Segir Gunnar Jóhann hafa verið með mikið magn áfengis og fíkniefna í blóði Vésteinn Örn Pétursson skrifar 26. september 2020 16:00 Frá vettvangi í Mehamn laugardaginn 27. apríl. Réttarhöld yfir Gunnari Jóhanni hófust á mánudag en þeim hefur verið frestað í tvígang. TV2/CHRISTOFFER ROBIN JENSEN Gunnar Jóhann Gunnarsson var með mikið magn fíkniefna og áfengis í blóði sínu kvöldið sem hann varð Gísla Þór Þórarinssyni, hálfbróður sínum, að bana þann þann 27. apríl 2019 í Mehamn í Noregi. Þetta hefur staðarmiðillinn iFinnmark eftir lyfja- og eiturefnafræðingnum Jørg Mørland. Mørland var skipaður af Héraðsdómi Austur-Finnmerkur til þess að leggja mat á umfang áfengis- og fíkniefnaneyslu Gunnars umrætt kvöld. Komst hann að þeirri niðurstöðu að áfengismagn í blóði Gunnars hafi verið 3-4 prómill. Niðurstöðuna byggði hann á blóðsýni sem tekið var úr Gunnari daginn eftir að hann varð Gísla að bana, sem og upplýsingum um áfengisneyslu hans daginn áður og sama dag. Gunnar hefur gengist við því að hafa orðið Gísla að bana, en segir að skot hafi hlaupið úr byssu hans í átökum bræðranna. Hann er ákærður fyrir morð af yfirlögðu ráði en aðalmeðferð í máli hans stendur yfir þessa dagana. „Það er ákveðin óvissa í tengslum við útreikninga sem þessa, en styrkur áfengis í blóði hans var líklega í kring um tvö, jafnvel rúmlega tvö, prómill þegar atvikið átti sér stað,“ hefur iFinnmark eftir Mørland. Hann bætir við að önnur efni sem Gunnar hafi innbyrt, kókaín, amfetamín og virka efnið í valíumi, hafi valdið því að magn áfengis og fíkniefna í blóði hans hafi verið á bilinu þrjú til fjögur prómill. Mørland segir að magn líkt og þetta geti reynst mörgum lífshættulegt. Mørland segir því ljóst að Gunnar Jóhann hafi verið undir miklum áhrifum þegar hann varð hálfbróður sínum að bana. Magn líkt því sem hafi verið í blóði hans geti valdið því að neytandinn glati sjálfsstjórn, verði hvatvísari og áhættusæknari. Eins sagði Mørland að gera mætti ráð fyrir því að áhrifunum fylgdi minnistap. Hann bætti þó við að við aðstæður sem þessar geti áhrif áfengis og vímuefna á fólk verið afar mismunandi eftir einstaklingum. Noregur Manndráp í Mehamn Tengdar fréttir Vitni full eftirsjár vegna atburðarins í Mehamn Fjöldi fólks sem var í partýi með Gunnari Jóhanni Gunnarssyni sama kvöld og hann varð Gísla Þór Þórarinssyni, hálfbróður sínum, að bana hefur stigið fram og lýst eftirsjá vegna atburðanna. 24. september 2020 21:00 Nýja parið „rottur“ sem myndu „uppskera eins og þær sáðu“ Kærasta Gísla Þórs Þórarinssonar heitins segist endurtekið hafa fengið hótanir frá Gunnari Jóhanni Gunnarssyni, barnsföður sínum og hálfbróður Gísla, fyrir nóttina afdrifaríku í Mehamn í apríl í fyrra. 24. september 2020 08:01 Haglabyssan biluð og ekki hægt að útiloka voðaskot Galli er á haglabyssunni sem skot hljóp úr og banaði Gísla Þór Þórarinssyni í Mehamn í Noregi í apríl í fyrra. Þetta staðfestu vopnasérfræðingar hjá rannsóknarlögreglunni í dómsal í dag. 23. september 2020 18:27 Gunnar gekk út þegar blóði drifnar myndir voru sýndar Gunnar Jóhann Gunnarsson fékk heimild frá dómara að yfirgefa dómsalinn í héraðsdómi Austur-Finnmerkur í morgun þegar sýndar voru myndir lögreglu frá blóðugum vettvangi drápsins. 23. september 2020 14:07 Mest lesið Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Erlent Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Fleiri fréttir Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Sjá meira
