Telja ekki hættu á ofsóknum en málsmeðferðartíminn varð of langur Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 24. september 2020 22:32 Khedr-fjölskyldan. Til stóð að vísa henni úr landi á miðvikudag en hún fékk dvalarleyfi hér á landi í dag. Vísir/Baldur Ákvörðun kærunefndar útlendingamála um að veita Khedr-fjölskyldunni egypsku dvalarleyfi hér á landi er byggð á því að of langur tími hafi liðið frá því að sótt var um alþjóðlega vernd þar til endanleg niðurstaða lá fyrir í málinu. Kærunefnd féllst á það að taka mál fjölskyldunnar upp á nýju vegna þess að ný gögn lágu fyrir í málinu og talið var að gæfu tilefni til þess að ný rannsókn yrði tekin upp á aðstæðum fjölskyldunnar. Í úrskurði kærunefndar vegna rannsóknarinnar kemur fram að ekki sé ástæða til að óttast það að fjölskyldan verði fyrir ofsóknum í heimalandi sínu. Þrátt fyrir þessa niðurstöðu fékkst endanleg niðurstaða, eftir að málið var endurupptekið, utan þess tímaramma sem gefinn er í útlendingalögum, sem eru átján mánuðir í tilefni fullorðinna og 16 mánuðir í tilefni barna, frá umsókn um dvalarleyfi þar til lokaniðurstaða liggur fyrir. Í kjölfarið lagði kærunefnd fyrir Útlendingastofnun að veita fjölskyldunni dvalarleyfi á grundvelli mannréttindasjónarmiða. Þetta kemur fram í úrskurði nefndarinnar frá því í dag sem fréttastofa RÚV hefur undir höndum og greinir frá. Aðstæður fjölskyldumeðlima voru ekki skoðaðar sérstaklega fyrr en nú Til stóð að vísa fjölskyldunni úr landi miðvikudaginn 16. september, fyrir rúmri viku, en þegar til þess kom að vísa þeim úr landi fannst fjölskyldan hvergi. Þá lá fyrir að lokaniðurstaða í máli fjölskyldunnar hefði legið fyrir þann 18. nóvember 2019 þegar kærunefnd útlendingamála staðfesti ákvörðun Útlendingastofnunar frá 25. júlí sama ár um að synja fjölskyldunni um alþjóðlega vernd og dvalarleyfi hér á landi. Tvisvar var beðið um endurupptöku í málinu og frestun réttaráhrifa og synjað í bæði skiptin í byrjun þessa árs. Þriðja endurupptökubeiðnin barst svo þann 17. september síðastliðinn, daginn eftir að vísa átti fjölskyldunni úr landi. Með þeirri beiðni bárust fylgigögn og viðbótarathugasemdir frá fjölskyldunni. Aðstæður fjölskyldumeðlima hafi ekki verið skoðaðar sérstaklega í málinu og hafi því verið um brot á lögum um málefni útlendinga að ræða. Ástæða þess að málið var tekið upp að nýju er sú að rök voru færð fyrir því í endurupptökubeiðninni að tólf ára dóttir Khedr hjónanna væri á viðkvæmum aldri hvað varðaði kynfæralimlestingar, sem væru mjög algengar í Egyptalandi. Vegna þess hve algengar slíkar limlestingar séu á konum og stúlkum í Egyptalandi hafi íslenskum stjórnvöldum verið skylt að skoða aðstæður stúlkunnar betur. Þetta hafi verið alvarlegir annmarkar á málsmeðferð Útlendingastofnunar á máli fjölskyldunnar og ákvörðun um synjun byggði á ófullnægjandi upplýsingum. Ekki talið að stúlkan verði fyrir ofsóknum í Egyptalandi Eins og fram kemur áður var niðurstaða úrskurðarnefndar sú að fjölskyldan væri ekki í sérstakri hættu í heimalandi sínu. Aldrei hafi verið minnst á mögulegar kynfæralimlestingar á fjölskyldumeðlimum þegar fjölskyldan óskaði eftir vernd á Íslandi og að ekkert hafi bent til þess í framburði fjölskyldunnar að tilefni væri til