Kína segist hafa fengið grænt ljós fyrir bóluefni í sumar Kjartan Kjartansson skrifar 25. september 2020 10:30 A worker works inside a lab at the SinoVac vaccine factory in Beijing on Thursday, Sept. 24, 2020. SinoVac, one of China's pharmaceutical companies behind a leading COVID-19 vaccine candidate says its vaccine will be ready by early 2021 for distribution worldwide, including the U.S. (AP Photo/Ng Han Guan) AP/Ng Han Guan Alþjóðaheilbrigðisstofnunin (WHO) gaf kínverskum stjórnvöldum grænt ljós á að byrja að nota frumgerð af bóluefni við nýju afbrigði kórónuveirunnar þrátt fyrir að tilraunum með það væri enn ekki lokið í sumar. Bóluefnið var gefið hundruð þúsundum manns sem voru taldir gegna mikilvægum störfum eða vera viðkvæmir fyrir veirunni í sumar. Zheng Zhongwei, fulltrúi heilbrigðisnefndar Kína, segir að neyðaráætlun þarlendra stjórnvalda hafi verið hrint í framkvæmd í júlí eftir samskipti við WHO í síðari hluta júní. Hann fullyrðir að áætlunin hafi notið „stuðnings og skilnings“ fulltrúa WHO í Kína. Að minnsta kosti þrjú bóluefni í þróun voru samþykkt til notkunar á grundvelli neyðaráætlunar stjórnvalda í Beijing í sumar en þau eru öll á lokastigum tilrauna erlendis. Reuters-fréttastofan segir að kínversk stjórnvöld hafi ekki gert frekari upplýsingar um neyðaráætlun sína opinberar. Ekki hafi náðst í talsmann WHO í Kína. Yin Weidong, forstjóri kínverska lyfjafyrirtækisins Synovac, heldur því fram að bóluefnið sem fyrirtækir vinnur að og er eitt þeirra sem var samþykkt til neyðarnotkunar í Kína verði tilbúið til dreifingar á heimsvísu í byrjun næsta árs ef það gefur góða raun í síðasta hluta tilrauna í mönnum sem nú standa yfir. Yin Weidong, forstjóri Sinovac, var kampakátur þegar hann sýndi fréttamönnum verksmiðju fyrirtækisins í Beijing í gær.AP/Ng Han Guan „Markmið okkar er að skaffa heiminum bóluefninu, þar á meðal Bandaríkjunum, Evrópusambandinu og öðrum,“ hefur AP-fréttastofan eftir Yin. Kínversk bóluefni hafa átt erfitt uppdráttar vegna stífra reglna á vesturlöndum en Yin segir að þær verði engin fyrirstaða nú. „Við erum fullviss um að rannsóknir okkar á bóluefni gegn Covid-19 standist kröfur í Bandaríkjunum og í Evrópusambandslöndum,“ segir forstjórinn. Kína Lyf Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Innlent Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Erlent Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Innlent Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Innlent Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Innlent Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Innlent Fleiri fréttir Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Sjá meira
Alþjóðaheilbrigðisstofnunin (WHO) gaf kínverskum stjórnvöldum grænt ljós á að byrja að nota frumgerð af bóluefni við nýju afbrigði kórónuveirunnar þrátt fyrir að tilraunum með það væri enn ekki lokið í sumar. Bóluefnið var gefið hundruð þúsundum manns sem voru taldir gegna mikilvægum störfum eða vera viðkvæmir fyrir veirunni í sumar. Zheng Zhongwei, fulltrúi heilbrigðisnefndar Kína, segir að neyðaráætlun þarlendra stjórnvalda hafi verið hrint í framkvæmd í júlí eftir samskipti við WHO í síðari hluta júní. Hann fullyrðir að áætlunin hafi notið „stuðnings og skilnings“ fulltrúa WHO í Kína. Að minnsta kosti þrjú bóluefni í þróun voru samþykkt til notkunar á grundvelli neyðaráætlunar stjórnvalda í Beijing í sumar en þau eru öll á lokastigum tilrauna erlendis. Reuters-fréttastofan segir að kínversk stjórnvöld hafi ekki gert frekari upplýsingar um neyðaráætlun sína opinberar. Ekki hafi náðst í talsmann WHO í Kína. Yin Weidong, forstjóri kínverska lyfjafyrirtækisins Synovac, heldur því fram að bóluefnið sem fyrirtækir vinnur að og er eitt þeirra sem var samþykkt til neyðarnotkunar í Kína verði tilbúið til dreifingar á heimsvísu í byrjun næsta árs ef það gefur góða raun í síðasta hluta tilrauna í mönnum sem nú standa yfir. Yin Weidong, forstjóri Sinovac, var kampakátur þegar hann sýndi fréttamönnum verksmiðju fyrirtækisins í Beijing í gær.AP/Ng Han Guan „Markmið okkar er að skaffa heiminum bóluefninu, þar á meðal Bandaríkjunum, Evrópusambandinu og öðrum,“ hefur AP-fréttastofan eftir Yin. Kínversk bóluefni hafa átt erfitt uppdráttar vegna stífra reglna á vesturlöndum en Yin segir að þær verði engin fyrirstaða nú. „Við erum fullviss um að rannsóknir okkar á bóluefni gegn Covid-19 standist kröfur í Bandaríkjunum og í Evrópusambandslöndum,“ segir forstjórinn.
Kína Lyf Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Innlent Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Erlent Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Innlent Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Innlent Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Innlent Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Innlent Fleiri fréttir Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Sjá meira