„Komið að því að selja þessa dásamlegu íbúð. Ætlum að færa okkur aðeins til innan hverfis,“ segir Þórður Snær Júlíusson, ritstjóri Kjarnans, í færslu á Facebook en hann og Hildur Guðjóndóttir hafa sett íbúð sína við Rauðalæk á sölu.
Um er að ræða 134 fermetra hæð í Laugardalnum í húsi sem var byggt árið 1960.
Alls eru þrjú svefnherbergi í íbúðinni en fasteignamat eignarinnar er 53,6 milljónir.
Íbúðin hefur verið mikið endurnýjuð á undanförnum árum.
Hér að neðan má sjá myndir af eigninni.






