendi til að til átaka hafi komið. Það passi við orð ákærða. Fór að hlaða byssuna á ný Bjerkåsen hélt áfram og sagði að ákærði virðist hafa gengið um í íbúðinni, eftir að skotunum hafi verið hleypt af. Eitt skotið hafi hæft Gísla en annað fór í vegginn. Blóð hafi verið á sokkum, skóm, buxum og skyrtu Gunnars. Lögreglumaðurinn sagði að spor sýni að ákærði hafi svo farið inn í eitt svefnherbergjanna. Gunnar hefur sjálfur sagt við skýrslutöku að hann hafi farið þar inn til að hlaða haglabyssuna að nýju, með það í hyggju að svipta sig lífi. Leituðu til fingrafarasérfræðings Í frétt iFinnmark segir að við rannsókn málsins hafi lögregla leitað til fingrafarasérfræðings sem sagði að fingraför Gunnars hafi fundist á haglabyssunni. Gunnar hafði sjálfur sagt að skotinu hafi verið hleypt af fyrir slysni þegar Gísli hafi gripið í byssuna og til átaka kom. Fingrafarasérfræðingurinn, Tore Andre Walstad, sagði að ekki hafi tekist að greina fingraför Gísla á byssunni. Það sé þó ekki hægt að útiloka það að Gísli hafi reynt að ýta byssunni burt án þess að fingraför hafi orðið eftir á henni.
Noregur Manndráp í Mehamn Tengdar fréttir Strax ljóst að Gísla yrði ekki bjargað Yfirlögregluþjónn sem var fyrstur á vettvang nóttina sem Gísli Þór Þórarinssyni var ráðinn bani í norska bænum Mehamn í apríl segir að strax hafi verið útséð að Gísla yrði ekki bjargað. 22. september 2020 23:30 „Ég verð skugginn þinn þangað til þú hengir þig“ Gunnar Jóhann Gunnarsson segir að sér hafi ekki dottið í hug að nota neitt annað en haglabyss til að hræða hálfbróður sinn Gísla Þór Þórarinsson. Edel Olsen, réttargæslumaður íslenskra aðstandenda Gísla, spurðist fyrir um þetta í dómsal í dag. 22. september 2020 15:47 Tók biblíu, haglabyssu og Captain Morgan með sér heim til Gísla Gunnar Jóhann Gunnarsson segist einungis hafa ætlað sér að hræða hálfbróður sinn nóttina sem hann hélt heim til hans, vopnaður haglabyssu og skaut hann að lokum til bana. 22. september 2020 09:23 Mest lesið Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Erlent Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Innlent Vonskuveður framundan Innlent Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Innlent Hellisheiði opin á ný Innlent Dómur Sigmars fyrir að nauðga stúlku á göngustíg stendur Innlent Sprautan sprakk og konan heppin að halda auganu Innlent Fleiri fréttir Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Líf norsku stjórnarinnar hangir á bláþræði vegna fjórða orkupakkans Segir Selenskí ólögmætan og ófæran um að skrifa undir eitt né neitt Alþjóðastofnanir draga saman seglin vegna Trump Býður milljónum starfsmanna að hætta gegn átta mánaða biðlaunum Sjá meira
Strax ljóst að Gísla yrði ekki bjargað Yfirlögregluþjónn sem var fyrstur á vettvang nóttina sem Gísli Þór Þórarinssyni var ráðinn bani í norska bænum Mehamn í apríl segir að strax hafi verið útséð að Gísla yrði ekki bjargað. 22. september 2020 23:30
„Ég verð skugginn þinn þangað til þú hengir þig“ Gunnar Jóhann Gunnarsson segir að sér hafi ekki dottið í hug að nota neitt annað en haglabyss til að hræða hálfbróður sinn Gísla Þór Þórarinsson. Edel Olsen, réttargæslumaður íslenskra aðstandenda Gísla, spurðist fyrir um þetta í dómsal í dag. 22. september 2020 15:47
Tók biblíu, haglabyssu og Captain Morgan með sér heim til Gísla Gunnar Jóhann Gunnarsson segist einungis hafa ætlað sér að hræða hálfbróður sinn nóttina sem hann hélt heim til hans, vopnaður haglabyssu og skaut hann að lokum til bana. 22. september 2020 09:23