þess að stjórnvöld rannsökuðu af eigin frumkvæði áhættuna á kynfæralimlestingum. Fram kemur í úrskurðinum að vegna þess að fjölskyldan hafi borið fram nýja málsástæðu sem ekki hefði verið tekin fyrir áður hjá Útlendingastofnun sæi stofnunin ekki annað í stöðunni en að taka málið upp að nýju. Við fyrstu skoðun hafi verið grundvöllur fyrir því að ætla að stúlkan gæti orðið fyrir ofsóknum yrði hún send aftur til Egyptalands. Rannsóknin hafi hins vegar leitt í ljós að ekki væri grundvöllur fyrir því að telja að stúlkan væri í sérstakri hættu á umskurn, ofsóknum eða á hættu að verða fyrir ómannúðlegri eða vanvirðandi meðferð snúi hún aftur til Egyptalands. Dvalarleyfið er því ekki veitt á þeim grunni að hætta sé á að stúlkan verði fyrir kynfæralimlestingum og er ákvörðunin því ekki fordæmisgefandi fyrir aðrar umsóknir um alþjóðlega vernd sem kunni að berast á þeim rökum. Málsmeðferðartíminn kominn út fyrir tímaramma útlendingalaga Fjölskyldan sótti um alþjóðlega vernd hér á landi þann 7. ágúst 2018 og kærunefnd útlendingamála staðfesti synjun Útlendingastofnunar þann 18. nóvember 2019 og var málsmeðferðartíminn innan tímarammans, sem rakinn var hér að ofan. Málsmeðferðartíminn má að hámarki vera átján mánuði fyrir fullorðna einstaklinga og sextán mánuðir fyrir börn. En vegna þess að málið var endurupptekið hjá kærunefnd nú í september 2020 miðast málsmeðferðartíminn við niðurstöðuna sem staðfest var í dag, og er því utan tímaramma útlendingalaga. Rannsóknin í þriðju endurupptökunni miðaði að aðstæðum fjölskyldumeðlima sérstaklega og þar sem stúlkan hafði ekki fengið niðurstöðu í máli sínu innan 16 mánaða frá því hún sótti um alþjóðlega vernd var fallist á það að tímaramminn hafi verið sprengdur. Þá segir í úrskurði kærunefndar að ekki verði séð að stúlkan hafi sjálf átt þátt í því að niðurstaðan hafi ekki fengist innan tímamarka. „Kærunefndin telur ekki forsendur til að telja að þær tafir sem foreldrar hennar kunni að hafa valdið á málinu hafi þýðingu í þessu samhengi,“ segir í úrskurðinum. Niðurstaða kærunefndar er þess vegna sú að veita eigi stúlkunni dvalarleyfi þar sem niðurstaða í hennar máli fékkst ekki innan sextán mánaða. Þar sem meginregla gildir um einingu fjölskyldu verði foreldrum og systkinum hennar einnig veitt dvalarleyfi á sama grundvelli. Brottvísun egypskrar fjölskyldu Hælisleitendur Flóttafólk á Íslandi Tengdar fréttir Egypska fjölskyldan fær dvalarleyfi Egypska Khedr fjölskyldan fékk rétt í þessu dvalarleyfi á grundvelli mannúðarsjónarmiða. 24. september 2020 18:54 Sýndu samstöðu með Khedr-fjölskyldunni fyrir utan dómsmálaráðuneytið Hópur mótmælenda safnaðist saman á samstöðufundi fyrir utan dómsmálaráðuneytið við Sölvhólsgötu í Reykjavík um hádegi í dag. 23. september 2020 12:52 Múslímska bræðralagið og fóbían Sverrir Agnarsson fjallar um og svarar ýmsum ranghugmyndum sem hann hefur hnotið um varðandi Egyptaland og Múslímska bræðralagið. 23. september 2020 10:27 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Fleiri fréttir Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Sjá meira
