Setti sér markmið að komast í byrjunarlið landsliðsins fyrir ári síðan og náði því Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 24. september 2020 08:30 Karólína Lea Vilhjálmsdóttir á ferðinni gegn Lettlandi fyrir viku þar sem hún var í fyrsta sinn í byrjunarliði íslenska A-landsliðsins. vísir/vilhelm Fyrir ári setti Karólínu Lea Vilhjálmsdóttir, leikmaður Breiðabliks, sér markmið að komast í byrjunarlið íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta. Hún náði því en Karólína var í byrjunarliði Íslands í leikjunum gegn Lettlandi og Svíþjóð í undankeppni EM og vakti mikla athygli fyrir góða frammistöðu. Í gær setti faðir Karólínu, Vilhjálmur Kári Haraldsson, inn færslu á Twitter þar sem hann deildi markmiði sem dóttir hans setti sér í íþróttasálfræði í Flensborg fyrir ári síðan. Karólína setti sér það markmið að spila A-landsleik í byrjunarliði eftir eitt ár, nánar tiltekið í október 2020. Hún sagði að markmiðið væri erfitt en raunhæft. Hún stefndi langt og teldi sig geta náð þessu markmiði með góðu móti. Að setja sér markmið er mikilvægt. Fyrir ári síðan setti þessi stelpa sér markmið í íþróttasálfræði í Flensborg. pic.twitter.com/xiJSWUnLgu— Vilhjálmur Haralds (@vilhjalmurhrm) September 23, 2020 Eins og áður sagði náði Karólína þessu markmiði þegar hún var í byrjunarliði Íslands gegn Lettlandi fyrir viku. Hún átti góðan leik á hægri kantinum, skoraði sitt fyrsta landsliðsmark og átti þátt í fleiri mörkum í 9-0 sigri Íslands. Karólína fékk aftur traustið gegn Svíþjóð, bronsliði síðasta heimsmeistaramóts, í fyrradag. Hún stóð fyrir sínu og gott betur og var hættulegasti leikmaður íslenska liðsins í fyrri hálfleik. Karólína var tekin af velli þegar átta mínútur voru til leiksloka eftir að hafa skilað góðu dagsverki. Leikar fóru 1-1. Karólína lék sinn fyrsta A-landsleik þegar Ísland vann Finnland, 0-2, í vináttulandsleik 17. júní á síðasta ári, þá sautján ára. Hún kom inn á sem varamaður fyrir Hlín Eiríksdóttur á 61. mínútu. Karólína er hluti af sterkum 2001-árgangi Íslands. Hún var fyrirliði íslenska U-19 ára landsliðsins sem vann Þýskaland, 0-2, í mars á þessu ári. Á þessu tímabili hefur Karólína leikið fimmtán leiki með Breiðabliki í deild og bikar og skorað þrjú mörk. Hún hefur leikið með Blikum undanfarin þrjú ár og varð Íslandsmeistari með þeim 2018. EM 2021 í Englandi Pepsi Max-deild kvenna Breiðablik Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Fleiri fréttir Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sjá meira
Fyrir ári setti Karólínu Lea Vilhjálmsdóttir, leikmaður Breiðabliks, sér markmið að komast í byrjunarlið íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta. Hún náði því en Karólína var í byrjunarliði Íslands í leikjunum gegn Lettlandi og Svíþjóð í undankeppni EM og vakti mikla athygli fyrir góða frammistöðu. Í gær setti faðir Karólínu, Vilhjálmur Kári Haraldsson, inn færslu á Twitter þar sem hann deildi markmiði sem dóttir hans setti sér í íþróttasálfræði í Flensborg fyrir ári síðan. Karólína setti sér það markmið að spila A-landsleik í byrjunarliði eftir eitt ár, nánar tiltekið í október 2020. Hún sagði að markmiðið væri erfitt en raunhæft. Hún stefndi langt og teldi sig geta náð þessu markmiði með góðu móti. Að setja sér markmið er mikilvægt. Fyrir ári síðan setti þessi stelpa sér markmið í íþróttasálfræði í Flensborg. pic.twitter.com/xiJSWUnLgu— Vilhjálmur Haralds (@vilhjalmurhrm) September 23, 2020 Eins og áður sagði náði Karólína þessu markmiði þegar hún var í byrjunarliði Íslands gegn Lettlandi fyrir viku. Hún átti góðan leik á hægri kantinum, skoraði sitt fyrsta landsliðsmark og átti þátt í fleiri mörkum í 9-0 sigri Íslands. Karólína fékk aftur traustið gegn Svíþjóð, bronsliði síðasta heimsmeistaramóts, í fyrradag. Hún stóð fyrir sínu og gott betur og var hættulegasti leikmaður íslenska liðsins í fyrri hálfleik. Karólína var tekin af velli þegar átta mínútur voru til leiksloka eftir að hafa skilað góðu dagsverki. Leikar fóru 1-1. Karólína lék sinn fyrsta A-landsleik þegar Ísland vann Finnland, 0-2, í vináttulandsleik 17. júní á síðasta ári, þá sautján ára. Hún kom inn á sem varamaður fyrir Hlín Eiríksdóttur á 61. mínútu. Karólína er hluti af sterkum 2001-árgangi Íslands. Hún var fyrirliði íslenska U-19 ára landsliðsins sem vann Þýskaland, 0-2, í mars á þessu ári. Á þessu tímabili hefur Karólína leikið fimmtán leiki með Breiðabliki í deild og bikar og skorað þrjú mörk. Hún hefur leikið með Blikum undanfarin þrjú ár og varð Íslandsmeistari með þeim 2018.
EM 2021 í Englandi Pepsi Max-deild kvenna Breiðablik Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Fleiri fréttir Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sjá meira