Gunnar Jóhann Gunnarsson var með mikið magn fíkniefna og áfengis í blóði sínu kvöldið sem hann varð Gísla Þór Þórarinssyni, hálfbróður sínum, að bana þann þann 27. apríl 2019 í Mehamn í Noregi. Þetta hefur staðarmiðillinn iFinnmark eftir lyfja- og eiturefnafræðingnum Jørg Mørland. Mørland var skipaður af Héraðsdómi Austur-Finnmerkur til þess að leggja mat á umfang áfengis- og fíkniefnaneyslu Gunnars umrætt kvöld. Komst hann að þeirri niðurstöðu að áfengismagn í blóði Gunnars hafi verið 3-4 prómill. Niðurstöðuna byggði hann á blóðsýni sem tekið var úr Gunnari daginn eftir að hann varð Gísla að bana, sem og upplýsingum um áfengisneyslu hans daginn áður og sama dag. Gunnar hefur gengist við því að hafa orðið Gísla að bana, en segir að skot hafi hlaupið úr byssu hans í átökum bræðranna. Hann er ákærður fyrir morð af yfirlögðu ráði en aðalmeðferð í máli hans stendur yfir þessa dagana. „Það er ákveðin óvissa í tengslum við útreikninga sem þessa, en styrkur áfengis í blóði hans var líklega í kring um tvö, jafnvel rúmlega tvö, prómill þegar atvikið átti sér stað,“ hefur iFinnmark eftir Mørland. Hann bætir við að önnur efni sem Gunnar hafi innbyrt, kókaín, amfetamín og virka efnið í valíumi, hafi valdið því að magn áfengis og fíkniefna í blóði hans hafi verið á bilinu þrjú til fjögur prómill. Mørland segir að magn líkt og þetta geti reynst mörgum lífshættulegt. Mørland segir því ljóst að Gunnar Jóhann hafi verið undir miklum áhrifum þegar hann varð hálfbróður sínum að bana. Magn líkt því sem hafi verið í blóði hans geti valdið því að neytandinn glati sjálfsstjórn, verði hvatvísari og áhættusæknari. Eins sagði Mørland að gera mætti ráð fyrir því að áhrifunum fylgdi minnistap. Hann bætti þó við að við aðstæður sem þessar geti áhrif áfengis og vímuefna á fólk verið afar mismunandi eftir einstaklingum.
Noregur Manndráp í Mehamn Tengdar fréttir Vitni full eftirsjár vegna atburðarins í Mehamn Fjöldi fólks sem var í partýi með Gunnari Jóhanni Gunnarssyni sama kvöld og hann varð Gísla Þór Þórarinssyni, hálfbróður sínum, að bana hefur stigið fram og lýst eftirsjá vegna atburðanna. 24. september 2020 21:00 Nýja parið „rottur“ sem myndu „uppskera eins og þær sáðu“ Kærasta Gísla Þórs Þórarinssonar heitins segist endurtekið hafa fengið hótanir frá Gunnari Jóhanni Gunnarssyni, barnsföður sínum og hálfbróður Gísla, fyrir nóttina afdrifaríku í Mehamn í apríl í fyrra. 24. september 2020 08:01 Haglabyssan biluð og ekki hægt að útiloka voðaskot Galli er á haglabyssunni sem skot hljóp úr og banaði Gísla Þór Þórarinssyni í Mehamn í Noregi í apríl í fyrra. Þetta staðfestu vopnasérfræðingar hjá rannsóknarlögreglunni í dómsal í dag. 23. september 2020 18:27 Gunnar gekk út þegar blóði drifnar myndir voru sýndar Gunnar Jóhann Gunnarsson fékk heimild frá dómara að yfirgefa dómsalinn í héraðsdómi Austur-Finnmerkur í morgun þegar sýndar voru myndir lögreglu frá blóðugum vettvangi drápsins. 23. september 2020 14:07 Mest lesið Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Erlent Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Fleiri fréttir Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Sjá meira
Vitni full eftirsjár vegna atburðarins í Mehamn Fjöldi fólks sem var í partýi með Gunnari Jóhanni Gunnarssyni sama kvöld og hann varð Gísla Þór Þórarinssyni, hálfbróður sínum, að bana hefur stigið fram og lýst eftirsjá vegna atburðanna. 24. september 2020 21:00
Nýja parið „rottur“ sem myndu „uppskera eins og þær sáðu“ Kærasta Gísla Þórs Þórarinssonar heitins segist endurtekið hafa fengið hótanir frá Gunnari Jóhanni Gunnarssyni, barnsföður sínum og hálfbróður Gísla, fyrir nóttina afdrifaríku í Mehamn í apríl í fyrra. 24. september 2020 08:01
Haglabyssan biluð og ekki hægt að útiloka voðaskot Galli er á haglabyssunni sem skot hljóp úr og banaði Gísla Þór Þórarinssyni í Mehamn í Noregi í apríl í fyrra. Þetta staðfestu vopnasérfræðingar hjá rannsóknarlögreglunni í dómsal í dag. 23. september 2020 18:27
Gunnar gekk út þegar blóði drifnar myndir voru sýndar Gunnar Jóhann Gunnarsson fékk heimild frá dómara að yfirgefa dómsalinn í héraðsdómi Austur-Finnmerkur í morgun þegar sýndar voru myndir lögreglu frá blóðugum vettvangi drápsins. 23. september 2020 14:07