Segir Gunnar Jóhann hafa verið með mikið magn áfengis og fíkniefna í blóði Vésteinn Örn Pétursson skrifar 26. september 2020 16:00 Frá vettvangi í Mehamn laugardaginn 27. apríl. Réttarhöld yfir Gunnari Jóhanni hófust á mánudag en þeim hefur verið frestað í tvígang. TV2/CHRISTOFFER ROBIN JENSEN Gunnar Jóhann Gunnarsson var með mikið magn fíkniefna og áfengis í blóði sínu kvöldið sem hann varð Gísla Þór Þórarinssyni, hálfbróður sínum, að bana þann þann 27. apríl 2019 í Mehamn í Noregi. Þetta hefur staðarmiðillinn iFinnmark eftir lyfja- og eiturefnafræðingnum Jørg Mørland. Mørland var skipaður af Héraðsdómi Austur-Finnmerkur til þess að leggja mat á umfang áfengis- og fíkniefnaneyslu Gunnars umrætt kvöld. Komst hann að þeirri niðurstöðu að áfengismagn í blóði Gunnars hafi verið 3-4 prómill. Niðurstöðuna byggði hann á blóðsýni sem tekið var úr Gunnari daginn eftir að hann varð Gísla að bana, sem og upplýsingum um áfengisneyslu hans daginn áður og sama dag. Gunnar hefur gengist við því að hafa orðið Gísla að bana, en segir að skot hafi hlaupið úr byssu hans í átökum bræðranna. Hann er ákærður fyrir morð af yfirlögðu ráði en aðalmeðferð í máli hans stendur yfir þessa dagana. „Það er ákveðin óvissa í tengslum við útreikninga sem þessa, en styrkur áfengis í blóði hans var líklega í kring um tvö, jafnvel rúmlega tvö, prómill þegar atvikið átti sér stað,“ hefur iFinnmark eftir Mørland. Hann bætir við að önnur efni sem Gunnar hafi innbyrt, kókaín, amfetamín og virka efnið í valíumi, hafi valdið því að magn áfengis og fíkniefna í blóði hans hafi verið á bilinu þrjú til fjögur prómill. Mørland segir að magn líkt og þetta geti reynst mörgum lífshættulegt. Mørland segir því ljóst að Gunnar Jóhann hafi verið undir miklum áhrifum þegar hann varð hálfbróður sínum að bana. Magn líkt því sem hafi verið í blóði hans geti valdið því að neytandinn glati sjálfsstjórn, verði hvatvísari og áhættusæknari. Eins sagði Mørland að gera mætti ráð fyrir því að áhrifunum fylgdi minnistap. Hann bætti þó við að við aðstæður sem þessar geti áhrif áfengis og vímuefna á fólk verið afar mismunandi eftir einstaklingum. Noregur Manndráp í Mehamn Tengdar fréttir Vitni full eftirsjár vegna atburðarins í Mehamn Fjöldi fólks sem var í partýi með Gunnari Jóhanni Gunnarssyni sama kvöld og hann varð Gísla Þór Þórarinssyni, hálfbróður sínum, að bana hefur stigið fram og lýst eftirsjá vegna atburðanna. 24. september 2020 21:00 Nýja parið „rottur“ sem myndu „uppskera eins og þær sáðu“ Kærasta Gísla Þórs Þórarinssonar heitins segist endurtekið hafa fengið hótanir frá Gunnari Jóhanni Gunnarssyni, barnsföður sínum og hálfbróður Gísla, fyrir nóttina afdrifaríku í Mehamn í apríl í fyrra. 24. september 2020 08:01 Haglabyssan biluð og ekki hægt að útiloka voðaskot Galli er á haglabyssunni sem skot hljóp úr og banaði Gísla Þór Þórarinssyni í Mehamn í Noregi í apríl í fyrra. Þetta staðfestu vopnasérfræðingar hjá rannsóknarlögreglunni í dómsal í dag. 23. september 2020 18:27 Gunnar gekk út þegar blóði drifnar myndir voru sýndar Gunnar Jóhann Gunnarsson fékk heimild frá dómara að yfirgefa dómsalinn í héraðsdómi Austur-Finnmerkur í morgun þegar sýndar voru myndir lögreglu frá blóðugum vettvangi drápsins. 23. september 2020 14:07 Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Merkúr Máni sótti brons á Ólympíuleikunum í líffræði Innlent Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Erlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent Virknin minnkað þó áfram gjósi Innlent Fleiri fréttir Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons á Ólympíuleikunum í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Sjá meira
