Hætt við að veiran hafi náð fótfestu í nánu samfélagi Elín Margrét Böðvarsdóttir og Birgir Olgeirsson skrifa 23. september 2020 19:38 Stykkishólmur Þeir sjö sem greindust með covid-19 í hópsýkingu sem upp kom í Stykkishólmi voru ekki í sóttkví. Því er grunur um víðtækt samfélagssmit í bænum að sögn Jakobs Björgvins Jakobssonar, bæjarstjóra í Stykkishólmi. Bæjarbúar í Stykkishólmi sem fréttastofa ræddi við í dag voru margir hverjir áhyggjufullir yfir stöðunni. „Í samfélögum eins og í Stykkishólmi þegar það er svona mikil nánd þá er alltaf hugsanlegt að þegar að einstaklingar sem eru smitaðir af sjúkdómnum og hafa verið að taka virkan þátt í samfélaginu, þá er alltaf þessi áhætta fyrir hendi að veiran hafi náð ákveðinni fótfestu í samfélaginu,“ segir Jakob. Jakob Björgvin Jakobsson, bæjarstjóri í Stykkishólmi ræddi hópsmitið sem þar er komið upp í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2.Vísir/skjáskot Eins og staðan sé núna sé óvissa um það en það komi betur í ljós á morgun hver staðan er raunverulega í bænum þegar fyrir liggja frekari niðurstöður úr sýnatöku. „Það voru 40 sem að voru skimaðir í morgun og við fáum vonandi að vita niðurstöðuna í fyrramálið og þá vitum við betur hvert umfangs smitsins er hér í Stykkishólmi.“ Aðspurður segir hann að gripið hafi verið til ýmissa varúðarráðstafana í samráði við sóttvarnayfirvöld. „Við lokuðum strax dvalarheimilinu, eða hjúkrunarheimilinu hér í Stykkishólmi strax á þriðjudaginn, við höfum farið í endurskipulagningu á stofnunum bæjarins, þá grunnskólum, leikskólum með hópaskiptingar. Við lokuðum á gesti í ráðhúsi og annað þannig að þetta eru þessar helstu aðgerðir sem að við höfum gripið til og erum að vinna eftir okkar viðbragðsáætlun því að við gátum alltaf búist við því að svona staða kæmi upp,“ segir Jakob. Hefði átt að loka Reykjavík Bæjarbúar í Stykkishólmi sem fréttastofa ræddi við í dag voru margir hverjir áhyggjufullir yfir stöðunni. Þeirra á meðal er Sturla Böðvarsson, fyrrverandi ráðherra og fyrrverandi Bæjarstjóri í Stykkishólmi. „Það er náttúrlega mjög alvarlegt þegar fólk er veikt og ef að þetta dreifist eitthvað meira en vonandi nær fólk sér og þetta breiðist ekki út,“ sagði Sturla í samtali við fréttastofu á förnum vegi í Stykkishólmi í dag. Hann telji hljóðið í bæjarbúum þó bærilegt. „Fólk tekur þessu með jafnaðargeði.“ „Það er svolítið ógnvænlegt þegar það er notað þetta orð; hópsýking, en við komumst í gegnum þetta,“ segir Sigríður Ólöf Sigurðardóttir, íbúi í Stykkishólmi en fleiri þeirra sem fréttastofa ræddi við í dag tóku í svipaðan streng. „Við tökum þetta mjög alvarlega og förum eftir öllum reglum hjá Víði og Þórólfi,“ segir Jón Eyþór Lárentsínusson, íbúi í Stykkishólmi. Hann sé þó ekki á þeirri skoðun að herða hefði þurft aðgerðir um allt landið. „Nei en það er svona spurning hvort þetta er að koma aftur upp í Reykjavík, hvort það ætti að loka því svæði. Það er svona spurningin og ég er alveg á því að þar hefði átt að loka. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Stykkishólmur Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Hjörtur Torfason er látinn Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn Innlent Fleiri fréttir Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolin bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Sjá meira