Ákvörðun kærunefndar útlendingamála um að veita Khedr-fjölskyldunni egypsku dvalarleyfi hér á landi er byggð á því að of langur tími hafi liðið frá því að sótt var um alþjóðlega vernd þar til endanleg niðurstaða lá fyrir í málinu. Kærunefnd féllst á það að taka mál fjölskyldunnar upp á nýju vegna þess að ný gögn lágu fyrir í málinu og talið var að gæfu tilefni til þess að ný rannsókn yrði tekin upp á aðstæðum fjölskyldunnar. Í úrskurði kærunefndar vegna rannsóknarinnar kemur fram að ekki sé ástæða til að óttast það að fjölskyldan verði fyrir ofsóknum í heimalandi sínu. Þrátt fyrir þessa niðurstöðu fékkst endanleg niðurstaða, eftir að málið var endurupptekið, utan þess tímaramma sem gefinn er í útlendingalögum, sem eru átján mánuðir í tilefni fullorðinna og 16 mánuðir í tilefni barna, frá umsókn um dvalarleyfi þar til lokaniðurstaða liggur fyrir. Í kjölfarið lagði kærunefnd fyrir Útlendingastofnun að veita fjölskyldunni dvalarleyfi á grundvelli mannréttindasjónarmiða. Þetta kemur fram í úrskurði nefndarinnar frá því í dag sem fréttastofa RÚV hefur undir höndum og greinir frá. Aðstæður fjölskyldumeðlima voru ekki skoðaðar sérstaklega fyrr en nú Til stóð að vísa fjölskyldunni úr landi miðvikudaginn 16. september, fyrir rúmri viku, en þegar til þess kom að vísa þeim úr landi fannst fjölskyldan hvergi. Þá lá fyrir að lokaniðurstaða í máli fjölskyldunnar hefði legið fyrir þann 18. nóvember 2019 þegar kærunefnd útlendingamála staðfesti ákvörðun Útlendingastofnunar frá 25. júlí sama ár um að synja fjölskyldunni um alþjóðlega vernd og dvalarleyfi hér á landi. Tvisvar var beðið um endurupptöku í málinu og frestun réttaráhrifa og synjað í bæði skiptin í byrjun þessa árs. Þriðja endurupptökubeiðnin barst svo þann 17. september síðastliðinn, daginn eftir að vísa átti fjölskyldunni úr landi. Með þeirri beiðni bárust fylgigögn og viðbótarathugasemdir frá fjölskyldunni. Aðstæður fjölskyldumeðlima hafi ekki verið skoðaðar sérstaklega í málinu og hafi því verið um brot á lögum um málefni útlendinga að ræða. Ástæða þess að málið var tekið upp að nýju er sú að rök voru færð fyrir því í endurupptökubeiðninni að tólf ára dóttir Khedr hjónanna væri á viðkvæmum aldri hvað varðaði kynfæralimlestingar, sem væru mjög algengar í Egyptalandi. Vegna þess hve algengar slíkar limlestingar séu á konum og stúlkum í Egyptalandi hafi íslenskum stjórnvöldum verið skylt að skoða aðstæður stúlkunnar betur. Þetta hafi verið alvarlegir annmarkar á málsmeðferð Útlendingastofnunar á máli fjölskyldunnar og ákvörðun um synjun byggði á ófullnægjandi upplýsingum. Ekki talið að stúlkan verði fyrir ofsóknum í Egyptalandi Eins og fram kemur áður var niðurstaða úrskurðarnefndar sú að fjölskyldan væri ekki í sérstakri hættu í heimalandi sínu. Aldrei hafi verið minnst á mögulegar kynfæralimlestingar á fjölskyldumeðlimum þegar fjölskyldan óskaði eftir vernd á Íslandi og að ekkert hafi bent til þess í framburði fjölskyldunnar að tilefni væri til þess að stjórnvöld rannsökuðu af eigin frumkvæði áhættuna á kynfæralimlestingum. Fram kemur í úrskurðinum að vegna þess að fjölskyldan hafi borið fram nýja málsástæðu sem ekki hefði verið tekin fyrir áður hjá Útlendingastofnun sæi stofnunin ekki annað í stöðunni en að taka málið upp að nýju. Við fyrstu skoðun hafi verið grundvöllur fyrir því að ætla að stúlkan gæti orðið fyrir ofsóknum yrði hún send aftur