Gunnar Jóhann Gunnarsson var með mikið magn fíkniefna og áfengis í blóði sínu kvöldið sem hann varð Gísla Þór Þórarinssyni, hálfbróður sínum, að bana þann þann 27. apríl 2019 í Mehamn í Noregi. Þetta hefur staðarmiðillinn iFinnmark eftir lyfja- og eiturefnafræðingnum Jørg Mørland. Mørland var skipaður af Héraðsdómi Austur-Finnmerkur til þess að leggja mat á umfang áfengis- og fíkniefnaneyslu Gunnars umrætt kvöld. Komst hann að þeirri niðurstöðu að áfengismagn í blóði Gunnars hafi verið 3-4 prómill. Niðurstöðuna byggði hann á blóðsýni sem tekið var úr Gunnari daginn eftir að hann varð Gísla að bana, sem og upplýsingum um áfengisneyslu hans daginn áður og sama dag. Gunnar hefur gengist við því að hafa orðið Gísla að bana, en segir að skot hafi hlaupið úr byssu hans í átökum bræðranna. Hann er ákærður fyrir morð af yfirlögðu ráði en aðalmeðferð í máli hans stendur yfir þessa dagana. „Það er ákveðin óvissa í tengslum við útreikninga sem þessa, en styrkur áfengis í blóði hans var líklega í kring um tvö, jafnvel rúmlega tvö, prómill þegar atvikið átti sér stað,“ hefur iFinnmark eftir Mørland. Hann bætir við að önnur efni sem Gunnar hafi innbyrt, kókaín, amfetamín og virka efnið í valíumi, hafi valdið því að magn áfengis og fíkniefna í blóði hans hafi verið á bilinu þrjú til fjögur prómill. Mørland segir að magn líkt og þetta geti reynst mörgum lífshættulegt. Mørland segir því ljóst að Gunnar Jóhann hafi verið undir miklum áhrifum þegar hann varð hálfbróður sínum að bana. Magn líkt því sem hafi verið í blóði hans geti valdið því að neytandinn glati sjálfsstjórn, verði hvatvísari og áhættusæknari. Eins sagði Mørland að gera mætti ráð fyrir því að áhrifunum fylgdi minnistap. Hann bætti þó við að við aðstæður sem þessar geti áhrif áfengis og vímuefna á fólk verið afar mismunandi eftir einstaklingum.
Noregur Manndráp í Mehamn Tengdar fréttir Vitni full eftirsjár vegna atburðarins í Mehamn Fjöldi fólks sem var í partýi með Gunnari Jóhanni Gunnarssyni sama kvöld og hann varð Gísla Þór Þórarinssyni, hálfbróður sínum, að bana hefur stigið fram og lýst eftirsjá vegna atburðanna. 24. september 2020 21:00 Nýja parið „rottur“ sem myndu „uppskera eins og þær sáðu“ Kærasta Gísla Þórs Þórarinssonar heitins segist endurtekið hafa fengið hótanir frá Gunnari Jóhanni Gunnarssyni, barnsföður sínum og hálfbróður Gísla, fyrir nóttina afdrifaríku í Mehamn í apríl í fyrra. 24. september 2020 08:01 Haglabyssan biluð og ekki hægt að útiloka voðaskot Galli er á haglabyssunni sem skot hljóp úr og banaði Gísla Þór Þórarinssyni í Mehamn í Noregi í apríl í fyrra. Þetta staðfestu vopnasérfræðingar hjá rannsóknarlögreglunni í dómsal í dag. 23. september 2020 18:27 Gunnar gekk út þegar blóði drifnar myndir voru sýndar Gunnar Jóhann Gunnarsson fékk heimild frá dómara að yfirgefa dómsalinn í héraðsdómi Austur-Finnmerkur í morgun þegar sýndar voru myndir lögreglu frá blóðugum vettvangi drápsins. 23. september 2020 14:07 Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Merkúr Máni sótti brons á Ólympíuleikunum í líffræði Innlent Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Erlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent Virknin minnkað þó áfram gjósi Innlent Fleiri fréttir Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons á Ólympíuleikunum í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Sjá meira
Vitni full eftirsjár vegna atburðarins í Mehamn Fjöldi fólks sem var í partýi með Gunnari Jóhanni Gunnarssyni sama kvöld og hann varð Gísla Þór Þórarinssyni, hálfbróður sínum, að bana hefur stigið fram og lýst eftirsjá vegna atburðanna. 24. september 2020 21:00
Nýja parið „rottur“ sem myndu „uppskera eins og þær sáðu“ Kærasta Gísla Þórs Þórarinssonar heitins segist endurtekið hafa fengið hótanir frá Gunnari Jóhanni Gunnarssyni, barnsföður sínum og hálfbróður Gísla, fyrir nóttina afdrifaríku í Mehamn í apríl í fyrra. 24. september 2020 08:01
Haglabyssan biluð og ekki hægt að útiloka voðaskot Galli er á haglabyssunni sem skot hljóp úr og banaði Gísla Þór Þórarinssyni í Mehamn í Noregi í apríl í fyrra. Þetta staðfestu vopnasérfræðingar hjá rannsóknarlögreglunni í dómsal í dag. 23. september 2020 18:27
Gunnar gekk út þegar blóði drifnar myndir voru sýndar Gunnar Jóhann Gunnarsson fékk heimild frá dómara að yfirgefa dómsalinn í héraðsdómi Austur-Finnmerkur í morgun þegar sýndar voru myndir lögreglu frá blóðugum vettvangi drápsins. 23. september 2020 14:07