Þeir sjö sem greindust með covid-19 í hópsýkingu sem upp kom í Stykkishólmi voru ekki í sóttkví. Því er grunur um víðtækt samfélagssmit í bænum að sögn Jakobs Björgvins Jakobssonar, bæjarstjóra í Stykkishólmi. Bæjarbúar í Stykkishólmi sem fréttastofa ræddi við í dag voru margir hverjir áhyggjufullir yfir stöðunni. „Í samfélögum eins og í Stykkishólmi þegar það er svona mikil nánd þá er alltaf hugsanlegt að þegar að einstaklingar sem eru smitaðir af sjúkdómnum og hafa verið að taka virkan þátt í samfélaginu, þá er alltaf þessi áhætta fyrir hendi að veiran hafi náð ákveðinni fótfestu í samfélaginu,“ segir Jakob. Jakob Björgvin Jakobsson, bæjarstjóri í Stykkishólmi ræddi hópsmitið sem þar er komið upp í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2.Vísir/skjáskot Eins og staðan sé núna sé óvissa um það en það komi betur í ljós á morgun hver staðan er raunverulega í bænum þegar fyrir liggja frekari niðurstöður úr sýnatöku. „Það voru 40 sem að voru skimaðir í morgun og við fáum vonandi að vita niðurstöðuna í fyrramálið og þá vitum við betur hvert umfangs smitsins er hér í Stykkishólmi.“ Aðspurður segir hann að gripið hafi verið til ýmissa varúðarráðstafana í samráði við sóttvarnayfirvöld. „Við lokuðum strax dvalarheimilinu, eða hjúkrunarheimilinu hér í Stykkishólmi strax á þriðjudaginn, við höfum farið í endurskipulagningu á stofnunum bæjarins, þá grunnskólum, leikskólum með hópaskiptingar. Við lokuðum á gesti í ráðhúsi og annað þannig að þetta eru þessar helstu aðgerðir sem að við höfum gripið til og erum að vinna eftir okkar viðbragðsáætlun því að við gátum alltaf búist við því að svona staða kæmi upp,“ segir Jakob. Hefði átt að loka Reykjavík Bæjarbúar í Stykkishólmi sem fréttastofa ræddi við í dag voru margir hverjir áhyggjufullir yfir stöðunni. Þeirra á meðal er Sturla Böðvarsson, fyrrverandi ráðherra og fyrrverandi Bæjarstjóri í Stykkishólmi. „Það er náttúrlega mjög alvarlegt þegar fólk er veikt og ef að þetta dreifist eitthvað meira en vonandi nær fólk sér og þetta breiðist ekki út,“ sagði Sturla í samtali við fréttastofu á förnum vegi í Stykkishólmi í dag. Hann telji hljóðið í bæjarbúum þó bærilegt. „Fólk tekur þessu með jafnaðargeði.“ „Það er svolítið ógnvænlegt þegar það er notað þetta orð; hópsýking, en við komumst í gegnum þetta,“ segir Sigríður Ólöf Sigurðardóttir, íbúi í Stykkishólmi en fleiri þeirra sem fréttastofa ræddi við í dag tóku í svipaðan streng. „Við tökum þetta mjög alvarlega og förum eftir öllum reglum hjá Víði og Þórólfi,“ segir Jón Eyþór Lárentsínusson, íbúi í Stykkishólmi. Hann sé þó ekki á þeirri skoðun að herða hefði þurft aðgerðir um allt landið. „Nei en það er svona spurning hvort þetta er að koma aftur upp í Reykjavík, hvort það ætti að loka því svæði. Það er svona spurningin og ég er alveg á því að þar hefði átt að loka.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Stykkishólmur Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Hjörtur Torfason er látinn Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn Innlent Fleiri fréttir Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolin bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Sjá meira