Markmiðið að festa sig í sessi hér á landi og komast á næsta stig erlendis 29. september 2020 07:31 Daníel Örn hefur fært sig um set innan Vodafone-deildarinnar. Vísir/XY Esports Daníel Örn Melstað betur þekktur sem DOM hefur varið á kostum með liði sínu GOAT það sem af er Vodafonedeildinni. Liðinu var spáð neðsta sæti af spekingum deildarinnar og nú þegar leikmannaglugginn var opnaður á miðju tímabili ákvað lið XY Esport að falast eftir kröftum Daníels eða DOM út tímabilið. Hann sló til og því heyrði Vísir í kappanum og ræddi við hann um óvænt félagaskipti hans og tímabilið til þessa. „Félagaskiptin gengu frekar vel, strákarnir í XY tóku á móti mér á sunnudaginn og við ræddum aðeins saman um framtíðina og markmið liðsins. Síðan sýndu þeir mér flottu aðstöðuna hjá XY og JoeJoe bauð okkur út að borða eins og kóngur. Fengum þá tækifæri til að kynnast hvor öðrum yfir matnum. Síðan um kvöldið fórum við inn á server og tókum nokkra æfingaleiki sem gengu fram úr vonum miðað við fyrstu æfingu,“ sagði DOM um félagaskipti sín. „Markmið okkar í íslenskum CounterStrike er að festa okkur í sessi sem eitt af toppliðum Íslands og komast á næsta stig í erlendum deildum eins og ESEA,“ sagði hann jafnframt um markmið liðsins. Varðandi persónulegan árangur sinn til þessa á tímabilinu: „Ég tel mig hafa vaxið töluvert sem spilara og þetta tímabil hefur aukið sjálfstraustið þar sem ég hef fengið tækifæri til að sýna hvað í mér býr. Hef ekki verið í toppbaráttunni í íslenskum CounterStrike til þessa en vonast til að það breytist.“ „Það fyrsta sem ég hugsaði um var hvern GOAT strákarnir myndu fá í staðinn fyrir mig þar sem fyrirvarinn var stuttur og myndi setja þá í smá klípu. Á endanum þá ákvað ég að setja mín eigin markmið í fararbrodd og taka stökkið. Þegar ég lét Eirík [Eiki47] vita af skiptunum þá kom ekkert nema hvatning frá honum og hann óskaði mér góðs gengis. Strákarnir í GOAT hafa staðið sig frábærlega og ég hef sjaldan skemmt mér jafn mikið að spila CS og með þeim hingað til. Ég tel hinsvegar að markmiðin hjá XY séu meira í línu við mín eigin þegar kemur að ná árangri í CS.“ Nýbaður þegar kemur að keppni í CounterStrike þrátt fyrir að hafa spilað lengi. „Ég hef spilað CounterStrike í langan tíma en þegar kemur að því að keppa er ég nýbakaður, sérstaklega miðað við suma leikmenn í þessari deild. Ég hef verið í nokkrum liðum en fyrsta almennilega liðið sem ég komst í var KR.Black. Þá var maður byrjaður að vinna þessi miðju lið og gefa topp liðunum einhverja mótspyrnu. Þar fékk ég smá smakk af sigri en röð af breytingum í liðinu, samskiptaörðugleikar við að tala á ensku sem og vandræði við að spila í ESEA-deild fór ekki vel með móralinn.“ „Við tókum yfir ESEA Main-plássið hjá gamla KR liðinu og notuðum það sem stökkpall til að æfa á móti betri andstæðingum. Það endaði þó eiginlega á því að skjóta okkur í fótinn og særa sjálfstraustið í liðinu. Reynslan sem ég fékk var samt ómetanleg og að mínu mati þá varð ég greindari og betri spilari fyrir vikið. Síðan var ég valinn í GOAT-liðið eftir það tímabil og reyndi að nýta það sem ég lærði til að hjálpa liðinu til að vera keppnishæft í efstu deild.“ „Ég hef aldrei fundið fyrir utanaðkomandi pressu í CounterStrike, aðeins pressu sem ég set á sjálfan mig að spila eins vel og ég get. Varðandi pressuna á liðið þá held ég að við séum allir hungraðir í meira og munum gera okkar besta til að komast á næsta stig,“ sagði Daníel að lokum um þá pressu sem getur fylgt því að spila CS. Rafíþróttir Vodafone-deildin Mest lesið Gary sem stal jólunum Enski boltinn Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Enski boltinn Spilaði reglulega við afa Littlers en mætir nú stráknum á HM Sport Ættingi Endricks skotinn til bana Fótbolti Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Enski boltinn Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn City ætlar að kaupa í janúar Enski boltinn
