Ríkisstjórnarmyndun í Líbanon farin út um þúfur Kjartan Kjartansson skrifar 26. september 2020 13:58 Mustapha Adib sem var tilnefndur forsætisráðherra Líbanons. Hann gaf stjórnarmyndun upp á bátinn í dag. Vísir/EPA Tilraunir til þess að mynda nýja ríkisstjórn í Líbanon eru farnar út um þúfur eftir að Mustapha Adib, tilnefndur forsætisráðherra, sagðist ekki vilja leiða ríkisstjórn sem væri dæmd til þess að springa. Líbanon berst nú í bökkum efnahagslega eftir gríðarlega sprengingu í höfuðborginni Beirút í síðasta mánuði og kórónuveirufaraldurinn. Fyrri ríkisstjórn hrökklaðist frá völdum vegna mikillar reiði yfir sprengingunni en fjöldamótmæli voru landlæg fyrir. Í ljós kom að mikið magn sprengifims efnis hafði verið geymt með óöruggum hætti á hafnarsvæðinu um árabil þrátt fyrir viðvaranir embættismanna um að hætta stafaði af því. Að minnsta kosti 190 manns fórust og 6.000 slösuðust í sprengingunni sem lagði stóran hluta borgarinnar í rúst. Frönsk stjórnvöld höfðu hvatt stjórnmálaflokka í Líbanon til að ná fljótt saman um nýja ríkisstjórn og bauðst Emmanuel Macron, forseti Frakklands, til þess að halda ráðstefnu um neyðaraðstoð við landið um miðjan október. Líbanon var frönsk nýlenda til ársins 1943. Adib, sem er súnnímúslimi, var tilnefndur forsætisráðherra í lok ágúst og sagðist stefna að umbótum og að fá neyðarlán frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum. Breska ríkisútvarpið BBC segir að viðræður um myndun ríkisstjórnar hafi standrað á kröfum flokka sjíamúslima, þar á meðal Hezbollah, um að þeir fengju fjármálaráðuneytið og að velja ráðherra í ríkisstjórnina. Adib vildi aftur á móti skipa ópólitíska fagráðherra. Dró Adib sig í hlé frá því að stýra ríkisstjórnarmyndun eftir fund með Michel Aoun, forseta, í dag. Bað hann þjóðina afsökunar á að honum hafi ekki auðnast að koma saman hópi umbótafólks til þess að bjarga landinu. Hann vildi hins vegar ekki stýra ríkisstjórn sem væri dauðadæmd frá upphafi. Líbanon Sprenging í Beirút Tengdar fréttir Annar stór eldsvoði blossar upp á höfninni í Beirút Eldur logar nú í olíu- og dekkjageymslu á hafnarsvæðinu í Beirút, aðeins mánuði eftir að gríðarlega öflug sprenging þar olli mannskaða og eignartjóni. Engar fréttir hafa borist af mannskaða nú en eldurinn er sagður hafa slegið borgarbúa óhug. 10. september 2020 12:27 Macron biðlar til Líbanon að mynda ríkisstjórn í flýti Emmanuel Macron, forseti Frakklands, hefur biðlað til nýs forsætisráðherra Líbanon að mynda nýja ríkisstjórn í flýti. 31. ágúst 2020 23:00 Mest lesið Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Innlent Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Innlent Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Innlent Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Innlent Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Fleiri fréttir Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Sjá meira
Tilraunir til þess að mynda nýja ríkisstjórn í Líbanon eru farnar út um þúfur eftir að Mustapha Adib, tilnefndur forsætisráðherra, sagðist ekki vilja leiða ríkisstjórn sem væri dæmd til þess að springa. Líbanon berst nú í bökkum efnahagslega eftir gríðarlega sprengingu í höfuðborginni Beirút í síðasta mánuði og kórónuveirufaraldurinn. Fyrri ríkisstjórn hrökklaðist frá völdum vegna mikillar reiði yfir sprengingunni en fjöldamótmæli voru landlæg fyrir. Í ljós kom að mikið magn sprengifims efnis hafði verið geymt með óöruggum hætti á hafnarsvæðinu um árabil þrátt fyrir viðvaranir embættismanna um að hætta stafaði af því. Að minnsta kosti 190 manns fórust og 6.000 slösuðust í sprengingunni sem lagði stóran hluta borgarinnar í rúst. Frönsk stjórnvöld höfðu hvatt stjórnmálaflokka í Líbanon til að ná fljótt saman um nýja ríkisstjórn og bauðst Emmanuel Macron, forseti Frakklands, til þess að halda ráðstefnu um neyðaraðstoð við landið um miðjan október. Líbanon var frönsk nýlenda til ársins 1943. Adib, sem er súnnímúslimi, var tilnefndur forsætisráðherra í lok ágúst og sagðist stefna að umbótum og að fá neyðarlán frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum. Breska ríkisútvarpið BBC segir að viðræður um myndun ríkisstjórnar hafi standrað á kröfum flokka sjíamúslima, þar á meðal Hezbollah, um að þeir fengju fjármálaráðuneytið og að velja ráðherra í ríkisstjórnina. Adib vildi aftur á móti skipa ópólitíska fagráðherra. Dró Adib sig í hlé frá því að stýra ríkisstjórnarmyndun eftir fund með Michel Aoun, forseta, í dag. Bað hann þjóðina afsökunar á að honum hafi ekki auðnast að koma saman hópi umbótafólks til þess að bjarga landinu. Hann vildi hins vegar ekki stýra ríkisstjórn sem væri dauðadæmd frá upphafi.
Líbanon Sprenging í Beirút Tengdar fréttir Annar stór eldsvoði blossar upp á höfninni í Beirút Eldur logar nú í olíu- og dekkjageymslu á hafnarsvæðinu í Beirút, aðeins mánuði eftir að gríðarlega öflug sprenging þar olli mannskaða og eignartjóni. Engar fréttir hafa borist af mannskaða nú en eldurinn er sagður hafa slegið borgarbúa óhug. 10. september 2020 12:27 Macron biðlar til Líbanon að mynda ríkisstjórn í flýti Emmanuel Macron, forseti Frakklands, hefur biðlað til nýs forsætisráðherra Líbanon að mynda nýja ríkisstjórn í flýti. 31. ágúst 2020 23:00 Mest lesið Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Innlent Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Innlent Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Innlent Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Innlent Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Fleiri fréttir Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Sjá meira
Annar stór eldsvoði blossar upp á höfninni í Beirút Eldur logar nú í olíu- og dekkjageymslu á hafnarsvæðinu í Beirút, aðeins mánuði eftir að gríðarlega öflug sprenging þar olli mannskaða og eignartjóni. Engar fréttir hafa borist af mannskaða nú en eldurinn er sagður hafa slegið borgarbúa óhug. 10. september 2020 12:27
Macron biðlar til Líbanon að mynda ríkisstjórn í flýti Emmanuel Macron, forseti Frakklands, hefur biðlað til nýs forsætisráðherra Líbanon að mynda nýja ríkisstjórn í flýti. 31. ágúst 2020 23:00