Hefja tilraunir með nýtt bóluefni í einum skammti Kjartan Kjartansson skrifar 23. september 2020 16:30 Bóluefnið sem Johnson & Johnson er með í þróun er aðeins gefið í einum skammti. AP/Cheryl Gerber/Johnson & Johnson Stærsta alþjóðlega tilraunin með bóluefni gegn Covid-19, sjúkdómnum sem nýtt afbrigði kórónuveiru veldur, til þessa er hafin í Bandaríkjunum. Til stendur að fá sextíu þúsund sjálfboðaliða til að taka þátt í rannsókninni á bóluefninu sem er það eina sem er í þróun í Bandaríkjunum sem er gefið í einum skammti. Rannsóknin er á vegum stórfyrirtækisins Johnson & Johnson, að sögn AP-fréttastofunnar. Donald Trump Bandaríkjaforseti er afar spenntur fyrir henni og hefur tíst og áframtíst ítrekað um hana síðasta sólarhringinn. Krafðist hann þess að Matvæla- og lyfjastofnun Bandaríkjanna (FDA) hefði hraðar hendur. Ásakanir hafa verið um að Trump og ríkisstjórn hans reyni nú að blása upp möguleikann á að bóluefni við veikinni sé á næsta leiti í aðdraganda forsetakosninga í nóvember. Stephen Hahn, forstjóri FDA, fullyrðir að það verði vísindamenn en ekki stjórnmálamenn sem ákveði hvort að bóluefni standist kröfur um öryggi og virkni. „Vísindin munu lýsa okkur veginn. FDA mun ekki leyfa nokkurn þrýsting frá nokkrum sem breytir því. Ég mun setja hagsmuni bandarísku þjóðarinnar ofar öllum öðrum,“ segir Hahn. Trump hefur beitt stofnanir alríkisins miklum þrýstingi vegna bóluefnis og faraldursins almennt að undanförnu. Þannig setti hann ofan í við forstjóra Sóttvarnastofnunarinnar um mikilvægi grímunotkunar og hvenær bóluefni gæti verið væntanlegt á dögunum. Anthony Fauci, helsti sóttvarnasérfræðingur ríkisstjórnar Trump, segist hóflega bjartsýnn á að öruggt og virkt bóluefni sé væntanlegt þó að ekki sé á vísan að róa með það. Staðhæfir hann að menn muni ekki stytta sér leið við tilraunir með möguleg bóluefni. Fleiri bandarísk lyfjafyrirtæki vinna að þróun bóluefnis, þar á meðal AstraZeneca. Þau bóluefni eru gefin í tveimur skömmtum. Mögulegt bóluefni Johnson & Johnson er aðeins gefið í einum skammti og er sagt byggja á grunni ebólubóluefnis. Paul Stoffels, aðalvísindamaður Johnson & Johnson, segir að niðurstöður gætu legið fyrir snemma á næsta ári. Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Baðst afsökunar á ummælum um blóðvökvameðferð Stephen Hahn, yfirmaður Lyfjaeftirlits Bandaríkjanna (FDA) hefur beðist afsökunar á því að hafa talað of frjálslega um kosti blóðvökva þeirra sem hafa jafnað sig af Covid-19. 25. ágúst 2020 16:44 Draga til baka umdeilda breytingu á leiðbeiningum um sýnatöku Sóttvarnastofnun Bandaríkjanna, CDC, hefur á nýjan leik breytt opinberum ráðleggingum sínum til bandarísks almennings hvað varðar kórónuveirufaraldurinn. 18. september 2020 22:46 Gagnrýndi yfirmann sóttvarnastofnunar fyrir ummæli um grímur og bóluefni Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur gagnrýnt yfirmann Sóttvarnastofnunar Bandaríkjanna (CDC) eftir að sá sagði að bóluefni við Covid-19 yrði ekki komið í almenna notkun fyrr en um mitt næsta ár og að grímur gætu verið skilvirkari en bóluefni. 