til Egyptalands. Rannsóknin hafi hins vegar leitt í ljós að ekki væri grundvöllur fyrir því að telja að stúlkan væri í sérstakri hættu á umskurn, ofsóknum eða á hættu að verða fyrir ómannúðlegri eða vanvirðandi meðferð snúi hún aftur til Egyptalands. Dvalarleyfið er því ekki veitt á þeim grunni að hætta sé á að stúlkan verði fyrir kynfæralimlestingum og er ákvörðunin því ekki fordæmisgefandi fyrir aðrar umsóknir um alþjóðlega vernd sem kunni að berast á þeim rökum. Málsmeðferðartíminn kominn út fyrir tímaramma útlendingalaga Fjölskyldan sótti um alþjóðlega vernd hér á landi þann 7. ágúst 2018 og kærunefnd útlendingamála staðfesti synjun Útlendingastofnunar þann 18. nóvember 2019 og var málsmeðferðartíminn innan tímarammans, sem rakinn var hér að ofan. Málsmeðferðartíminn má að hámarki vera átján mánuði fyrir fullorðna einstaklinga og sextán mánuðir fyrir börn. En vegna þess að málið var endurupptekið hjá kærunefnd nú í september 2020 miðast málsmeðferðartíminn við niðurstöðuna sem staðfest var í dag, og er því utan tímaramma útlendingalaga. Rannsóknin í þriðju endurupptökunni miðaði að aðstæðum fjölskyldumeðlima sérstaklega og þar sem stúlkan hafði ekki fengið niðurstöðu í máli sínu innan 16 mánaða frá því hún sótti um alþjóðlega vernd var fallist á það að tímaramminn hafi verið sprengdur. Þá segir í úrskurði kærunefndar að ekki verði séð að stúlkan hafi sjálf átt þátt í því að niðurstaðan hafi ekki fengist innan tímamarka. „Kærunefndin telur ekki forsendur til að telja að þær tafir sem foreldrar hennar kunni að hafa valdið á málinu hafi þýðingu í þessu samhengi,“ segir í úrskurðinum. Niðurstaða kærunefndar er þess vegna sú að veita eigi stúlkunni dvalarleyfi þar sem niðurstaða í hennar máli fékkst ekki innan sextán mánaða. Þar sem meginregla gildir um einingu fjölskyldu verði foreldrum og systkinum hennar einnig veitt dvalarleyfi á sama grundvelli.
Brottvísun egypskrar fjölskyldu Hælisleitendur Flóttafólk á Íslandi Tengdar fréttir Egypska fjölskyldan fær dvalarleyfi Egypska Khedr fjölskyldan fékk rétt í þessu dvalarleyfi á grundvelli mannúðarsjónarmiða. 24. september 2020 18:54 Sýndu samstöðu með Khedr-fjölskyldunni fyrir utan dómsmálaráðuneytið Hópur mótmælenda safnaðist saman á samstöðufundi fyrir utan dómsmálaráðuneytið við Sölvhólsgötu í Reykjavík um hádegi í dag. 23. september 2020 12:52 Múslímska bræðralagið og fóbían Sverrir Agnarsson fjallar um og svarar ýmsum ranghugmyndum sem hann hefur hnotið um varðandi Egyptaland og Múslímska bræðralagið. 23. september 2020 10:27 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Fleiri fréttir Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Sjá meira
Egypska fjölskyldan fær dvalarleyfi Egypska Khedr fjölskyldan fékk rétt í þessu dvalarleyfi á grundvelli mannúðarsjónarmiða. 24. september 2020 18:54
Sýndu samstöðu með Khedr-fjölskyldunni fyrir utan dómsmálaráðuneytið Hópur mótmælenda safnaðist saman á samstöðufundi fyrir utan dómsmálaráðuneytið við Sölvhólsgötu í Reykjavík um hádegi í dag. 23. september 2020 12:52
Múslímska bræðralagið og fóbían Sverrir Agnarsson fjallar um og svarar ýmsum ranghugmyndum sem hann hefur hnotið um varðandi Egyptaland og Múslímska bræðralagið. 23. september 2020 10:27