Vísir var með beina útsendingu frá kynningarfundi KKÍ vegna Domino's deildar og 1. deildar karla í körfubolta.
Fundurinn var haldinn í Laugardalshöll og hófst klukkan 12:00. Útsendingu frá fundinum má sjá hér fyrir neðan.
Á fundinum var árleg spá formanna, þjálfara og fyrirliða liðanna í deildunum kynnt. Stjörnunni var spáð Íslandsmeistaratitli en Hetti og Þór Ak. falli. Íslandsmeisturum KR var spáð 5. sæti. Spána í heild sinni má sjá hér fyrir neðan. Keppni í Domino's deild karla hefst fimmtudaginn 1. október.
Spá fyrirliða, þjálfara og formanna félaga í Domino´s deild karla:
- 1. Stjarnan 375 stig
- 2. Tindastóll 372 stig
- 3. Valur 359 stig
- 4. Keflavík 317 stig
- 5. KR 264 stig
- 6. Grindavík 244 stig
- 7. Njarðvík 236 stig
- 8. ÍR 197 stig
- 9. Haukar 170 stig
- 10. Þór Þorlákshöfn 118 stig
- 11. Höttur 93 stig
- 12. Þór Akureyri 63 stig
- (Mest var hægt að fá 432 stig - Minnst var hægt að fá 36 stig)
Spá fjölmiðla í Domino´s deild karla:
- 1. Tindastóll 112 stig
- 2. Stjarnan 111 stig
- 3. Keflavík 99 stig
- 4. Valur 88 stig
- 5. KR 69 stig
- 6. Njarðvík 68 stig
- 7. ÍR 64 stig
- 8. Grindavík 62 stig
- 9. Haukar 39 stig
- 10. Þór Þorlákshöfn 30 stig
- 11. Höttur 25 stig
- 12. Þór Akureyri 13 stig
- (Mest var hægt að fá 120 stig - Minnst var hægt að fá 10 stig)
Spá fyrirliða, þjálfara og formanna félaga í 1. deild karla:
- 1. Breiðablik 267 stig
- 2. Hamar 259 stig
- 3. Álftanes 197 stig
- 4. Vestri 185 stig
- 5. Fjölnir 151 stig
- 6. Sindri 150 stig
- 7. Skallagrímur 129 stig
- 8. Selfoss 107 stig
- 9. Hrunamenn 103 stig
- 10. Snæfell 47 stig
Spá fjölmiðla í 1. deild karla:
- 1. Breiðablik 72 stig
- 2. Hamar 72 stig
- 3. Álftanes 59 stig
- 4. Skallagrímur 55 stig
- 5. Fjölnir 54 stig
- 6. Selfoss 36 stig
- 7. Vestri 34 stig
- 8. Sindri 25 stig
- 9. Hrunamenn 22 stig
- 10. Snæfell 14 stig