Innlent

Liðsmenn Veiruvarnarliðsins með nýjustu fréttir í Víglínunni

Eiður Þór Árnason skrifar

Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra og Reynir Víðisson yfirlögregluþjónn almannavarnardeildar Ríkislögreglustjóra mæta í Víglínuna hjá Heimi Má Péturssyni fréttamanni í dag og greina frá því nýjasta í stöðunni í varnarbaráttunni gegn kórónuveirunni.

Samkvæmt nýjust niðurstöðum Íslenskrar erfðagreiningar virðast aðgerðir yfirvalda vera að virka en áætla má að um eitt þusund Íslendingar séu nú þegar með veiruna. Það eru mun færri en óttast var.

Faraldurinn hefur mikil áhrif á kjör og stöðu launafólks og líkur á að fyrirtæki sem verða fyrir miklu skakkaföllum vegna hennar segi upp fólki.

Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR verður í seinni hluta Víglínunnar til að ræða þessi mál. En sjálfur er Ragnar Þór nýkominn úr fjórtán daga sóttkví.

Ekki missa af Víglínunni í opinni dagskrá á Stöð 2 klukkan 17:40.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×