17. september 2020 06:52 Ráðgjafar Trump gerðu tilraunir til að breyta skýrslum um framgang faraldursins Samskiptaráðgjafar í heilbrigðisráðuneyti Bandaríkjanna, sem skipaðir voru af Donald Trump Bandaríkjaforseta, hafa óskað eftir því að fá að fara yfir og gera breytingar á vikulegum skýrslum Sóttvarnastofnunar Bandaríkjanna um þróun kórónuveirufaraldursins. 12. september 2020 10:04 Efast um að bóluefni verði tilbúið í október Helsti sóttvarnasérfræðingur Bandaríkjastjórnar telur ekki líklegt að bóluefni gegn nýju afbrigði kórónuveiru verði tilbúið í október, jafnvel þó að það sé „hugsanlegt“. Hvíta húsið segir að enginn þrýstingur sé á heilbrigðisyfirvöld að votta bóluefni fyrir kosningar sem fara fram í nóvember. 3. september 2020 18:51 Segja ríkjum að búa sig undir bóluefni rétt fyrir kosningar Sóttvarnastofnun Bandaríkjanna (CDC) hefur sagt heilbrigðisyfirvöldum í öllum ríkjum og stærstu borgum landsins að búa sig undir að dreifa bóluefni gegn Covid-19 til tiltekinna hópa strax í lok október eða byrjun nóvember, rétt fyrir kosningar. 2. september 2020 22:30 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Fleiri fréttir Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Sjá meira
Stærsta alþjóðlega tilraunin með bóluefni gegn Covid-19, sjúkdómnum sem nýtt afbrigði kórónuveiru veldur, til þessa er hafin í Bandaríkjunum. Til stendur að fá sextíu þúsund sjálfboðaliða til að taka þátt í rannsókninni á bóluefninu sem er það eina sem er í þróun í Bandaríkjunum sem er gefið í einum skammti. Rannsóknin er á vegum stórfyrirtækisins Johnson & Johnson, að sögn AP-fréttastofunnar. Donald Trump Bandaríkjaforseti er afar spenntur fyrir henni og hefur tíst og áframtíst ítrekað um hana síðasta sólarhringinn. Krafðist hann þess að Matvæla- og lyfjastofnun Bandaríkjanna (FDA) hefði hraðar hendur. Ásakanir hafa verið um að Trump og ríkisstjórn hans reyni nú að blása upp möguleikann á að bóluefni við veikinni sé á næsta leiti í aðdraganda forsetakosninga í nóvember. Stephen Hahn, forstjóri FDA, fullyrðir að það verði vísindamenn en ekki stjórnmálamenn sem ákveði hvort að bóluefni standist kröfur um öryggi og virkni. „Vísindin munu lýsa okkur veginn. FDA mun ekki leyfa nokkurn þrýsting frá nokkrum sem breytir því. Ég mun setja hagsmuni bandarísku þjóðarinnar ofar öllum öðrum,“ segir Hahn. Trump hefur beitt stofnanir alríkisins miklum þrýstingi vegna bóluefnis og faraldursins almennt að undanförnu. Þannig setti hann ofan í við forstjóra Sóttvarnastofnunarinnar um mikilvægi grímunotkunar og hvenær bóluefni gæti verið væntanlegt á dögunum. Anthony Fauci, helsti sóttvarnasérfræðingur ríkisstjórnar Trump, segist hóflega bjartsýnn á að öruggt og virkt bóluefni sé væntanlegt þó að ekki sé á vísan að róa með það. Staðhæfir hann að menn muni ekki stytta sér leið við tilraunir með möguleg bóluefni. Fleiri bandarísk lyfjafyrirtæki vinna að þróun bóluefnis, þar á meðal AstraZeneca. Þau bóluefni eru gefin í tveimur skömmtum. Mögulegt bóluefni Johnson & Johnson er aðeins gefið í einum skammti og er sagt byggja á grunni ebólubóluefnis. Paul Stoffels, aðalvísindamaður Johnson & Johnson, segir að niðurstöður gætu legið fyrir snemma á næsta ári.
Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Baðst afsökunar á ummælum um blóðvökvameðferð Stephen Hahn, yfirmaður Lyfjaeftirlits Bandaríkjanna (FDA) hefur beðist afsökunar á því að hafa talað of frjálslega um kosti blóðvökva þeirra sem hafa jafnað sig af Covid-19. 25. ágúst 2020 16:44 Draga til baka umdeilda breytingu á leiðbeiningum um sýnatöku Sóttvarnastofnun Bandaríkjanna, CDC, hefur á nýjan leik breytt opinberum ráðleggingum sínum til bandarísks almennings hvað varðar kórónuveirufaraldurinn. 18. september 2020 22:46 Gagnrýndi yfirmann sóttvarnastofnunar fyrir ummæli um grímur og bóluefni Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur gagnrýnt yfirmann Sóttvarnastofnunar Bandaríkjanna (CDC) eftir að sá sagði að bóluefni við Covid-19 yrði ekki komið í almenna notkun fyrr en um mitt næsta ár og að grímur gætu verið skilvirkari en bóluefni. 17. september 2020 06:52 Ráðgjafar Trump gerðu tilraunir til að breyta skýrslum um framgang faraldursins Samskiptaráðgjafar í heilbrigðisráðuneyti Bandaríkjanna, sem skipaðir voru af Donald Trump Bandaríkjaforseta, hafa óskað eftir því að fá að fara yfir og gera breytingar á vikulegum skýrslum Sóttvarnastofnunar Bandaríkjanna um þróun kórónuveirufaraldursins. 12. september 2020 10:04 Efast um að bóluefni verði tilbúið í október Helsti sóttvarnasérfræðingur Bandaríkjastjórnar telur ekki líklegt að bóluefni gegn nýju afbrigði kórónuveiru verði tilbúið í október, jafnvel þó að það sé „hugsanlegt“. Hvíta húsið segir að enginn þrýstingur sé á heilbrigðisyfirvöld að votta bóluefni fyrir kosningar sem fara fram í nóvember. 3. september 2020 18:51 Segja ríkjum að búa sig undir bóluefni rétt fyrir kosningar Sóttvarnastofnun Bandaríkjanna (CDC) hefur sagt heilbrigðisyfirvöldum í öllum ríkjum og stærstu borgum landsins að búa sig undir að dreifa bóluefni gegn Covid-19 til tiltekinna hópa strax í lok október eða byrjun nóvember, rétt fyrir kosningar. 2. september 2020 22:30 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Fleiri fréttir Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Sjá meira
Baðst afsökunar á ummælum um blóðvökvameðferð Stephen Hahn, yfirmaður Lyfjaeftirlits Bandaríkjanna (FDA) hefur beðist afsökunar á því að hafa talað of frjálslega um kosti blóðvökva þeirra sem hafa jafnað sig af Covid-19. 25. ágúst 2020 16:44
Draga til baka umdeilda breytingu á leiðbeiningum um sýnatöku Sóttvarnastofnun Bandaríkjanna, CDC, hefur á nýjan leik breytt opinberum ráðleggingum sínum til bandarísks almennings hvað varðar kórónuveirufaraldurinn. 18. september 2020 22:46
Gagnrýndi yfirmann sóttvarnastofnunar fyrir ummæli um grímur og bóluefni Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur gagnrýnt yfirmann Sóttvarnastofnunar Bandaríkjanna (CDC) eftir að sá sagði að bóluefni við Covid-19 yrði ekki komið í almenna notkun fyrr en um mitt næsta ár og að grímur gætu verið skilvirkari en bóluefni. 17. september 2020 06:52
Ráðgjafar Trump gerðu tilraunir til að breyta skýrslum um framgang faraldursins Samskiptaráðgjafar í heilbrigðisráðuneyti Bandaríkjanna, sem skipaðir voru af Donald Trump Bandaríkjaforseta, hafa óskað eftir því að fá að fara yfir og gera breytingar á vikulegum skýrslum Sóttvarnastofnunar Bandaríkjanna um þróun kórónuveirufaraldursins. 12. september 2020 10:04
Efast um að bóluefni verði tilbúið í október Helsti sóttvarnasérfræðingur Bandaríkjastjórnar telur ekki líklegt að bóluefni gegn nýju afbrigði kórónuveiru verði tilbúið í október, jafnvel þó að það sé „hugsanlegt“. Hvíta húsið segir að enginn þrýstingur sé á heilbrigðisyfirvöld að votta bóluefni fyrir kosningar sem fara fram í nóvember. 3. september 2020 18:51
Segja ríkjum að búa sig undir bóluefni rétt fyrir kosningar Sóttvarnastofnun Bandaríkjanna (CDC) hefur sagt heilbrigðisyfirvöldum í öllum ríkjum og stærstu borgum landsins að búa sig undir að dreifa bóluefni gegn Covid-19 til tiltekinna hópa strax í lok október eða byrjun nóvember, rétt fyrir kosningar. 2. september 2020 22:30