Daníel Örn Melstað betur þekktur sem DOM hefur varið á kostum með liði sínu GOAT það sem af er Vodafonedeildinni. Liðinu var spáð neðsta sæti af spekingum deildarinnar og nú þegar leikmannaglugginn var opnaður á miðju tímabili ákvað lið XY Esport að falast eftir kröftum Daníels eða DOM út tímabilið. Hann sló til og því heyrði Vísir í kappanum og ræddi við hann um óvænt félagaskipti hans og tímabilið til þessa. „Félagaskiptin gengu frekar vel, strákarnir í XY tóku á móti mér á sunnudaginn og við ræddum aðeins saman um framtíðina og markmið liðsins. Síðan sýndu þeir mér flottu aðstöðuna hjá XY og JoeJoe bauð okkur út að borða eins og kóngur. Fengum þá tækifæri til að kynnast hvor öðrum yfir matnum. Síðan um kvöldið fórum við inn á server og tókum nokkra æfingaleiki sem gengu fram úr vonum miðað við fyrstu æfingu,“ sagði DOM um félagaskipti sín. „Markmið okkar í íslenskum CounterStrike er að festa okkur í sessi sem eitt af toppliðum Íslands og komast á næsta stig í erlendum deildum eins og ESEA,“ sagði hann jafnframt um markmið liðsins. Varðandi persónulegan árangur sinn til þessa á tímabilinu: „Ég tel mig hafa vaxið töluvert sem spilara og þetta tímabil hefur aukið sjálfstraustið þar sem ég hef fengið tækifæri til að sýna hvað í mér býr. Hef ekki verið í toppbaráttunni í íslenskum CounterStrike til þessa en vonast til að það breytist.“ „Það fyrsta sem ég hugsaði um var hvern GOAT strákarnir myndu fá í staðinn fyrir mig þar sem fyrirvarinn var stuttur og myndi setja þá í smá klípu. Á endanum þá ákvað ég að setja mín eigin markmið í fararbrodd og taka stökkið. Þegar ég lét Eirík [Eiki47] vita af skiptunum þá kom ekkert nema hvatning frá honum og hann óskaði mér góðs gengis. Strákarnir í GOAT hafa staðið sig frábærlega og ég hef sjaldan skemmt mér jafn mikið að spila CS og með þeim hingað til. Ég tel hinsvegar að markmiðin hjá XY séu meira í línu við mín eigin þegar kemur að ná árangri í CS.“ Nýbaður þegar kemur að keppni í CounterStrike þrátt fyrir að hafa spilað lengi. „Ég hef spilað CounterStrike í langan tíma en þegar kemur að því að keppa er ég nýbakaður, sérstaklega miðað við suma leikmenn í þessari deild. Ég hef verið í nokkrum liðum en fyrsta almennilega liðið sem ég komst í var KR.Black. Þá var maður byrjaður að vinna þessi miðju lið og gefa topp liðunum einhverja mótspyrnu. Þar fékk ég smá smakk af sigri en röð af breytingum í liðinu, samskiptaörðugleikar við að tala á ensku sem og vandræði við að spila í ESEA-deild fór ekki vel með móralinn.“ „Við tókum yfir ESEA Main-plássið hjá gamla KR liðinu og notuðum það sem stökkpall til að æfa á móti betri andstæðingum. Það endaði þó eiginlega á því að skjóta okkur í fótinn og særa sjálfstraustið í liðinu. Reynslan sem ég fékk var samt ómetanleg og að mínu mati þá varð ég greindari og betri spilari fyrir vikið. Síðan var ég valinn í GOAT-liðið eftir það tímabil og reyndi að nýta það sem ég lærði til að hjálpa liðinu til að vera keppnishæft í efstu deild.“ „Ég hef aldrei fundið fyrir utanaðkomandi pressu í CounterStrike, aðeins pressu sem ég set á sjálfan mig að spila eins vel og ég get. Varðandi pressuna á liðið þá held ég að við séum allir hungraðir í meira og munum gera okkar besta til að komast á næsta stig,“ sagði Daníel að lokum um þá pressu sem getur fylgt því að spila CS.
Rafíþróttir Vodafone-deildin Mest lesið Gary sem stal jólunum Enski boltinn Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Enski boltinn Spilaði reglulega við afa Littlers en mætir nú stráknum á HM Sport Ættingi Endricks skotinn til bana Fótbolti Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Enski boltinn Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn City ætlar að kaupa í janúar Enski boltinn